top of page

Verðmat skóga, danskt myndband

SET PRIS PÅ SKOVEN

Myndbandið fer vel yfir skógræktarsögu Danmerkur.


Fyrir tveimur öldum var skógarþekja Danmerkur um 4% og er nú 15% (með jólatrjáaökrum). Það er mikið til komið vegna eins þjóverja, Johann Georg van Langen (1763), sem kom og hvatti dani áfram og lagði til að notaðar yrðu ýmsar lauftegundir, svo sem eik, beiki, ask ásamt hlyni og hnotu. Helle Serup, safnskógarvörður segir frá. Danir njóta góðs af tegundafjölbreytninni í dag (svolítið annað en áherslur Íslendinga þar sem megin áherslan er á að rækta upp birkikjarr á 5% landsins, framtíðar kynslóðir Íslendinga, vísínar og lærðar, eiga eftir að skammast sín fyrir að bera þetta þjóðerni, amk miðað það sem danir gerðu). Johann Georg skipulagði Gribskov á Jótlandi. Hann bjó m.a. til skilvirka og einfalda nýtingaráætlun sem byggir á 100 álíka stórum reitum um skóginn þar sem lagt er upp að einn reitur sé felldur og endurgróðursettur á ári hverju. Þar er sjálfbærni fyrir að fara.


Í dag er um 1/3 skógræktar þakinn laufskógi en 2/3 er barrskógur (skógarfura og rauðgreni) því markaður fyrir fljótsprottinn og ódýrari við er meiri en fyrir hágæða timbur úr lauftré. Íslendingar þekkja Danmörku líklega fyrir jólatrjáaframleiðslu, en hefðbundin skógrækt er ekki síður við höfð. Sem dæmi þá segir Holger Boegard í Ryslinge frá aldagömlum aðferðum viðhafðar í sögunarmillum fyrr og nú. Hann segir frá flokkun gæðaviðar og hversu mikilvægt er að vinna með kvistlausan við. Hann sagar tveggja alda gamla eik í planka og eftir sögun ætlar hann að þurrka það enn frekar, eða í 3 ár til viðbótar. (Eikur, sem önnur eðaltré, geta vaxið á Íslandi í dag og auka ætti áherslu á fjölbreyttar tegundir á Íslenskri grundu)


Þjóðskógar eru umfangsmestir í Danmörku, en einkaskógar eru þó víða og þeir eru oftar en ekki verðmætari en þjóðskógarnir. Eftirlaunaskógfræðingurinn Bent Nybøe-Andersen hefur 530 hektara skóg til umráða og er það passleg stærð fyrir skóg í einkaeigu. (svolítið praktískara en einungis 200 hektarar eins og skipulagslög Íslands skikka bændur til) Bent leggur upp með rækta lauftré en er þó með battré einnis svo sem eðalþin sem er m.a. notaður í að klippa "PunkteGrønt" fyrir jólin á Þýskalandsmarkað. Merkileg iðja og nýstárleg fyrir íslendinga

Svo er ágæt umfjöllun um verðlag og fleira um degli og eik, sem er langtíma rækt, og jólatré, sem eru skjótur gróði.


Hér er nánari umfjöllun


Hér er myndbandiðComments


bottom of page