top of page

Takk fyrir runnin tré

Á vel heppnaðri landbúnaðarsýningu í Laugardalshöll sem var fyrir hálfum mánuði síðan komu saman ýmist handleiksfólk á bás skógarbænda/Kolefnisbrúar. Bjarki Jónsson hjá Skógarafurðir kom með lerki úr skógum bænda af Héraði. Félag trérennismiða tók við lerkinu og renndi ýmsa muni á básnum. Mikið gaman og mikið fjör.


Nú, á síðasta degi októbermánaðar 2022, í þakklætisskyni fyrir gott samstarf kom Örn Ragnarsson, formaður félags trérennismiða, færandi hendi með forkunarfagran disk, nýrenndan úr einum af lerkibútunum sem kom að austan. Hlynur Gauti, fyrir hönd búgreinadeildar skógarbænda, tók við gripnum við höfðinglega athöfn í húsakynnum Bændasamtaka Íslands í Borgartúni 25. Vel fór á með Hlyni og Erni þegar þeir drukku þeir kaffi og snæddu appelsínu og ræddu um daginn og veginn.


Megi félag trérennismiða dafna og þroskast líkt og öll trén sem vaxa í faðmi skógarbænda um gervalt Ísland.

Nýrenndur diskur úr lerki af Héraði og tvær framandi appelsínur.

Örn Ragnarsson, formaður félag trérennismiða á Íslandi, renndi diskinn í þakklætisskyni fyrir samstarfið á Landsbúnaðarsýningunni sem var um miðbik mánaðarins.

Hlynur Gauti tekur við forláta lerkigrip úr höndum Arnar á skrifstofum BÍ. (mynd: Valur Klemensson)

Yorumlar


bottom of page