top of page

Gæsahreiður í lerkiskógi

Grágæs er íslenskur varpfugl. Varpfugl sem verpir í móum og stundum mýrum. Það er líklega vegna þess að Ísland er að megninu til móar og mýrar. En á stöku stað má rekast á ræktaðan skóg á íslenskri grundu. Þar, einnan um stæðileg tré, geta leynst gæsahreiður. Ólíklegt er að hreiðrið hafi komið á undan skóginum því venjulega eru ábúendur hreiðranna flognir og farnir á vordögum og búa sér til annað hreiður á öðrum stað næsta ár.

Í þessu myndbandi, frá 2014, má sjá hvar er að finna tvö grágæsahreiður í lerkiskógi á Héraði. Þetta þykir kannski ekki nýlunda lengur, en það er þó alltaf gaman að sjá gogg ungviðsins umvafið viði lerkis.



bottom of page