Við

skógareigendur

Skógareigendur senda greinar reglulega í Bændablaðið. Þær eru vel valdar af ritnefnd sem er skipuð einum fulltrúa úr hverju aðildarfélagi landssamtakanna. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með hvað er að gerast meðal félagsmanna í hverjum landshluta. 

Í ellefu ár gaf LSE út fréttablaðið "Við skógareigendur", frá árinu 2007-2017 og urðu útgáfurnar alls 18 talsins. Prentmet Suðurlands, á Selfossi og HÉRAÐSPRENTá Egilsstöðum sáu um umbrot og útgáfu. Árið 2017 var í síðasta skiptið sem blaðið var prentað og gefið út, þá í 700 eintökum. Tekið var upp breytt fyrirkomulag á 21. aldursári LSE (2018). Með nýju fyrirkomulagi ná fréttir frá skógarbændum til fleiri lesenda og breiðari hóps með útgáfu 32.000 eintaka, auk vefútgáfu, en áhugamenn um skóga leynast víða annarsstaðar en einungis hjá okkur skógareigendum. Samstarfið hefur gengið vel. Hér fyrir neðan er að finna eldri fréttabréf af "Við skógareigendur" í rafrænni útgáfu. 

Á 12 árum hafa komið út 19 tölublöð.

Fyrsta tölublað fyrsta árgangs, í mái 2007 , var ritstýrt af Sigurði Jónssyni á Suðurlandi og stýrði hann fjórum tölublöðum.

Fyrsta tölublað fjórða árgangs, 2017, var ritstýrt af Reyni Ásgeirssyni á Vesturlandi, og stýrði hann þremur tölublöðum. 

Annað tölublað sjötta árgangs, 2012, var ristýrt af Jóhanni F. Þórhallssyni á Austurlandi, og stýrði hann fjórum tölublöðum

Fyrsta tölublað áttunda árgangs, 2014, tók Anna Guðmundsdóttir á Norðurlandi við ritstjórninni næstu fjögur blöð.

Fyrsta tölublað tíunda árgangs, 2016, tók Lilja Magnúsdóttir, á Vestjöfðum, við ritsjórninni og gaf út síðustu þrjú blöðin.

Frá árinu 2018 hefur Hlynur Gauti tekið saman birtar greinar í Bændablaðinuog setti í eitt PDF skjal (ekki á myndinni).

Auglýsingaskilti

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Taktu þátt í umræðunni