top of page

KOSNINGU AÐ LJÚKA!!! Hvatningarverðlaun skógræktar

KOSNINGU LÝKUR Á MORGUN 5.MARS


Kosið er um:


Sigurður Arnarson:

Sigurður hefur verið öflugur í skrifum á fræðandi og áhugaverðum greinum um trjátegundir, skóga og skógrækt og stuðlað þannig að aukinni þekkingu fyrir bæði almenning og fólk innan skógræktargeirans. Auk þess hefur hann verið virkur í umræðu um skógartengd málefni.


Steinar Björgvinsson og Árni Þórólfsson:

Steinar og Árni hafa, með starfi fyrir gróðrarstöðina Þöll og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, stuðlað að aukinni fjölbreytni trjátegunda almennt hérlendis, uppbyggingu í útivistarskógum, veitt fræðslu til almennings og nema á fagsviði skógræktar og staðið fyrir áhugaverðum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri.


Waldorfskólinn:

Waldorfskólinn hefur frá upphafi starfsemi stundað gróðursetningu trjáplantna við skólann. Umhverfisvitund, sjálfbærni og virðing fyrir náttúrunni er samofin námskrá skólans og læra nemendur skólans að hlúa að skóginum ræktaður hefur verið upp við skólann. Með því er verið að rækta upp ræktunarfólk framtíðarinnar.


Hægt er að kjósa tvisvar á hverri tölvu / síma.


Comments


bottom of page