top of page

Hvatningarverðlaun skógræktar: KOSNING

Hvatningarverðlaun skógræktar eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.


Kallað var eftir tilnefningum fyrir Hvatningaverðlaun skógræktar árið 2025 meðal almennings og bárust á fjórða tug tilnefninga. Dómnefnd valdi úr þrjá aðila til almennrar kosningar. Verðlaunin verða veitt af tilefni Aðlþjóðadegi skógar 21 mars 2025.


Hægt er að greiða atkvæði til og með 10. mars.


Kosið er um:


Pálmar Örn Guðmundsson 

Pálmar hefur unnið mikið kynningarstarf á skógrækt hérlendis með YouTube rás sinni Skógurinn, algjörlega að eigin frumkvæði og áhuga. Sem formaður Skógræktarfélags Grindavíkur hefur hann einnig þurft að fást við aðstæður sem ekkert félag hefur áður þurft að glíma við en hefur ekki látið deigan síga.


Skógarafurðir ehf. 

Skógarafurðir er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í vinnslu á íslenskum trjáviði. Fyrirtækið hefur, með dugnaði, kjarki og seiglu, unnið mikilvægt frumkvöðlastarf þegar kemur að úrvinnslu skógarafurða hérlendis, með uppbyggingu tækja- og vélakosts og vöruþróun.


Atli Jósefsson 

Atli er frumkvöðull að verkefninu Endurheimt birkiskóga á Elliðakotsheiði, er lýtur að endurheimt birkiskóga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hefur hann gróðursett þar birki og víði auk þess að dreifa birkifræi. Öll vinna hans hefur farið fram í frítíma hans og er fjármögnuð af honum með stuðningi góðra vina. 





Nefndina skipuðu:Ragnhildur Freysteinsdóttir, Skógræktarfélag Íslands, Hlynur Gauti Sigurðsson, Bændasamtök Íslands og Pétur Halldórsson, Land og skógur.


Hægt er að einu sinni í hverri tölvu / síma.















QR aðgangur
QR aðgangur




Comments


bottom of page