top of page

Tveir nýjir í stjórn FSA

Ný stjórn FSA var kosin á aðalfundi félagsins nýverið.

Í henni sitja Maríanna Jóhannsdóttir, Jónína Zophaniasdóttir, Halldór Sigurðsson, Þórhalla Sigmundsdóttir og Haukur Guðmundsson. Þau tvö síðast nefndu eru ný í stjórn og taka við að Jóhanni F. Þórhallssyni og Borgþór Jónssyni.

Gestir aðalfundar og flutningsmenn erinda voru Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og Gunnlaugur Guðjónsson og Hafliði Hafliðason sem héldu saman erindi um kolefnisbindingu með skógi.

Nýkjörin stjórn FSA. Jónína, Maríanna, Þórhalla og Halldór. Á myndina vantar Hauk.

Gunnlaugur hjá Skógræktinni og Hafliði hjá Kolefnisbrúnni fara vel yfir mál kolefnisbindingar með skógi.Aðalfundur FSA 2020 var haldinn á Eiðum.


Myndir: Jóhann Gísli Jóhannsson.

Comments


bottom of page