top of page

Greinar vaxa

Töfrar skógarins gerist allan ársins hring þá er sumar sennilega líflegasta árstíðin. Þá bætist áhringur og limið lengist. Sumarið er komið.


Frá mörgu er að segja og öllu er þarft að deila. Hægt er að ná afburða góðum myndum með símtækinu okkar núorðið. Nýtum okkur málgagn bænda til að koma hugrenningum okkar aleiðis.


Eru ferfætlingarnir glaðir innan um trén, hvað með ófiðruðu tvífætlingana?

Ertu búin að byrgja þig upp af eldiði fyrir veturinn, áttu til skiptana?

Hvernig gengur að rækta eikur og aðrar eðaltegundir í skógarbotni?

Er mikið um fugla í skóginum, hvað með álftir í trjákrnónum?

Hentar rabarbarinn jafn vel og hindberin undir lerkiskermi?

Er skjól skógarins að gera uppskeru túnanna góð skil?

Færist skáldagyðjan yfir þig í föngulegum furureit?

Gerast ævintýr í skóginum þínum?


Endilega höfum málgan okkar, Bændablaðið, á bakvið eyrað í sumar og segjum frá allri gleðinni.


Hægt er að hafa samband við ritsjórn Bændablaðsins í netfangið bbl@bondi.is eða þið getið haft sambandi við Hlyn Gauta á netfangið hlynur@bondi.is og hann mun aðstoða eftir þörfum.


Gleðilegt ævintýrasumar.




Gott er að lesa um grænar merkur

Glöðum að hlíða lækjarnið

Greinarnar vaxa og viður sterkur

Virðing,alúð og blíðviðrið





Comentários


bottom of page