top of page

Niðurstöður Könnunar skógarbænda 2024

í janúar sl. var lögð út könnun til skógarbænda sem var á vegum skógarbændaélaganna á landvísu auk búgreinadeildar skógarbænda hjá BI. Þátttakan var opin en hún var auglýst á Facbeook og með emaili til félaga, en reikna má með að um 7oo manns hafi borist tölvupóstur.


Til að gera niðurstöður upp í sem fæstum orðum má ætla að almennt séu skógarbændur ánægðir með vinnu félaganna og búgreinadeildarinnar. Skógarbændur vilja efla samvinnu bæði sín á milli, milli landshlutafélaganna og ekki síður við búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ. Þeir vilja fá fréttir af starfinu öðru hvoru. Skógarbændur vilja nú aukinn þinga í úrvinnslumál og umhirðu. Kolefnismálum þarf að gera getri skil og alltaf er þorsti í lærdóm af öllu tagi. Málþing skógarbænda vekur lukku. Ánægja var með könnunina og má ætla að fólk hafi áhuga á að tjá skoðanir sínar með þeim hætti reglulega.


Þátttakan var framar væntingum en unnið var úr 153 svörum.


Samantektin sem hér er kunngerð var unnin af: Hlynur Gauti Sigurðsson

Fyrir deildarfund skógarbænda BÍ 12.febrúar 2024


Úrvinnsla gagna er sjaldnast hafin yfir vafa. Þó bera svörin afdráttarlausar niðurstöður sem gefur í kynna að stjórnir skógarbændafélaga og búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ séu að vinna á réttri braut fyrir hagsmuni skógarbænda.


Við vinnslu fór fram greining á svörum, svo sem þegar augljóst var á svörum og IP tölu að um endurtekningu var að ræða þá voru þau svör sameinuð. Tekið var tillit svara undir sömu IP tölu ef svörin voru ólík, t.d. í tilfelli kyns eða aldurs.


Samantekt skrifaðra svara má einnig deila um en hægt er að nálgast öll skrifuð svör neðst í glærunum en samanlagt voru þau 284 talsins.


Áhugasamir hvattir til að lesa yfir niðurstöður hér í skjalinu undir.


Þau ykkar sem vilja gera athugasemdir við framsetnigu eða gefa góð ráð fyrir þessa eða næstu könnun mega gjarnan hafa samband við Hlyn.


Þátttakendurm er hér með þökkuð þátttaktan í könnunni.


Könnun skógarbænda jan 2024
.pdf
Download PDF • 2.35MB
Könnun skógarbænda jan 2024_smátt
.pdf
Download PDF • 1.44MB




bottom of page