top of page

Frágengnar tegundir -Hvað er „íslenskt“?

Frágengnar tegundir

- Hvað er „íslenskt“?

Heimildarmenn fortíðar hafa haft að orði að Ísland hafi verið viði vaxið við landnám, eða fyrir 1000 árum síðan. Birki var þá svo að segja alls ráðandi en inn á milli fundust lauftegundirnar reyniviður, gulvíðir og blæösp ásamt eini, sem var þá víst eini fulltrúi barrtrjátegunda. Nokkru fyrr, eða 20 milljónum árum áður (Tertíertímabilið), var hér hlýtt, svipað og gerist við miðbaug í dag. Lofthjúpurinn var þá ríkur af gróðurhúslofttegundum. Fátt var um mennska tvífætlinga til að skrásetja söguna en um þessar mundir, en voru spendýr þó löngu tekin við af risaeðlum.

Ísland var paradís á norðurhveli jarðar. Hér uxu fágætar plöntur. Á þeim tíma voru þær eflaust algengar og mögulega voru einhverjar ágengar. Stórvaxin tré á borð við Mammúttré (Sequoiadendron) sem nútímamaðurinn skilgreinir að eigi heimkynni sín á vesturhluta Norður Ameríku, þó að hún sé vissulega íslensk að uppruna... svona í víðum skilningi. Einnig uxu hér lauftré eins og beiki, hlynur og eik en þannig tegundir eru ríkjandi í laufskógarbelti Evrópu í dag. Einnig uxu hér suðrænir einkímblöðungar eins og pálmatré svo hugmyndir með pálmarækt í höfuðborg Íslandi eru kannski ekki svo fráleitar, það þarf bara að vera á réttum tíma.

Á stöku stað á elstu hlutum Íslands, í austri og vestri, hafa fundist áhugaverðir steingervingar sem sanna tilurð stórfenglegra skóga á Íslandi. Sturtarbrandsgil við Brjánslæk er líklegast þekktasti fundarstaðurinn enda aðgengi að honum auðvelt rétt klukkustundargangur frá þjóðbraut. Opnuð hefur verið sýning á Brjánslæk með steingervingum af svæðinu. Surtarbrandsgil er í umsjón Umverfisstofu og er aðgengi að svæðinu ómeimill nema í fylgd landvarðar.

Af þessum frágengu (útdauðu) surtarbrandsdæmum má glöggt sjá hvert ætti að stefna í skógrækt á Íslandi. Ef loftslag jarðar er að breytast til fyrra horfs, þ.e.a.s. tertíar, er þá ekki upplagt að horfa aðeins fram á við?Surtarbrandsgil í forgrunni og bæjarstæðið á kirkjujörðinni Brjánslæk við sjávarsíðuna í bakgrunni.Í surtarbrandsgili hafa fundist merkilegir steingervingar af trjáberki, laufum og fræjum.


Vörslufé að störfum við Surtarbragnsgil í sumar.


Steingerður trjábörkur úr Surtarbrandgili.


Á sýningunni á Brjánslæk má meðal annars finna þessa steingerðu laufbreiðu af fágætum tegundum.Helstu steingerfingar finnast í þessum klettt.

Horft beint niður í gilið

Lögin eru mjög greinileg í klettinum

Vatnsfall sverfir jarðveginn og myndar gil

Greinarhöfundur vill meina að þó allur hinn heilagi sannleikur komi ekki allur í ljós ættu allir skógaráhugamenn að heimsækja, enda stutt frá vegi.


Kommentare


bottom of page