top of page

Tilraunaverkefni – kolefnisbinding með nýskógrækt


Tilraunaverkefni – kolefnisbinding með nýskógrækt

Óskað er eftir 10 áhugasömum aðilum til að taka þátt í tilraunaverkefni LSE sem snýr að því að kanna fýsileika þess að fara í kolefnisbindingu með nýskógrækt.

Áætlað er að verkefnið taki sex vikur og eftir þann tíma á að liggja fyrir hvort fýsilegt sé að fara í kolefnisbindingarverkefni með nýskógrækt á viðkomandi jörðum. Í verkefninu verður reiknað út áætlaðan stofn- og rekstrarkostnað við verkefni á hverri jörð fyrir sig, gerðar tillögur að tegundum til gróðursetningar og áætlaðir tekjumöguleikar.

Verkefnið kallar ekki á mikla vinnu af hálfu landeiganda. Verkefnastjóri mun kalla eftir grunn upplýsingum um jörðina og einnig nokkrum praktískum atriðum sem nauðsynlegt er að hafa til útkoman verði sem nákvæmust. Gerð er krafa um að landeigandi sé jákvæður og skemmtilegur.

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í byrjun eru:

*Stærð jarðar (hektarar):

*Nú þegar gróðursett (ha):

*Mögulegt plöntunarsvæði á jörðinni (ha):

*Staðsetning (Landshluti/Sveitafélag):

*Tengiliður (Fullt nafn):

Nánari upplýsingar veitir

Hafliði H. Hafliðason, verkefnastjóri Kolefnisbrúarinnar – haflidi@skogarbondi.is


bottom of page