Fyrir áhugasama
Landbúnaðarháskóli Íslands og Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á fjölbreytt framboð sumarnámskeiða sem eru hluti af úrræði stjórnvalda til að styðja við náms- og atvinnutækifæri ungs fólks.
Námskeiðin eru niðurgreidd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er verð pr. námskeið 3.000 kr. óháð lengd.
Þeir sem uppfylla öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs en ekki er gerð krafa um að þeir sem sækja námskeiðin í gegnum Endurmenntun LBHÍ uppfylli þau skilyrði og eru námskeiðin því opin öllum sem skrá sig í gegnum vef Endurmenntunar LBHÍ, sjá nánar hér: https://endurmenntun.lbhi.is/eininganamskeid/
Öll námskeið eru í fjarkennslu og meðal námskeiða sem eru í boði má nefna:
Bókhald - grunnnám
Nám í hagnýtri stjórnun
Stefnumótun fyrir markaðssetningu með samfélagsmiðlum
Skógvistfræði í skóglausu landi Geitfjárrækt Kornrækt á Íslandi
Ný úrræði í meðhöndlun á lífrænum úrgangi Matarfrumkvöðulinn
Comments