Frá tré til timburs

Timburverslanir selja timbur sem metið hefur eftir gæðum og eiginleikum. Flokkunin hefst í skóginum. Eftir að vandað hefur til verka við ræktun trjánna í skóginum er komið að skógarhöggi. Trén eru há, sver og stundum bogin. Skógarhöggsmaður á að geta metið og flokkað viðinn eftir vaxtalagi trésins. Þegar tréð er fellt er það sagað niður í boli, eftir því hvernig það getur nýst best. Algeng er að stysta lengd bols í barrviði sé 3,2 metrar. Við útkeyrslu á viðnum úr skóginum er það flokkað og lagt í stæður. Loks er það flutt í sögunarmyllu og endanlegt hlutverk viðarins er ákveðið þar. Þegar trjábolur eru sagaður í stórviðarsög niður í borð og planka þarf útsjónasemi við að meta bolinn. Hvað m

Jólatrjárækt – reynslusaga

Skógrækt í Reykhúsaskógi Bændaskógrækt hófst í Reykhúsum árið 1983 og rann svo inn í Norðurlandsskóga. Plantað var samkvæmt áætlun skógarráðgjafa, langmest lerki fyrst og svo furu eftir ástandi og gæðum jarðvegs og gróðurs. Engu birki var plantað þar sem nokkuð var um sjálfsáið birki sem fór að verða áberandi eftir að landið var friðað fyrir sauðfjárbeit. Hér á eftir fer stuttur pistill um tilraunir okkar Páls Ingvarssonar með jólatrjárækt. Rauðgreni úr skógrækt 2003 og 2004 var plantað 500 rauðgreniplöntum að mestu í þokkalega frjósamt land norðan við lerkilund. Norðan við grenireitinn var að vaxa upp sjálfsáið birki á stangli. Lifun plantnanna var góð og þær tóku fljótt við sér en seinna í

Stjórnarfundir FSA 2020

FSA- Fundur 1 Stjónarfundur Fundargerð. Fundur í stjórn Fsa haldinn í Snjóholti þriðjudaginn 11. feb. 2020 og hefst kl 16:05. Mætt eru, Maríanna, Jónína, Jóhann Þórhallsson, Jóhann Gisli, Halldór og Karl Jóhannsson kom nokkru síðar. Girðingarmál. Tekið hefur til starfa 6 manna nefnd sem gera á tillögur að samræmdum reglum um girðingar í bændaskógrækt. Gunnlaugur Guðjónsson er formaður en tengiliður okkar er Halldór Sigurðsson. Hann fór yfir það sem fram kom á fyrsta fundi nefndarinnar og stjórnin tók afstöðu með framhaldið sem er í raun það sem áður hefur verið rætt í félaginu. Taxtar. Jói Gísli er í nefnd sem fjalla á um taxta í skógræktarvinnu. Stjórn leggur áherslu á fyrri samþykktir um

Skógarfang 2020

Skógarfang, 19. fundur, Bændahöll 19. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Reykjavík, Bændahöllin 30.janúar 2020 Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Ólafur Eggertsson og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn. Fundur hófst kl 10:00 Síðustu fundum var frestað ítrekað vegna veðurs eða álíka aðstæðna. Efni fundar: Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða Skýrsluskrifum miðar vel og lagði Björn afraksturinn fram fyrir fundinn. Rætt var um innihald og uppröðun kafla. Lagt er til að viðmiðunarmörk fyrir skýrsluna verði 5 ár en ekki 15 eins og áður stóð til. Næsti fundur (20) er fyrirhuga

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089