Aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum

Í gær, laugardaginn 30. júní, var haldinn vel hepnaður aðalfundur félags skógarbænda á Vestfjörðum. Fundurinn var haldinn að Hesti í Hestfirði hjá Oddnýu og Barða, og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir að bjóða okkur heima til sín. Alls mættu um 14 manns, og byrjaði fundurinn með súpu og brauð. Fundurinn var þá formlega sett og fylgði venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn var slitið klukkan 15.00, og buðu Oddný og Barði svo uppá skógargöngu á Hesti. Í skóginni fengum við okkur eitthvað smá að drekka og borða. Dagurinn endaði með því að fá okkur kaffi og með því. Bestu þakkir fyrir komuna, þetta var frábæran dag. Bestu kveðjur, Stjórn félags skógarbænda á Vestfjörðum Fundarmenn Stjórn Féla

Skógardagurinn mikli 2018 -frétt á N4

Skógardagurinn mikli var haldinn í 14 sinn og var hátíðinni gerð góð skil á N4. Eyrún Hrefna Helgadóttir og Hjalti Stefánsson tóku innslagið saman.

Samstarf um viðargæðamál

Föstudaginn 22. júní undirrituðu Landssamtök skógareigenda, Landbúnaðarháskólinn, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Skógrætarfélag Reykjavíkur og Skógræktin samkomulag um að vinna saman að því að auka gæði og verðmæti íslenskra viðarafurða. Markmið samstarfsins er að stuðla að auknum gæðum í ræktun og umhirðu skóga svo afurðir skógarins uppfylli kröfur markaðsins. Ætlunin er að efla fræðslu sem eykur færni þeirra sem vinna í framleiðslu og meðferð viðarafurða í þeim tilgangi að hámarka vermætasköpun og gæði. Vonast er til að fræðslstarfið geri skógareigendum kleift að setja á markaðinn byggingatimbur sem uppfyllir m.a. kröfur byggingareglugerðar. Einnig mun fræðslan svara þeim kröfum sem gilda fyr

Líf í lundi laugardaginn 23. júní

Líf í lundi Líf í lundi laugardaginn 23. júní Laugardaginn 23. júní verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum undir merkinu Líf í lundi. Markmið hans er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í átján skógum um land allt, bæði rótgróna viðburði eins og Skógardaginn mikla og Skógardag Norðurlands og nýja viðburði. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við önnur félagasamtök og stofnanir. Arion banki styrkir verkefnið. Nánari upplýsingar um einstaka viðburði eru á Skógargátt vefsíðunni

Hollywood Iceland

BBC fjallar hér um ágæti Íslands sem kvikmyndavers fyrir Hollywhood markaðinn. Þar er reyndar einnig bent á skógleysið. Hreinn Óskarson kemur við sögu í myndbandinu.

Skógur læknar

Í þessu myndbandi er verið að búa til garð við erfiðar aðstæður í spítalanum í Herlef, sem er í jaðri Kaupmannahafnar. Þarna vita menn að skógur læknar fólk og því var hannaður læknigarður inni í miðjum spítalanum. Skemmtilegt video sem segir enn einu sinni hve mikilvægt er að vinna með trjám í sambýli við fólk.

Asparræktun -kynbætur og rannsóknir

Einhver fremsti sérfræðingur í asparræktun á Íslandi er Halldór Sverrisson, sérfræðingur hjá Skógræktinni á Mógilsá. Í áratugi hefur hann rannsakað og unnið að miklum framförum með kynbótum í asparræktun. Í Hrosshaga í Biskupstungum er rannsóknarreitur þar sem hann gerir tilraunir og rannsóknir á ösp. Í grófum dráttum má segja að verkefnið sé tvíþætt. Annars vegar er verið að kynbæta öspina til að þola betur asparryð og hins vegar að rækta upp hentugan klón til viðarframleiðslu. Allt helst þetta í hendur og er ómögulegt að segja frá öllum hans rannsóknum í einu myndbandi en þar kemur þó ýmislegt fróðlegt fram. Í myndbandinu hér að neðan fer Halldór Sverrisson yfir ýmis mál hvað varðar asparr

Í Garðinum með Gurrý

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur fjallar um flest sem heyrir til garðvinnu; jurtir og blómaskrúð.

Lerkistaurar -fræstir, glæstir og næstir

Lerkiskógar vaxa víða um land með miklum ágætum. Náttúrulegir eiginleikar lerkis eru meðal annars góð ending viðarins og geta því verið ákjósanlegir girðingarstaur. Til þessa hafa þeir lekistaurar sem hafa verið notaðir í girðingar þótt vera ákaflega góðir en groddalegir og mun ómeðfærilegri en þeir innfluttu en íslensku staurarnir eru hins vegar umhverfisvænni og með minna kolefnisfótspor vegna þess að það þarf að sækja þá út fyrir landsteinana og ekki er þörf fyrir að baða þá upp úr efnum til að auka endingareiginleika þeirra. , heldur eru þeir oft baðaðir upp úr efnum til að ná fram betri endingu. Fyrir nokkru kom til landsins stauravél sem fræsir trjábolina sem gerir þá slétta eins og me

Lifnar senn í lundi

Líf í lundi – minnisblað Nú er farið að styttast í Líf í lundi – daginn, útivistar- og fjölskyldudag þar sem almenningur getur heimsótt skóga landsins og notið samveru og útiveru. Það mikilvægasta er að hafa gaman og fá fólk út í skóg – það er engin samkeppni um stærsta eða „flottasta“ viðburðinn! Samstarfsnefnd um Líf í lundi vill benda þeim sem taka þátt á nokkur atriði sem hægt er að gera til að koma ykkar viðburði á framfæri: Koma grunnupplýsingum um viðburð sem fyrst til samstarfsnefndar (rf@skog.is/jon@skog.is) – klukkan hvað, hvar og hvers eðlis er viðburður – fræðsluganga, ratleikur, grill og gítar, skógarblót o.s.frv. Nánari lýsing á viðburði þarf svo að liggja fyrir eigi síðar en 1

Stjórnarfundir LSE 2018

120. stjórnarfundur Fundargerð 120. stjórnarfundar Landssamtök skógareigenda (LSE) Bændahöll, 6. júní 2018 Fundarmenn: Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE (í fjarfundarbúnaði) María E. Ingvadóttir, gjaldkeri LSE Sighvatur Jón Þórarinsson, ritari LSE (í fjarfundarbúnaði) Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi LSE Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari Fundur hófst kl. 10:15. 1. Landbúnaðarsýning Hlynur hafði beðið Kolbrúnu Guðmundsdóttur, innanhússarkitekt, að sjá um útstillingu á bás LSE á sýningunni. Hún sat fundinn við þessa umræðu. Hugmyndir og umræður: Bekkir og borð: Setbekkjum yrði komið fyrir vítt og breitt um Laugar

Sviðsmyndavinna um framtíð landbúnaðar

Skógarbændur !!!!! Mynd fengin að láni af netinu. Hver er framtíð íslensks landbúnaðar án gróskilegra skóg?. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga í samstarfi við KPMG heldur vinnufundi vegna sviðsmyndavinnu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Markmið fundanna er að laða fram skoðanir frá aðilum um land allt á þeim þáttum sem munu skipta landbúnaðinn mestu máli á komandi árum. Þar er horft til þátta eins og byggðaþróunar, sjálfbærni og tengsla bænda og neytenda. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Hvanneyri þriðjudaginn 29. maí og er öllum opinn. Sviðsmyndagreining er notuð sem tæki í stefnumótun en með henni er markmiðið að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi

Jötunn-vélar í Finnlandi

Í FEBRÚAR 2018 FÓR JÖTUNN-VÉLAR MEÐ HÓP ÁHUGASAMRA TÆKJADELLUKALLA ÚR RÖÐUM SKÓGARBÆNDA, SKÓGRÆKTARMÓGÚLA OG GARÐYRKJUMANNA TIL FINNLANDS. FINNBOGI MAGNÚSSON HJÁ JÖTUNN-VÉLUM LEIDDI HÓPINN OG JANNE SINKKONEN SÁ UM FARARSTJORN. KOMIÐ VAR VÍÐA VIÐ OG MYNDAÐI HLYNUR GAUTI SIGURÐSSON MYNDAÐI FERÐINA MEIRA OG MINNA. FERÐIN VAR ÞRÆLMÖGNUÐ, VEL SKIPULÖGÐ OG MARGT VAR SKOÐAÐ. JÖTUNNVÉLAR EIGA SKILIÐ MIKLAR ÞAKKIR. HÉR ERU FIMM MYNDBÖND AF ÁHUGAVERÐUM STÖÐUM SEM VORU SKOÐAÐIR: 1 VALTRA-verksmiðjurnar 2 KESLA verksmiðjurnar 3 FJÓS, 4 KURLVINNSLA 5 VIÐ SKÓGARHÖGG. HÉR AÐ NEÐAN ER YOUTUBE RÁSIN MEÐ MYNDBÖNDUNUM. https://www.youtube.com/watch?v=i9Om9xnmsOU&list=PLf5nRKcE_wob9hB9KHp-cc5Sp6OaWZxw5 KE

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089