top of page

Stjórnarfundir Skógarfangs
Samvinnuverkefni LSE og Skógræktainnra

Skógarfang-demo.jpg

1.

Fundargerð

Landssamtök skógareigenda (LSE) og Skógræktin buðu til samráðsfundar um nytjaskógrækt á lögbýlum og hvernig samráði og samstarfi skuli háttað til framtíðar. Fundurinn var haldinn í sal rannsóknarstöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá föstudaginn 17. mars 2017 og hófst kl. 13.30.

Mætt: María Ingvadóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Agnes Þ. Guðbergsdóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Edda S. Oddsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Þröstur Eysteinsson, Hreinn Óskarsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Gunnlaugur Guðjónsson sem sat á Egilsstöðum en tók þátt í fundinum í gegnum StarLeaf fjarfundakerfi Skógræktarinnar.

Hrönn setti fundinn sem var skipt upp í tvo hluta. Fundarmenn byrjuðu á að fara hring, kynna sig og greina frá sinni sýn á málin.
Þröstur innleiddi umræðuna, minnti á að við værum ekki að ræða málin eins og aðilar í kjaraviðræðum, heldur ræða um taxtamál á faglegum nótum, ekki þrátt um prósentur. Fram kom í máli Jóhanns Gísla að hann sæi fyrir sér tvo samráðsfundi. Aðrir fundarmenn tjáðu sig um stefnuna, framfylgingu áætlana og gerð umhirðuáætlana. Rætt var á brunavarnir og mikilvægi þess að unnið sé að þeim markvisst. Auk þess voru rannsóknir títtnefndar en fram kom að miðlun rannsóknaniðurstaðna til bænda mætti vera meiri en auk þess voru fræðslumál almennt fundarmönnum hugleikin. Jóhann Gísli ræddi um hvort ekki væri hægt að skoða þann möguleika að Skógræktin myndi vinna með Bændasamtökunum að því að gera gögn um skógræktarsamninga og áætlanir aðgengileg á jord.is en þar hafa bændur aðgegni að gögnum um sína jörð, bændum finnst vanta þann hluta þar sem snýr að skógræktinni. Að lokum var rætt um mikilvægi þess að samstarf þarf að vera um verkefni.

1

Samráð, til hvers, fyrir hvern, um hvað?

Niðurstaðan er að halda skuli tvo samráðsfundi á ári þar sem hvor fundur hefur ákveðið markmið. Fyrri fundur: Megináhersla á fyrri fundi mun snúast um peninga, hvernig ætlar Skógræktin og LSE að stækka kökuna, auka fjármagn til skógræktar. Auk þess mun á þessum fundi fara fram almenn upplýsingagjöf. Samkvæmt 8 gr í reglugerð um landshlutaverkefni skulu landshlutaverkefni (nú Skógræktin) ákveða sameiginleg viðmið um endurgreiðslu samþykkts kostnaðar (taxtar) að fenginni umsögn LSE, ákveðið var að umræða um taxtamál færi fram á þessum fundi. Auk þess að gefið yrði yfirlit yfir aðsókn í nytjaskógrækt á lögbýlum. Á þessum fyrri samráðsfundi ársins sem skal haldin í lok febrúar verða boðuð stjórn LSE og framkvæmdarstjóri, formenn aðildarfélaga og framkvæmdarráð Skógræktarinnar.

Seinni fundur: Mat á árangri ársins yfirlit yfir framgang framkvæmda í nytjaskógrækt á lögbýlum, mat á samstarfi Skógræktarinnar og LSE, auk annarra mála sem upp kunna að koma. Á þennan seinni fund sem skal haldinn í byrjun nóvember er boðuð stjórn LSE og framkvæmdarstjóri, formenn aðildarfélaga og framkvæmdarráð Skógræktarinnar.

2

Hvernig virkjum við aðildarfélögin?

Undir seinni lið fundsins var ýmislegt rætt en það á við um aðildarfélögin eins og svo mörg önnur félög að erfitt getur verið að halda uppi markvissu starfi í fámenni. Það kom fram á fundinum að Skógræktin hefur ekki í hyggju að fara út í verktakastarfssemi en er hisn vegar tilbúin til að leiðbeina og styðja við faglega ef einvher grípur boltann. Það var rætt hvort þetta verkefni gæti verið á hendi aðildarfélaganna, þar sem framboð verktaka er hagsmunamál skógareigenda. Lagt var að formenn aðildarfélagana taki umræðu í sínu félagi þar spurningunni er velt upp „Hvað er hægt að gera núna?“

LSE skoraði á Skógræktina að haldið skuli sérstakt daglangt gróðursetningarnámskeið, þar farið verði yfir verklag utandyra, ekki inní kennslustofu.

3

Önnur mál

Lokaorð fundarins voru og skilaboðin sem LSE og formenn aðildarfélaganna taka með sér af þessum fundi eru að hvetja bændur til dáða.

Fundi slitið klukkan 16:15.

Sigríður Júlía ritaði fundargerð.

2.

Fundur stýrihóps um afurðir og markaðsmál skógræktar haldinn í

Betri stofunni í Bændahöllinni

miðvikudaginn 22. mars 2017 klukkan 10,30

 

Dagskrá fundarins:

 

1

Hugmyndir að forgangsröðun í uppbyggingu markaðs- og afurðarmálum skógarbænda HG/BBJ. Lagt var fram skjal með hugmyndum um forgangsröðun á verkefnum í afurðarmálum. Skjalið var unnið upp úr áherslum LSE í afurðar og markaðsmálum. Skjalið fyrlgir með sem viðauki við fundargerðina.

 

2

Stefna teymisins vegna afurðar- og markaðsmála skógræktar og tímarammi. BBJ

 

Björn lagið fram tilllögu að stefnu og verkáætlun teymishópsins um afurðar- og markaðsmál skógræktar. Tillagan var unnin að hluta til upp úr skjalu um forgangsröðun í uppbyggingu markaðs- og afurðarmálum skógræktar. Farið var yfir tillöguna lið fyrir lið og þeir ræddir.

Samþykkt var að vinna áfram að tillögunni og leggja fram kostnaðaráætlun á næsta fundi. Tillagan fylgir með í viðauka við fundargerðina.

 

Umræður sköpuðust um tillöguna. M.a var rætt var um að gott væri að fá stjórnir aðildarfélaganna á fund með teyminu til að upplýsa þau um þessi mál og fá þeirra sjónarmið. Einnig var rætt um að setja efni á félsbókarsíðnuna og adda sem flestum þar inn.

Á skógur.is er vefsjá með kortum sem veita upplýsingur um skóga bæði ræktaða og náttúrulega. Auka má aðgengi að upplýsingum er varðar viðarvöxt og kolefnisbindingu, allir eru að tala um loftlagsmálin en það vantar að setja hendina á þetta og gera þetta skiljanlegt fyrir alla.

3

Vörur og sala. Upplýsingar frá Skógræktinni GG

Gunnlaugur lagði fram skýrlsu með upplýsingum um vörur og sölu afurða hjá Skógræktinni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.skogur.is . Hann sagið að alltaf er vrið að spyrja um efni í utanhúsklæðningar. Í gangi var vinna með Heiðingjunum um ásatrúahof á Austurlandi. Sú vinna stóð yfir í 2 ár og búið var að setja niðru efnismagn í hofið, en þegar til kom var efnislistinn þrefalt stærri og ekki hægt að skaffa svo mikið efni. Verkefnið er á bið þar til samningur liggur fyrir og þá er hægt að vinna efnið í hofið.

Í maí verður farið að afgreiða efni til Elkem.

PPC hefur fengið verð í efni til að kurla og eru ekki búin að svara. Stefnt er að því að kveikja á ofninum í desember. Efnið sem nýtt verður í hjá PPC þarf að vera 40% blautt og það gæti tekið allt að þrem mánuðum að afgreiða magnið sem þeir þurfa.

Mikil eftirspurn er eftir arinnvið. Allt selst sem framleitt er. Birki og fura er notað en efnið þarf að vera þurrt. Verð fyrir arinvið stendur undir grisjun og hækkar árlega samkvæmt vísitölu. Eftirspurnin er umfram sölu því er engin samkeppni og allir geta selt.

 

4

Hönnun og handverk, samantekt BAÞ.

Bergrún Arna fór yfir upplýsingar úr ársskýrslum Skógræktainnar frá 1996 til 2016 sem sýndi magn efnis í fastrúmmetrum í Hallormsstað og sýndi niðurstöður í súlum hvar ár fyrir sig. Niðurstaðan er að ekki er um mikið efni að ræða og ef það kæmi stór pöntun í borðvið þá gæti Skógræktin í Hallormsstað ekki afgreitt það því efnið er ekki til. Og ef lengdir fara yfir 2 metra er erfitt að vinna það.

 

5

Sala á efni úr fyrstu grisjun, verkefni með Kyndistöðinni á Austurlandi. JGJ/GG

Styrkur fékkst til að vinna með skógarbændum á Austurlandi að því að draga út efni úr fyrstu grisjun, kurla og selja í kyndistöðina. Fjármagnið fór í gengum Skógræktina og búið er að semja við skógarbændur á Strönd, Skógræktin greiðir skógarbóndanum fyrir efnið og fyrir vinnu við kurlun og akstur. Búið er að kurla 390 m3 af efni sem er einn þriðji af þörfinni á ári. Það er einhverjir lausir endar sem eftir er að ganga frá s.s greiða FSA fyrir vinnu sem félagið innti af hendi. Eitthvað er eftir að styrknum og enn er til efni Strönd sem hægt væri að kurla.

 

6

Magn afurða frá aðilum sem eru að vinna úr skógi. LSE er að safna saman upplýsingum um sölu skógarafurða hjá skógarbændum. Endanlegar upplýsingar liggja ekki fyrir en töluvert magn af jólatrjám voru seld fyrir jóli 2016 úr framleiðslu skógarbænda. Einnig eru að berast upplýsingar um aðrar vörur eins og t.d  girðingastaura og arinvið. Einhver aukning er á milli ára er varðar jólatrjáasölu og spennandi verður að sjá aukningu á sölu afurða hjá skógarbændum í næstu framtíð.

 

7

Hugmyndir að nafni teymisins, „vinnuheitið er „Skógarfang“ málinu frestað til næsta fundar

 

8

Önnur mál. Ákveðið var að haldnir verið fundir í teyminu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á starleaf eða að hittasts. Starleaffundir hefjast kl 10.00. Næstu fundur verður haldinn 6 apríl kl 10.00 í gegnum starleaf.

 

9

Heimsókn til Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Gústaf Jarl Viðarsson tók á móti teyminu og sýndi framleiðslu á viðarafurðum hjá Skógræktarfélaginu. Helstu afurðir eru arinviður, kurl, borðviður og fl.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 15,30

3.

3 fundur í teymi um afurða og markaðsmál skógræktar.

Haldinn 6. apríl 2017 kl. 10,00

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Gunnlaugur Guðjónsson, Bergrún Anna Þorsteinsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

 

1

Tillaga að stefnu og verkáætlun teymishópsins. Farið vari yfir helstu marmið stefnunnar lið fyrir lið. Lagðar voru fram nokkrar breytingar á orðalagi auk þess sem samþykkt var að leggja til að sameina lið 8 og 10 og senda á teymið til yfirlestrar. Leggja svo stefnuna í heild sinni fyrir næsta fund.

2

Leiðir að markmiðum. Umræða skapaðist um leiðri að markmiðum og nokkrar athugasendir gerðar. Samþykkt að breytingarnar verið settar inn í skjalið og það sent á teymið til skoðunar og afgreitt á næsta fundi.

3

Greining á kosnaðarliðum, umræða. Einstök verkefni koma til með að vinnast af sérfræðingum og önnur sem nemendaverkefni. Ræða þarf við Skógræktina og Rannsóknarstöðina á Mógilsá um samvinnu við viðarmagnsúttek. Einnig þarf að gera samning við nemanda um verkefni varðandi gæðastaðal. Gunnlaugi var falið að ræða við Skógræktina um samstarf og kostnað við viðarmagnsúttekt á landsvísu. Hrönn var falið að afla upplýsingar hjá áðildarfélögunum viðarmagnsúttektir á þeim svæðum sem eru farin af stað. Hrönn var falið að kanna heimasíður háskólanna um möguleika á samstarfi um nemendaverkefni vegna gæðastaðla. Þessar upplýsingar verð lagðar fyrir næsta fund.

Í tillögunni um stefnu í afurðar og markaðsmálum er rætt um að grisjunarkostnaður veri skoðaður með lækkun að leiðarljósi. Gunnar kemur með á næsta fund kostnað vegna grisjunar í Hrosshaga fyrir tveimur árum og Gunnlaugurkemur með tölur um grisjun á vegum Skógræktarinnar fyrir næsta fund.

4

Önnur mál.

Næsti fundur verður 4 maí og hugmynd að halda hann í Skagafirði og heimsækja skógarbændur á Silfrastöðum sem eru að vinna úr við.

Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 12,10

4.

4 fundur í teymi um afurða og markaðsmál skógræktar.
Haldinn 4. Maí 2017. Kl. 12,00 – 15,30.
Heimsókn að Silfrastöðum og úrvinnsla á viðarafurðum skoðuð.

Dagskrá:
1.    Tillaga að stefnu og verkáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar.
Björn fór yfir þær breytingar sem hefur orðið á tillögu að stefnu um afurða og markaðsmál skógræktar. Eftir síðustu yfirferð hefur bæst við stefna skógræktar inn í plaggið er er ekki lengur stefna heldur þriggja ára stefna og verkáætlun teymishópsins. Farið var vel yfir verkáætlunina sem unnið verður eftir og þriggja ára ferli við undirbúning framtíðarstefnu í afurðar og markaðsmálum skógræktar. Um leið og búið er að samþykja stefnuna þá förum við að vinna eftir kassana sem eru á síðu 
Teymisstjóri safnar saman upplýsingum og grunnvinnu undir hvern kassa og geyma í tölvunni til að hægt verið að nota í áframhaldandi vinnu. Samþykkt var að Hrönn og Björn renndi yfir stefnuna og kanna hvort allar athugasemdir væru komnar inn. Senda síðan á hópinn og fá rafrænt samþykki fyrir stefnunni og hún síðan send á stjórn LSE og framkvæmdaráð Skógræktar. Teymið vinnur strax eftir verkáætluninni. 
Upplýsingar á heimasíður þarf að vinnast í samvinnu við Pétur Halldórsson, 
Kynningarátak „afurðir skógarins“ Björn vinur þetta áfram og upplýsir teymið á næsta fundi.
Grisjunarkostnaður og leiðir til lækkunar. Búið er að fara í útboð á fjórum jörðum og í haust verður hægt að sjá raunhæfara tölur í grisjunarkostnað. Niðurstaðan verður kynnt teyminu. 
Gunnar kynnti niðurstöður útboðs í grisjunar og útkeyrslukostnað í Hrosshaga.
Gulli sendi upplýsingar um kostnað á grisjun og útkeyrslu sem Skógræktin greiðir fyrir. 

Lykillin er aukin fræðsla og er stefnt að því að fá Ólaf Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktarinnar inn á fund með teyminu til að ræða fræðslumál og forgangsröðun. 
Rætt hefur verið um að mikilvægi þess að koma á samræmdu kynningarátaki á landsvísu í líkingu við skógardaginn mikla á Austurlandi. Rætt hefur verið um að halda námskeið um hvernig slík kynning fer fram. 
Teymið stefni að því að vera komin að langtímaáætlun janúar 2020 í ferlinu.


2.    Samstarf við Mógilsá um viðarmagnsúttekt á landsvísu. Rætt var um gerð viðarmagnsúttekt á landsvísu. Teymisstjóra er falið ásamt Birni að fá fund með Arnóri og Eddu á Mógilsá til að ræða möguleika á gerð viðarmagnsúttektar á landsvísu. Samkvæmt stefnu þarf sú vinna að vera búin 2019. 
a.    Greiðslur vegna vinnu sérfræðinga. Gera þarf kostnaðaráætlun á kostnað vegna viðarmagnsáætlun, gæðastaðla og sækja um styrk til Framleiðnisjóð í ákveðin verkefni.  


3.    Nemendaverkefni vegna gæðastaðla og fl. Kanna með hvort Nýsköpunarmiðstöð væri til í að koma inn í vinnu um gæðastaðla á við og leiða þá vinnu. Næsta skref er að fá fund með Eiríki Þorsteinssyni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir þann fund þarf að ræða við Ólaf Eggertsson hjá skógræktinni um gæðamál viðarafurða. Skoða þarf  Það þarf að auka rannsóknir á hvað þarf að gera til að íslenskt efni passi inn í staðla sem til eru hjá staðlaráði.
Rætt var um hvað förum við langt í þessari vinnu. Gera grunnvinnu á gæðastöðlum á efni úr skógum sem skógareigendur geta unnið eftir. 
Mikilvægt að farið verið í gæðamálin, byrja á grunninum og fara síðan dýpra eftir því sem skógurinn vex upp. Uppsetning gæðastaðalsins þarf að vera einföld í uppsetningu og auðskiljanleg. 
Að setja hráefni á markað sem ekki standast neina staðla getur eyðilagt allan markað.
Niðurstaðan er að fara á fundi með Eiríki Þorsteinsyni og Ólafi Eggertssyni, gegnið frá samkomulagi um ákveðin verkefni sem leiða til ákveðinnar niðurstöðu sem teymið fær. 
Upplýsingargjöf og kynning að fá Pétur Halldórsson senda á okkur greinagerð fyrir hópinn um hvernig hann sér fyrir kynningar og upplýsingagjöf gæti þróast. 
Vöruþróun og framleiðsla. Hönnunarmars er grundvöllur að skoða þá leið til að kynna íslenskt efni úr við (hrávara) á þeim vettvangi og jafnvel vöru úr hráefni úr skógi.
Mikilvægt er að fara upp úr farinu með því að fá einhverja til að þróa og vinna hönnunarvöru úr íslensku efni. Fá 3-4 aðila til að skoða vöruþróun og framleiðslu Mynda hóp með Gísli B. Björnsson, Sigríður Heimis, og einn í viðbót og Begga leiddi hópinn. Hópurinn færi í hugarflug og skilað hugmyndum til teymisins. Teymisstjóra falið að koma á fundi með hópnum. Stefnt er á að 


4.    Fjárráð teymis um afurðar og markaðsmál skógræktar.


5.    Kostnaður vegna grisjunar hug hugsanlegar leiðir til lækkunar. Aðal leiðin til að lækka grisjunarkostnað er að fara í útboð og gera könnun á kostnaði og hafa einhver miðmið. Mikilvægt er að útboðin séu þannig gerð ekki leggist auka kostnaður á verkið. 
Varðandi grisjun í Hrosshaga og Spóastöðum verður spennandi á sjá rauntölur á kostnaði við grisjun, og rúmmetramagn sem er í skóginum, hvort hagstætt sé að kaupa útkeyrsluvagn.  


6.    Önnur mál. Björn nefndi þann áhuga margra á að taka jólatrjáarækt fastari tökum og þau sett í ákveðinn farveg á víðum grunni.
Else Möller hefur sýnt mikinn áhuga á jólatrjáarækt. Brynjar Skúlason hefur mikinn áhuga og vill koma á hugarflugsfundi með teyminu um jólatrjáarækt um hvernig best er að vinna áfram að þessum málum. Björn hefur áhyggjur á að stóri markaðurinn er höfuðborgarsvæðið. 
Nefndi markaðssetningu í kringum skógardaga þar sem fólk fær upplýsingar um skóg á slíkum degi.
Slíkur dagur verði einnig í kringum jólatré og aðrar vörur sem tengist því. Er ekki mikilvægt að fara að vinna að kynningardegi fyrir jólatré. Leiða saman hóp af áhugasömu fólki til að vinna að uppbyggingu markaðsdegi skógræktar bæði afurðir og jólatrjáasölu.  Þetta þarf að þróast áfram eins og önnur verkenfi teymisins.


Rætt var um að koma í heimsókn á skógardaginn mikla og sjá hvernig framkvæmdin er og vinna saman að slíkum degi á landsvísu. Hætta að tala um við og þið og venja okkur á að vinna saman. 
Samþykkt var að Björn og Brynjar Skúlason ræddu þróun í jólatrjáarækt, markaðssetningu. 


Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi er að setja af stað nám í leiðsögn og viðburðarstjórnun í skógi sem gæti hjálpað okkur í fratíðinni.
 

5.


5. fundur í teymi um afurða og markaðsmál skógræktar.
Haldinn 28. ágúst 2017 klukkan 10:00 – 15:00 í sal Skógræktarinnar Miðvangi 2. Egilsstöðum
Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Björn B. Jónsson, Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.
Gestir fundarins Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og stjórn FsA Maríanna Jóhannsdóttir, Jóhann F. Þórhallsson og Borgþór Jónsson

Dagskrá:
1.    Frá síðast
a.    Skógarfang, þriggja ára stefna og verkáætlun teymishóps um afurðar og markaðssmál. Teymishópurinn hefur samþykkt stefnu og verkáætlun um afurðar og markaðsmál og farið er að vinna eftir henni. Stefnan er lifandi plagg og verður endurskoðuð árlega. 
b.    Átak í kynningarmálum „afurðar skógarins.“ Björn fór yfir stöðuna í kynningarmálum. Rætt hefur verið um átaksverkefni í kynningarmálum um afurðarmál. Sett verði upp fræðsla um hvernig haldnir verið skógardagar sem er ekkert nema markaðssetning á afurðum skóga. Einnig hefur verið rætt um að haldnir verið markaðsdagar í desember í tengslum við jólatrjáasölu. Ólafur Oddsson hefur áhuga á að skoða að búa til námskeið um hvernig best er að byggja upp skógardaga eða markaðsdaga afurða skógarafurða. Bergrún nefndi að gott væri að hver skógardagur væri mismunandi hver með sýna sérstöðu. Héraðið er landbúnaðarhérað og hefur haldið sinn skógardag í samvinnu við sauðfjár og nautgripabændur. Björn sagði frá hvernig skógarleikarnir hefðu verið í Heiðmörk. Einnig var rætt um að  nýta þann slagkraft sem jólatrjáamarkaðurinn er og fá skógarbændur inn til að kynna og selja sýna vörur. 
Nefnt að á næstu árum verður sprengja í jólatrjám stafafurur frá skógarbændum og öðrum söluaðilum. Vinna þarf markaðinn þannig að það dragi úr innfluttningi. Mikilvægt er að nota vinnu teymishópsins til að markaðssetja jólatré og standa saman á landsvísu. Þeir bændur sem vanda til verka selja sín tré. Reynsla austfirðinga er að skógarbændur séu sjálfir á staðnum og selur sjálfur sín tré. 
Til að ná betri markaði á sölu innlendra jólatrjáa þarf að setja upp markað og þar sem skógarbændur mæta ákveðnar helgar og selja sýn tré, vanda til verka og selja falleg tré. Auglýsa þarf vel og bændur þurfa að gera sér grein fyrir að til að byrja með verður um kynningarverkenfi að ræða og úthald þarf til að ná árangri. 
Þetta þarf að fara að mótast og drifkrafturinn þarf að vera í gegnum hvert skógarbændafélag. 
Björn lagði til að teymið kallaði til Ólaf Odds fræðslufulltrúa Skógræktarinnar inn á fundinn til að fjalla um fræðslu um markaðs og skógardaga. 
Hvetja aðildarfélög að byrja strax að setja upp markað í smáum stíl, hafa einn dag það þarf að leiða félögin saman til að skapa markaðsdag. 
c.    Viðarmagnsúttekt og kostnaðaráætlun. Björn B. Jónsson og Hrönn Guðmundsdóttir áttu fund með Eddu Oddsdóttir forstöðumanni á Mógilsá og Arnóri Snorrasyni sérfræðingi varðandi samstarf um gerð viðarmagnsúttektar á landsvísu. Tóku þau vel í verkefnið en liggja þarf fyrir kostnaðaráætlun áður en tekin verður endanleg ákvörðun. Samþykkt var að Arnór tæki saman kostnaðaráæltun sem lögð verður fram í teyminu og fyrir bæði stjórn LSE og framkvæmdastjórn Skógræktarinnar sem endnlega sekur ákvörðun um framhaldið. Talað var um að Arnór sendi grófar kostnaðartölur fyrir næsta teymisfund sem ekki náðist og færi svo í að gera nákvæma kostnaðaráætlun í september 2017.
d.    Nemendaverkefni vegna gæðastaðla /hugsanlegt samstarf við NMÍ. Á síðasta teymisfundi var samþykkt að Björn og Hrönn færu á fund með Eiríki hjá nýsköpunarmiöðstöð Íslands og Ólafi Eggertsyni. Ekki hefur náðst í Eirík vegna sumarleyfa en stefnt er að því sem fyrst í september.
Ólafur Eggertsson taldi mikilvægt að fara yfir alla staðla og safna þeim saman. 


2.    Fjárráð teymis um afurðar og markaðsmál skógræktar. Margt er spennandi í framundan varðandi teymisvinnu um þéttara samstarf á milli LSE og Skógræktarinnar. Er vilji fyrir að skógræktin komi meira inn í þessi mál með LSE varðandi kostnað vegna teymisstjóra. Mikil vinna leggst á Teymisstjóra að halda utan um þá vinnu sem framundan er. 
Rætt var um að samkvæmt samningum við skógarbændur er skógurinn  á ábyrgð skógareigendans. Hlutverk LSE kemur til með að breytast í framtíðinni og færa sig meira út í ráðgjöf til skógarbænda varðandi umhirðu og nýtingu skógarins.  


3.    Farið fyrir stöðu teymisins með skógræktarstjóra. Farið var yfir hvað búið er að gera og lögð fyrir hann stefna og markaðsetning skógarafurða. Gerðar verða tillögur um þau verkefni sem teymið er að vinna að og gerðar verða kostnaðaráætlanir sem lagðar verða fram til Skógræktarinnar og stjórn LSE um þátttöku í kosnaði. LSE og Skógræktin leggur út fyrir launum fyrir sína fulltrúa. Leggja þarf fram tillögu að verkefnum til Skógræktarinnar að hausti. 
Þröstur nefndi að teymið gæti sótt um aukningu á fjármagni í skógrækt til UAR tillaga um aukningu þarf að koma frá skógræktinni eða skógarbændum fullmótuð. 
Stefna á að fá fund með ráðherra Atvinnu- og nýsköpunarmála.


4.    Íslenska jólatréð. Þetta var ekki rætt sérstaklega


5.    Áherslur FsA í úrvinnslu og markaðsmálum. Kynnt fyrir stjórn FsA starf teymisins, hvað er búið að gera og hvað er framundan. Jóhann F. Þórhallsson sagði frá áherslum FsA. Unnin var skýrsla um Afurðarmiðstöð skógarafurða á Austurlandi á vegum félagsins. Stefnan er að vinna áfram með þessa skýrslu og þróa verkefni upp úr henni. 
Hann taldi það flöskuháls að ekki hefur verið unnin umhirðuáætlun hjá skógarbændum sem er mikilvæg til að sjá magn viðar í framtíðinni svo hver bóndi sjái hvað mikið og hvenær þarf að millibilsjafna og sinna annari umhirðu.  
Hann nefndi að tvö fyrirtæki væri farið að hefja vinslu á við, Miðhúsarsel sem framleiðir girðingastaura og Víðivallagerði sem framleiðir eldivið, panel og fl. 
Sagt var frá því að í Svíþjóð væri algengt að skógarbændur eigi flettisagir og önnur tæki. Skógarbændur geta fengið flett og unnið efni hjá þessum einstaklingu og lærdómurinn þaðan er að byrja nógu smátt. 
Þegar viðræður fara í gang varðandi samninga um sölu á kurli þurfum við að fara fram á að skógarbændur hafi eitthvað um hlutina að segja. Teymið þarf að vera með í ráðum og skipa fulltrúa í þann viðræðuhóp. 
Ef farið verði af stað með afurðarmiðstöð þá hverfur skógræktin smámsaman af þessum markaði og selur efni til vinnslu til afurðarmiðstöðvarinnar. Það kemur skýrt fram í stefnu Skógræktarinnar að Skógrækin dragi sig út úr úrvinnslumálum,  passa þarf að þekkingin verði eftir hjá úrvinnslunni. 
Töluverð umræða skapaðist um grisjun og grisjunarkostnað. Til að ná niður kostnaði við grisjun er að fara inn í fyrstu grisjun þegar trén eru 3 metra há í stað 6-7 metra til að millibilsjafna. Því fyrr sem farið er inn verður framkvæmdi ódýrari.
Þarf að sækja aukafjármagn í verkefni um millibilsjöfnun. 


6.    Önnur mál. Rætt um hvort skipað verði í sæti Gunnlaugs þar til hann kemur aftur eða við fáum heimild til að leita til Skógræktarinnar með þær upplýsingar sem Gunnlaugur veitti til teymisins
Ekki fleira gert og fundi slitið kl 15.30

6.

7.

bottom of page