Deildarfundur skógarbænda hjá BÍ var haldinn í gær, mánudaginn 12. ferbrúar 2024.
Stafsmenn fundar voru :
Guðbrandur Brynjúlfsson, fundarstjóri
Laufey Leifsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir, fundaritarar
Guðmundur Sigurðsson, Bjarni Björgvinsson og Embla Dóra Björnsdóttir í kjörstjórn
Skýsla stjórnar
Formaður fór yfir starf sjórnar á síðuasta ári. Af mörgu var að taka. Meðal þess helsta var:
>Málþing skógarbænda á Varmalandi (Dagur Landbúnaðarins)
>Iðnaðarsýningin 2023, -Skógargeirinn með á bás HMS
>Fagráðstefna 2023 Ísafirði
>Búnaðarþing
>CE merkingar -Styrkur ASK
>Hvatningaverðlaun (https://www.skog.is/hvatningarverdlaun-skograektar/)
<Garðyrkjuskólinn. -Fundað með fagnefnd skólans
>Tryggingamál skógaræktar - í vinnslu hjá BÍ.
>NFS - Norrænt samstarf
>Einnig var greint frá afdrifum 10 tillagna síðasta árs.
Jóhann Gísli lagði fram nokkur atriði inn í framtíðina:
Áhersluatriði fyrir árið 2024
>Málþing fyrir skógarbændur Laugum í Sælingsdal 12.okt 2024
>Fjölgun félagsmanna í SkógBÍ.
>„Horft fram á við“
>CE staðlar >fylgja eftir styrk sem fékkst frá ASK / HMS
>Kolefnisbrúin
>Tryggingamál skógaræktar eru í vinnslu hjá lögfræðingum BÍ
>Endurskoðun búvörusamninga (Rammasamningur)
>Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt
>Hvatningaverðlaun skógaræktar >Tilnefningafrestur er til 14. febrúar
>Fagráðstefna skógaræktar > Skógarauðlindin - innviðir og skipulag í Hofi á Akureyri 20.-21. mars 2024
>NFS - Norrænt samstarf
Niðurstöður könnunar
Í janúar var lögð fram könnun til skógarbænda. Hlynur Gauti gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Þar kemur ýmislegt fram. Mest ber á ákalli á viðarvinnslur og umhirðu.
Kolefnisverkefni
Á Butru í Fljótslíð er fyrsta kolefnisverkefni Kolefnisbrúar. Oddný Steina, bóndi að Butru, sagði frá.
Land og skógur
Ágúst Sigurðsson, nýr forstöðumaður Lands og Skóg, lagði upp línur nýrrar stofnunar.
Tillögur
Breyting á samþykktum Búgreinadeildar skóbarbænda voru samþykktar.
Lagt var upp með að bera ekki upp kemilíkar tilögur frá fyrri árum því nú þegar er unnið í þeim flestum, ef ekki öllum. Því var fjöldi tillagana einungis fimm í ár. Þær voru allar samþykktar án athugasemda:
>Land & skóg
>Stefnumörkun
>Norðurlandsamstarf
>Fjármögnun Málþings
>Kolefnisbinding viðurkennd
Sjá í heild sinni hér neðst
Formanns og sjórnarkjör
Breytingar urðu á stjórn búgreinafélagsins:
Hjörtur Bergmann Jónsson, félagsmaður af Suðurlandi, var einn í framboði og því sjálfkjörinn formaður.
Bjarni Björgvinsson, félagsmaður af Austurlandi, kemur nýr í stjórn.
Áfram í stjórn sitja:
Dagbjartur Bjarnason, Vestfjörðum,
Guðmundur Sigurðsson, Vesturlandi og
Laufey Leifsdóttir, Norðurlandi.
Varamenn voru kjörnir:
Björn B. Jónsson, S
Birgir Steingrímsson, N
Maríanna Jóhannsdóttir, A
Sighvatur Jón Þórarinsson, Vfj.
Sigurkarl Stefánsson, V
Varamaður formanns verður ákveðinn af nýrri stjórn á næsta stjórnarfundi. Á sama fundi verður einnig ákveðið hver verður aðalmaður, ásamt formanni, á Búnaðarþing í mars. Öll stjórnin er til vara.
Jóhann Gísli Jóhannson, gaf ekki áramhaldandi kost á sér til formanns. Jóhann Gísli var fyrst kosinn formaður LSE árið 2013 og ast svo sem formaður búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ. Hann fluti ávarp á fundinum og þakkaði fyrir gott og gæfuríkst samstarf undafarin ár, þakkaði stuðninginn yfir árin og óskaði skógarbændum velfarnaðar í komandi verkefnum næstu árin. Einni óskaði hann nýjum formanni og nýrri sjórn velfarnaðar.
Hrönn Guðmundsdóttir, hefur setið sem fulltrúi Suðurlands frá Búgreinaþingi 2022. Hrönn vék úr sæti fyrir nýjum formanni sem er einnig fulltrúi Suðurlands. Það vill svo til að Hrönn og nýr formaður eru hjón.
Þeim Jóhanni Gísla og Hrönn er þakkað gott og kröftugt samstarf yfir árin.
Nýrri stjórn er óskað til hamingju og velfarnaðir í starfi.
Meðfylgjandi myndir eru ýmist teknar af undirrituðum eða Ástvaldi Lárrussyni, fréttamanni Bændablaðsins.
Skrifð af
Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ.
Nýkjörin stjórn búgreinadeildar skógarbænda BÍ.
Upptalið frá hægri til vinsti: Hjörtur Bergmann Jónsson, sem er nýr formaður, Guðmundur Sigurðsson, Laufey Leifsdóttir og Bjarni Björgvinsson, sem er nýr í stjórn. Einn stjórnarmann varntar á myndina, Dagbjart Bjarnason, en hann sat fundinn með TEAMS, veðurtepptur á Vestfjörðum.
Blómumskreytt eru hér Jóhann Gísli og Hrönn, fráfarandi úr stjórn.
Ný röggsöm stjórn undirbýr nú næstu skref í vegferð skógarbænda.
Stjórnarliðar horfa inn um linsu Ástvalds ljósmyndara.
Halldór Sigurðsson myndar fráfarandi stjórnarliða að loknum Aðalfundi LSE
.
Hlynur sá um að streyma fundinum til fulltrúa sem komust ekki á fundinn sökum ófærðar
Hjörtur formaður kynnir sig fyrir fulltrúum
Hinn ágætasti fundarsalur á Hótel Hilton þar sem ekki var þörf fyrir hljðnema. Það er mikill plús enda sparast mikill göngutúr upp í púlt með í slíkum sal.
TILLÖGUR
Tillaga 1 Breyttar samþykktir Skógarbændadeildar
Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 leggur til eftirfarandi breytingar á Samþykktum búgreinadeildarinnar.
Orðabreyting. Skipta út orðinu „Búgreinaþing“ yfir í „Deildarfund“.
„Fundir skógarbænda sem eru aðilar að BÍ skulu haldnir á internetinu í upphafi hvers árs, þar sem m.a. eru kosnir fulltrúar á deildarfundi . Fundirnir verða haldnir eftir sömu svæðaskiptingu og eru hjá félögum skógarbænda.“
Stjórn Skóg_BÍ
SAMÞYKKT
Tillaga 2
Aukið fjármagn til skógarbænda hjá Land & skóg
Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 hvetur stjórn Bændasamtaka Íslands og Land og skóg til að berjast fyrir auknu fjármagni til nytjaskógræktar á lögbýlum til plöntukaupa, skjólbelta, snemmgrisjunar, slóðagerðar, girðinga og annarra tilheyrandi framkvæmda.
Greinargerð:
Á undanförnum árum hefur hlutfall gróðursetninga hjá skógarbændum minnkað verulega í hlutfalli við aðrar gróðursetningar. Vegna hás vaxtastigs hafa framlög til skógræktar á lögbýlum dregist saman að raunvirði undanfarið og í ríkisreikningi eru að auki gert ráð fyrir krónutölulækkun á næstu árum í framlögum til skógræktar á lögbýlum:
2022 Framlög til skógræktar á lögbýlum 458 millj.
2023 Framlög til skógræktar á lögbýlum 445 millj.
2024 Framlög til skógræktar á lögbýlum 445 millj.
2025 Framlög til skógræktar á lögbýlum 440 millj.
2026 Framlög til skógræktar á lögbýlum 435 millj.
Tryggja þarf vöxt og viðhald skóga á lögbýlum enda gegna þeir mikilvægu hlutverkið í bæði kolefnisbindingu og uppbyggingu skógarauðlindar. Óskir skógarbænda um framkvæmdir (plöntur til gróðursetningar, girðingar, slóðagerð, grisjun o.fl.) voru á síðasta ári um fjórðungi hærri en sem nam framlagi (590 millj. á móti 458 millj.) og því ljóst að mörg verkefni bíða.
Stjórn Skóg_BÍ
SAMÞYKKT
Tillaga 3 Stefnumörkun skógarbænda og endurskoðun markmiða í rammasamningi
Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 beinir því til stjórnar búgreinadeildar skógarbænda að lögð verði vinna í að gera stefnumörkun skógarbændadeildar BÍ á árinu sem skal vera grunnurinn endurskoðun á rammasamningi.
Greinargerð:
Skrifað var undir núgildandi rammasamning við ríkið árið 2021. Rammasamningur skógarbænda skal tekin til endurskoðunar og endurnýjaður árið 2027. Framtíðarsýn skógarbænda skal vera auðlesanleg í nýjum rammasamningi. Lagt skal upp með að vinnan verði unnin í samráði við félagsmenn og skuli kynnt eigi síðar en á næsta deildarþingi, sem verður væntanlega í febrúar 2025. Taka þarf inn í vinnuna stefnuna Land og líf, tillögur síðustu ára og stefnur skógarbændafélaga. Mikill kostur væri ef hægt væri að kynna stefnumörkunina á málþingi skóargbænda sem skal haldið í haust.
Stjórn Skóg_BÍ
SAMÞYKKT
Tillaga 4 Norðurlandsamstarf
Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 vill að stjórn BÍ og búgreinadeildar skógarbænda kanni kosti við aukið samstarf við systrafélög skógarbænda á Norðurlöndum.
Greinagerð:
Búgreinadeild skógarbænda vill senda starfsmann BÍ og fulltrúa stjórnar á haustfund NFS og kanna kosti félagsaðildar og ávinning af því fyrir íslenska skógarbændur.
Stjórn Skóg_BÍ
SAMÞYKKT
Tillaga 5 Fjármögnun Málþings
Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 beinir til stjórnar BÍ að tryggt verðir fjármagn frá BÍ til árlegs málþings skógarbænda og festi sig í sessi innan viðburða BÍ.
Greinagerð:
Búgreinadeild skógarbænda vill þakka stjórn BÍ samstarfið á málþingi skógarbænda á síðastliðnu ári. Slíkt málþing er mikilvæg samkoma til að efla félagsleg tengsl, fræðast og ræða helstu málefni.
Stjórn Skóg_BÍ
SAMÞYKKT
Comments