top of page

Skógarbændur eru líka bændur

Málaflokkur skógaræktar tilheyrir aftur ráðnuneyti landbúnaðar. Skógarbændur geta því með stolti fjölmennt í raðir bænda. Fyrsta skrefið er að skrá sig í Bændasamtök Íslands.Fréttapistill til félagsmanna LSE

Starfsemi Landssamtaka skógareigenda (LSE) er nú orðin að Deild skógareigenda hjá Bændasamtökum Íslands (skóg-BÍ).Nánast öll önnur búgreinafélög hafa einnig sameinast og mynda nú hvert um sig deild innan BÍ. Ætlunin er að ein öflug bændasamtök standi styrkari fótum gagnvart ríkisvaldinu og eigi auðveldara með að standa vörð um hagsmuni búgreinanna og bænda almennt, svo ekki sé talað um hagræðingu í rekstri félaganna og betri nýtingu á þeim mannauði sem starfar fyrir félögin. Nánari upplýsingar á bondi.is.


Hvað græða skógarbændur á því að ganga í BÍ?

Langmikilvægast fyrir skógarbændur er að eiga aðild að öflugum samtökum sem berjast fyrir þeirra hagsmunamálum. Það er mikil vinna að standa í samningaviðræðum við ríkisvaldið, fylgjast með málum sem fara í gegnum Alþingi og skrifa álitsgerðir í Samráðsgátt svo eitthvað sé nefnt.


BÍ sinna ekki bara hagsmunabaráttunni heldur er þar hægt að fá ráðgjöf um réttindi og málefni sem snerta bændur, aðgang að námskeiðum á vegum BÍ, afsláttarkjör af forritum og hótelgistingu og aðgang að vel búinni orlofsíbúð. Einnig er hægt er að sækja um stuðning í Velferðarsjóð.


Félagsgjöldin í BÍ eru hærri en félagsgjöldin voru í LSE, en með því að nýta afsláttarkjör og orlofsíbúð til dæmis má „hafa upp í “ þann mun með lítilli fyrirhöfn. Árgjald til LSE var um 7500 kr. en árgjald í BÍ m.v. lægstu veltu eru 15.000 kr. að viðbættum 2000 kr. sem renna í Velferðarsjóð bænda.


Kolefnisbrúin ehf. er fyrirtæki í eigu LSE og BÍ. Markmið þess er að tengja fjárfesta við bændur og binda kolefni með skógrækt. Þetta er aðgerð í loftslagsbaráttunni, getur eflt byggð í dreifbýli, aukið tekjur bænda, stutt við fæðu-, matvæla- og síðast en ekki síst timburöryggi þjóðar. Kolefnisbrúnni má líkja við smurningu á hjól hringrásarhagkerfisins.


Af hverju er mikilvægt að skógarbændur séu í Bændasamtökum Íslands?

Búnaðarþing er aðalfundur Bændasamtaka Íslands. Fulltrúar á búnaðarþingi skiptast þannig á milli búgreina að fjöldi félaga hefur helmingsvægi en samanlögð velta hinn helminginn. Það er því mikilvægt að rödd skógarbænda heyrist sem best og við náum árangri í krafti fjöldans. Einn daginn mun velta skógarbænda vega þungt í ört vaxandi málaflokki.

Skráning í Bændasamtökin


1) Skráið inn viljayfirlýsingu og við höfum samband


2) Önnur leið til að skrá sig í BÍ er að fara á heimasíðu samtakanna <bondi.is>. Smella þarf við <Bændatorg> (efst til hægri á síðu) og hefja Nýskráningu með rafrænum skilríkjum. Til að skrá sig í deild skógareigenda (SkógBÍ) þarf að opna skráningu fyrir veltu. Það er gert með því að velja <Félagssíða> úr valmyndinni til vinstri. Á valmyndinni sem þá opnast er hægt að velja <Breyta veltu félaga> og þegar það er búið birtist listi með búgreinum og gluggi fyrir veltu. Þar á að haka við þær búgreinar sem við á og fylla inn veltu skv. skattframtali síðasta árs. Ef veltan er engin þá má standa 0 kr. Skráningin er engu að síður gild í búgreinadeildina.


3) Þriðja leiðin er að hafa samband. Guðrún Birna hjá BÍ aðstoðar við skráningu. Netfangið hennar er gudrunbirna@bondi.is og síminn 563-0603.


Mikilvægt er að þeir skógarbændur sem sinna öðrum búrekstri gleymi ekki að haka við deild skógarbænda þótt veltan sé 0 kr.

Eitt félagsgjald er greitt af hverri jörð (búsnúmeri) og hægt að skrá fleiri en einn félagsmann á jörð.

Inni á Félagssíðu BÍ má m.a. finna ýmsan fróðleik svo sem fundargerðir stjórnar Skóg-BÍ, stjórnar BÍ og fleira.


Stjórn Skóg-BÍ


Commentaires


bottom of page