top of page

Deildarfundur skógarbænda, Dagskrá

Dagskrá

11:00           Setning fundar                                      

11:05           Skýrsla stjórnar                                      Laufey Leifsdóttir

11:30           Áherslumál skógarbænda BÍ                Ragnheiður Halldórsdóttir

12:00           Umræður um skýrslu stjórnar                 

12:30           Hádegishlé                                            

13:00           Tillögur lagðar fram og afgreiðsla           

-                  Stjórnsýslunefnd                                    Dagbjartur Bjarnason

-                  Fagnefnd                                                Guðmundur Sigurðsson

14:30           Kaffihlé                                                

15:00           Tillögur frh.                                          

-                  Stefna skógarbænda                               Bjarni G. Björgvinsson

15:30           Framboð í stjórn                                    

15:40           Kosning stjórnar                                    

-                  Búnaðaraþingsfulltrúar

-                  Starfsáætlun næsta árs                           

16:00           Önnur mál                                            

16:30           Áætluð fundarslit                                  

16:30           Aðalfundur LSE hefst



Rammaskýrsla 2024




 

Stjórnsýslunefnd 

Umsjón: Dagbjartur Bjarnason

 

4. feb. 17:00 – Dagbjartur Bjarnason, Þorsetinn Pétursson, Hjörtur Bergmann Jónsson, Kári Steinar Karlsson, Sigfús Jörgen Oddsson, Lilja Sigurðardóttir, Hlynur Gauti Sigurðsson og Bjarni G. Björgvinsson.

 

11. feb. kl 17:00 – Dagbjartur Bjarnason, Hjörtur Bergmann Jónsson, Laufey Leifsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Jóhann Frímann Þórhallsson, Sigfús Jörgen Oddsson, Kári Steinar Karlsson og Hlynur Gauti Sigurðsson

 

Tillaga 1- Evrópskt samstarf 

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 leggur til að formfesta samstarf við Samtök skógarbænda í Evrópu.

Greinargerð: Undanfarið ár hefur verið undirbúið formlegt samstarf við Samtök skógarbænda í Evrópu (CEPF). CEPF leggur mikla áherslu á að samstarfið sé hagsælt fyrir alla aðila og fjárhagsleg byrði megi ekki sliga neinn í samstarfinu. Það er því í höndum hverrar þjóðar að leggja til hversu mikið fjármagn hún telur að hún komist af með að leggja til í samstarfinu. Taka þarf með í reikninginn þau ótöldu fjárútlát sem koma til úr af ferðalögum og vinnu við ýmiss konar undirbúning. Smæstu skógarþjóðirnar hafa verið að greiða u.þ.b. 1000 evrur til samtakanna árlega.

 

Tillaga 2- Aukið fjármagn til skógarbænda hjá Landi og skógi 

Endurflutt tillaga frá fyrra ári með uppfærðum tölum að hluta:  

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 hvetur stjórn Bændasamtaka Íslands og Land og skóg til að berjast fyrir auknu fjármagni til nytjaskógræktar á lögbýlum til plöntukaupa, skjólbelta, snemmgrisjunar, slóðagerðar, girðinga og annarra tilheyrandi framkvæmda. 

Greinargerð: Á undanförnum árum hefur hlutfall gróðursetninga hjá skógarbændum minnkað verulega í hlutfalli við aðrar gróðursetningar. Vegna hás vaxtastigs hafa framlög til skógræktar á lögbýlum dregist saman að raunvirði undanfarið og í ríkisreikningi eru að auki gert ráð fyrir krónutölulækkun á næstu árum í framlögum til skógræktar á lögbýlum: 

 

2022 Framlög til skógræktar á lögbýlum 458 millj. 

2023 Framlög til skógræktar á lögbýlum 445 millj. 

2024 Framlög til skógræktar á lögbýlum 445 millj. 

2025 Framlög til skógræktar á lögbýlum 444 millj.

2026 Framlög til skógræktar á lögbýlum 435 millj. 

 

Tryggja þarf vöxt og viðhald skóga á lögbýlum enda gegna þeir mikilvægu hlutverki í bæði kolefnisbindingu, uppbyggingu skógarauðlindar og nýs atvinnuvegar sem unnið hefur verið markvisst að af hálfu hins opinbera um áratuga skeið. Skógarbændur hafa skuldbundið sig til að nýta landið á þennan hátt til 40 ára og ótækt að geta ekki sinnt því verkefni sem skyldi öllum til hagsbóta vegna fjárskorts. Óskir skógarbænda um framkvæmdir (plöntur til gróðursetningar, girðingar, slóðagerð, grisjun o.fl.) voru á þarsíðasta ári um fjórðungi hærri en sem nam framlagi (590 millj. á móti 458 millj.) og útlit fyrir sams konar stöðu nú. 


Tillaga 3- Búnaðarþing, laganefnd BÍ  

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 samþykkir tillögu frá laganefnd BÍ um breytt utanumhald búgreinaþings. 

Ítarefni :  PDF skjal:  Búnaðarþing BÍ_tillaga - Laganefnd – 050225

 

  

Tillaga 4- Um framgang skógræktarverkefna í loftslagsvegvísi BÍ 

 

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 beinir því til stjórnar BÍ að í komandi búvörusamningum verði unnið að því að tryggja framgang þeirra skógræktarverkefna sem tilgreind eru í nýjum loftslagsvegvísi BÍ. 

Greinargerð: Í nýjum loftslagsvísi BÍ er lögð áhersla á aukna ræktun bændaskóga (e. agroforestry) til bindingar en í því felast nytjaskógar, skjólbeltarækt, beitarskógar eða skjólskógar (LVL.5.i). Bændaskógar geta að auki stutt við aðra þætti eins og bættan aðbúnað (LVL.1.i), aukna uppskeru og bætta nýtingu ræktunarlands (LVL.3.i) og aukna bindingu í jarðvegi með lífkolum (LVL.5.iii) sem dæmi. Skógrækt er eðlilegur hluti af hefðbundnum landbúnaði, enda eina nýtingarleiðin í flokkum landnotkunar í kolefnisútreikningum um landnotkun (LULUCF) sem skilar jákvæðri niðurstöðu, styður að auki við marga þætti í ræktun og getur með tíð og tíma skilað bændum beinum afurðum í formi viðarafurða af ýmsum gerðum. Fjármagn til nytjaskógaræktar í víðum skilningi þarf því að auka, styðja þarf við plöntu­framleiðslu, plöntukaup og efla fræðslu. 




Tillaga 5- Framkvæmdaleyfi 

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 beinir því til stjórnar BÍ að unnið verði að einföldun á afgreiðslu umsókna um framkvæmdaleyfi í skógrækt og skógrækt verði skilgreind sem landbúnaður. 

Greinargerð: Skipulagsmál varðandi skógrækt eru mismunandi í sveitarfélögum. Víða hefur ferlið um framkvæmdaleyfi verið seinlegt og flókið. Það hefur leitt til þess að framkvæmda­leyfum er hafnað eða landeigendur geta ekki orðið við þeim kröfum sem ætlast er til. Þetta er algjörlega óboðlegt á sama tíma og auknar kröfur eru um umhverfisvænni landbúnað og kolefnisbindingu. Bændur vilja mæta kröfunum og horfa í auknum mæli til skógræktar til að kolefnisjafna búskapinn. Það er því óásættanlegt að umsóknir festist í skipulagsferli sveitarfélaga sem vinni þannig gegn jákvæðri þróun í landbúnaði sem skógrækt er. 

 

Tillaga 6- Verðmætamat og tryggingar skóga 

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 leggur til að komið verði af stað formlegri vinnu við verðmeta og tryggja skóga. Sú vinna verði leidd af BÍ með aðkomu búgreinadeildar skógarbænda BÍ.  

 

 Tillaga 7- Lausaganga búfjár 

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 leggur til við stjórn BÍ og stjórnir annarra búgreinadeilda að kortleggja svæði þar sem ágreinings um ágang búfjár gætir á milli landeiganda. Með kortlagningu er betur hægt að greina hvar og hvers ágreiningsins sætir með það að leiðarljósi að aðstoða við að leysa hann.  

Greinargerð: Tillagan gengur út á að reyna að finna lausnamiðaðar aðgerðir út af ágangi búfjár þar sem Bændasamtökin geta verið leiðandi. Kortlagningin á ekki að vera opinbert skjal og einungis í umsjón Bændasamtakanna, þannig verður ekki farið inn á svið persónuverndar. Vinnan í kjölfarið yrði unnin með stjórn BÍ og/eða viðkomandi stjórnum búgreinadeilda ef þurfa þykir. 

Útfærsla og ítarefni má nálgast hjá deild skógarbænda.



 




 


Fagnefnd

Umsjón: Guðmundur Sigurðsson

5. feb. 17:00 – Guðmundur Sigurðsson, Friðrik Jóhannsson, Ásmundur Skeggjason, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Dagbjartur Bjarnason, Hjörtur Bergmann Jónsson og Hlynur Gauti Sigurðsson.

 

 

 

 

Tillaga 8-   Samkeyrsla gagna 

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025  hvetur BÍ til að fá stjórnvöld (bæði ríki og sveitarfélög) til að sameina gagnagrunna stofnana. Hér er átt við opinber gögn, kortagögn og álíka efni sem gerir ákvörðunartöku um landskipulag skilvirkari og upplýstari. Það myndi flýta fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa til skógræktar. Það myndi nýtast öllum hagaðilum, sbr. Landi og skógi, Skipulagsstofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Vegagerðinni, Minjastofnun, Loftmyndum, HMS, Jörð (RML) o.fl. 

Gögn skógarbænda yrðu þá færð inn í sameiginlegan gagnagrunn.

Greinargerð: Með aukinni vinnu og kröfum  varðandi skipulagmál er nauðsynlegt að allar upplýsingar séu aðgengilegar fyrir framkvæmdaraðila og umsagnaraðila. Til að aðgengi upplýsinga verði sem best er mikilvægt að geta náð í sem flestar upplýsingar á einum stað. Mikilvægt er fyrir skógarbændur að hafa gott rafrænt aðgengi yfir framkvæmdir á sinni jörð, t.d. varðandi kortagögn og skráningu verkefna á skógræktarjörðinni.

              

 

 

 

Tillaga 9-  Ræktun gæðaviðar

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 beinir því til Lands og skógar að endurskoða ráðgjöf um þéttleika nýgróðursetningar þegar um gott skógræktarland á í hlut og leggi þar áherslu á þéttari gróðursetningu þar sem það á við, samanborið við núverandi viðmið.


Greinargerð: Undanfarin ár hafa áherslur í ráðgjöf skógræktar viðkomandi ríkisstofnunar (nú Land og skógur) snúist um að gróðursetja æ gisnar í nýgróðursetningu og er nú almennt viðmið LogS að gróðursetja 2500 plöntur/á hektarann fyrir greni, furu og lerki. Öðru máli gegnir um ösp. Það kann að vera hagkvæmt við lakari ræktunar­aðstæður og eru þær nokkuð algengar í nýskógrækt. Í betri aðstæðum má þó réttlæta þéttari gróðursetningu. Þannig má segja að mögulega sé verið að hlunnfæra skógræktandann um gæðavið sem annars hefði verið, hefði verið gróðursett þétt því með gisinni gróðursetningu í ríkulegt land má reikna með miklum vexti bæði í árssprota og greinavexti. Þannig má búast við grófkvista við sem hefði verið hægt að komast hjá.

 

 

Tillaga 10-  Fjölbreyttari trjágróður

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 hvetur Land og skóga að vera opin fyrir hugmyndum um ræktun fjölbreyttari trjá- og runnategunda í íslenska skóga.


Greinargerð: Með aukinni fjölbreytni í skógum má reikna með aukinni myndum búsvæða, plöntu, fugla, dýra og sveppa. Á meðan landshlutabundnu skógræktarverkefnin voru og hétu var nokkuð um að prófa óhefðbundnar plöntutegundir þar sem bóndi vissi af viðkomandi hættu á lifun og/eða vexti. Má þar nefna lauftegundir eins og hengibirki, selju og ávaxtatrjám og barrtegundir eins og þin, degli og jafnvel lífvið. Með blöndun tegunda, bæði við nýgróðursetningu og ekki síður inn í eldri skóga má auðga skógana mikið og er það ekki eingöngu gott fyrir líffjölbreytileikann heldur ekki síður viss skilda Íslendinga í hlýnandi heimi.

Það fellst rekstrarhagkvæmni í að rækta margar plöntur af sömu trjátegund. Bæði eykst þekking á viðkomandi ræktun og hægt er að afkasta meira í nafni fábreytninnar. Að sama skapi getur skarðið við afföll við slíkar aðstæður orðið banabiti gróðrarstöðva. Við íslenskar aðstæður hefur það reynst vel að vinna með áreiðanlegar plöntur sem hafa gefið góða raun yfir áratugina. Það fellst þó viss áhætta í slíkri einræktun eins og dæmin sanna þegar t.d. meindýraplága leggst á eina tegund og má þar nefna jarðyglufaraldur á rússalerki á fyrri öldinni og núverandi ágang birkuþélu og birkikembu á birki Sunnan- og Vestanlands.

 

 


 

 

Stefna skógarbænda BÍ

Umsjón: Bjarni G. Björgvinsson

6. feb. 17:00 – Bjarni G. Björgvinsson, Laufey Leifsdóttir, Björn Bjarndal Jónsson, Hjörtur Bergmann Jónsson, Friðrik Jóhannsson, Jóhann Frímann Þórhallsson, Þorsteinn Pétursson, Lilja Sigurðardóttir, Kári Steinar Karlsson og Hlynur Gauti Sigurðsson


Tillaga 11- Loftslagsvegvísír BÍ

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 leggur til að loftlagsvegvísir Bændasamtaka Íslands fari til samþykktar á Búnaðarþingi.


Rökstuðningur: Loftlagsvegvísir bænda er mikilvæg og metnaðarfull stefnumörkun sem snýr að því að efla íslenskan landbúnað. Skógrækt er sannreynd og mælanleg loftslagsaðgerð og eina nýtingarleiðin í flokkum landnotkunar í kolefnisútreikningum um landnotkun (LULUCF) sem skilar jákvæðri niðurstöðu. Eins og kemur fram í LVL.5.i, Aukin ræktun bændaskóga (e. agroforestry), er ætlunin að efla skógrækt til bindingar innan allra búgreina, s.s. með nytjaskógum, skjólbeltarækt, beitarskógum eða skjólskógum. Fyrir utan hreina kolefnis­bindingu geta bændaskógar, skjólbelti og skjólskógar stutt við aðra þætti loftslags­vegvísisins eins og LVL.1.i hvað varðar bættan aðbúnað, LVL.3.i um aukna uppskeru og að bæta nýtingu ræktunarlands og LVL.5.iii um aukna bindingu í jarðvegi með lífkolum sem dæmi. Skógrækt af ýmsum toga er nauðsynleg til að markmið um loftslagsaðgerðir náist, hvort sem innan landbúnaðar eða þegar loftslagsskuldbindingar Íslands eru annars vegar.


Sjá nánar á bondi.is MÍNAR SÍÐUR

 

Tillaga 12- Innheimta félagsgjalda BÍ

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 styður áframhaldandi vinnu við þróun á nýju innheimtukerfi fyrir félagsgjöld Bændasamtaka Íslands. Stjórn deildarinnar er falið að vinna málið áfram í samstarfi við starfsfólk skrifstofu BÍ og ákvarða þær forsendur sem munu liggja til grundvallar mati á veltu félagsmanna í deildinni. Niðurstöður verði lagðar fyrir Búnaðarþing 20.–21. mars 2025 til umræðu og afgreiðslu.


Rökstuðningur: Verkefnið hefur verið unnið í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2024. Markmiðið er að auka skilvirkni í innheimtu félagsgjalda auka gagnsæi og bæta yfirsýn yfir félagsaðild. Verkefnið er hluti af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin misseri á „mínum síðum“ sem er aðgangsstýrt vefsvæði sem heldur utan um upplýsingagjöf til félagsmanna.


Framfylgd tillögunnar:

-  Haldið verði áfram með vinnuna sem nú er í gangi.

-  Stjórn deildarinnar taki virkan þátt í þróun kerfisins.

Ábyrgð á framgangi:

-  Stjórn Bændasamtaka Íslands




 

Tillaga 13- Stefna Búgreinadeildar skógarbænda BÍ

Deildarfundur búgreinadeildar skógarbænda í BÍ, haldinn í Reykjavík 27. febrúar 2025 samþykkir nýja stefnu Búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ.




Fulltrúar og starfsmenn:

 

Aðalsteinn Orri Sigrúnarson, Geitagerði I

Agnes Þórunn Guðbergsd., Hróarsstöðum 1

Bergþóra María Jónsdóttir, Hrútsstöðum

Bjarni G Björgvinsson, Skeggjastöðum

Björn Ármann, Meðalnesi

Björn Bjarndal Jónsson, Kluftum

Dagbjartur Bjarnason, Brekku

Embla Dóra Björnsdóttir, Egg

Eymundur Magnússon, Vallanesi

Friðrik Jóhannsson, Brekkulæk I

Guðmundur Aðalsteinsson, Brekkuseli

Guðmundur Sigurðsson, Oddsstöðum 2

Guðrún Steinþórsdóttir, Brekku

Hilmar Gunnlaugsson, Egilsseli 

Jakob K Kristjánsson, Hóli

Jóhann Frímann Þórhallsson, Brekkugerði

Jóhanna Róbertsdóttir, Kluftum

Kári Steinar Karlsson, Galtalæk

Laufey Leifsdóttir, Stóru-Gröf syðri

Lárus Elíasson, Rauðsgili

Lilja Sigurðardóttir, Ormsstöðum

Ragnheiður Aradóttir, Galtalæk

Rúnar Vífilsson, Ferstiklu

Sigfús Jörgen Oddsson, Staffelli

Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Egilsstöðum

Þorleifur Þór Þorleifsson, Hálsi 2

Þorsteinn Pétursson, Víðivallagerði

 

Gestur, formaður Kolefnisbrú ehf.

Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði 

 


 

Stjórn Búgreinadeildar skógarbænda

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður

Laufey Leifsdóttir, varaformaður

Bjarni G. Björgvinsson

Dagbjartur Bjarnason

Guðmundur Sigurðsson

  

Varastjórn:

Birgir Steingrímsson

Björn Bjarndal Jónsson

Sighvatur Jón Þórarinsson

Sigurkarl Stefánsson

Þorsteinn Pétursson

 


  

Fundarstjórn

Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir

 

Fundarritun

Bergþóra María Jónsdóttir

Rúnar Vífilsson

 

Starfsmaður deildar

Hlynur Gauti Sigurðsson






Upptaka af Deildarfundi skógarbænda 2024






Comments


bottom of page