top of page

Iðnaðarsýningin 2023 afar vel heppnuð

Timbur úr íslenskum skógum, þar á meðal úr skógum bænda, var meðal þess sem kynnt var á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll sem fór fram dagana 31. ágúst til 2. september. Skógargeirinn sameinaðist um bás á svæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem auk timburs var kynnt þróunarstarf í timburnytjum og menntun á sviði skógræktar, skógarnytja og framleiðslu afurða úr skóginum. Skógargeirinn er samstarfsaðili nokkurra styrkhafa hjá Aski – mannvirkjarannsóknasjóði og vinnur að verkefninu uppbygging á úrvinnslu skógarafurða sem skilgreint er í Vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð.


Aðsókn á Iðnaðarsýninguna 2023 var með mestu ágætum enda eftir mörgu að slægjast hjá yfir hundrað sýnendum sem þar voru saman komnir. Gestir streymdu í Laugardalshöll og virtust ekki láta minni háttar votviðri aftra sér frá því að mæta. Sýningafyrirtækið Ritsýn, í samvinnu við Samtök iðnaðarins, hafði veg og vanda af sýningunni. Ekki er ætlunin að gera upp á milli sýnenda enda hver öðrum glæsilegri. Það er þó af gefnu tilefni í málgagni bænda sem fjalla má um viðamikinn bás Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) þar sem saman voru kynnt mörg uppbyggileg verkefni sem hafa öll hafa fengið styrk úr nýsköpunarsjóðnum Aski, styrktarsjóði HMS. Þar fékk ört vaxandi íslenski timburiðnaður að vera með undir kjörorðunum Íslenskt timbur, já takk! Fulltrúar skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands, Skógræktarinnar og skógræktarfélaga kynntu vaxandi viðarnytjar. Að básnum stóðu einnig Trétækniráðgjöf sf, Iðan-fræðslusetur, Garðyrkjuskólinn-FSU og Landbúnaðarháskólinn enda er þróunarstarf, bætt þekking og fræðsla grunnurinn að öllum framförum. Frekari upplýsingar: idnadarsyningin.is.


Á föstudeginum fór fram ráðstefnan CIRCON þar sem fjallað var um hringrásir í byggingariðnaði. Framsögumenn sögðu frá ýmsum áhugaverðum verkefnum sem öll áttu það sammerkt að stuðla að eflingu byggingariðnaðar í sátt við umhverfið. Fundarstjóra varð tíðrætt um fyrrverandi vinnuveitanda sinn sem lýsti íslenskri menningu í mannvirkjagerð með einni stuttri setningu: „Gerðu það hratt og örugglega og ekkert helvítis kjaftæði.“ Almennt taldi fundarfólk að leggja þyrfti meiri áherslu á undirbúning verkefna og taka tillit til umhverfisþátta í nútíð og framtíð. Hægt er að nálgast streymi og frekari upplýsingar um ráðstefnuna á vefjum Grænni byggðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Yfirlitsmynd af Iðnaðarsýningunni 2023 sem haldin var í Laugardalshöll um sl. mánaðamót.


Grein fyrst birt í Bændablaðinu 5.sept 2023
Að öðru af sýningunni


Aðdragandinn:

Eiríkur Þorsteinsson hjá Trétækniráðgjöf, og Hlynur Gauti Sigurðsson hjá BÍ, áttu fund með Þóru Margréti Þorgeirsdóttir hjá HMS og verið var að ræða um utanumhald fyrir staðla. Undir lok fundar kom Hrafnhildur Sif Hrafnsdótttir, verkefnastjóri Asks, og rætt er um næstu skref í staðlamálum ofl. Þá kemur upp hugmynd um hvort ekki væri upplagt að timburiðnaður Íslands kæmi saman undir á bás HMS á iðnaðarsýningunni 2023. Í kjölfarið voru brettar upp ermar.


Fyrsti fundur:

Kallað var saman til Teams-fundar. Á fundinn mættu fulltrúar BÍ, Trétækniráðgjafar og Skógræktarinnar. Fleirum var boðið en fyrirvarinn var skammur. Fundarmenn voru: Eiríkur, Hlynur, Pétur, Bergrún og Trausti. Ræddar voru hugmyndir og ákveðið var að vinna undir kjörorðunum "Íslenskt timbur, já takk". Svo fór vinna af stað til að fá fleiri að borðunu og frekari undirbúningur.


Fleiri og fleiri:

Samstaðan var augljós meðal skógargeirans. Ljóst var strax að fyrst yrði leitað til þátttakenda í TreProX þar sem það verkefni snéri í aðal atriðum um viðargæði og nytjar. Það var gert.

Brynjólfur, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands tók þessu fagnandi þrátt fyrir að þátttaka þeirra yrði minni en þau hefðu viljað því sýningin ber upp á sama tíma og alafundur þeirra á Patreksfirði, þetta árið.

Skógræktarfélag Reykjavíkur brást vel við og lagði bæði til muni og mannskap.

Björgvin hjá Garðykjuskólanum/FSU tók þessu fagnandi og lagði til bæklinga um námsframboð og muni til sýnis, sem alla jafna eru eiga sér samastað í Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Vegg með skífum, smiðaðan af Guðmundur Magnússyni og afgreiðsluborð úr ösp, smíðað af Trausta Jóhannssyni.

Forysta LBHI tók vel í efnið og lagði til bæklinga um skógræktarnám auk mannskaps. Að málum komu Ragnheiður skólameistari, Rósa Björk og Christian.

Iðan-Fræðasetur lagði til veggspjöld með námi sem fyrirliggur að kenna um viðargæði, í umsjón Eiríks Þorsteinssonar. Ásgeir sá um málin fyrir Iðunni.

Loks, þegar Inga sýningahaldari gaf grænt ljós frá eldvarnareftirliti, tók Bjarki skógarbóndi hjá Skógarafurðir ehf sig til og sendi þvert yfir landið tvo veggi, hvor var meter að breidd og tveir metrar að hæð, asparpanill og lerki útiklæðning.

Begga hjá Holt og heiðar/ Skógræktin framleiddi brjóssykur með grenibragði og birkibragði.

Pétur útbjó einkennsiborða með kjörorðum bássins, "íslenskt timbur, já takk!

Pétur og Begga sáu um að útbúa dreifiblað/einblöðung sem dreifa skildi á sýningunni. Þar var lagt upp með hlutleysi milli þátttakenda. Innihald dreifiblaðs má sjá hér neðar.IÐNAÐARSÝNINGIN Í LAUGARDALSHÖLL 31. 8 - 2. 9. 2023 ÍSLENSKT TIMBUR, JÁ TAKK! Viltu komast í samband við fólk og fyrirtæki sem framleiðir afurðir úr timbri skóganna? ... eða afla þér fræðslu og þekkingar um skóga, skógrækt, afurðir skóga, timbur, timburvinnslu o.sfrv.?

Búgreinadeild skógarbænda (SkógBÍ) er sameiginlegur vettvangur bænda sem stunda skógrækt í atvinnuskyni, um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra innan Bændasamtaka Íslands. Skógarbændur eru hvattir til að vera félagar í Bændasamtökum Íslands til að samtökin geti betur stutt við starf þeirra, bæði við ræktun skóga en ekki síður við úrvinnslu þess sem skógurinn gefur, meðal annars timburs. Veittar eru upplýsingar um skógarbændur sem vinna afurðir úr skógum sínum til sölu, svo sem viðarkurl, eldivið, staura, smíðavið og fleira. • Sjá nánar á skogarbondi.is / bondi.is

Hjá Trétækniráðgjöf slf. býður Eiríkur Þorsteinsson sérhæfða ráðgjafarþjónustu í sambandi við timbur og úrvinnslu timburs. Fyrirtækið hefur unnið að því að efla gæðamál í íslenskum timburiðnaði, ýta undir vottun á íslensku timbri til mannvirkjagerðar, halda námskeið, útbúa fræðsluefni og fleira. Á vef fyrirtækisins er t.d. að finna timburorðasafn. • Sjá nánar á timbur.is

Landbúnaðarháskóli Íslands býður upp á nám í skógfræði á háskólastigi en rekur einnig Endurmenntun LbhÍ þar sem í boði eru fjölbreytt námskeið, meðal annars á sviði skógræktar, skógarumhirðu, áætlanagerðar, skipulags, úrvinnslu timburs og aðrar skógarnytjar og skógarstarfsemi. • Sjá nánar á lbhi.is Garðyrkjuskólinn í Hveragerði heyrir nú undir Fjölbrautaskóla Suðurlands og þar er í boði nám í skógtækni, auk garðyrkjugreina. Á vegum Garðyrkjuskólans er líka rekin Endurmenntun græna geirans. Þar eru reglulega í boði margs konar námskeið sem tengjast skógrækt, skógarumhirðu, afurðum skóganna og úrvinnslu þeirra, til dæmis námskeið um grisjun og meðferð keðjusagar, úrvinnsla afurða úr skóginum, útinám í skógi og margt fleira. • Sjá nánar á fsu.is

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um ára- mótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Grafía, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða. Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði. Meðal annars hefur ýmis fræðsla námskeið og námsefnisgerð sem tengist skógarnytjum, útivist í skógi o.fl. verið í boði hjá IÐUNNI. • Sjá nánar á idan.is

Skógræktarfélag Íslands er móðurfélag um sextíu skógræktarfélaga um allt land. Kannaðu hjá félagi á þínu heimasvæði hvort þar er unnið timbur. Annars geturðu haft samband við skrifstofu Skógræktarfélags Íslands og aflað upplýsinga. Nokkur félög hafa komið sér upp búnaði til timburvinnslu og fremst í flokki eru Skógræktarfélag Árnesinga á Snæfoksstöðum, Skógræktarfélag Eyfirðinga í Kjarnaskógi og Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk. • Sjá nánar á skog.is

Skógræktin veitir alhliða upplýsingar sérfræðiþjónustu og ráðgjöf um skógrækt og skyld efni. Stofnunin rekur sögunarmyllu á tveimur stöðum, í Hallormsstaðaskógi og Þjórsárdal. Þá er einnig vinnsla á kurli, eldiviði og fleiru í Hvammi Skorradal og Vaglaskógi. Sjá nánar á vefnum skogur.is/afurðir Hlutverk Skógræktarinnar er þó ekki að standa sjálf í samkeppnisrekstri heldur þróa aðferðir og sinna framleiðslu sem ekki er annars staðar í boði. Stofnunin dregur sig út úr samkeppnisrekstri þegar ljóst er að sambærileg starfsemi hafi styrkt sig nægilega í sessi og hinn frjálsi markaður er fær til að taka að fullu við. Skógræktin hvetur til nýsköpunar og atvinnustarfsemi í skógargreinum og veitir m.a. upplýsingar um framleiðendur. Hafið samband í s. 470 2000 eða skogur@skogur.is. • Sjá nánar á skogur.is

Dreifiblað
.pdf
Download PDF • 1.17MB

Uppsetningu tók að sér:

Harpa Dís og Hlynur


Muni útveguðu:

Panilveggur úr ösp og útiklæðning úr lerki. Bjarki Skógarafurðir ehf. Flutt með Samskip heim að Höll.

Skífur á vegg og afgreiðsluborð, Björgvin Garðyrkjuskólanum. Flutt með hestakerrunni hennar HörpuDísar.

Nokkur Lítil furutré og 3m hátt grenitré, Bergur í Skóg og 3 stk setu-bolir. Árnesinga. Flutt með hestakerrunni hennar HörpuDísar.

Plankar af ýmsum gerðum, eldivið, skurðarbretti, tegundabretti: Skógræktarfélag Reykjavíkur, Teitur kom með.

Viðarperlur og kol. Magnús útvegaði, Hlynur kom með í glerskálum.

Bælingar og ýmist lesmál útveguðu til að gefa. Björgvin Eggertsson og Christian Schultze.

Gæðafjalir, sýniseintak: Hlynur

Límtréspýtur með sauðu greni úr Þjórsárdal útveguðu Límtré: Hlynur sá um flutning.

Brjóstsykur: Begga
Vaktir tóku:

Fimmtudagur 31.ágúst

Harpa Dís Harðardóttir, Hlynur Gauti Sigurðsson og Eiríkur Þorsteinsson, voru allan daginn. Gústaf Jarl Viðarson stóð með drjúga stund. (Gústaf baust til að mæta daginn eftir en Hlynur taldi ráðlegra að hann einbeitti sér að lokakynningunni sinni fyrir máudaginn.)


Föstudagur 1.sept

Teitur Guðjónsson, Eiríkur Þorsteinsson komu fyrstir á svæðið en Teitur stóð einn vaktina framan af og lengst af reydnar, Christian Schultze kom uppúr hádegi, Hlynur og Eiríkur voru á CIRCON ráðstefnu og litu öðru hvoru við. Hlynur stóð einn vaktina frá kaffi til loka.


Laugardagur 2. sept

Björn Bjarndal Jónsson og Jóhanna Fríða Róbertsdóttir stóðu vaktina frá 10 fram að kaffi, Eiríkur var með um miðbikið. Ólafur Eggertsson og loks kom Hlynur með undir 2 tíma lokin. Harpa Dís kom með í fráganginn... enda tók hún lang mest með sér í hestakerrunni sinni yfir fjallið mikla.

Tenglar:


Myndir (Hlynur):
Comments


bottom of page