Ágæta samstarfsfólk
Nú eru komin á skogur.is (https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/oskad-eftir-umsognum-um-drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt ) drög að landsáætlun í skógrækt ásamt séráliti minnihluta verkefnisstjórnar landsáætlunar og umhverfismati áætlunarinnar. Þessi áætlun kemur skógræktargeiranum mest við og verður að vera þannig að hægt sé að fylgja henni eftir. Því hvet ég ykkur til að lesa skjölin og senda inn umsagnir. Öll þrjú eru til umsagnar. Gott er að fá athugasemdir um það sem betur mætti fara en jafn mikilvægt er að taka undir með því sem þið eruð sammála.
Hér gildir ekki að samþykkja með þögninni.
Þetta er eins og í kosningum – það er mikilvægt að sem flestir kjósi, þannig eflist lýðræðið.
Með von um að sem flest sjái sér fært um að veita umsagnir.
Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri
Comments