Taxtar 2025 26. febrúar 2025
Í 14. grein laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 með síðari breytingum, kemur fram að Land og skógur skuli hafa samstarf við félög skógarbænda á viðkomandi svæðum. Land og skógur skuli leita umsagnar landssamtaka skógareigenda (LSE) við ákvörðun viðmiða fyrir endurgreiðslu samþykkts kostnaðar skv. 4. mgr. 11. gr. Þá skulu Land og skógur og Landssamtök skógareigenda móta sér sameiginlegar verklagsreglur um hvernig samráði þeirra í milli skuli háttað. Með vísan í þessa lagagrein sem og 8. gr. reglugerðar nr. 285/2015 eru eftirfarandi viðmið (taxtar 2025) send til umsagnar.
Frá árinu 2020 hefur samkomulag verið á milli LSE og Lands og skóga (áður Skógræktarinnar) um að taxtabreytingar skuli reiknaðar sem blanda af vísitölum launa og vísitölu framfærslu- og neysluverðs jan. 20xx – jan. 20xx. Notuð verði hlutföllin 60% launavísitala og 40% vísitala framfærslu- og neysluverðs. Með þeirri reiknireglu liggur fyrir að 7,68% hækkun verði á töxtum árið 2025.
Land og skógur 26.febrúar 2025 8% hækkun milli ára. Reiknað frá vísitölum launa 60% launa og framfærslu og neysluverðs 40% | |||
1. | Gróðursetning Krónur/planta | 2024 (kr) | 2025 (kr) |
| 67-gata bakki | 22,61 | 24,35 |
| 40-gata bakki | 26,72 | 28,77 |
| 35-gata bakki | 30,69 | 33,04 |
| 24-gata bakki | 32,9 | 35,43 |
| Stiklingar | 19,77 | 21,29 |
2. | Áburðargjöf |
| |
| á nýgróðursetningu | 12,44 | 13,4 |
| á eldri plöntur | 16,38 | 17,64 |
3. | Handflekking | 17,43 | 18,77 |
4. | Erfið handflekking | 22,74 | 24,49 |
5. | Umsjónargjald | 9,1 | 9,8 |
6. | Íbætur/íblöndun | 6,68 | 7,19 |
7. | Plöntuflutningar kr. á plöntu |
|
|
| Innan við 24,9 km frá dreifingarstöð | 2,27 | 2,44 |
| 25-74,9 km frá dreifingarstöð | 3,79 | 4,09 |
| Yfir 75 km frá dreifingarstöð | 5,31 | 5,71 |
8. | Jarðvinnsla á hektara | 54.278 | 58.447 |
9. | Skjólbelti |
|
|
10. | Millibilsjöfnun í lerkiskógi |
| |
| A) fyrir tré/stofna grennri en 7 cm DBH eru greiddar kr. | 116,87 | 125,85 |
| B) fyrir tré/stofna sverari en 7 cm DBH eru greiddar kr. | 179,02 | 192,77 |
11. | Girðingaviðhald kr./samningsbundinn hektara | 897,05 | 965,95 |


Kommentarer