top of page

Hampkönnun, niðurstöður

Í 14.tölublaði Bændablaðsins, frá 20.júlí 2023 (bls 57), var birt greinin Hamprækt á Íslandi? Sama dag opnaði könnuninn og var auglýst nánar á vefmiðlum Hampfélagsins og Bændasamtaka Íslands, einnig hér á skogarbondi.is.


Um tilgang segir orðrétt í greininni:


Tilgangur könnunarinnar er að safna upplýsingum til greiningar á núverandi stöðu iðnaðarhampræktar hérlendis og kanna mögulegt umfang hampræktar út frá því. Með viðunandi fjölda svara úr könnuninni má reikna með að hægt verði að áætla hvar á landinu sé mestur áhugi á hamprækt, hvaða landkostir eru til umræðu, flatarmál mögulegs ræktunarlands og ytri skilyrða og upp úr þeim gögnum má til dæmis gera útreikning á mögulegu framboði hráefnis og setja í samhengi við vaxandi eftirspurn.


Könnunin er gerð til að vinna að framgangi iðnaðarhampræktar á Íslandi.Lagt var upp með að hafa könnunina almenna og auðvelt að svara. Reynt var að höfða til bænda sérstaklega þó vissulega væru öllum áhugasömum boðið að svara. Með því að leita sérstaklega til bænda var horft til áhuga þeirra á að skoða möguleika á nýrri búgrein. Hamprækt á enn eftir að sanna sig í nútíma bændasamfélagi en margt bendir til að hér sé kominn nýr möguleiki til ræktunar fyrir læknavísindin (CBD-THC), textíl, mannvirkjagerð og kolefnisbindingar, svo það helsta sé nefnt.


Hægt er að túlka niðurstöðu kannanna með ýmsum hætti.


Hér gerir undirritaður skil á einni slíkri túlkun.


300 hektarar til hampræktunar

Af þeim 49 sem svöruðu töldu 11 sig ekki hafa jarðnæði til ræktunar en voru alla jafnir áhugsamir um að leggja málefninu lið og fara jafnvel í samstarf með öðrum. Skipt má þeim sem sögðust hafa jarðnæði upp í: a) Nokkra fermetra í garðinum b) Nokkra hektara og allt upp í umtalsvert jarðnæði eða c) Yfir 10 hektra lands. Með þessari léttvægu flokkun var gróflega áætlað land til ræktunar. Sé það gert svona a) 0,005 ha b) 5 ha og upp í c)15 hektara má ætla að land til hampræktar á íslandi í dag geti verið um 300 hektarar (285).Hér að neðan má sjá allar grunn niðurstöður og getur þar með hver og einn túlkað fyrir sig.

0/20 Samþykki. -52 svör

Gefurðu Bændasamtökum Íslands og Hampfélaginu þitt leyfi til að nota svör þín í samræmi sem lýst var hér á undan?


Já, ég gef Hampfélaginu og BÍ leyfi til að nota svör mín, hamprækt á Íslandi til heilla. 51 98,08%

Nei, ég gef Hampfélaginu og BÍ ekki leyfi til að nota svör mín úr þessari könnun. 1 1,92% 

1/20 Hefurðu jarðnæði til hampræktunar? -51 svör


Já, nokkra hektara 20 39,22%

Já, nokkra fermetra í einkagarðinum 8 15,69%

Já, umtalsvert jarðnæði (10 ha +) 12 23,53%

Nei, en langar í einhverskonar samstarf 5 9,80%

Nei, ætla ekki að rækta hamp 1 1,96%

Annað 2 3,92%

Veit ekki / Vil ekki svara 3 5,88%
 

2/20 Hversu lögum tíma verð þú við hampræktun (miðað við hefðbundinn vinnutíma) ? -49 svör


Um einn dag á ári (létt áhugamál) 6 12,24%

Um viku yfir árið (svo sem að höndla með fræ og sáning) 5 10,20%

Meira en viku yfir árið (svo sem sáning og uppskera) 8 16,33%

Um mánuð (vinn einnig úr hráefninu) 3 6,12%

Meira en mánuð (svo sem að rækta og fullvinna hráefnið) 4 8,16%

Veit ekki / Vil ekki svara 23 46,94% 

3/20 Hverja telur þú þekkingu þína vera á hamprækt? -20 svör


Enga 5 10,00%

Enga -En hef brennandi áhuga 11 22,00%

Litla -Þekki bara helstu afurðir hampsins 12 24,00%

Góða -Þekki nokkur kvæmi/yrki 10 20,00%

Ágæta -Þekki góð ræktuanrskilyrði og kann að uppskera 6 12,00%

Frábæra -Kann meira en flestir 2 4,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 4 8,00% 

4/20 Viltu læra meira um hamprækt? -50 svör


Já 41 82,00%

Nei 1 2,00%

Ekki tímabært 4 8,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 4 8,00% 

5/20 Hvað viltu helst rækta í ræktun þinni? -49 svör


Trefja/stilka 20 40,82%

Blóm 7 14,29%

Olíu 6 12,24%

Annað 2 4,08%

Veit ekki / Vil ekki svara 14 28,57% 

6/20 Hvað sérðu fyrir þér að gera við afurðina? -50 svör


Selja til vinnslu annað 16 32,00%

Vinna eigin vöru 15 30,00%

Er bara að prófa 9 18,00%

Annað 1 2,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 9 18,00%
 

7/20 Væri það hvatning fyrir þig að rækta hamp ef þú hefðir áreiðanlegan kaupanda að hráefninu? -50 svör


Já 41 82,00%

Nei 2 4,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 7 14,00%
 

8/20 Hefurðu kynnt þér kolefnisbindingu með hamprækt? -50 svör


Já 23 46,00%

Nei 25 50,00%

Veit ekki / Vil ekki svar 2 4,00% 

9/20 Hefurðu trú á að hamprækt hérlendis geti orðið atvinnuvegur innan áratugar? -50 svör


Já 30 60,00%

Mögulega 15 30,00%

Nei 2 4,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 3 6,00% 

10/20 Nýtirðu þér heimasíðu hampfélagsins,www.hampfelagid.is? -50 svör


Já 17 34,00%

Nei 18 36,00%

Vissi ekki af henni 12 24,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 3 6,00% 

11/20 Myndir þú sækja viðburði um hampfróðleik ef hann biðist? -50 svör


Já 36 72,00%

Nei 1 2,00%

Seinna 5 10,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 8 16,00% 

12/20 Hvað telur þú að almenningsálit sé á hamprækt? -73 svör


Tækifæri 29 39,73%

Fíkniefnarækt 6 8,22%

Kolefnisbinding 7 9,59%

CBD 14 19,18%

Lífstíll 7 9,59%

Veit ekki / Vil ekki svara 10 13,70% 

13/20 Viltu koma einhverju á framfæri? viltu spá fyrir um framtíðina í ræktun iðnaðarhamps? Almennar hamp hugleiðingar?


Það vantar kaupendur að hrávörunni.


Steipa með hamptrefjum CBD olía Telauf


Það tapar enginn á því að rækta hamp, vinningurinn er alltaf jarðbæting og loftlagsbæting, maður græðir jörðina þó fjárhagslegur ávinningur verði jafnvel undir væntingum.

Björt framtíð í hampinum


Ég hef fulla trú á að afurðir úr hampi geti komið sterkar inn í ótrúlega margvíslegan iðnað eins og textíl, byggingariðnaðinn (steypa og einangrun), pappír, húsgögn, húðvörur og eflaust ýmislegt meira. Ísland hefur gott tækifæri til að koma sterkt inn í hampræktun, sérstaklega ef reglugerðum verður breytt svo hægt sé að gera tilraunir með fleiri yrki.


Ég hef reynt að lesa allt um hampræktun sem ég hef séð. Ég var á námskeyði 'Brautargengi' Hjá Nýsköpunarstofnun Íslands sem var og hét. Þar var einn þáttakandi sem var að fara út í þessa ræktun og ég varð yfir mig hrifin af þeirri hugmynd. Er með umsókn í gangi um lóð og ef ég fæ hana fer ég á fullt í að gera viðskiptaráætlun og afla mér frekari upplýsinga. Þetta finnst mér frábært framtak hjá ykkur. Kær kveðja og gangi ykkur vel. Íris Guðmundsdóttir


Ég myndi vilja sjá marga aðila og helst stjórnvöld líka, koma sér saman um að kaupa vélar til að uppskera og búa til vinnslulínur fyrir hampafurðir.


Ég myndi vilja sjá marga aðila og helst stjórnvöld líka, koma sér saman um að kaupa vélar til að uppskera og búa til vinnslulínur fyrir hampafurðir.Þetta er mjög spennandi planta og verð frekari rannsókna og tilrauna hérlendis.


Hvernig getum við nýtt þetta hráefni innanlands meira frekar enn að flytja inn efni. Vera meira sjálfbær.


Fræða almenning um alla kosti hamps


nei


Eins og í öllu öðru, ef myndast markaður fyrir frumframleiðendur að rækta hamp til sölu sem hrávara, mun það aukast. Príma jurt.


Væri til í frekari uppl. Um ræktun hvað ber að varast og hvað þarf að gera til að ná viðunandi uppskeru. Áburðþarþöf og jarðvegsgæði. Ef það er hægt að losna við plöntuna án þess að þurfa fullvinna hana og með gróðavon held ég að þetta yrði til þess að ræktun myndi stóraukast. Spurning með að upplýsa líka hvernig best er að uppskera hann á stærri skala en með höndum


Ef að áróður gegn plasti heldur áfram á hamour mikil tækifæri. Einnig í textíl


Ef hefði það möguleika við að spá fyrir framtíðina þá ég sé tækifæri í þessu eins og kolefinisbinding og byggingar. Þú getur margt gert úr iðnaðarhampið. Helst vil ég trúa að þetta verður aðal byggingar efni á húsum sem er með góðan eiginleika í raka og einangrun og samhlíða því sparar reikninga fyrir að hitta upp húsið á vetratíma. Svo það er líka hægt að búa til hamptré sem geturðu nota í parketgerð jafn og 2''x 4'' byggingar timbri. Líka hægt er að búa til papir og fyrir farnað. Mjög margir möguleikar. Framtið.

 

14/20 Í hvaða landshluta býrðu ? -48 svör


Norðurlandi 11 22,92%

Suðurlandi 15 31,25%

Austurlandi 4 8,33%

Vesturlandi 81 6,67%

Vestfjörðum 3 6,25%

Höfuðborgarsvæðinu 61 2,50%

Erlendis 0 0,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 1 2,08%

 

15/20 Hvernig býrðu? -48 svör


Þéttbýli 10 20,83%

Dreifbýli 37 77,08%

Erlendis 0 0,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 1 2,08%

 

16/20 Stundar þú landbúnað? -79 svör

Skógrækt 19 24,05%

Skjólbeltarækt 10 12,66%

Grænmetisrækt (úti) 10 12,66%

Grænmetisrækt (inni) 4 5,06%

Kornrækt 1 1,27%

Kvikfjárrækt 18 22,78%

Ferðamennska 6 7,59%

Annað 5 6,33%

Veit ekki / Vil ekki svara 6 7,59%
 

17/20 Hvaða aldursskeiði tilheyrir þú? -48 svör


0-19 ára 1 2,08%

20-39 ára 13 27,08%

40-59 ára 16 33,33%

60-79 ára 16 33,33%

80- 100+ ára 1 2,08%

Veit ekki / Vil ekki svara 1 2,08%


 

18/20 Af hvaða kyni ertu?

Kona1 8 37,50%

Karl 28 58,33%

Annað 0 0,00%

Veit ekki / Vil ekki svara 2 4,17% 

19/20 Hver er þín menntun? -48 svör


Grunnskólapróf 4 8,33%

Framhalds-/Iðnskólapróf 20 41,67%

Háskólapróf 22 45,83%

Veit ekki / Vil ekki svara 2 4,17%


 

20/20 Ég er félagsmaður í ... -52 svör


Hampfélaginu 18 34,62%

Bændasamtökum Íslands 20 38,46%

Hvorki Hampfélaginu né Bændasamtökum Íslands 10 19,23%

Veit ekki / Vil ekki svara 4 7,69%

 

Aukaspurning

Fyrir þá sem nú þegar rækta iðnaðarhamp. Megum við vera í sambandi við þig og spyrja út í árangur af ræktun yðar þetta sumarið (2023) ? Vinsamlegast fyllið þá út hér að neðan.


All voru 18 sem svöruðu og gáfu upp nafn, Símanúmer tölvupóst og athugasemdir eftir atvikum.
 


Linkur á frétt úr Bændablaðinu.Könnunin var unnin með QuestionPro.


Frétt sett saman af:

Hlynur Gauti Sigurðsson

Comments


bottom of page