top of page

Fræ til framtíðar

Aðalfundur Skógarbænda á Suðurlandi var haldinn á Snæfoksstöðum laugardaginn 29.apríl 2023. Sól var á himni og aðstæður voru virkilega viðeigandi enda í faðmi skógi framtíðar á viðarvinnslusvæði skógræktarfélags Árnesinga. Lengi má róma aðstæður og skóginn á Snæfoksstöðum. Á fundinn mættu á þriðja tug gesta og var boðið upp á veglegar kaffiveitingar á fundinum.


Starf Sunnlenskra skógarbænda er mjög virkt og má lesa betur um það í skýrslu stjórnar. Það sem ber af er nýútkomin Framtíðarsýn skógarbænda 2023-2050 sem þau hafa nefnt "Fræ til framtíðar - Verndun -Nýting -Nýsköpun".


Stjórn og varastjórn er sameiginlega mjög virk enda starfa allir sem ein stór fjölskylda í félaginu, en það eru einmitt undirliggjandi kjörorð starfssins þeirra: "fjölskylduskógar".


Breyting varð á stjórn félagsins en eins og fyrr segir má heita að það sé formsatriði því bæði stjórn og varastjórn eru mjög virk. Breytingin er sú að Sigríður Jóna steig úr aðalstjórn yfir í varastjórn og í staðin fyrir hana kom varastjórnarfulltrúinn Ragnheiður Aradóttir í aðalstjórn. Að öðru leiti er stjórnin óbreytt.


Stjórn og varastjórn FsS frá 29.apríl 2023:

fv. Björn Bjarndal Jónsson -formaður

Ragnheiður Aradóttir -ný í aðalstjórn

Agnes Geirdal -varastjórn

Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir -varastjórn

Sólveig Pálsdóttir -aðalstjórn

Hrönn Guðmundsdóttir -aðalstjórn

á myndina vantar Rafn A. Sigurðsson, aðalstjórn


Myndir af vettvanti: Hlynur Gauti Sigurðsson

Comentarios


bottom of page