Lífshlaupið er leikur sem stendur yfir milli fyrirtækja og einstaklinga í febrúarmánuði. Þetta ár, 2022, er engin undantekning frá fyrri árum og má því segja að hér sé um að ræða árlegan viðburð. Aðalsteinn Sigurgeirsson lítur á lífshlaupið frá nýju sjónarhorni þar sem skógur spilar heldur betur mikla rullu. Með ritrýndum heimildum sýnir hann fram á ágæti skóga í umhverfi manna og hvernig heilsuefling getur eflt líkama, sál og skóg. https://www.bbl.is/hladan/kongull-4---adals
Bændafundir Í næstu viku munu formaður búgreinardeildar skógarbænda (Skóg-BÍ) og starfsmaður BÍ bjóða félögum í búgreinardeild skógarbænda hjá BÍ (Skóg-BÍ) til tölvufundar. Fundirnir verða fimm og er markhópurinn hvers fundar miðaður við landsvæði hvers skógarbændafélags. Ætla má að fundirnir verði um klukkustund. Fundirnir verða auglýstir á skogarbondi.is. Fundartímar Fimmtudagur: 10. feb. Kl 20:00 Vesturland Föstudagur: 11. feb. Kl 19:30 Vestfirðir Föstudagur: 11. feb. Kl
Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði á Héraði 28. febrúar til 2. mars í grisjun og trjáfellingu með keðjusög. Námskeiðið er öllum opið og hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/vidburdir/kedjusagarnamskeid-austurlandi