Innan sálfræðideildar Háskólans á Akureyri er nú unnið að rannsókn um aðstæður og áhrifaþætti innan íslensks landbúnaðar meðal starfandi bænda.
Til að könnuninn endurspegli þann fjölbreytta hóp sem starfar innan íslensku bændastéttarinnar er mikilvægt að ná til sem flestra sem starfa við búskap hér á landi.
Aldís Birna Björnsdóttir og Valgerður Friðriksdóttir bera ábyrgð á könnunni en hægt er að senda póst á baendarannsokn@gmail.com ef spurningar vakna.
Aldís Birna kemur frá Skútustöðum í Mývatnssveit þarsem stundaður er blandaður búskapur og ferðaþjónusta og Valgerður býr á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og rekur þar sauðfjárbú ásamteiginmanni sínum.
Fyrri rannsóknir hafa verið eins konar “stikkprufur” á líðan bænda, þar sem bændur eru bornir saman við aðra. Í þessari rannsókn eru skoðaðir þættir sem erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi sérstaklega og jafnvel einungis áhrif á bændur og því er ekki hægt að bera stóran hluta af rannsókninni saman við aðra hópa. Þetta hefur aldrei verið gert hér á landi áður og því enn mikilvægara að ná til sem flestra starfandi bænda. Áætlað er að könnunin muni loka föstudaginn 7. mars.

Kommentare