Dagsferð um Rangárþing.
- Skógarbændur
- Sep 3
- 2 min read
Skógardagur á Suðurlandi þriðjudaginn 16 . september n.k.
„Skógur nú og til framtíðar“
Dagsferð um Rangárþing.
Ferðin er kostuð af Félagi skógarbænda á Suðurlandi (FsS) og er frítt fyrir þátttakendur.
Lagt verður af stað frá Krónunni á Selfossi klukkan 09:00. Fyrir neðan Krónuna (ármegin).
Skráning fer fram fyrir 12. september n.k. á netfanginu bjorn@bjarndal.is
Markmið ferðarinnar er að fræða og fræðast um skógrækt á Suðurlandi. Þátttakendur geta tekið þátt í skipulögum umræðum um valin málefni úti í skógi, eftir framsögn, eins og fram kemur í dagskrá.
Dagskrá skógardags FsS þriðjudaginn 16. september n.k.
Klukkan 9:00. Lagt af stað frá Krónunni á Selfossi (fyrir neðan Krónuna, ármegin)
Klukkan 9:45. Gunnarsholt. Horft til framtíðar í nytjaskógrækt og skjólbeltarækt. Ágúst Sigurðsson, forstjóri Lands og skógar
Klukkan 11:00. Múlakot Fljótshlíð. Álitlegar trjátegundir í skógi / Akurræktun jólatrjáa Samson Harðarson, ráðgjafi LOGS
Klukkan 12:15. Súpa og brauð í Múlakoti.
Klukkan 13:10. Tumastaðir. Er Sitkagreni "nytjatré" framtíðarinnar? Tausti Jóhannsson skógarvörður á Suðurlandi og Hrafn Óskarsson staðarhaldari Tumastöðum
Klukkan 14:10. Uppsalir í Fljótshlíð. Hlutverk og skyldur skógarbóndans / hlutverk skógræktarráðgjafans. Hallur Björgvinsson, ráðgjafi LOGS
Þróun skógarúttekta á Íslandi. Helena Marta Stefánsdóttir, sérfræðingur á Mógilsá
Klukkan 15:30. Kaffi og kleinur á hlaðinu á Uppsölum.
Um klukkan 17:00. Komið til baka á Selfoss.
Klæðnaður í samræmi við veðurspá.
Fararstjóri: Björn Bjarndal Jónsson
Umræðustjóri: Björgvin Eggertsson
Eftirfarandi fá boð í ferðina: Félagar í Félagi skógarbænda á Suðurlandi, starfsfólk skógræktar LOGS á Suðurlandi, fulltrúar rannsóknarstöðvar á Mógilsá, fulltrúar Garðyrkjuskólans/FSu á Reykjum, fulltrúar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, plöntuframleiðendur, fulltrúar SASS og uppbyggingarsjóðs Suðurlands, fulltrúar stjórnmálaflokka, fulltrúar náttúruverndar, þjónustuaðilar skógræktar, fulltúar skógræktarfélaga, fulltrúar Skógardeildar BÍ ásamt fjölmiðlum.

Comments