top of page

Gleðilegt sumar



Kolefnisbrún vill þakka samstarfið fram til þessa. Margir bændur, samtök og einstaklinegar hafa lagt Kolefnisbrúnni lið undanfarin misseri. Margt hefur áunnist og útlitið er bjart.


Kolefnisbrúin ætlar að taka sér frí í sumar en koma þeim mun efldari í haust. Þá verður hafist handa við að koma verkefnum af stað og á það bæði við um bændur sem og kaupendur kolefniseininga.


Í haust verður hafist handa við undirbúning að næstu skrefum og er allt kapp lagt á að koma verkefnum af stað næsta vor.


Áhugasamir mega endilega hafa samband við Hlyn Gauta Sigurðsson með tölvupósti - hlynur@skogarbondi.is -


Kolefnisbrúin óskar bændum og öllum landsmönnum gleðilegs sumars.











bottom of page