top of page
TAXTAR-gróðursetning.jpg

Taxtar 2023  *
og útskýringar

1. Gróðursetning    

                                     

Bakkagerð                Krónur/planta 2023               2022
67-gata bakki            20,60 kr/pl                               18,9
40-gata bakki            24,40 kr/pl                               22,3
35-gata bakki            28,00 kr/pl                               25,3
24-gata bakki            30,00 kr/pl                               27,5
Stiklingar                  18,00 kr/pl 
                               16,5

Mismunandi gjald er greitt fyrir hverja gróðursetta plöntu eftir bakkastærð.

Hér eru kennslumyndbönd um verklag við gróðursetningu

2.  Áburðargjöf
á nýgróðursetningu       11,3 kr/pl
á eldri plöntur                14,9 kr/pl

Mismunandi gjald er greitt fyrir áburðargjöf. Annars vegar á nýgróðursetningar þar sem miðað er við 12,5 gr. pr. plöntu sem dreift er u.þ.b. 5 cm frá plöntu og ofan við standi hún í halla. Inní gjaldinu er styrkur til áburðarkaupa en miðað er við að notaður sé áburður með N og P innihaldi. Algeng hlutföll af N-P eru 26-13, 25-5, 23-12, 24-9. Hins vegar áburðargjöf á eldri gróðursetningar. Þar er átt við ársgamlar gróðursetningar og eldri. Þá miðast magnið við 25 gr. pr. plöntu sem dreift er eins og á nýgróðursetta plöntu. Samráð skal haft við skógræktarráðgjafa ef talin er þörf á áburðargjöf á eldri gróðursetningar.

3. Handflekking

Handflekking               15,9 kr/pl

Þegar gróðurhula ca. 20 x 20 cm. er rifin af til að bæta skilyrði fyrir gróðursetta plöntu.

4. Erfið handflekking

Erfið handflekking      20,7 kr/pl

Eins og handflekking en á við um mjög grasgefið land og þéttan hrísmóa.

5. Umsjónargjald

Umsjónargjald              8,30 kr/pl

Til umsjónar telst umhirða og flutningur á plöntum á gróðursetningarsvæði, útfylling og skil á kortum og gróðursetningarskýrslum.

6. Íbætur/íblöndun

Viðbótargreiðsla við lið 1.      6,10 kr/pl

Greitt er fyrir íblöndun þegar gróðursett er inn í eldri gróðursetningar. Á eingöngu við eftir ráðleggingar og samþykki ráðunauts. Upphæðin leggst ofaná gróðursetningarkostnað sbr. 1. lið.

 

7. Plöntuflutningar  

Innan við 24,9 km frá dreifingarstöð     2,10 kr/pl
25-74,9 km frá dreifingarstöð                  3,50 kr/pl
Yfir 75 km frá dreifingarstöð                   4,80 kr/pl

Greitt er fyrir hverja plöntu, fast gjald.

8. Jarðvinnsla

Jarðvinnsla á hektara               49,512,80 kr/ha

Viðmiðunargjald ef bóndi sér sjálfur um jarðvinnslu (plæging, tæting, herfing osfrv.).

9. Skjólbelti

Um framlag til ræktunar skjóllunda og skjólbelta á jörðum gilda eftirfarandi reglur: Skógræktin annast skipulagningu skjóllunda og skjólbelta í samráði við ábúanda/landeiganda, eftirlit með framvindu þeirra og veita leiðbeiningar um meðferð þeirra. Ábúandi/landeigandi sér um jarðvinnslu, áburðargjöf, fergingu, plastlagningu og vörslu skjólbeltanna (t.d. girðingar). Af fjárveitingum Skógræktarinnar til skjólbeltagerðar er fastur vélastyrkur andvirði innskatts af efniskaupum (plöntur og plast), þessi háttur hefur verið hafður á árið tvö undanfarin ár. Útborgun verði þar með engin, en ábúandi/landeigandi innheimti virðisaukaskatt efnisreikninga. Innihald framlags í skjólbeltasamningi verður því eftirfarandi:

a) Ráðgjöf og skipulag

b) Plöntur og íbætur

c) Gróðursetning skv. taxta

d) Plastdúkur

Ábúandi/landeigandi skal fara eftir ráðleggingum starfsmanns Skógræktarinnar varðandi skipulag, jarðvinnslu, plastlagningu, gróðursetningu, áburðargjöf, umhirðu og vörslu skjólbeltanna. Fari ábúandi/landeigandi ekki eftir þeim ráðleggingum fær hann ekki áframhaldandi framlög til skjólbeltaræktar. Þau skjólbelti sem verða til á þann hátt sem að framan greinir verða að öllu leyti í eigu ábúanda/landeiganda."

 

10. Millibilsjöfnun/snemmgrisjun

A) fyrir tré/stofna grennri en 7 cm DBH eru greiddar kr. 106,60  kr/ha

B) fyrir tré/stofna sverari en 7 cm DBH eru greiddar kr. 163,30  kr/ha

Greiðslur fyrir millibilsjöfnun í lerkiskógi og fyrir fyrstu grisjun (svæði minni en 3 ha.) í ungskógum er tvískiptur og er greitt eftir fjölda felldra trjáa. Öll grisjun umfram 3 hektara verður boðin út. Skógarbónda verður gert kleift að ganga inn í lægsta tilboð á sinni jörð ef hann óskar þess.

 

11. Slóðagerð

Engir viðmiðunartaxtar eru til um slóðagerð. Unnið er með bændum og verktökum og aðstæður metnar í hverju tilfelli fyrir sig.

12. Girðingaviðhald

Girðingaviðhald kr/./samningsbundinn hektari        818,30

Greitt er fyrir girðingaviðhald. Viðmiðið er ákveðin krónutala á hvern samningsbundinn ha sbr. gildandi reglum sem tóku gildi 1.janúar 2022.

Sjá nánar í útgefnu efni frá Skógrækinni -Taxar 2023 (hér neðar)

Nánari upp um taxta fyrr og nú hér undir.

*  Í 8. grein reglugerðar nr. 285/2015 er kveðið á um að landshlutaverkefnin, nú Skógræktin, skuli ákveða að fenginni umsögn Landssamtaka skógareigenda, sameiginleg viðmið um endurgreiðslu samþykkts kostnaðar, þ.m.t. krónutölu hámarksendurgreiðslu fyrir hverja einingu. Skógræktin leggur hér með fram taxtahækkun sem nemur 3,62% frá fyrra ári. Um er að ræða blandaða vísitölu launa og verðlagsbreytinga (vísitölu framfærslu og vísitölu neysluverðs) á tímabilinu janúar 2019 til janúar 2020. Notuð verði hlutföllin 60% launavísitala og 40% vísitala framfærslu og neysluverðs = 3,62% hækkun á töxtun 2020.

bottom of page