top of page

Þægilegt er að leita efnistaka eftir leitarorði.
 
Á tölvu má má ýta samtímis á takka á liklaborði
<CTRL> + <F>
til að fá upp FIND-glugga og skrifa þar leitarorð. 


Skrifið t.d. leitarorðið "kolefnisbinding",
það kemur upp 17 sinnum í fundargerðum frá 2017-2021 

Stjórnarfundir LSE:
2015- 2016 á PDF
2017 - 2021

Find gluggi.jpg
2017-F 111

2017

111. stjórnarfundur LSE

haldinn í Bændahöllinni 13. Janúar 2017 og hefst kl 10,30

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, María E. Ingvadóttir og Sighvatur Jón Þórarinsson var í síma. 
Gestir fundarins voru Björn B. Jónsson frá Skógræktinni, Bergþóra Jónsdóttir formaður FsV, Sigurlína J Jóhannesdóttir formaður FsN en Maríanna Jóhannsdóttir formaður FsA var í síma
Formaður bauð stjórn velkomna til fundar og gekk svo til dagskrár.

Dagskrá


1.    Frá síðast:

Framkvæmdastjóri fór yfir ýmis atriði frá síðasta fundi. 


a.    Staðan fjárhags LSE um áramót var þokkaleg. Það náðist að greiða alla útistandandi reikninga um áramót og vera plúsmegin. Fyrri hluti styrks samkvæmt samningi við UAR verður lagður inn 15 janúar og lokagreiðsla styrks frá Framleiðnisjóði kemur eftir skil á síðustu greinagerð.  


b.    Skipun í starfshópa samkvæmt tillögum frá aðalfundi LSE. Á síðasta stjórnarfundi var samþykkt að hvert aðildarfélag tilnefndi einn fulltrúa í starfshóp um hlutverk LSE í breyttu umhverfi. Formenn aðildarfélaganna voru hvattir til að senda inn tilnefningu til framkvæmdastjóra. Stjórnin tilnefndi einnig tvo fulltrúa í starfshóp um verðmat skóga þau Hrefnu Jóhannesdóttir skógarbónda á Silfrastöðum og Lárus Heiðarsson skógarbónda á Droplaugarstöðum. Skógræktin tilnefndi einn fulltrúa í starfshópinn Hallgrím Indriðason. Starfshópur um hlutverk LSE hefur fundað einu sinni í gegnum síma og skipt með sér verkum og næsti fundur er næstu daga. Einnig er búið að boða til fyrsta fundar í starfshópnum um verðmat skóga. Starfshóparnir upplýsa stjórn LSE reglulega og skila niðurstöðum til stjórnar fyrir aðalfund LSE. 


c.    Tillaga frá kolefnisnefnd; Formaður og framkvæmdastjóri mætti á fund kolefnisnefndar til að ræða tillögu frá aðalfundi varðandi viðurkenningu stjórnvalda  á eignarhaldi kolefnisbindingu og láta reyna á það með lögsókn hvort 36 gr. Laga nr. 70/2012 um loftlagsmál standist. Á fundi nefndarinnar var samþykkt að fela einum fulltrúa nefndarinnar Hilmari Guðjónssyni lögfræðingi að skoða hvað er að gerast í þessum málum hjá nágrannalöndum okkar og hefur hann fengið nöfn þriggja tengiliða í Svíþjóð, Finnlandi og Skotlandi til að afla sér upplýsingar um stöðuna í þessum löndum. Niðurstaða þessarar rannsóknarvinnu verður svo kynnt skógarbændum á aðalfundi LSE. 


d.    Heimasíðan. Verið er að leita leiða við að einfalda og uppfæra heimasíðu LSE. Fengist hefur tilboð frá Trs við uppfærslu og hýsingu. Einnig er verið að skoða aðrar leiðir. Síðan þarf að vera aðgengileg og einföld og nýtast bæði samtökunum jafnt sem aðildarfélögunum. Gera þarf félagsmenn virkari við efnisöflun svo síðan verði lifandi og fróðleg og tengja hana við fésbókarsíðu LSE . Lagt var til að stjórn skoði síður og komi með tillögur að uppsetningu til framkvæmdastjóra eigi síðar en 20 janúar. Framkvæmdarstjóra var falið að vinna áfram að þessu og leggja fyrir næsta stjórnarfund. 


e.    Greiðsla fyrir akstur á stjórnarfundi. Lagðar voru fram til kynningar hugmyndir að greiðslu fyrir akstur á fundi LSE. Samþykkt var að greiða 50 kr. fyrir ekinn kílómeter en aldrei meira en lægsta flugfargjald. Leitað sé eftir ódýrustu leiðum og greitt eftir því. Gert upp eftir hvern fund. 

 


2.    Endurnýjun ráðningasamnings við framkvæmdastjóra.

Stjórn LSE samþykkir að fela formanni að ganga frá ráðningasamningi við framkvæmdastjóra og leggja fyrir næsta stjórnarfund.

3.    Við skógareigendur:

Ritnefnd skipuð félögum úr Félagi skógarbænda á Vestfjörðum er búin að gefa út sitt annað blað. Blöðin voru gefin út í mun stærra upplagi en áður. Fyrra blaðinu var dreift á öll lögbýli en seinna blaðinu var dreift í alla póstkassa í dreifbýli og til félaga sem búa í þéttbýli. Vel gekk að safna auglýsingum í fyrra blaðið en seinna blaðið kom út í mínus. Rætt var um hvort gefa eigi blaðið út einu sinni á ári fyrir aðalfund og svo aftur á rafrænu formi sem birtist á heimasíðunni og fésbókarsíðu LSE. Stjórn LSE samþykkir að gefa blaðið út með þessum hætti árið 2017 til prufu. 

Ritnefnd sendi stjórn LSE erindi um hvaða tilgang útgáfa blaðsins á að þjóna og aðrar vangaveltur. Stjórn LSE og formenn aðildarfélaganna eru að skoða erindið frá ritstjórn og eru beðin um að senda á framkvæmdastjóra sínar áherslur um tilgang blaðsins sem framkvæmdastjóri vinnur með og leggur fyrir fund með ritstjórn blaðsins sem haldinn verður í vikunni  16.-19. janúar. 
Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu áfram. 

 

4.     Björn B. Jónsson verkefnastjóri kynnti þau verkefni sem verða á hans borði í nýju starfi innan Skógræktarinnar. 
Meðal þeirra verkefna eru fræðslumál, en Björn situr í fræðslunefnd þar sem Ólafur Oddsson fræðslustjóri Skógræktarinnar er formaður. Hann nefndi að unnið væri að því að undirbúa grunnnámskeið fyrir nýja skógarbændur. Einnig sagði hann frá samstarfi FsS og LBHÍ um fræðslu til skógarbænda í formi leshópa að fyrirmynd Kraftmeiri skóga. 
Brunavarnir í skógum. Hann kynnti dæmi um brunavarnaáætlun og mynd af vatnstökulóni. 
Markaðs og sölumál Skógræktarinnar. Hlutverk Björns verður að byggja upp samstarf innan skógargeirans til að samhæfa getu á sviði markaðs og sölumála, efla þekkingu, þróa tækni og aðferðir og nýta reynslu annarra þjóða. Lögð verður áhersla á að viðhalda góðu samstarfi við Landssamtök skógareigenda og félög skógarbænda í landshlutunum.
Umræður sköpuðust um úrvinnslu og markaðsmál og fagnar stjórn LSE ráðningu Björns og hlakkar til samstarfsins.

 

5.    Samstarf við skógræktina.

Rætt var um samstarf LSE við skógræktina. Formgera þarf samstarfið svo það sé í föstum skorðum og um ákveðin atriði. Niðurstaða vinnu starfshóps sem vinnur að tillögum um hlutverk LSE innan nýrrar stofnunar nýtist vonandi stjórn LSE og skógræktinni við að forma þetta samstarf. Framkvæmdastjóra falið að fá fund með skógræktarstjóra hið fyrsta til að ræða þessi mál.
Einnig er mikilvægt að aðildarfélögin móti þá sýn hvernig félögin vilji haga samráði aðildarfélaganna og skógræktarinnar á hverju svæði en það er kveðið á um það í nýjum lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar. Félögin sendi á framkvæmdastjóra LSE sýnar hugmyndir um samskipti skógarbænda og skógræktarinnar fyrir 1. febrúar 2017 og stjórnin ræðir það á fundi með skógræktinni.  
LSE hefur verið í viðræðum við skógræktina  um samvinnu í úrvinnslu skógarafurða og markaðsmálum. Samþykkt var að mynda teymi með þremur fulltrúum frá hvorum aðila. Stjórn LSE samþykkir að fyrir hönd LSE sitji formaður og framkvæmdastjóri auk eins skógarbónda. Ákveðin nöfn komu upp og var framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu áfram og kynna stjórn og fá staðfestingu á tilnefningu fulltrúa frá skógræktinni. Boða þarf til fundar í teyminu, setja markmið og vinnuplan. Teymið þarf að hafa ákveðin fjárráð til að greiða fyrir vinnu og sérfræðiþjónustu. 
Stjórn LSE samþykkir að greiða sínum fulltrúum í starfsnefndum og fyrir teymisvinnu dagpeninga kr. 24.900 pr fund.  

 

 

6.    Staðan hjá félögunum. 

 

Maríanna Jóhannsdóttir formaður FsA: Haldinn verður fundur með Bjarka Jónssyni til að fara yfir stöðu hjá honum. Hann hefur orðið fyrir ýmsum áföllum t.d  vegna skemmda á tækjum við spennufall sem varð á rafmagni. Á næstunni verður haldinn  vinnufundur hjá félaginu til að fara yfir félagatal, skipuleggja fræðslu og ýmislegt fleira. Mikil vinna hefur lent á FsA vegna verkefnis um öflun hráefnis í viðarkyndistöðina á Hallormsstað. Stjórn FsA hefur ekki áhyggjur af samstarfinu við Skógræktina og væntir áfram góðs samstarfs.


María E Ingvadóttir. FsS fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands svokallað áhersluverkefni vegna verkefnis í úrvinnslu skógarafurða og undirbúning við stofnun rekstrarfélags um skógarafurðir. Félagið fær greitt eina milljón í sex mánuði til að vinna að framgangi verkefnisins. 
Haldinn verður almennur félagsfundur, þar sem samningurinn og verkefnið verða kynnt.

 

Bergþóra Jónsdóttir formaður FsV: FsV fékk einnig styrk hjá Uppbyggingarsjóði Vesturlands vegna vinnu við viðarmagnsúttekt til að meta það magn viðar sem gæti komið út úr skógum á Vesturlandi næstu áratugina. Ráðinn var mastersnemi til að vinna að úttektinni í samstarfi við Mógilsá. Notast er við Evrópst módel sem tekur mið af aðgengi skóga og metið hvort það sé hagur að fara inn i reitinn og grisja. 

 

Félagið á afmæli á árinu og verið er að skoða utanlandsferð á næsta ári. Það kom til tals hvort það væri sniðugt að tengja ferðina leshóp sem kom fram í máli Björns B. Jónssonar.

 

Sigurlína J. Jóhannesdóttir formaður FsN. Haldinn var fundur til að skipa í starfshóp um hlutverk LSE. Félagsmenn hafa rætt um aukna fræðslu handa skógarbændum. Hún nefndi að töluvert væri til af fræðsluefni og auðvelt að bjóða upp á námskeið fyrir skógarbændur ef óskað væri eftir því. Ekki er félagið að vinna að afurðarmálum, skógurinn er of lítill enn sem komið er, en  hjá langflestum er skógurinn er of lítið vaxinn enn sem komið er. 

 

Sighvatur Jón Þórarinsson formaður FsVestfj. Lítið að gerast fyrir vestan. Skógarbændur eru í gróðursetningafasa og ekki komið að úrvinnslu. Aðalfundur LSE verður haldinn í samstarfi við FsVestfj í október 2017. Aðalvinna félagsins verður að undirbúa aðalfundinn.  

 

7.    Leshópar / leið til fræðslu fyrir skógarbændur:

Félag skógareigenda á Suðurlandi og Landbúnaðarháskólinn á Reykjum fóru af stað með leshóp að fyrirmynd Kraftmeiri skóga, með það að markmiði að auka þekkingu á tækjum og aðferðum við að rækta skóg hér á landi. Hópurinn hittist fjórum sinnum og fjalla um ýmis tæki og aðferðir við að rækta skóg. Hópurinn fer svo saman á skógarsýningu í Svíþjóð. Framkvæmdastjóra LSE var boðið að sitja með hópnum á námskeiðinu til að fylgjast með því hvort þetta gæti hentað félögum í hinum landshlutunum og miðla þessu til þeirra.

 

 

8.    Félagsgjöld 2017.

Lagt fram til kynningar samþykkt aðalfundar LSE 2016 á félagsgjöldum fyrir árið 2017. Samkvæmt samþykktinni hækka félagsgjöld til LSE upp í 5000 krónur á jörð og 1500 krónur á hvern félaga. Félagsgjöld greiðist fyrir 1. nóvember. Formenn voru hvattir til að kynna þetta í sínum félögum. 

 


9.    Önnur mál

a.    Skógræktin í hverjum landshluta stefnir á að halda fundi í samstarfi við aðildarfélögin til að kynna verkefni skógræktar á bújörðum árið 2017. Fundirnir verða væntanlega í mars.  


b.    Fagráðstefna skógargeirans verður haldi 23. og 24. mars næstkomandi í Hörpu. Auglýsing og dagskrá verður birt á heimasíðu Skógræktarinnar og LSE. Áhugasamir eru hvattir til að skoða þetta en margt áhugavert verið til umfjöllunar. Ráðstefnan er haldin í tengslum við 50 ára afmæli Rannsóknarstöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Með þekkingu ræktum við skóg“


c.    Jólatrjásala. Bóndi á Vesturandi seldi Blómaval stafafuru jólatré í desember. Verðið sem þeir buðu var 4000 krónur fyrir utan vsk og með flutningi en það kostar með flutningabíl 60.000 kr að flytja 100 tré. Skógræktarfélag Íslands gefur út verðlista á sölu íslenskra jólatrjáa en þetta verð er fyrir neðan það viðmið. Mikilvægt er að LSE upplýsi skógarbændur um hvert markaðsverð á jólatrjám er svo þeir fari ekki að bjóða lægra verð en það sem er á markaðinu. Mikilvægt er að halda utan um skráningar á seldum jólatrjám frá skógarændum. 


d.    Rætt var um verkefni og kjör skógarbænda. Bent var á að mikilvægt væri að skógarbændur fengju greitt jafnóðum fyrir vinnu í skógræktinni. Skapast geta óþægindi og erfiðleikar ef greiðslan dregst mikið og ef greitt er einungis einu sinni á ári og þá í lok desember ár hvert.  


Einnig var bent á mikilvægi þessa að hafa þurfi skýrari reglur um slóðagerð. Formenn aðildarfélaganna hvetur stjórn LSE að leggja bæði þessi mál fyrir ánæsta fundi LSE með Skógrækinni. 


Næsti fundur LSE verður haldinn seinnipart febrúar, tímasetning send út síðar 

112 stjórnarfundur  

haldinn í Bændahöllinni 17. mars 2017. Kl 11.00 

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, María E. Ingvadóttir og Hrönn Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð. Sighvatur Jón Þórarinsson tilkynnti veikindi.
Formaður bauð fundargesti velkomna og gekk svo til dagskrár


Dagskrá


1.    Taxtar vegna framkvæmda 2017. Bréf frá Skógræktinni er varðar taxta vegna skógræktarframkvæmda 2017. Skógræktin leggur til að taxtar verið samræmdir á milli allra landshluta og hækki upp í taxta Héraðsskóga 2016. Formaður og framkvæmdastjóri áttu fund með sviðsstjóra Skógarauðlindasviðs til að ræða tillögu Skógræktarinnar. Í kjölfarið svaraði LSE bréfinu og lagði til 2 % hækkun á alla en með því fá skógarbændur á Austurlandi aðeins hækkun á milli ára og til að ná samræmingu verður hækkunin á alla.  Félag skógarbænda á Austurlandi sendi inn tillögu um hækkun á taxta á Austurlandi um launavísitölu frá mars 2016 til jan 2017. Samþykkt var fresta málinu og ræða það  frekar á samráðsfundi með Skógrækinni sem haldinn er síðdegis þann 17, mars. Svar hefur ekki borist frá Skógræktinni.


2.    Félagsgjöld BÍ. Bændasamtök Íslands hefur sent út rukkun fyrir félagsgjöldum BÍ 2017. Með gíróseðli var sent út bréf til upplýsinga um félagsgjaldið og réttindi bænda/skógarbænda. Félagsaðild að BÍ eru valfrjáls. Skógarbændur með minni ársveltu en 1200 þús geta sótt um lægra félagsgjald 12000 pr. ár. En fullt gjald er 42000 kr. pr.ár. Skógarbændur eru hvattir að sendia inn póst á bondi@bondi.is og afskrá sig eða sækja um lægra félagsgjaldið. Guðbjörg Jónsdóttir verkefnastjóri um innleiðingu félagsgjalda BÍ kom á fundinn og upplýsit stjórn um hvaða réttindi felast í félagsgjaldinu. Guðbjörg sagði að stærsti hlutinn færi í hagsmunagæslu allra bænda þar með talið skógarbænda. Síðan væri afsláttur á ýmsum forritum sem bændur ættu rétt á, eiga rétt á umsóknum í starfsmenntasjóð, styrki vegna nýliðunar í greininni, afsláttur á Hótel Sögu, orlofshús og margt fleyra. BÍ gefur út bændablaðið, verið með þætti á N4, eru með heimasíðu, bændatorg og fl. Skógarbændur eru hvattir til að kynna sér  réttindi sín á http://www.bondi.is/efst-a-baugi/upplysingar-um-felagsgjold-bi/2606,  Bændasamtökin standa með öllum aðildarfélögum þar með talið skógrækt, því stærri sem bændasamtökin eru, þeim mun sterkari málsvari fyrir bændastéttina í heild. Guðbjörg hvatti aðildarfélögin að vera áfram í bændasamtökunum.
 

3.    Fastir stjórnafundir.  Samþykkt var að hafa fasta fundartíma fyrir stjórnarfundi. Ákveðið var að síðasti mánudagur í hverjum mánuði verði haldinn stjórarfundur. Ef ekkert fundarefni er þá frestast fundurinn til næsta mánaðar. Næsti stjórnarfundur verður mánudaginn 24 apríl kl 20:00,  símafundur. Og síðan 29 maí.  Nánar um það síðar.


4.    Önnur mál: Rædd var tillaga sem samþykkt var á aðalfundi LSE í október 2016 þar sem því var beint til stjórnar LSE að skoðað verði fyrri næsta aðalfund hvort heppilegt sé að aðalfundur LSE verð fulltrúafundur. Framkvæmdastjóri hvattur til að mæta á aðalfundi aðildarfélaganna og ræða þessa tillögu og fá viðbrögð frá aðildarfélögunum.


Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 12,30.
Næsti fundur 24. apríl.

113 stjórnarfundur LSE

haldinn 24. apríl 2017.

Símafundur kl. 20,00. Hringja í 7557755 / 2233344

Dagskrá


1.    Endurnýjun ráðningasamnings við framkvæmdastjóra. Drög að endurnýjuðum ráðningasamningi við framkvæmdastjóra voru lögð fram til kynningar. Framkvæmdastjóri vék af fundi á meðan stjórnin fjallaði um málið. Stjórn LSE samþykkti drögin og var formanni falið að ganga frá ráðningasamningi við framkvæmdastjóra.  
 

2.    Greiðslur vegna fundarsetu og nefndarstarfa.Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit yfir greiðslur fyrir stjórnarfundi, nefndarstörf og akstur. Framkvæmdastjóra var falið að greiða fyrir fundar og nefndarstörf og akstur samkvæmt yfirlitinu. 
3.    Heimasíða LSE og nýtt netfang. Framkvæmdastjóri kynnti að ný heimasíða væri komin í loftið. Valgerður Baccmann setti síðuna upp og leiðbeinir framkvæmdastjóra við að setja inn á síðuna og uppfæra hana. Lesa þarf vel yfir efnið sem komið er inn og gera smá leiðréttingar. Kallað verður eftir efni frá aðildarfélögunum svo heimasíðan verði sem mest lifandi. Tengiliður síðunnar verður með netfangið skogarbondi@skogarbondi.is sem er netfang í eigu LSE og framkvæmdastjóri fær nýtt netfang hronn@skogarbondi.is. Senda þarf út tilkynningar varðandi breytingu á netfangi.


4.    Taxtar vegna skógræktarframkvæmda á bújörðum. Skógræktin sendi stjórn LSE til umsagnar tillögu að töxtum vegna endurgreiðslu samþykkts kostnaðar vegna skógræktarframkvæmda. Ákveðið var að samræma taxta á landsvísu og tillagan hljóðaði upp á hækkun sem svaraði töxtum Héraðs og Austurlandsskóga fyrir árið 2016. Stjórn LSE sendi Skógræktinni tillögu til baka um 2 % hækkun á tillögu Skógræktarinnar, þannig að taxtar á Austurlandi hækkuðu aðeins og um leið samræmt á milli landshluta. Skógræktin samþykkti tillögu LSE.  


5.    Verðmat skóga, yfirlit nefndar. Lögð var fram stöðuskýrsla vegna verðmats skógar.  Í stöðuskýrslunni eru tilgreindar þrjár leiðir til að meta skóga. Þeir þættir sem haf áhrif á verðmatið í öllum tilfellum er Staðsetning, Flatarmál skógarins, aldur, viðarmagn, umhirða og viðargæði. 
Nefndin er áhugasöm og finnst skynsamlegt að fá mastersnema til að fara ofan í saumana á verðmati skóga og vinna verkefni um reglur um slíkt verðmat. Nefndin telur að það gæti verið áhugavert verkefni. 
Stjórn LSE er ánægð með það sem komið er en töluverð umræða skapaðist um skýrsluna m.a hvort taka ætti inn í verðmæti kolefnisbindingar, verðmæti beitarskógar fyrir annan landbúnað, útivistargildi og verðmæti annarra nytja úr skógum. Framkvæmdastjóra falið að ræða við nefndina hvort tillit yrði tekið til þessara þátta við gerð reglna um verðmat skóga. 


6.    Önnur mál 
Formaður fór aðeins yfir vinnu teymis um afurðar- og markaðsmál skógræktar. Teymið hefur fundað tvisvar og á næsta fundi verður lögð lokavinna á stefnu og verkáætlun „Skógarfangs“ ( sem er starfsheiti teymisins“ um afurðar og markaðsmál skógræktar sem kynnt verður fyrir stjórn LSE á næsta stjórnarfundi. Næsti fundur teymisins verður 4. maí í Skagafirði þar sem skógarbændurnir  Hrefna og Jóhann á Silfrastöðum verða heimsótt og þeirra starfsemi skoðuð. 


Lögð var fyrir fundinn stöðuskýrsla frá nefnd um verðmat nytjaskóga og væntanlega á næsta stjórnarfundi verður lögð fram skýrsla frá nefnd um hlutverk LSE í breyttu umhverfi. Mikilvægt er að allir starfshópar sem skipaðir voru á síðasta aðalfund nái að klára sína vinnu vel fyrir næsta aðalfund.  
Næsti fundur verður mánudaginn 29 maí.


Ekki fleira gert og fundi slitið kl 21.00

 

 

 

114 stjórnarfundur  

haldinn í Bændahöllinni 13. júní 2017. Kl 10.30

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson formaður, Hraundís Guðmundsdóttir, Agnes þórunn Guðbergsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, María E Ingvadóttir og Hrönn Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundargesti velkomna og gekk svo til dagsrkár.

Dagskrá


1.    Starfshópar – yfirlit


a.    Starfshópur um hlutverk LSE. María Ingvarsdóttir fór yfir stöðuna. Búið er að funda einu sinni og fara yfir stefnu og hlutverk LSE og vinna tillögu upp úr henni sem löggð verði fram á næsta aðalfundi LSE. María er hvött til að vinna áfram við að móta drög að tillögu til að leggja fyrir nefndina og svo fyrir næsta stjórnarfund um 20 ágúst næstkomandi.


b.    Starfshópur um verð mat skóga. Skipuð þriggja manna starfshópur til að útbúa reglur um verðmat skóga og kynna á næsta aðalfundi LSE. Nefndin hefur starfað og skoða ýmsa þætti er varðar verðmat, skoðað leiðir sem farnar voru í Finnlandi og Noregi. Nefndin taldi gott að fá nema til að vinna BS verkefni um verðmat skóga og er búið að senda inn tillög þess efnis til LBHÍ sem er að skoða þann möguleika. Stjórn LSE samþykkti þetta ferli og framkvæmdastjóra var falið að ræða við Bjarna Diðrik um hugsanlegt fjrámagn sem gæti fylgt 


c.    Teymi um afurðar og markaðsmál. Teymið hefur fundað fjórum sinnum og er að leggja lokahönd á tillögu að þriggja ára stefnu og verkáætlun um afurðar- og markaðsmál skógræktar. Stefnan er byggð upp með helstu markmiðum, leiðum að markmiðum, áætlun og verkv-ferlum og tímaplani. Stefnan er að fara í lokayfirlestur hjá teyminu og eftir það verður hún send á stjórn LSE og framkvæmdaráð Skógræktarinnar og síðan verður farið að vinna eftir henni.  


d.    Kolefnisnefnd. Samþykkt var tillaga á síðasta aðalfundi LSE þar sem skorað var á stjórn LSE að skoða að það að farið verið í mál við ríkið um eignarhald á kolefnisbindingu í skógum skógarbænda. Hilmar Gunnlaugsson lögfærðingur á austurlandi situr í kolefnisnefnd LSE og er að skoða þessi mál fyrir hönd skógarbænda. Málið rætt og talað um að skógarbændur geti selt kolefnisbindingu ef markaður er til. Framkvæmdastjóra LSE er falið að fá Þröst og Arnór inn á næsta stjórnarfund til að ræða þessi mál. 


2.    Tillögur fyrir aðalfund LSE 2017.

Á næsta stjórnarfundi verða afgreiddar tillögur sem eiga að fara fyrir aðalfund.


 

3.    Ráðningasamningur


4.    Fundur með fulltrúa ráðherra og ráðuneytis UAR. 


5.    Loftlagsvænni landbúnaður

/ kynning á stöðu mála og samningur við 


6.    Fræðslumál.


a.    Leiðsögn í skógum / kynning. Framkvæmdastjóri kynnt fyrirhugað námsekið í leiðsögn í skógum sem getur veri leið fyrir skógarbædnur til að skapa sér vinnu í eigin skógi. Námskeiðin verða á vegum LBHÍ og Skógræktarinnar. Ólafur Oddsson 


b.    Leshópar / sýning /kynning. Framkvæmdastjóri kynnti leshóp og ferð á Elmía wood og möguleika á að stjórn LSE og formenn aðildarfélaganna á að heimsækja féag skógareigenda í Svíþjóð, skógarþjónustuaðila og plöntuframekiðanda og fl í Síþjóð næsta vor. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið frekar og kynna fyrir stjórn.

 

c.    Fyrirhuguð ferð til Svíþjóð með áherslu á fræðslu og ráðgjöf   til skógareigenda / kynning. Samþykkt var að senda tvo fulltrúa og LSE greiðir útlagðan kostnað og á móti miðli af reynslu sinni og efni í blaðið og heimasíðu.
 

7.    Önnur mál. 


Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 13.55
Hér eftir höfum við súkkulaðirúsínur á fundum 

115 stjórnarfundur LSE

haldinn 29. ágúst 2017 í Bændahöllinni, Betri stofunni og hefst kl. 10,30

 

.

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson formaður, Hraundís Guðmundsdóttir, María E. Ingvadóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir 
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

1.    Tillögur frá síðasta aðalfundi.


a.    Tillögur frá síðasta aðalfundi /staðan 
Tillaga nr. 3 um að skora á Skógrækina að heimila að skógarbændur geti nýtt jólatré úr reitum sínum án þess að það hafi áhrif á framlög við umhirðu. Tillögunni var vísað til stjórnar. 
Tillaga nr. 5. Um hvort aðalfundur LSE verði fulltrúaráðsfundur ???? málið rætt hvort það ætti að kjósa fulltrúa á fundinn frá hverju félagi. Það er skoðun okkar að fundurinn verði virkari samþykkt var að málið verið skoðað nánar
Tilaga nr. 11 þar sem stjórn var falið að semja um meiri áherslu á umhirðu skógar á milli plöntunar og lokahöggs. Málin rædd og ýmis sjónarmið, margir skógar er það stórir að skógarbændur ráða ekki við umhirðuna og það þarf að leita til verktaka til verkefnisins. Stjórn LSE getur knúið á að skógræktin vinni umhirðuáætlunar fyrir alla skógarbændur.  skoða það að sett verði farm tillaga á aðalfundi um gerð umhirðuáætlunar. 
Tillaga nr. 13. Um viðukenningu á eignarhaldi kolefnis. Áttum samtal við Hilmar Gunnlaugsson þar sem rætt var um að tæki þetta sem verkefni í námi sem hann er í. Hann sendi á okkur drög að samningi sem lagður var fram á fundi stjórnar ... og hefur ekki gerst neitt meira í þessum málum. Málin rædd og skiptar skoðanir á þessu máli. Stjórn LSE er sammála því að LSE er ekki að fara í prófmál varaðndi eignarhald á kolefni. Senda þarf svar til kolefnisnefndar
Tillaga nr. 14. Þar sem skoðar var á stjórn LSE að kalla saman samráðs fulltrúa hagsmunaaðila tengda landnýtingu. Við lögðum til að Ari Trausti yfði fenginn á ársfund landbúnaðarins til að fjalla um landnýtingu síðan erum við búin að vera í sambandi við BÍ en ekki vannst tími í vorn og svo ætluðum við að reyna núna en öll orka fer í sauðfjárbændur og er stefnan að reyna þetta í náovember. 
b.    Reglur um verðmat skóga. Kynning. Skipaðir voru tveir fulltrúar frá LSE, Hrefna Jóhannesdóttir og Lárus Heiðarsson og einn fulltrúi frá Skógræktinni, Hallgrímur Indriðason. Nefndin hefur fundað nokkrum sinnum og skoðað málið frá ýmsum hliðum, fengið upplýsingar frá nágrannalöndum og skila til LSE einni skýrslu umstöðuna .... Niðurstaða var að heppilegast væri á fá nemanda til að vinna þetta sem nemendaverkefni. Haft var samband við Bjarna Diðrik Sigurðsson sem auglýsit eftir nemanda. Einn gaf sig fram sem er með MS í viðskipta og hagfræði og MS ritgerðin hans fjallaði um verðmat á nýsköpunarfyrirtækjun. 
c.    Breytt hlutverk LSE í nýju umhverfi. Kynning María sagði frá vinnu nefndarinnar og lagði fram drög af stefnu og hlutverk LSE. Stjórn hvatti nefndina til að hittast og kallar eftir sameiginleri tillögu frá nefndinni. 


2.    Teymi um úrvinnslu og markaðsmál skógarafurða.


3.    Aðalfundur LSE

 

Undirbúningur er í fullum gangi komnar tölur í gistingu og annan kostnað. Ekki verður farið í skógargöngur heldur verður farið í fræðslugöngu um staðinn sem hefur mikla sögu. 
a.    20 ára afmæli LSE. 


4.    Málþing fyrir aðalfund.

Áhugi er fyrir því að ræða um umhirðu skógarins og fá erindi frá UAR um hvernig þau sjái fyrir sér skógrækt nú og í framtíðinni og hvort þau hafi trú á skógrækt sem hægt sé að byggja á til framtíðar. Leitað hefur verið efti erindi frá Lárusi Heiðarsyni og Arnlín Ólafsdóttur til að fjalla um umhirðu og send hefur verið inn fyrirspurn til ráðuneytisins um hvort þeir sendi fulltrúa á málþingið til að fjalla um sýn ráðuneytisins. Hver er tilgangur skógarins hvað sjáið þið fyrir sér með skógrækt 


5.    Tillögur fyrir næsta aðalfund


a.    Félagsgjöld til LSE Samþykkt að lögð verði fram tillaga um óbreytt félagsgjöld fyrir árið 2018
b.    Fjárhagsáætlun 2018 
c.    Tillögur frá nefndum 
d.    Tillögur frá FsA eru komnar, engar koma frá FsVestfj, önnur félög senda inn mjög fljótlega


6.    Fjárhagur LSE


a.    Rætt var um möguleika á að félögin gæti sótt um styrk til LSE vegna afurðarmála. Félag skógareigenda á Suðurlandi stefnir á að sækja um vegna vinnu við afurðarmiðstöð. Ferlið þarf að vera svipað og hjá FL og LSE býr til reglur um.


7.    Starfsmannamál.

Framkvæmdastjóri hefur sagt upp störfum 1. ágúst og hún hættir störfum 1. nóvember. Stjórn LSE samþykkir að auglýsa starfið og gera kröfur um tölvukunnáttu, hafi góð tök á íslenskri tungu, menntun og reynslu sem nýtist í starfinu einnig reynslu af rekstri. Hafa mikla samskiptahæfni, gott vald á Íslensku, ensku og  einu norðurlandamáli.  
Auglýsing send út 1 september umsóknarfrestur rennur út 15 sept boðað verður til stjórnarfundar þann 22 sept til að fara yfir umsóknir. Starfshlutfall verður 80 % og senda á umsóknir á netfangið joibreidi@gmail.com og í bréfpósti á Austurveg 1-3. 800 Selfoss.
Nánari upplýsingar veitri Jóhann Gísli Jóhannsson 893-9775 


8.    Önnur mál

Hraundís sagði frá ferð sem hún fót til Svíþjóðar og lagði til að ferðin verði kynnt nánar á aðalfundinum nú í haust. Skoðað var skógrætk og úrvinnsla í smáum stíl í Svíþjóð. 
Hraundís sagði frá fundi samtaka skógareigenda sem verður haldinn í Danmörk í septembermánuði. Hraundísi var falið að kanna möguleika fyrir LSE að ganga inn í samtökin og sækja þessa fundi. Senda upplýsingarnar til stjórnar.
LSE hafnar að senda fulltrúa LSE á alþjóðalega jólatrjáaráðstefnu á Akureyri þann 4-8 sept.
Jóhann Gísli nefndi 


Ekki fleira gert og fundi slitið 

116. stjórnarfundur

LSE haldinn í BÍ þriðjudaginn 5. desember 2017 og hófst kl 9.00

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, María E. Ingvadóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Naomi Bos og Hrönn Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Formaður bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og fundargesti velkomna á fundinn og gekk síðan til dagskrár.

 

1 Aðalfundargerð:

Fundargerð aðalfundar var samþykkt og framkvæmdastjóra falið að senda fundargerðina á formenn aðildarfélaganna og setja inn á heimasíðu LSE. Framkvæmdastjóra falið að senda á félagsmenn að aðalfundargerð sé komin inn og einnig þegar verið er að setja inn fréttir til að auka notkun síðunnar.

2 Tillögur frá aðalfundi afgreiðsla:

Farið var yfir tillögur frá aðalfundi LSE og þeim vísað í farveg. Þær tillögur sem vísað er á Skógræktina verða teknar fyrir á samráðsfundi Skógræktarinnar og LSE þann 6. desember.

 

3 Stjórnar og nefndarlaun:

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar yfirlit á stjórnar- og nefndarlaunum og yfirlit yfir dagpeninga fyrir árið 2017. Búið er að greiða hluta af kostnaðinum og restin verður greidd fyrir áramót.

 

4 Styrkumsóknir aðildarfélaganna:

Lögð var fram umsókn um styrk upp á 2 millj. króna vegna undirbúning afurðarstöðvar á Suðurlandi. María kynnti stöðu verkefnisins. Búið er að kynna verkefnið fyrir skógarbændum á Suðurlandi. Verkefnið lítur vel út og áætlanir sýna að verkefnið geti skilað arði. Stjórn LSE samþykkti að veita félaginu styrkinn og verður hann greiddur í tvennu lagi 1 miljón fyrir áramót og 1 miljón þegar fjármagnið kemur frá ríkinu eftir áramót. María sendir á stjórn úrdrátt úr skýrslu sem unnin var fyrir verkefnið. (Hér þyrfti að vísa til samþykktar stjórnar LSE sem gekk út á að styrkja landshlutafélögin í undirbúning afurðarstöðva.)

  Félag skógarbænda á Austurlandi sækir um styrk er varðar ráðgjöf til að tryggja réttindi skógarbænda í nýjum skógræktarlögum

....Framkvæmdastjóra falið að fá nánari skýringu á umsókninni og senda á stjórn LSE. Málinu frestað til næsta fundar.

5 Samráðsfundur:

Farið yfir tillögu Skógræktarinnar um nýjar girðingarreglur fyrir skógarbændur. Samþykkt að ræða ákveðna þætti reglugerðarinnar eins og greiðslu fyrir girðinguna og hver er ábyrgð skógareigandans er varðar aðgang fólks að skógræktarsvæðinu. Hver er ábyrgur ef viðkomandi slasast. Málið tekið fyrir á samráðsfundinum. Einnig var samþykkt að ræða uppgjör til bænda sem hafa dregist úr hófi.

6 Önnur mál

a.    Lagt var til að taka fyrir á næsta stjórnarfundi málefni kolefnisnefndar, tilgang nefndarinnar og hlutverk hennar. 

​b.    Lagt var fram erindi frá starfshópi um brunavarnir í skógrækt þess efnis hvor LSE hafi áhuga á að koma að hönnun og útgáfu á bæklingi og veggspjaldi sem verið er  að vinna að um eldvarnir í gróðri, leiðbeininar um fyrstu aðgerðir gegn eldi í gróðri ásamt ítarefni fyrir þá sem eru að vinna skógræktaráætlanir. Mun þetta vera tilbúið næsta vor. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tvær milljónir króan. 
Stjórnin tekur vel í erindið og er tilbúin að vera með. Upphæð verður ákveðin á næsta fundi eða þegar aðrir styrkir verða á hreinu. LSE er tilbúin að dreifa bæklingnum til skógarbænda.
c.    Næsti fundur ????    

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 12:40.

2017-F 112
2017-F 113
2017-F 114
2017-F 115
2017-F 116

2018

117. stjórnarfundur

 


haldinn í Bændahöllinni 17. jan 2018. Kl 10.00

 

Mætt voru:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður,

María Elínborg Ingvadóttir,

Hraundís Guðmundsdóttir,

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir,

Sighvatur Jón Þórarinsson (í fjarfundabúnaði frá Höfða, Vestfjörðum, Skype),

Hrönn Guðmundsdóttir (yfirgaf fundinn í hádeginu)

Hlynur Gauti Sigurðsson ritaði fundargerð.

 

Starfsmannamála.

a. Breytingar á prókúru frá fráfarandi framkvæmdastjóra, Hrönn Guðmundsóttur, til nýs framkvæmdastjóra, Hlyns Gauta Sigurðssonar. Allir samþykkir. Hrönn og Hlynur ganga frá því.

b. Símamál. Nýr framkvæmdastjóri sækir um nýtt símanúmer hjá Símanum. Fráfarandi framkvæmdastjóri heldur gamla númerinu. Hrönn fer í málið.

c. Tölvumál. Nýr framkvæmdastjóri (Hlynur) mun notast við aðra tölvu en þá sem LSE hefur til eigna.

d. Skrifstofuaðstaða. Í Bændahöllinni er ekki laust sem stendur, en þar er æskilegasti kostur fyrir skrifstofu. Hlynur ætlar að leita að öðru skrifstofuhúsnæði til bráðabirgða.

e. Akstur og dagpeningar. - Akstur. Jóhann ætlar að kanna taxta hjá bílaleigum og gera samning ef hentar. Notkun eftir þörfum. Akstur á Selfoss á „aðlögunartíma“ framkvæmdastjóra verður samið um milli Jóa og Hlyns á eftir. - Ýmist verða greiddir dagpeningar eða greiddir reikningar. Ákveðið hverju sinni. 

 

Fundarform

Hlynur leggur fram tæknivæddara fundarform. Hugmynd um að hver stjórnarmaður fái spjaldtölvu og að stjórnarfundir fari yfir í Skype fjarfundarbúnað eða annað álíka forrit. Með þessu sparast ferðakostnaður og af verður væntanlega tímasparnaður. Spjaldtölvan myndi einnig nýtast sem skjalageymsla fyrir stjórnarmann. Fundir með hefðbundnu sniði yrðu þó ekki lagðir af, heldur væri þetta viðbót og val stjórnar hverju sinni. Niðurstaða: Hlynur athugar með kaup á spjaldtölvum, forritum og leyfi.

Heimasíðan skogarbondi.is

a. Kanna eignarhald á léninu skogarbondi.is. Hraundís segir lénið vera á okkar nafni. Sjá betur á þessari heimasíðu og skrá inn skogarbondi.is. https://www.isnic.is

b. Hlynur kynnti gróflega eplica hjá Hugsmiðjunni og fór yfir mögulega hýsingu á heimasíðu LSE (skogarbondi.is) hjá þeim. Það er ekki tímabært að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti, kannski síðar. Áfram verður stuðst við VIX hýsinguna.

c. Hlynur fór yfir helstu breytingar, sem þegar eru sýnilegar á vefsíðunni, sem og það sem koma skal. Öllum leist vel á og heldur hann áfram þeirri vinnu.


Drög að girðingareglum Skógræktarinnar

Skógræktin lagði fram nýjar girðingareglur. LSE hefur þær til umsagnar og boðið að gera athugasemdir við þær á næsta samráðsfundi með Skógræktinni. Drög Skógræktarinnar hafa verið send formönnum aðildarfélaganna til umsagnar.

Bergþóra, formaður á Vesturlandi, svaraði fyrir fund:Tillögur girðingareglna: Miðað við allt of lágt fjárframlag til skógræktar líst okkur ágætlega á tillögur Skógræktarinnar.Plöntuúthlutun til skógarbænda hefur í mörg ár verið langt undir áætlunum og því margir hektarar girtir og tilbúnir til gróðursetninga.Okkur þykir því mikilvægt að nýta þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í girðingar og setja í forgang að gróðursetja innan þeirra.Það er gleðilegt að umsóknum um nýskógrækt fjölgi en miðað við stöðu mála finnst okkur eðlilegt að nýir aðilar, þurfi líka að bíða eftir að fá fullgreitt fyrir girðingarnar.Mikilvægast er að finna leiðir til að nýta fjármagnið sem best. Í framhaldinu voru tvær tillögur ræddar á fundinum.

Tillaga 1: Efniskostnaður, (ekki vinna) við girðingu er greiddur að fullu eftir að girðing er komin upp en vinnuliðurinn greiddur í áföngum eftir framvindu gróðursetningar, miðað við hektara.

Tillaga 2: Allur kostnaður er greiddur út þegar girðingin er komin upp. Það myndi væntanlega þýða að skemmri tíma tæki að fullgróðursetja innan þegar uppsettra girðinga og er það bæði gott fyrir slit/endingartíma á girðingu og fyrir skógrækt hverrar jarðar. Að sama skapi yrðu þeir sem ekki eiga afgirt land, að bíða lengur.Eins og fram kemur í athugasemd formannsins á Vesturlandi, er það hins vegar tilgangslaust að verja stórum fjárhæðum í að girða af land, sem ekki verður hægt að gróðursetja í, fyrr en meira fjármagn fæst til trjáplöntukaupa.

 

Bókhald

Bókhaldsþjónusta LSE er keypt af KPMG. KPMG hefur unnið vel fyrir félagið, en verðmiðinn hefur þótt full hár. Hlynur og María vinna í málinu, sem verður rætt á næsta fundi. Önnur mál

Finnlandsferð

Jötunvélar bjóða upp á ferð til Finnlands fyrir 30 manns til að skoða skógartæki. Skógarbændur eru hvattir sérstaklega til að fara.


Ógreidd framlög vegna framkvæmda

Skógræktin hefur enn ekki greitt nokkur framlög til skógarbænda á Vesturlandi og Suðurlandi.Stjórn LSE lítur þetta alvarlegum augum og telur algjörlega óásættanlegt. Jóhann og Hlynur ætla á fund skógræktarstjóra og fara yfir málið. Einnig ætlar Hlynur að skrifa frétt um þetta á heimasíðu LSE. Þetta er forkastanlegt.

Kennsla í grunnskólum

Áhugi er á að efla skógarkunnáttu landsmanna á öllum aldursskeiðum. Vilji er meðal LSE stjórnar að vinna með Ólafi Oddssyni hjá Skógræktinni að því efla þetta enn frekar.


Erindi Félags skógarbænda á Austurlandi

Umsókn um styrk vegna:

- Vinna við athugasemd við drög að skógræktarlögum

- Áhersla skógarbænda á Austurlandi Formaður Félags skógarbænda á Austurlandi sækir um styrk til LSE vegna útlagðrar vinnu og kostnaðar Félags skógarbænda á Austurlandi, við gerð athugasemdar við frumvarp um ný skógræktarlög.

   Stjórn LSE sendir inn athugasemdir og umsagnir við frumvörp er tengjast hagsmunum skógarbænda og fagnar því, þegar félögin gera það einnig, það sýnir styrk og samstöðu skógarbænda. Þegar félögin hafa sent inn athugasemdir og umsagnir, hafa stjórnir félaganna unnið það verk. Stjórn LSE sér hvorki ástæðu til, né möguleika á að kosta þau verkefni sem stjórnirnar vinna í þágu síns félags. Það sama má segja um önnur verk félaganna, þar sem sjónarmiðum skógarbænda er komið á framfæri, til dæmis með fundum og skrifum, bæði við ráðamenn og almenning.Stjórn LSE telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðni Félags skógarbænda á Austurlandi.

 

Fyrirspurn um styrki

Sigrún spyr út í styrkjafyrirkomulag vegna úrvinnslu skógarafurða, en það er sérstakt átaksverkefni í skógrækt.

 

Formannafundur

Lagt er til að fundur formanna aðildarfélagana með stjórn og framkvæmdastjóra LSE, verði miðvikudaginn 7. febrúar í Bændahöllinni kl. 11:00 (eða 12. janúar)

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 16:00

Það var farið að snjóa.

118. stjórnarfundur  

haldinn í Bændahöllinni 12. feb 2018

 

Fundarmenn:

Bergþóra Jónsdóttir, FsV

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE.

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari

Hraundís Guðmundsdóttir, LSE

María E. Ingvadóttir, LSE/FsS,

Maríanna Jóhannsdóttir, FsA

Sighvatur Jón Þórarinnsson, LSE/FsVf

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, LSE

Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir, FsN

 

Fundur hófst kl 11:15

 

Dagskrá

 

Girðingamál........................... 1

Skógarfang- Ársyfirlit 2017.... 1

Landbúnaðarsýning 12-14 okt..1

Líf í lundi.________________ 1

Viðarmagnsúttekt.............. 2

Jóatrjáaræktun................... 2

Sveitafélögin 70................... 2

Heimasíða........................... 2

Verktakaekla........................ 2

Taxtar 2018........................... 2

Grænni skógar...................... 2

Við skógareigendur............. 2

Önnur mál............................ 2

1.        Bergþóra, Námskeiðhald............ 2

2.        Maríanna, skógarbændaferð................. 2

Viðbrögð við einstök mál fundarins að fundi loknum.............. 3

 

 

Girðingamál

LSE leggur til að allur girðingakostnaður verði greiddur af Skógræktinni þegar girðingin er uppsett (vinnuliður og efniskostnaður). Viðhaldskostnaður er einnig greiddur og tekið tillit til álags. Áhersla skal lögð á að flýta gróðursetningu á þeim jörðum sem hafa eldri samninga. Þegar ekki er lengur not fyrir girðingu ber landeigandi ábyrgð á því að fjarlægja hana?

 

Sighvati og Hlyni er falið að ganga frá tillögu að athugasemdum til Skógræktarinnar miðað við umræður á fundinum og þeim komið á framfæri fyrir samráðsfund LSE og Skógaræktarinnar sem verður 7. mars nk.

 

Skógarfang- Ársyfirlit 2017

Skýrsla Skógarfangs 2017 kynnt.

 

 

Landbúnaðarsýning 12-14 okt.

LSE ætlar að vera með kynningu á sýningunni. Þeir sem ætla að taka þátt taki þátt í kostnaði. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

 

 

Líf í lundi

„Líf í lundi“ er fyrirbæri sem var búið til í forystu Skógræktarfélags Íslands. Hugmyndin er að efla skógarviðburði vítt og breitt um landið með sameiginlegri auglýsingaherferð og utanumhald. Jóhann fór yfir málin. Skömmu fyrir fund hafði hann hitt Brynjólf Jónsson framkvæmdastjóra SÍ og þar hafi verið ákveðið að athuga frekara samstarf. Hlynur verðu tengiliður LSE og mun mæta á fundi vegna þessa. LSE vill halda þessu á lífi.

 

Viðarmagnsúttekt

LSE og Skógræktin sóttu um styrk til Framleiðnisjóðs Landbúnaðarins um viðarmagnsúttekt á Landsvísu.

LSE leggur til að Skógrætin kynni sér af alvöru LiDAR tækni og mælingar í skógum landsins við viðarmagnsúttektir.

 

Jóatrjáaræktun

Á fundi Skógarfangs 8.febrúar var farið yfir mál jólatrjáaræktunar. Þar var lagt til að skipuð yrði nefnd til að fara yfir þessi mál.

Formenn félaganna taka vel í þessa tillögu og munu leggja til einn mann hvert í jólatrjáanefnd. Nefndinni er ætlað að vinna hugmyndavinnu og kanni markaðsmálin en Skógræktin sæi um fagleg ráð

 

 

Sveitafélögin 70

Umsóknir til skógaræktar eru misjafnlega afgreiddar meðal sveitafélaga. Hlynur skal hafa samband við lögmann hjá BÍ varðandi hver skal greiða fyrir t.d fornleifaskráningu, lög o.þ.h.

 

 

Heimasíða

Hlynur kynnti nefndarmenn fyrir bótum á skogarbondi.is. Einnig bað hann um myndir af stjórnarmeðlimum, fundargerðir og félagalista til að setja á netið.

 

 

Verktakaekla

Vinnuöryggi. Nauðsynlegt er að að Skógræktin skipuleggi vinnu verktaka þannig að verktakar viti hvaða verk eru framundan svo þeir geti skipulagt sig og mögulega aðlagað það annarri vinnu sem þeir vinna. Þetta á t.a.m. við um gróðursetningar, girðingar og grisjun. 

Lagt er til að verktakar fari á námsskeið svo rétt vinnubrögð séu viðhöfð við gróðursetnu.

 

Taxtar 2018

Minnt var á að samráðsfundur LSE og Skógræktarinnar verður 7. Mars kl 13:00 á Mógilsá.

 

 

Grænni skógar

Vekja má athygli á Grænni skóga námskeiðum meðal félagsmanna. Grænni Skógar III námsröðin er í býgerð.

 

 

Við skógareigendur

Rædd var hugmynd formanns á Aðalfundi LSE 2017 um að leggja af núverandi landshlutafyrirkomulag og vinna frekar með ritstjórn af öllu landinu. Á Aðalfundi var þó ekki tekin afstaða. Hlynur setur sig í samband við Lilju og kannar stöðuna.

 

 

Önnur mál

Bergþóra, Námskeiðhald

Grænni skógar ætti að vera skyldunám fyrir verðandi skógarbændur.

 

 

Maríanna, skógarbændaferð

Maríanna lagði til að skipulögð yrði fagferð fyrir skógarbændur út fyrir landsteinana.

Maríanna og Hraundís munu sjá um erlend samskipti.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 15.50

119. stjórnarfundur LSE

haldinn í Bændahöllinni 4. apríl 2018

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE

Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE

María E. Ingvadóttir, gjaldkeri LSE

Sighvatur Jón Þórarinsson, ritari LSE

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi LSE

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari

 

Fundur hófst kl 10:10

 

1. Yfirlit fyrri fundar

1.1. Girðingareglur, tillaga

Tillaga unnin af Sighvati og Hlyni og var send með tölvupósti á Sigríði Júlí Brynleifsdóttur, 6. mars 2018

 

Girðingareglur, tillaga unnin af Sighvati og Hlyni

 

Girðingareglur Skógræktarinnar

Athugasemdir LSE

 

Athugasemdir við tilteknar greinar :

3. grein: Taka þarf tillit til kostnaðar við mismunandi girðingar vegna mismunandi aðstæðna (mis erfið girðingarstæði).

Stofnkostnaður verði allur greiddur Þegar girðingin er uppsett og samþykktur. 

 

9.liður: Viðhaldsgjald ( 4% af stofnframlagi ) verði, að fullu, greitt frá öðru ári samnings, svo lengi sem talin er þörf á girðingunni vegna skógræktar og skógareigandi uppfylli að öðru leyti kröfur um friðun innan skógræktargirðingarinnar.  Gera ráð fyrir möguleikum á að styrkja bæði rafgirðingar og hefðbundnar net-/gaddavírs- girðingar.

 

Almennt um girðingareglurnar og girðingar:

Allur stofnkostnaður verði að fullu greiddur þegar girðingin er uppsett og samþykkt og viðhaldsgjald (4% af stofnframlagi) að fullu greitt frá öðru ári eftir samþykkt girðingarinnar og svo lengi sem talin er þörf á.

Þar sem girðingarstæði geta verið mis erfið og þar af leiðandi girðingar mis dýrar er eðlilegt að tekið verði tillit til þess við útreikninga á stofnframlagi til girðinga.  Á rýru landi og í fjalllendi henta rafgirðingar vel en í grasgefnu landi mun síður og jafnvel alls ekki.  Í girðingareglunum væri æskilegt að möguleiki væri á stofnframlagi til mismunandi girðinga vegna mismunandi aðstæðna eins og að framan er getið.

LSE  vill leggja áherslu á að þar sem girðingar eru komnar /þegar girðingar eru komnar, verði veitt fjármunum til gróðursetningar innan þeirra samkvæmt áætlun svo ekki dragist úr hófi að ljúka gróðursetningu innan þeirra.  Þar sem fjármagn er takmarkað teljum við að gróðursetning innan girðinga samningsjarða sem þegar eru komnar hafi forgang.

 

1.2. Landbúnaðarsýning

Bás á sýningunni hefur verið fenginn. Hann verður 18 fermetrar. (sjá nánar í lið 2.8)

 

1.3. Líf í lundi

Enginn fundur hefur verið boðaður enn.

 

1.4. Viðarmangsúttekt

Framleiðnisjóður hafnaði umsókn.

 

1.5. Fornleifaskráning, kostnaður

Fyrirspurn var send á lögmann Bændasamtaka Íslands.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

2.1. Fundað með þingnefndum

Málafylgjuteymi (í daglegu tali kallað „lobbý-teymi“) er skipað fulltrúum hjá Skógræktinni, Landssamtökum skógareigenda og Skógræktarfélagi Íslands. Fjögur voru í forsvari út á við, það voru: Hreinn Óskarsson og Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir, Jónatan Garðarsson og Hlynur Gauti Sigurðsson. Þau hafa fundað með umhverfis- og auðlindaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Þau fengu góðar viðtökur og skilningur var sýndur málaflutningi þeirra um fjórföldun skógræktar. Auk þess var fundað með umhverfisnefnd Alþingis á Mógilsá þar sem fulltrúar LSE voru Hlynur og Hraundís.

2.2. Hádegisfundur, Alþjóðadagur skóga 2018

Hádegisfundur, sem var í boði skógargeirans, var haldinn á Alþjóðadegi skóga, 21.apríl. þar sem þingmönnum var boðið að koma.

2.3. Spjaldtölva

Á stjórnarfundi 117 var framkvæmdastjóra falið að leita tilboða í spjaldtölvur (iPad), ætlaðar stjórnarmönnum. Ákveðið var að gera ekkert frekar.

2.3. Finnland

Hlynur og Jóhann Gísli fóru til Finnlands í ferð Jötunvéla. Verið er að vinna myndband um ferðina.

2.4. FB- keypti BOOST

Hlynur tók sér leyfi til að auglýsa viðburði á Facebook. Ódýrasta auglýsingin er um 700 kr. (u.þ.b. 100 kr. á dag í eina viku) Nú þegar er búið að auglýsa fyrir 1.700 + 895= 2.595 kr. ísl.

 

2.5. Styrkumsókn LBHI, Búfjárræktarferð

Þann 21. febrúar fékk Hlynur fyrirspurn hvort LSE vildi styrkja nemendur Landbúnaðarháskólans í búfjárræktarferð, sem átti að fara stuttu síðar. Hlynur afgreiddi málið í flýti og veitti ekki styrk.

Fyrirspurnir af þessu tagi verða að berast með lengri fyrirvara og ef styrkur er samþykktur fer LSE fram á að heimsótt verði skógræktarjörð í ferðinni.

 

2.6. Hlynur til Brussel 18.maí  (gjöf)

Fyrirhugaður er fundur Hlyns með Evrópusamböndum skógareigenda í maí. Gjöf frá LSE verður veitt.

 

2.7. Skrifstofan í Bændahöll

LSE hefur fengið skrifstofu fyrir framkvæmdastjóra í bændahöllinni.

 

2.8. Landbúnaðarsýning

Næstu skref þarf að ákveða með stjórnum aðildarfélaganna. Finna þarf félagsmenn sem vilja koma að sýningunni og með hvaða hætti.

 

2.9. Búnaðarþing, tillagan

Á Bændaþingi var lögð fram tillaga. Hún hljóðar svo...

Skógrækt til framtíðar

Markmið:

Að Ísland verði sjálfbært um timbur, og skógrækt verði stöndug atvinnugrein sem stuðli að eflingu alls landbúnaðar. Skógrækt er árangursrík leið til bindingar kolefnis úr andrúmsloftinu.

Leiðir:

Nýta má fjármagn strax í dag t.d. við undirbúning lands, umhirðu skóga og skipulagningu. Með fjórfaldri aukningu fjármagns til skógræktar er hægt að koma til móts við alþjóðlega loftslagssamninga, efla atvinnu og styrkja búsetu á landsbyggðinni og verða sjálfbær um viðarframleiðslu.

Framgangur:

Bændasamtök Íslands (BÍ), ásamt Landssamtökum skógareigenda (LSE), hefji viðræður við landbúnaðarráðherra um að stórauka skógrækt á lögbýlum á Íslandi.

  Ingvar Björnsson, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, Guðrún Gauksdóttir, Hávar Sigtryggsson, Jóhann Gísli Jóhannsson                                  

3. Viðarmagnsúttekt á landsvísu

LSE hefur fengið vilyrði fyrir styrk að upphæð 1,5 milljón kr. frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti fyrir verkefnið „Viðarmagnsúttekt á landsvísu“. Formanni og framkvæmdastjóra var falið að koma með tillögu um ráðstöfun þessa styrks fyrir næsta stjórnarfund.

4. Brunamál og Skógarfang

Björn B. Jónsson kemur inn á fund kl 11:00

 

4.1. Brunamál

Óskað er eftir 250.000 kr. styrk til prentunar á brunavarnarbæklingi. LSE fær 1200 bæklinga.

Samþykkt samhljóða.

 

4.2. Skógarfang

Björn gerði grein fyrir starfi vinnuhópsins.

 

 

12:05 hádegishlé

12:37 hefst fundur aftur

5. Eldri fundargerðir, birtingarmynd

Málefni fundarins og afgreiðsla mála, eru rituð í fundargerð. Eftir samþykkt fundarmanna verður fundargerð aðgengilegar á heimasíðu.

6. Jólatrjáanefnd, minnisblað

Nefnd, sem skipuð var eftir stjórnarfund 118, hefur skilað af sér minnisblaði. Þar stendur, meðal annars, að tímabundinn stuðningur við verkefni til jólatrjáaræktunar gæti tryggt búgreinina til framtíðar. Ekkert var ákveðið frekar.

7. Við Skógareigendur

Stofnuð verður ritnefnd skipuð einum félagsmanni frá hverju félagi skógareigenda. Stjórnir félaganna skipa nefndarmenn.

8. Samráðsfundur í nóvember

Formenn félaganna verða beðnir að koma saman fyrir aðalfund LSE og ræða hugmyndafræðina á bak við samskipti félaganna og Skógræktarinnar.

9. Talnagögn LHV, SÍ-LSE-SR

Beiðni kom frá Sigríði Júlíu Brynjólfsdóttur (Skógræktin),  Arnóri Snorrasyni (Sr.) og Einari Gunnarssyni (Skógræktarfélagi Íslands) um að hittast á Fagráðstefnu sem haldin verður í næstu viku á Akureyri. Hugmyndin var að stjórn LSE og formenn aðildarfélaganna myndu hittast stuttlega og ræða um öflun afurðatalna úr skógum landsins, þar með talið úr skógum skógarbænda. Tími var ekki ákveðinn en vilji var til að hittast.

10. Næsti fundur ákveðinn

Engin ákveðin dagsetning er fyrir næsta stjórnarfund annað en júnímánuður var nefndur.

 

 

Fundi slitið kl 15:00

2017-F 117
2018-F 118
2018-F 119
2018-F 120

120. stjórnarfundur LSE

haldinn í Bændahöllinni 6. júní 2018

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE

Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE

María E. Ingvadóttir, gjaldkeri LSE

Sighvatur Jón Þórarinsson, ritari LSE

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi LSE

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari

 

Fundur hófst kl 10:15

 

1. Landbúnaðarsýning

Hlynur hafði beðið Kolbrúnu Guðmundsdóttur, innanhússarkitekt, að sjá um útstillingu á bás LSE á sýningunni. Hún sat fundinn við þessa umræðu.

 

Hugmyndir og umræður:

 

Bekkir og borð: Setbekkjum yrði komið fyrir vítt og breitt um Laugardalshöllina, t.d. innan um aðra bása og við innganga. Bekkirnir yrðu að vera unnir úr viði frá skógarbændum og helst búnir til af þeim líka. Merkingar LSE og framleiðanda yrðu að vera nokkuð áberandi á þeim. Fang, framleiðir bekki eftir íslenskri hönnun en margar gerðir af bekkjum og borðum eru til um allt land. Annars vegar þyrfti að athuga hvaða smiðir hefðu áhuga á að sýna bekkina sína og hins vegar á hvaða básum væri vilji að hafa þá.

Skjáir: Hafa mætti „sjónvarps“skjá, eða skjái, þar sem myndband yrði látlaust í gangi sem sýndi ýmsa starfsemi meðal skógarbænda. Hlynur tekur að sér að útbúa myndböndin.

Veggklæðning: Panill frá Bjarka í Skógarafurðir eða skífur frá Guðmundi á Flúðum gætu þakið vegginn. Auk plöntubakka eða hvað eina.

Lófabæklingur: Hlynur hefur hafið hönnun á litlum bæklingi í umbroti ca. 5 cm. x 5 cm. þar sem eru myndir og stuttur texti af ávinningi af skógi í bland við annan landbúnað og fleira því tengt. Skógræktin og Bændasamtökin hafa sýnt þessu verkefni áhuga.

Súkkulaði: Ekki er vinalegt að stuðla að sykuráti í formi rjómasúkkulaðis þó svo að umbúðir kunni að vera úr skógarafurð (pappír). Tekið var fyrir hugmyndir með að gefa súkkulaði.

Fræðsluerindi: Hlynur hyggst halda stutt erindi á sýningunni um skógmælingar með LiDAR landupplýsingatækni í samvinnu við Svarmi- drónafyrirtæki.

Samvinna: Skógræktin hefur lýst yfir áhuga á samvinnu við undirbúning sýningarinnar. Það getur t.a.m. falið í sér mismunandi áherslur á hvað skal sýna. Stjórn leist ágætlega á.

Þátttakendur: Fáir skógarbændur hafa lýst yfir áhuga á þátttöku enn sem komið er enda lítið verið kallað eftir henni. Maríu og Hlyni falið að gera uppdrátt að bréfi sem formenn félaganna myndu koma áleiðis til félagsmanna.  Þar væru tilmæli:

-Þátttökugjald/aðgangseyrir yrði 10.000 kr.

-Sýningarsvæði hvers og eins tæki mið af þátttöku.

-Væntanlega yrðu tveir til þrír einstaklingar sem stæðu vaktina á sýningunni og að þeir yrðu allir að gera öllum afurðum jafnt undir höfði sem og kunna góð skil á starfi LSE.

Kostnaður: Þegar hefur verið greitt 10 % staðfestingargjald fyrir 18 fermetra sýningarsvæði að upphæð 43.850 kr. Ætla má að heildarkostnaður á verkefninu verði hátt í milljón krónur. Ekki hefur verið sótt eftir styrkjum.

 

2. Yfirlit fyrri fundar

2.1. Fundargerð 119 fundar.

Kvittað var upp á fundargerð síðasta fundar.

2.2. Girðingareglur, tillaga.

Engin skrifleg svör Skógræktarinnar hafa komið við tillögu að girðingareglum sem LSE skilaði fyrir samráðsfund í fyrra.

2.3. Viðarmagnsúttekt á landsvísu

Ætlunin er að nýta styrkinn frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu upp á 1,5 milljón til viðarmagnsúttektar. Landkönnunarfyrirtækið Svarmi (drone-myndatökur), Skógræktin og LSE eru í óformlegu samstarfi um skógmælingar með LiDAR tækni. Svarmi og Verkís hafa keypt tæki sem kemst vonandi í notkun í águst.

2.4. Gróðureldar

Bæklingurinn um gróðurelda er kominn út og hefur verið formlega kynntur. LSE hefur fengið 1200 bæklinga í hendur. Leitað verður til Skógræktarfélags Íslands um samvinnu við dreifingu þar sem (félagatöl) óþarfi þykir að senda marga bæklinga á sama heimilið þar sem sumir félagsmenn LSE eru einnig félagar í skógræktarfélögum.

2.5 Skógarfang

Skógarfang-teymið stefnir á að halda fund á Suðurlandi í ágúst og skoða afurðarmál.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

3.1 Facebook- BOOST

Námskeið í „Viðburðarstjórn í skógrækt“ á Norðurlandi fékk vikuauglýsingu á LSE-Facebook (700 kr.). Ekki varð af námskeiði.

3.2 Hlynur til Brussel 18.maí.

Nýverið fór Hlynur til Brussel og fór á fund með Laura Salo, skrifstofustjóra (office manager) og Hélène Koch, ráðgjafi (CEPF Policy Advisor). Tilgangur fundarins var að kynna sér starf þeirra og minna á okkur hjá LSE.

3.3 Fundur með landbúnaðarráðherra

Fyrir hádegi 9. maí. áttu Jóhann Gísli Jóhannsson, Hlynur Gauti Sigurðsson og Sigurður Eyþórsson (BÍ) fund með Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra og aðstoðarmanni hans, Rebekku Hilmarsdóttur. Fylgt var eftir ályktun sem var samþykkt á Búnaðarþingi 2018.

3.4 Fundur með fulltrúum umhverfisráðherra

Eftir hádegi 9. maí áttu Jóhann Gísli Jóhannsson og Hlynur Gauti Sigurðsson (LSE) fund með Birni Barkarsyni, sérfræðing hjá umhverfisráðuneytinu og Orra Páli Jóhannessyni, aðstoðarmanni umhverfisráðherra. Farið var yfir innspýtingu í jólatrjáarækt og enn brýnt á mikilvægi snemmgrisjunar og lagt til að aukið yrði fjármagn í hvoru tveggja. Nefnd var 120 milljón króna innspýtingu á landsvísu í snemmgrisjun sem þyrfti að koma inn á allra næstu árum ef illa á ekki að fara fyrir ungri auðlindinni. Kolefnismál komu til umræðu og umdeilt eignarhald á þeim. Minnst var á ágætt framtak í aðgerðum á kolefnislosun með uppfyllingu í skurði en bent á að það er mjög umdeilt meðal bænda auk þess sem ávinningur af skógrækt í framræstu landi er árangursríkari leið til að binda kolefni. Að síðustu var komið inn á hið ómögulega, þ.e. að fá samtal samtímis með ráðherrum umhverfis, landbúnaðar og mögulega nýsköpunar.

3.5 Fjárlaganefnd

Fjárlaganefnd boðaði Málafylgjuteymi skógaræktar á fund 16. maí. Aðal inntak fundarins var hvernig betur mætti gera skil á fjármagni frá ríki til skógræktar. Teymið lagði til að taka yrði sérstaklega fram þá fjármuni sem ætti að leggja til skógræktar, en ekki fella það undir umhverfismál. Auk þess benti teymið á hækkandi kolefnisverð á heimsmarkaði (þvert á spár) og umtalsvert meiri ávinning af kolefnisbindingu í asparskógi í Sandlækjarmýri en búist var við, saman ber síðasta erindi af Fagráðstefnu skógræktar á Akureyri fyrir nokkru.

Þann 3. júní kom opinbert nefndarálit.

...      5.      Lögð er áhersla á að forgangsraðað sé til skógræktarmála. Framlög til þeirra drógust mjög saman árin eftir bankahrunið en fjárfesting í þeim málaflokki styður við mörg markmið stjórnvalda í umhverfismálum.  ...

3.6 Markaðsmál Bændasamtakanna

Bændasamtök Íslands héldu fund 3. maí með aðildarfélögum BÍ. Viðbragðsáætlun (bæklingur) við fjölmiðlaáreiti var kynnt og hefur hún nýst vel þeim sem eru í forystu BÍ.     

                      

4. Taxtar

Heimasíða Skógræktarinnar liggur niðri og því eru taxtar, sem Skógræktin gaf út fyrir árið 2018, birtir og aðgengilegir á skogarbondi.is.

Á samráðsfundi, sem haldinn var á Mógilsá 7. mars 2018, skilaði LSE frá sér tillögum um taxta í skógrækt. Tekið var mark á þeim. Þó er ýmsu ósvarað. Skógræktinni verður boðið að halda erindi um taxtamálin á aðalfundi LSE í október. Einnig verður Skógræktinni boðið að halda erindi um árangur af sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefnanna sem varð að Skógræktinni árið 2017. Taxtamál verða einnig til umræðu á fyrirhuguðum samráðsfundi LSE og Skógræktarinnar í nóvember.

 

Hraundís víkur af fundi.

5. Aðalfundur 2018 á Hellu

Freyja Gunnarsdóttir hefur samþykkt að vera aðalritari eins og fyrri ár.

Fyrir fund hafði Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir boðið fram erindi frá Félagi kvenna í skógrækt á Norðurlöndum. Samhljómur var að þiggja það boð.

Hlyni er falið að kanna nafnspjöld og nafnspjaldavasa fyrir fundinn.

Upp kom sú hugmynd að breyta fyrirkomulagi stjórnarlauna þannig að laun verði ákveðin fyrir fram á aðalfundum en ekki eftir á eins og nú tíðkast. Einnig að útborgun launa verði tvisvar á árinu, t.d. 1. júní og 1. desember. 

6. Ársreikningur og yfirlit

Skrifað var undir Ársreikning 2017.

7. Austurbrú

Reikningur upp á 58.000 kr. barst LSE frá Austurbrú um endurnýjun á samstarfssamningi. Ákveðið var að rifta samstarfssamningnum við Austurbrú 2018. Samstarf hefur verið gott en þar sem engin augljós samstarfsverkefni eru í burðarliðnum er ekki talin þörf fyrir endurnýjun að svo stöddu.

8. Við skógareigendur

Á síðasta stjórnarfundi  var ákveðið að kalla til nýrrar ritnefndar skipuð einum frá hverjum landshluta. Komnir eru 3 í ritnefnd. Fulltrúi frá Norðurlandi er Helga Þórðardóttir, frá Vesturlandi er Sigurkarl Stefánsson og frá Vestfjörðum er Kristín Álfheiður Arnórsdóttir.

Ákveðið var að reyna nýja útgáfu á blaðinu „Við skógareigendur“ og verður það ekki gefið út í því broti sem það hefur verið hingað til. Þess í stað verður leitað samstarfs við Bændablaðið um að gefa það út sem „kálf“ í miðju blaðsins, sem yrði minnst 4 síður (4-8-12-16...). Vinna við auglýsingaöflun minnkar eða verður engin fyrir LSE. Dreifing blaðsins nær til fleiri. Mögulegt er að gefa út fleiri „kálfa“ yfir árið með stuttum fyrirvara. Auk „kálfsins“ má senda inn óháðar greinar í blaðið hvenær sem er.

9. Talnagögn frá skógarbændum

Hlynur og Arnór Snorrason hafa unnið að könnun fyrir skógareigendur. Tilgangurinn er að afla gagna um vinnuframlag við skógrækt í hinum ýmsu myndum. Arnóri er falið að safna þessum gögnum vegna Evrópsk utanumhalds. Könnunin er sett upp í Google-Form og verður svarað á netinu. Ákveðið var að leggja höfuð áherslu á að útvega gögn fyrir árið 2017 en viðbúið er að þær verði skeikular. Stefnt er að því að „vinnuframlag 2017“ opni 1. júlí og ljúki 1. ágúst. Vonandi verður önnur könnun, sem snýr að starfi LSE, opnuð 1. september og ljúki 1. okt. og niðurstöður gætu komið til birtingar á aðalfundi á Hellu.

Hlynur sýndi stjórninni drög af uppsetningu könnunarinnar.

10. Önnur mál

10.1 Aðalfundur FSVfj.

Fyrirhugað er að halda aðalfund Félags skógarbænda á Vestfjörðum 30. júní að Hesti í Hestfirði.

10.2 Samstarf um jólatrjáaræktun í Evrópu

Erindi barst frá Else Möller um Evrópusamstarf í jólatrjáarækt. Að sinni var ákveðið var að vera ekki í samstarfi við Jólatrjáaræktendur í Evrópu (The Christmas Tree Grower Council of Europe, CTGCE). Hugsanlega, þegar jólatrjáaframleiðsla verður stærri búgrein, verður forsvaranlegt að vera hluti af CTGCE.

10.3. Kokteilpinnar

Á ráðstefnu um ábyrga matvælaframleiðslu sem var í Hörpu í gær hafði formaður Samtaka iðnaðarins á orði í lokaávarpi að ákall er eftir kokteilpinnum úr íslenskum viði. Stjórn tók þessari áskorun fagnandi og nú er bara vonandi að smávörur sem kokteilpinnar verði að stórum iðnaði á Íslandi.

 

Næsti stjórnarfundur fyrirhugaður um mánaðamótin ágúst/september.

121. stjórnarfundur LSE

Landssamtök skógareigenda (LSE)

Bændahöll, 6. ágúst 2018

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE                     Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE  

María E. Ingvadóttir, gjaldkeri LSE                               Sighvatur Jón Þórarinsson, ritari LSE

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi LSE    Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvstj. LSE/fundarritari

 

Fundur hófst kl. 10:15.

 

1. Yfirlit fyrri fundar

1.1 „Við skógareigendur“

Búið er að full skipa í nefnd undir nafninu „Við skógareigendur“. Hana sitja Heiðveig Agnes Helgadóttir af Austurlandi, Helga Þórðardóttir af Norðurlandi, Hildur María Hilmarsdóttir af Suðurlandi, Kristín Álfheiður Arnórsdóttir af Vestjörðum og Sigurkarl Stefánsson af Vesturlandi.

 

1.2 Talnagögn frá skógarbændum

Þann fyrsta júlí s.l. var lögð vef-könnunin „Tölur úr skóginum 2017“ undir skógarbændur. Hún var gerð í Google Form og var send á 500 tölvupóstnetföng sem skráð voru í grunni félagsmanna. Eftir að könnunin hafði staðið opin í tvo mánuði höfðu 60 svarað. Könnuninni verður nú lokað, unnið úr niðurstöðum og skilað til Arnórs Snorrasonar og Einars Gunnarssonar.

Tillaga kom um að næst mætti einnig gefa þetta út á blaði, en ekki eingöngu í google Form

 

1.3 Gróðureldabæklingur

Auglýsing hefur verið á heimasíðu LSE þar sem bændur geta sóst eftir að fá sendan til sín gróðureldabæklingi. Enginn hefur leitað eftir bæklingi. Reynt verður að koma honum út á næsta aðalfundi LSE.

Þörf á að vekja máls á umræðunni til Sveitafélaga og annarra hagsmunaaðila. Leita þyrfti til Brunabótafélags íslands um styrk til kynningar/dreifingar.  Jóhann ætlar ætlar að tala við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra á Egilsstöðum, varðandi þetta, en hann situr í stjórn Brunabótafélagsins.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

2.1 Tvær kannanir

Lagðar voru út tvær nýjar kannanir um síðast liðin mánaðamót. Þær bera heitin „Bragabót skógarbænda“ og „Þokkabór skógarbænda“ og eru afar ólíkar. Sú fyrri snýr um innri tengslum og ímynd LSE og mætti skilgreina sem „opna bók“. Sú síðari fjallar um afstöðu skógarbænda til ýmissa skógarmála og má útlista sem „lokuð bók“. Stefnt er á að birta niðurstöður á næsta aðalfundi  LSE.

Fundarmenn voru sammála um ágæti kannananna.

 

2.2 Skógarfang

Skógarfang fundaði á Suðurlandi 20. ágúst. Í teyminu hafa orðið mannabreytingar, Benjamín Örn Davíðsson hefur skipt út og í staðin kemur Johan Holst.

 

2.3 Nefnd um gæðatimbur

Vinna gengur vel og er búið að setja upp drög að áætlun. Gert er ráð fyrir að hitta sænska sendiherrann í næstu viku til að ræða samvinnu við Svíþjóð í staðlamálum og viðargæði yfirleitt.

 

2.4 Skjólbeltasög

Guðmundur Freyr Geirsson, skógarbóndi í Geirshlíð í Dölum, hefur flutt inn stórvaxna skjólbeltasög. Hlynur, ásamt starfsmönnum Skógræktarinnar, fór til að skoða tækið og virkni þess. Ætlunin er að gera myndband.

 

2.5 Verð á skógum

Halldór Eiríksson, nemi í skógfræði og viðskiptafræðingur, hitti Hlyn og fóru þeir yfir mögulega BS-ritgerð hans sem mun fjalla um verð á skógum.

 

2.6 Framtíð landbúnaðarins

Samvinnuverkefni undir yfirskriftinni „framtíð íslensk landbúnaðar“  var haldin í Bændahöllinni. Aðildarfélögum Bændasamtaka íslands var boðið að taka þátt. KPMG hélt utan um verkefnið. Um 100 manns tóku þátt og byggðist vinnan upp á að útfæra mögulegar sviðsmyndir sem geta komið upp á Íslandi. Formerkin voru frá miklum eða litlum afskiptum stjórnvalda að landbúnaði yfir í hátt eða lágt verðlag.

 

2.7 Skógrækt á Norðurlöndum

Framkvæmdastjóri fékk fundarboð frá Norræna skógarsambandinu. Fundurinn verður þann 10. september í Noregi. Hlynur afþakkaði boðið að þessu sinni.

3 Aðalfundur LSE 2018 á Suðurlandi

3.1  Skráning og dagskrá í opnu skjali

Utanumhald fyrir margt sem tengist aðalfundi og Landbúnaðarsýningu er aðgengilegt í skjali á vefnum undir Google-Sheets. Skjalið er hefðbundið töflureiknisskjal (excel). Það er opið stjórnarmönnum LSE og formönnum aðildarfélaganna, auk þess sem hótel Stracta hefur aðgang til að  skoða það.

 

3.2 Gullmerki

Rætt var um að veita tvö gullmerki LSE á komandi aðalfundi og heiðra fráfarandi stjórnarmenn, þau Maríu Elínborgu Ingvadóttur og Sighvat Jón Þórarinsson. Þrír af fimm stjórnarmönnum samþykkja.

 

3.3 Boðsbréf

Hefðbundið boðsbréf verður sent til eftirfarandi:

Umhverfisráðherra, Landbúnaðarráðherra, Atvinnuvegaráherra, Skógræktarstjóra, Landgræðslustjóra,

Formann Bændasamtakanna, Sveitastjóra Rangárþings ytra, Eddu Björnsdóttur -fyrrum formann LSE, Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, Forstöðumanns Garðyrkjuskólans á Reykjum, Formann skógræktarfélags Íslands.

 

3.4 Dagskrá

Fyrirhuguð dagskrá var rædd þó fátt hafi verið ákveðið.

4. Landbúnaðarsýning

4.1 Umsjón með básnum

Ákveðið var að Hlynur, María og Hraundís tækju að sér umsjón með básnum á Landbúnaðarsýningunni.

Hlynur tók að sér að gera fjárhagsáætlun landbúnaðarsýninguna.

 

4.2 Sýnendur

Þrír hafa formlega tilkynnt þátttöku sína, þau Hraundís Guðmundsdóttir, Magnús Þorsteinsson og Bjarki Már Jónsson. Væntanlega bætast fleiri í hópinn.

 

4.3 Fyrirlestrar

Hlynur og Tryggvi Stefánsson, eigandi Svarma, munu fjalla um framtíð skógarmælinga og fleira sem drónar og tæki framtíðarinnar geta nýst til í fyrirlestri sem þeir nefna „Skógræktarauðlindin -flug til framtíðar“.

 

4.4 Örfyrirlestrar á bás

María leggur fram hugmynd um að hægt væri að halda fyrirlestra sem tengjast skógargeiranum. Björn Steinar Blummenstein og Sóley Þráinsdóttir nefnd sem mögulegir fyrirlesarar. Hlynur kannar málið.

 

4.3 Skógræktin-bás

Fyrirhugað var að Skógræktin yrði með bás nærri bás LSE en nýleg breyttist það og verða básarnir nú töluvert frá hvor öðrum.

 

4.4 Video

Hlynur sér um video mál fyrir LSE og Skógræktina. Í báðum tilfellum er hugmyndin eins, þ.e. að rennsli myndbandanna byggi á mis löngum myndböndum sem geta hvert og eitt verið frá einni mínútu til tíu mínútna. Samanlagt rennsli er ekki vitað en líklega verður það mun lengra hjá Skógræktinni. Skógræktin ætlar að leigja 50 tommu skjá og leggur Hlynur til að LSE geri slíkt hið sama.

 

4.5 Lófabæklingur

Hlynur er í lokafrágangi við umbrot og mun leita tilboða í prentun í kjölfarið.

5. Beiðni um styrk

Björn Steinar Blummeinstein leitar til LSE um styrk. Hann hyggst leggja land undir fót og hefur verið í góðu sambandi við framkvæmdastjóra og Björn Bjarndal hjá Skógræktinni um framvindu þess. Hann ætlar að koma með vöru á markað á næsta Hönnunarmars. Styrkur hljóðar upp á 80.000 kr. Stjórn samþykkir beiðni um styrk. Jafnframt óskum við eftir honum til að halda erindi og kynna vöruþróun á Landbúnaðarráðstefnunni. Hlynur setur sig í samband við hann.

6. Önnur mál

6.1 Skrá þarf veitt gullmerki LSE á heimasíðu. Edda Björnsdóttir Miðhúsum, Anna Ragnarsdóttir Krithóli og Ásvaldur Magnússon, Tröð hafa verið sæmd þeim.

122. stjórnarfundur LSE

Landssamtök skógareigenda (LSE)

Bændahöll, 29. október 2018

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE                     Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE  

Naomi Désirée Bos, nýr stjórnarmaður                      Sigríður Hjartar, nýr stjórnarmaður

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi LSE    Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvstj. LSE/fundarritari

 

Fundur hófst kl. 10:20.

 

1.   Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Formaður býður nýja stjórnarliða velkomna.

2.   Verkaskipting stjórnar

Sigrún var kjörin gjaldkeri.

Sigríður var kjörin ritari.

Naomi var kjörin meðstjórnandi.

Hraundís verður áfram varaformaður.

Jóhann verður áfram formaður.

3.   Formannafundur

Formannafundur Bændasamtakanna er boðaður 22. nóvember. Sitjandi formaður, Jóhann, kemst ekki en í hans stað mun varaformaður mæta ásamt framkvæmdastjóra.

4.   Tillögur frá aðalfundi LSE, fyrri hluti

4.1 Nýskógrækt og sveitarfélög

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að samræma afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.”

 

LSE mun biðja um fund með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Funda þarf um mismunandi afgreiðslu sveitarfélaga við nýskógrækt annars vegar og aðgerða sveitafélaga til kolefnismála hins vegar.

4.2 Flutningur til Landbúnaðarráðuneytis

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur þunga áherslu á að bændaskógræktin verði færð frá Umhverfisráðuneyti til Landbúnaðarráðuneytis.”

 

Stjórn ætlar að skoða kosti og galla og setja upp sviðsmyndir. Skógrækt sem atvinnuvegur eða skógrækt til landbóta. Hver eru markmið LSE, heyra þau frekar undir Umhverfisráðuneyti eða Landbúnaðarráðuneyti? Hver voru lög landshlutaverkefnanna, hver voru markmiðin.  Framkvæmdastjóri setur sig inn í málið.

4.3 Fimmtán daga fyrirvari

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, skorar á stjórn LSE að senda út tölvupóst/póst 15 dögum fyrir aðalfund LSE ár hvert, yfirlit framkvæmda stjórnar á þeim málefnum sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi. Hafi ekki tekist að ljúka verkinu er beðið um stutta skýringu á stöðunni. Afgreiðslur mála verði aðgengilegar á heimasíðu.“

 

Framkvæmdastjóra falið að vinna undirbúningsgögn fyrir næsta aðalfund svo hægt sé að senda þau út a.m.k. 15 dögum fyrir fund.

4.2 Kostnaðarmat skógræktar

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, felur stjórn LSE að kostnaðarmeta skógrækt og einkum afurðir skógarins við lokahögg.”

 

Framkvæmdastjóri mun leita til Bjarna Diðriks hjá LBHI sem mögulegt nemandaverkefni.

4.3 Verklag við uppgjör

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, beinir því til stjórnar LSE að fara með Skógræktinni yfir það fyrirkomulag sem er við úttektir framkvæmda og fjárhagsuppgjör við bændur.”

 

Stjórn LSE tekur þetta fyrir á Samráðsfundi með Skógræktinni sem fer fram 29. nóv. nk.

Forsenda fyrir verktakavinnu er að réttlátt uppgjör. LSE leggur áherslu á að peningum sem ætlaðir eru til skógarbænda sé haldið sérstaklega til hliðar.

4.4  Girðingartillaga

Stjórn LSE mun hnykkja á tillögunni á samráðsfundi með Skógræktinni, sem er fyrirhugaður 29. nóv. á Mógilsá.

 

5.   Fyrirlestur um loftslagsmál

Gert var hlé á dagskrá og fylgst með fyrirlestri hjá Þresti Eysteinssyni á StarLEaf. Landgræðsla og skógrækt. Fjallað var um skógrækt, loftslagsmál og uggvænlegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar.

6.   Tillögur frá aðalfundi LSE, seinni hluti

6.1 Greiðsla fyrir grisjun

Stjórn LSE mun hnykkja á tillögunni á samráðsfundi með Skógræktinni, sem er fyrirhugaður 29. nóv. á Mógilsá.

6.2 Verkefnaflutningur frá Skógræktinni til LSE

Stjórn LSE vísar tillögu til aðildarfélagana til umfjöllunar. Skila þarf tillögu viku fyrir samráðsfund, sem er fyrirhugaður 29. nóv. á Mógilsá.

6.3 Tilgangur LSE og aðildarfélagana

Þetta mál vafðist mjög fyrir stjórn. Ákveðið var að búa til nefnd sem setur leikreglur þessa máls. Eftirfarandi voru tilnefnd: Hrefna Jóhannesdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Maríanna Jóhannesdóttir. Mælt verður með því að nefndin leiti til fagfólks og sérfræðinga í geiranum. Framkvæmdastjóri og stjórn LSE setur sig í samband við nefndina og vinnur drög að vinnureglum fyrir hana.

6.4 Kolefnismál

Stjórn LSE frestar málinu til næsta fundar.

6.5 Þinglýsing á bindingu kolefnis

Leiðbeiningarritið „Hver á kolefnisbindinguna?“ frá lögfræðingnum Hilmari Gunnlaugssyni verður birt á heimasíðu LSE.

6.6 Áherslutrjátegundir við kolefnisbindingu

Stjórn LSE mun hnykkja á tillögunni á samráðsfundi með Skógræktinni

 

7.   Síðasti stjórnarfundur

7.1 Styrkur til Blumenstein

Styrkur að upphæð 80.000 kr. var veittur Birni Steinari Blumeinstein. Unnið er að kortlagningu timburafurða um allt land.

7.2 Viðurkenningar

Greint hefur frá handhöfum viðurkenninga á heimasíðu. Hlynur ætlar að finna myndir af fólkinu til að hafa á heimasíðu.

7.3 Aðalfundur á Norðurlöndum

Framkvæmdastjóra var boðið að taka þátt í aðalfundi samtaka skógareigenda á Norðurlöndum sem fer fram í Stokkhólmi í september á næsta ári. Boðinu verður svarað er nær dregur.

7.4 Lófabæklingur

Lófabæklingur kom úr prentun fyrir Aðalfund LSE í byrjun október. Fyrsta prentun var 7500 eintök og tók Skógræktin og BÍ að sér að greiða fyrir samtals 5000 eintök. LSE greiddi það sem útaf stóð. Skógræktin fékk 1400 eintök til sín en BÍ vildi að LSE sæi um dreifingu sínum eintökum.

7.5 Myndbönd

Nokkur myndbönd hafa litið dagsins ljós frá síðasta fundi. Þau voru sýnd á Landbúnaðarsýningunni ásamt eldri myndböndum. Eitt myndbandið var kynningarmyndband um LSE.

8.   Landbúnaðarsýningin í Laugardalshöll

Landbúnaðarsýningin gekk vel. Bás LSE fékk lof fyrir aðlaðandi, flottan og líflegan bás.

Í sérútgefnu blaði vegna Landbúnaðarsýningar var birt teiknimyndasaga af sögu skóga á Íslandi.

Á bás LSE var lófabæklingnum dreift til gesta. Á bás BÍ og Skógræktarinnar var hann einnig í dreifingu. Ætla má að á milli 2500-3000 eintök hafi verið gefin alls. Fjöldi myndbanda var sýndur í síbylju á skjá á bás LSE.

Hlynur og Tryggvi hjá Svarma ehf. (drónar og kortlagning) héldu fyrirlestur. Tuttugu manns hlýddu á.

Talning sýningarhaldara segir að 80.000-100.000 gestir hafi mætt á sýninguna. LSE hefur greitt samtals 736.018 krónur vegna sýningarinnar. Útlagður kostnaður annarra sýnenda er ekki talinn með. Ákveðið var að sýnendur á básnum þyrftu ekki að greiða LSE fyrir vikið.

9.   Aðalfundur LSE

Það var einróma álit stjórnarinnar að aðalfundur LSE hafi tekist með besta móti. Stjórn LSE vill þakka FsS fyrir góðan fund og góðar móttökur.

10.Samráðsfundur LSE og Skógræktarinnar

Framkvæmdastjóri tekur saman tillögurnar af þessum fundi og setur saman í pakka. Formenn eða fulltrúar aðilafélaganna eru boðaðir á fundinn.

11. Ný skógaræktarlög

Frumvarp var lagt fram um ný skógræktarlög (149. Löggjafaþing 2018-2019 – þingskjal 246 – 231. mál, Stjórnarfrumvarp) Á fundinum voru gerðar athugasemdir við  11., 14., 18., og 19. grein.

-          Í 11 grein er minnst á stofnkostnað við skógrækt allt að 97%, stofnkostnað.

-          Í 14 grein er í eina skiptið minnst á aðkomu LSE að skógrækt á Íslandi. Aldrei er minnst á Skógræktarfélag Íslands og einungis einu sinni minnst á LSE.

-          Í 18 grein getur Skógræktin með lögum sett gjald á fellingu og óheimili nema með aðkomu Skógræktarinnar.

-          Í 19 grein er að skógræktareigandi leiti álits til Skógræktarinnar vegna skógareyðingu. 

LSE mun skila umsögn um frumvarpið.

12. Bókhald

Bókhaldsþjónusta KBMG telst dýr fyrir samtök sem LSE. Bændasamtökin eru viljug að taka bókhaldið að sér og telur sig geta boðið bókhaldið á mun lægri kjörum en þjónusta KPMG. Auk þess yrði bókhaldsþjónustan í sama húsi á sömu hæð og skrifstofa framkvæmdastjóra.  Framkvæmdastjóra var falið að vinna málið áfram.

13. Önnur mál

Fleira var ekki tekið fyrir

Fundi lauk kl. 15:20.

2018-F 122
2018-F 121
2019-F 123

2019

123. stjórnarfundur LSE

Fundargerð 123. stjórnarfundar

Landssamtök skógareigenda (LSE)

Bændahöll, 10.-11.janúar 2019

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE

Hraundís Guðmundsdsóttir, varaformaður LSE

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, gjaldkeri LSE

Sigríður Hjartar, ritari LSE

Naomi Bos, meðstjórnandi LSE og formaður FSVfj

Bergþóra Jónsdóttir, formaður FSV

María E. Ingvadóttir, formaður FSS

Maríanna Jóhannsdóttir, formaður FSA

Sigurlína Jóhannsdóttir, formaður FSN

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE og fundarritari

 

 

Dagskrá

  1. Fundinum var skipt í þrjá hluta. Fimmtudagseftirmiðdaginn var fyrri hluti fundar með stjórn LSE með formönnum aðildarfélaganna.

  2. Snemma um föstudagsmorguninn fundaði stjórn LSE stuttlega og formönnum boðið áheyrnarseta.

  3. Síðar um föstudagsmorguninn var seinni hluti fundar með stjórn LSE og formönnum aðildarfélaganna.

 

 

1.      Formannafundur Bændasamtaka Íslands (BÍ) (Hraundís og Hlynur) 

2.      Fundað með Sambandi Íslenskra sveitarfélaga (Jóhann og Hlynur) 

3.      Viðræður við þingmann  (Jóhann og Hlynur) 

4.      Skógarfang (Jóhann og Hlynur) 

5.      Gæðafjalir (Hlynur) 

6.      Við skógareigendur (Hlynur) 

7.      Styrkumsóknir í framleiðnisjóð (Hlynur) 

8.      Fagráðstefnan 2019, „Öndum léttar“ (Hlynur) 

9.      Jólatré (Hlynur) 

10.   Tölugögn 2018 (Hlynur) 

11.   Aðalfundur á Norðurlandi (Sigrún og Sigurlína) 

12.   Önnur mál 

13.   Markviss kynning á LSE fyrir skógarbændur (Hlynur) 

14.   Starfsmannafélagið Almenningur (Hlynur) 

15.   Landbúnaðarklasinn.

16.   Umhverfisstefna Bændasamtakana. 

17.   Bókhald (Sigrún) 

18.   Fundarfyrirkomulagið (Jóhann) 

19.   LSE-fyrirlestur framkvæmdastjóra á samráðsfundi (Hlynur) 

20.   Rennt yfir tillögur frá síðasta aðalfundi 

21.   Samráðsfundur, Undirbúningur 

22.   Önnur mál 

 

 

 

Fimmtudagur 10.janúar kl 17:20. Fundur stjórnar LSE og formanna aðildarfélaganna, fyrri hluti.

1.Formannafundur Bændasamtaka Íslands (BÍ) (Hraundís og Hlynur)

Hraundís og Hlynur mættu á formannfund BÍ sem var haldinn 22.nóvember 2018.  Margt bar þar á góma en mest var fjallað um „Hráakjötsmálið“ svokallaða. Einnig var fjallað stuttlega um umhverfismál og virtist svo sem uggur væri meðal bænda vegna háværrar umræðu um umfangsmikla endurheimt votlendis. Hlynur steig í pontu og benti á að í mörgum tilfellum mætti nýta sama land og til stæði að bleyta upp í til asparræktunar og myndi það hafa umtalsvert fleiri kosti er viðkemur kolefnisbindingu en endurheimt votlendis.

2.Fundað með Sambandi Íslenskra sveitarfélaga (Jóhann og Hlynur)

Jóhann og Hlynur fóru á fund með fulltrúum Sambands Íslenskra sveitafélaga, þeim Guðjóni Bragasyni og Lúðvík E. Gústafssyni, 29.nóvember 2018. Í megin atriðum var farið yfir tvö mál: Mismunandi ferla á framkvæmdaleyfum milli sveitafélaga og hvernig hægt sé að hvetja sveitafélög að færa kolefnisbókhald. Margt bar á góma og var m.a. rætt um mismunandi aðferðir við aðalskipulagsgerð, fornleifaskráningu og ferli við umhverfismat. Að síðustu var farið yfir póstþjónustufrumvarp Alþingis og hvaða áhrif það hefði á bændur á landsbyggðinni.

3.Viðræður við þingmann  (Jóhann og Hlynur)

Jóhann og Hlynur hittu Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, á skrifstofu hennar síðdegis þann 22. nóvember. Rætt var um vangreidd framlög til skógarbænda.

Fundarmenn virtust sammála um að sameining landshlutaverkefnanna og Skógræktarinnar hefði frekar verið innlimun en sameining þar sem aðkoman að ráðum er lítil og jafnvel engin. Hugmyndir voru ræddar um hvort betra væri að taka upp kerfi Rannsóknarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Það er almennt notað í landbúnaði á Íslandi; þar sem RML ráðleggur, Búnaðarsamtökin taka út verkin og Búnaðarstofa greiðir fyrir þau. Miklar umræður spunnust um hvort skógarbændur heyrðu ekki frekar undir ráðuneyti landbúnaðar eða umhverfis.

4.Skógarfang (Jóhann og Hlynur)

Teymi Skógarfangs hefur lítið starfað síðustu mánuði. Mannabreytingar hafa verið í teymi Skógarfangs, Johann Holst er kominn í stað Benjamíns Davíðssonar. Næsti fundur verður 1. febrúar og áætluð skil á lokaskýrslu teymisvinnunnar er í lok þessa árs. Velt var upp hugmynd um að halda ráðstefnu í tengslum við aðalfund LSE vegna þeirra tímamóta.

5.Gæðafjalir (Hlynur)

Vinnuhópurinn „Gæðafjalir“ vinnur að innleiðingu staðla fyrir íslenskt timbur. Mótun staðla fyrir ösp gengur vel. Hugmynd er uppi um að halda ráðstefnu í tengslum við aðalfund LSE.

6.Við skógareigendur (Hlynur)

Samvinnan við Bændablaðið hefur gengið vel og er vilji beggja aðila að halda samstarfinu áfram. Hlynur er að vinna í uppsetningu að PDF útgáfu „Við skógareigendur 2018“. Almenn ánægja var með þessa tilhögun meðal fundarmanna.

7.Styrkumsóknir í framleiðnisjóð (Hlynur)

Sendar voru tvær umsóknir í framleiðnisjóð í nafni LSE. Sú fyrri snýr að skógmælingum með þyrildum (drónum) og er samstarf Skógræktarinnar og Svarma ehf. Síðari umsóknin snýr að vöruhönnun, gæðavið og afurðamálum og er samstarf Skógræktarinnar, Skógræktarfélags Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar, Landbúnaðarháskólans og Skógræktarfélags Reykjavíkur.

8.Fagráðstefnan 2019, „Öndum léttar“ (Hlynur)

Fagráðstefna skógræktar verður á Hallormsstað 3. apríl undir yfirskriftinni „Öndum léttar“. Þetta er í fyrsta skipti sem Landgræðslu ríkisins er boðið að vera með. Auglýst verður eftir fyrirlestrum og frestur til að sækja um rann út 15. janúar. 

9.Jólatré (Hlynur)

Leggja þarf mun meiri áherslu á kennslu við ræktun jólatrjáa. Vel gengur að selja úr skógunum en það mætti vera meira. Með tölvupósti til Björns Helga Barkasonar, hjá umhverfisráðuneytinu, ítrekaði Hlynur beiðni LSE til umhverfisráðuneytis, sem send var að vorlagi 2018, um eflingu skógræktar og fékk þau svör að engin ákvörðun hefði enn verið tekin.

10.Tölugögn 2018 (Hlynur)

Tölur um fjölda vinnustunda og viðarmagn úr skógi fyrir árið 2017 var í fyrsta sinn sent skógarbændum í formi könnunar um miðbik síðasta árs. Í kjölfarið var upplýsingunum komið til Skógræktarfélags Íslands sem hefur haldið utan um þær í áratugi og birt í Skógræktarritinu. Umsjónarmaður gagnabirtingarinnar gat ekki notað gögnin að þessu sinni meðal annars  vegna þess að þau voru ekki rekjanleg. Upplegg könnunarinnar var einmitt að hafa hana ekki rekjanlega með það fyrir augum að fleiri myndu verða tilbúnir að svara.

Fundurinn ákvað að halda áfram sambærilegri gagnaöflun fyrir starfsárið 2018 og ekki mætti draga það langt fram eftir árinu. Áfram verður unnið með að hafa könnunina órekjanlega en þeir sem hyggjast láta gögn sín í té til fyrrgreinds umsjónarmanns yrðu beðnir að merkja í sérstakan reit.

11.Aðalfundur á Norðurlandi (Sigrún og Sigurlína)

Aðalfundur LSE 2019 verður haldinn í Hótel Kjarnalundi í Eyjafirði dagana 11. og 12. október. Hótelið tekur 120 manns í herbergi. Verið er að skoða heppilegan fundarsal.

12.Önnur mál

Hlynur sagði frá mikilvægi þess að stuðla að lágu raforkuverði til skógarbænda í dreifbýli. Meðal annars myndi það létta undir með vinnslu skógarafurða (timbur, sultur,...) og plöntuframleiðslu en mikil eftirspurn er eftir framleiðendum á bakkaplöntum um þessar mundir. Umræða verður tekin upp við framkvæmdastjóra garðyrkjubænda.

-Sigríður bendir á að félagsgjöld í LSE, og þar með félög skógarbænda almennt, kunni að vera of há. Félagsmenn á Suðurlandi hafa verið að segja sig úr félaginu að undanförnu. Mögulega þarf að samrýma innheimtu félagsgjalda milli aðildarfélaganna. Ekki voru allir fundarmenn á sama máli og vildu meina hið gagnstæða, að frekar þyrfti að hækka félagsgjöld vegna aukinnar starfsemi félaganna. Engin niðurstaða fékkst í málið.

 

 

Föstudagur kl 08:40-09:15.   Stjórnarfundur LSE.

Allir stjórnarmenn sátu fundinn og formenn mættu einn af öðrum til áheyrnar.

13.Markviss kynning á LSE fyrir skógarbændur (Hlynur)

Koma þarf kynningarbæklingi um starf LSE til bæði nýrra og eldri skógarbænda sem eru með samning við Skógræktina.

Spurst verður fyrir um aðkomu að kynningu undir liðnum önnur mál á Samráðsfundi við Skógræktina eftir hádegið.

14.Starfsmannafélagið Almenningur (Hlynur)

Almenningur er starfmannafélag innan Bændasamtakanna og skyldra félaga sem eiga það sameiginlegt vera til húsa í Bændahöllinni. Fyrir 30.000 kr getur LSE orðið þáttakandi í Almenningi. Árgjald fyrir 2019 er 30.000 kr.

 Samþykkt var innganga þetta árið með 4/5 atkvæða. Endurskoðað að ári.

15.Landbúnaðarklasinn

Tjörvi Bjarnason, ritari Landbúnaðarklasans, kom inn á fundinn. Starf Landbúnaðarklasans felur í sé að þjappa starfsemi landbúnaðarins saman, auka samheldni og efla nýsköpun. Í dag koma 40 aðilar að klasanum. Árgjald fyrir félag á stærð við LSE er 40.000 kr.

Umræðan verður tekin upp aftur á næsta stjórnarfundi eftir að fundarmenn hafa kynnt Klasann fyrir sínum stjórnum/félagsmönnum. Einnig þyrfti að kynna Landbúnaðarklasann á heimasíðu LSE og ef aðildarfélög vilja fá sérstaka kynningu eru þau beðin að sækja um hana.

16.Umhverfisstefna Bændasamtakanna

Fundarmönnum gafst færi á að koma með tillögur inn í fyrirhugaða stefnumótun BÍ í umhverfismálum. Engar tillögur komu enda var fyrirvarinn mjög stuttur.

17.Bókhald (Sigrún)

Farið var yfir bókhaldsmál LSE. Búið er að segja upp viðskiptum við KPMG og sinna nú Bændasamtökin (BÍ) bókhaldi fyrir LSE. Nýr gjaldkeri og framkvæmdastjóri hittu Gylfa Þór Orrason, bókara BÍ, í gær og fóru yfir ýmis atriði. Eftir formannafund ætla þau að funda stuttlega með fráfarandi gjaldkera LSE.

Í lok stjórnarfundar yfirgáfu Sigrún og Hlynur fundinn vegna bókhaldsmála.

 

Föstudagur 11. janúar kl 09:30. Fundur stjórnar LSE og formanna aðildarfélaganna, seinni hluti.

18.Fundarfyrirkomulagið (Jóhann)

Forsaga: Samráðsfundi með Skógræktinni var frestað vegna veðurs til þessa dags en fundurinn var áætlaður í desember. Alla jafna hafa formenn aðildarfélaganna og stjórn LSE fundað í upphafi árs. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að sameina þessa tvo fundi í einn. Hver og einn fundarmaður var beðinn að segja sína skoðun.

- Maríanna segir þetta fyrirkomulag vera gott. Færri flugferðir og minna vinnutap.

- Sigríður vill heldur vinna af krafti einn dag í einu.

- María vill halda í eldra fyrirkomulag varðandi samráðsfundinn

- Hraundís, Sigurlína, Sigrún, Naomi og Bergþóra: telja þetta fyrirkomulag nýtast þeim betur og sparar tíma. Auk þess gefst færi á að styrkja tengsl milli fundarmanna.

19.LSE-fyrirlestur framkvæmdastjóra á samráðsfundi (Hlynur)

Farið var yfir innihald fyrirlesturs sem Hlynur tók saman og ætlar að flytja á samráðsfundi með Skógrækinni eftir hádegi.

20.Rennt yfir tillögur frá síðasta aðalfundi

Tillögunum var beint til Skógræktarinnar og það er hlutverk LSE að fylgja þeim eftir.

  1. Verklag við uppgjör

  2. Girðingartillaga

  3. Aukin umhirða í ungskógum

  4. Verkefnaflutningur frá Skógræktinni til LSE

  5. Áhersla á trjátegundir við kolefnisbindingu

21.Samráðsfundur, Undirbúningur

Við undirbúning komu upp ýmsar vangaveltur.

22.Önnur mál

Fleira var ekki tekið fyrir.

Fundi lauk kl. 11:30 og eftir hádegið var samráðsfundur á Mógilsá með Skógræktinni.

124. stjórnarfundur LSE

Landssamtök skógareigenda (LSE)

Fjarfundur (Hangouts), 6. mars 2019

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE                    

Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE  

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, gjaldkeri LSE   

Sigríður Hjartar, ritari LSE

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE                     

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvstj. LSE/fundarritari

 

Fundur hófst kl. 20:00.

 

 

1. Google hangouts

Fyrstu mínúturnar fóru í að tengjast nýjum fundarbúnaði (Google- Hangouts).

2.  Viðarmagnsúttekt með LiDAR.

Hlynur sagði frá nýfengnum 2,5 milljón króna styrk frá Framleiðnisjóði í samvinnuverkefni með Skógræktinni og Svarma ehf.. Verið er að skrifa umsókn um að halda þegar veittum styrk frá umhverfis- og auðlindaráðherra (UAR) til LSE snemma á síðasta ári. UAR krefst endurgreiðslu ef ekki er fundinn viðeigandi farvegur fyrir styrkinn.

3.  Ferðin til Danmerkur í haust.

Enn eru 8 sæti er laus af 35 mögulegum. Frestur fékkst frá IcelandAir við skráningu fram um miðjan mars. Kynna þarf ferðina betur til að ná 35 þátttakendum fyrir þann tíma.

4.  Fagráðstefnan 3.-4. apríl, hverjir ætla að mæta úr stjórn LSE?

Þörf á að panta eftirfarandi fyrir þá sem hyggjast mæta: Flug, hótelherbergi, ráðstefnumiða og hátíðarkvöldverð: Hraundís (1 í herb.), Sigrún (2 manna herb.), Jóhann (?). Sigríður og Naomi ætla hugsa sig aðeins um. 

5.  Fagráðstefnan, skemmtiatriði frá LSE. 

Fallist var á að bjóða FSA að sjá um skemmtiatriði á hátíðarkvöldverðinum.

6.  Aðalfundir aðildarfélaganna.

Farið var létt yfir dagskrá fyrir fundi aðildarfélaganna og dagsetningar. Greinilegt er að Hlynur þarf bílaleigubíl til að brúa bil milli FsA og FsN fundanna. Jói vill leggja meira upp úr starfi aðildarfélaganna sem hagsmunafélögum í bændaskógrækt og leggja minni áherslu á erindi og fræðslu á aðalfundum og þar með virkja aðildarfélögin betur sem bakland fyrir LSE. Fræðsluerindum mætti sinna með öðrum hætti. Hlynur mun einmitt flytja erindi um skógarsnyrtingar á Suðurlandi af beiðni FsS.

7.  Næstu fundir.

Ákveðið var að halda stjórnarfund í Bændahöllinni kl 13:00, 13. mars. 

Formannafundur verður á Mógilsá kl 11:00 14. mars.

Kallað verður eftir að hefja samráðsfund kl 12:30 í kjölfar formannafundar.

Fundurinn gekk vel og tæknilegir örðuleikar komu ekki aftur upp.

 

Fundi lauk farsællega tæknilega séð kl. 21:15

125. stjórnarfundur LSE

Landssamtök skógareigenda (LSE)

Bændahöllin, betri stofan. 13. mars 2019

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE                    

Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE  

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, gjaldkeri LSE   

Sigríður Hjartar, ritari LSE

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE                     

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvstj. LSE/fundarritari

 

Fundur hófst kl. 13:00.

Formaður bauð stjórn velkomna til fundarsetu. Boðið var upp á páskaegg.

 

1 Í deiglunni

HGS fór yfir það sem er í deiglunni.

Landssamtök skógareigenda (LSE) hefur óskað eftir að umhverfis- og auðlindaráðuneyti heimili breytta notkun á veittum styrk fyrir verkefnið „Viðarmagnsúttekt á landsvísu“ nr. UMH17110093. Nýtt verkefni ber heitið „Samanburður á gæðamati trjáa með LIDAR gögnum og hefðbundnum aðferðum“ og er það viðbót við grunnverkefni sem ber heitið „Samanburður hefðbundinnar aðferðar og LIDAR fyrir umhirðu og viðarmagnsáætlun“. Það verkefni hefur nú þegar verið fjármagnað. Gert er ráð fyrir að styrkurinn renni óskiptur til fyrirtækis sem vinnur úrvinnslu LIDAR gagnanna.

- Framleiðnisjóður hefur samþykkt að styrkja LSE við þríþætt verkefni sem snýr að vöruhönnun, teymisverkefninu Skógarfangi og teymisverkefninu Gæðafjölum.

- Fjórar ferðir fyrirhugaðar. Í maí fara fimmtán manns í handverksferð til Svíþjóðar, nærri Gautaborg. Konur fara í ferð til Svíþjóðar í júní. Nemendur í Grænni skógar 1 fara til Smálandanna í Svíþjóð í september. Skógarbændur stefna á ferð til Jótlands í Danmörku í lok ágúst.

- Landbúnaðarklasinn fór vel af stað þetta vorið. Verið er að leita eftir áhugasömum frumkvöðlum meðal skógarbænda.

- Félagi skógarbænda á Austurlandi var boðið að vera með skemmtiatriði á Fagráðstefnunni. Það hefur fengið umfjöllun meðal stjórnar FSA.

 

2 Verktakar

Aukna verktöku við gróðursetningu með auknum fjárframlögum hefur borið á góma í öllum landshlutum. Félag skógarbænda á Vesturlandi ætlar að ræða þetta sérstaklega á næsta aðalfundi félagsins í lok mars. Leita þarf upplýsinga til Skógræktarinnar um plöntuframboð í hverjum landshluta fyrir sig og þannig er betur hægt að sjá hvernig auknir fjármunir koma til skila í aukinni plöntuúthlutun til bænda. Umræða um verktöku í slóðagerð, flekkingu og umhirðu þarf líka að fara fram en lítil áhersla virðist vera á það. Hvernig er umræðan hjá Skógrækinni um aukið sjálfboðaliðastarf sem aðallega kemur erlendis frá?

 

3 Stjórnarþóknun

Í bókun aðalfundar LSE í október 2018 stendur orðrétt „...Síðan verði greiddir dagpeningar fyrir fundarsetu og nefndarstörf.“. Það sem af er ári eru dagpeningar 26.100 kr. skv. stjornarrad.is.

Þegar um fjarfundi er að ræða var fallist á að greiða fyrir hvern fund eftir lið nr. 4 „Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag“ = 5.900 kr.

HGS gengur frá upplýsingaskjali um þóknanir fyrir stjórnarmenn.

 

4 Fundarboð til Rådmødet

Framkvæmdastjóra hefur borist fundarboð á Rådmødet hjá Norrænu skógarbændasamtökunum 18-19. sept. í Svíþjóð. Í fyrra var HGS tvisvar í sambandi við Ellen Alfsen sem er samskipta- og mannauðsstjóri hjá systrasamtökum LSE í Noregi (Skogeierforbund). Fyrst var fundarboð og síðar voru ráðleggingar vegna frumvarps um ný íslensk skógræktarlög. 

HGS skoðar kostnað við ferðina og ráðgerir að fara ef verðið er ekki úr hófi.

 

5 LBHI Búfjárræktarferð, styrkumsókn

Nemendur LBHI sækja um styrk fyrir búfjárræktarferð á Suðurland.

LSE samþykkir að veita styrk upp á 1000 kr. á hvern ferðalang að uppfylltum skilyrðum um fræðslu og heimsókn á skógræktarjörð. Einnig er lagt til að nemendurnir leitist við að gera ferðinni skil í Bændablaðinu.

HGS mun setja sig í samband við bændur að Spóastöðum þar sem er skógræktar- og mjólkurbú og athuga hvort þau geti tekið á móti þeim með fræðslu um skógrækt með búskap. Fræðandi væri að ræða um kolefnisjöfnun búskapar með skógrækt og Digra Sigga í verki, svo fátt eitt sé nefnt.

 

6 Fagráðstefna 2019

Eftirfarandi LSE fulltrúar ætla að mæta á Fagráðstefnu skógræktar í ár:

Stjórnarliðarnir Jóhann (FSA), Hraundís (FSV), Sigrún (FSN) ætla mæta og kemur Sighvatur sem fulltrúi FSVfj.  Framkvæmdastjóri mætir einnig.

 

7 Fagráðstefna 2020, þema „Afurða- og markaðsmál“

Samþykkt var tillaga frá Skógræktinni er um að næsta fagráðstefna myndi fjalla um „afurða- og markaðsmál“.

8 Önnur mál

„Gulrót“.

Rætt var um leiðir til að efla starfið innan LSE og kom fram tillaga að leita að afsláttarkjörum fyrir félagsmenn, svo sem hjá olíufélögum, áburðarsölum, tryggingafélögum og annarri skógartengdri starfsemi. HGS ætlar að kanna hvernig a) þetta er gert á Norðurlöndunum og b) athuga með afslætti.

 

Bók um tré

Búið er að gefa út barnabókina „Bók um tré“. Forlagið er Sögur útgáfa sem er með aðsetur í Bændahöllinni.

 

Kl 15:40 fundi slitið.   HGS

126. stjórnarfundur LSE

Landssamtök skógareigenda (LSE)

Bændahöllin, fundarherbergi. 6. júní 2019

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE                    

Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE  

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, gjaldkeri LSE   

Sigríður Hjartar, ritari LSE

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE                     

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvstj. LSE/fundarritari

 

Fundur hófst kl. 10:15.

1  Í deiglunni

HGS fór yfir það sem er í deiglunni.

  • Fundarboð Norrænu skógarbændasamtakanna, NSF-fundur 24.-26. september. Stjórnin samþykkti að senda framkvæmdastjóra á fundinn. Nú þarf að panta flugfar og hótel og tilkynna mætingu.

  • Drónamælingar fyrir rannsókn í viðarmagnsúttekt hófust í lok apríl án vitneskju framkvæmdastjóra þrátt fyrir að ítrekað hafi verið hafi verið beðið um að gera þetta í samráði við alla hlutaðeigandi.

  • Svíar eru væntanlegir til Íslands í september til að fara yfir staðlamál. Fyrirhuguð er vettvangsferð um skóga landsins með þá. LSE leggur til fjármuni til verkefnisins.

  • Skógarfang, teymi um afurðamál, stefnir að því að skila drög að skýrslu í október. Stefna LSE í afurðamálum verður tekin fyrir í þessari skýrslu. Framkvæmdastjóri setur stefnuna upp í sviðsmyndaform og leitar aðstoðar hjá Aðalsteini Sigurgeirssyni og Hrefnu Jóhannesdóttur. Tillagan verður þá send á formenn aðildarfélaganna til umræðu í ágúst. Vænta má að tillaga verði lögð fram á næsta aðalfundi LSE í kjölfarið.

  • Miðhálendisþjóðgarður. LSE skilaði umsögn um málið.

  • Bók um tré. Sala bókanna gengur mis vel hjá aðildarfélögunum. FSN og FSS hafa greitt forlaginu fyrir sínar bækur.

  • Verðmæti skóga. Varðandi tillögu af aðalfundi LSE 2017 um verðmæti skóga. Halldór Eiríksson hefur sett sig í samband við framkvæmdastjóra LSE og Bjarna Diðrik um að fara hefja skrif á BS-ritgerð í skógfræði um verðmæti skóga. Nú er beðið eftir svari frá Bjarna Diðrik.

  • Mánudagsfundir eru haldnir vikulega með öllum framkvæmdastjórum Bændasamtaka Íslands, sem eru með aðstöðu í Bændahöllinni. Fundir sem þessir styrkja tengsl og samvinnu.

  • Fundur með ráðherra var haldinn í mars síðast liðinn. Margt var þar rætt, meðal annars jólatrjáaverkefnið. Næstu skref er að fullgera tillögu í samráði við Brynjar Skúlason og senda áfram á aðstoðarmann ráðherra, Orra Pál.

  • Lokahóf Landbúnaðarklasans var á dögunum. Stjórnin lét vel af því að taka þátt á næsta ári. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við formann klasans, Finnboga Magnússon, til að halda tölu á Málþingi LSE í október.

  • Heimasíðan, skogarbondi.is. Annars vegar er kominn ný gátt um afurðir á heimasíðunni sem þarf að þróa áfram. Hins vegar hafa auglýsendur haft samband og vilja koma skilaboðum til skógarbænda. Stjórn samþykkir að söluaðilar fá frítt á heimasíðunni fyrir 15% afslátt af vöru. Þeir fá lista félagsmanna með nöfnum, jörðum og aðildarfélagi. Það er undir hverjum og einum félagsmanni hvort hann veitir netfang eður ei.

  • Bændablaði hefur birt 5 greinar „Við skógarbændur“ það sem af er ári og fjórar þeirra hafa komið frá framkvæmdastjóra LSE. Ritnefnd „Við skógareigendur“ er fremur óvirk. Leitast verður til að virkja hana frekar.

  • Unnið er að tillögu til að ná lendingu með fornleifaskráningu. Sveitafélög eru mis liðleg við að veita framkvæmdaleyfi og hafa landeigendur stundum fengið há tilboð í fornleifaskráningu á fyrirhuguðum skógræktarjörðum. Þetta þarf ekki að vera svona og er hafin vinna í samvinnu við Skógræktina við að auðvelda þessi mál.

  • Á dögunum fór framkvæmdastjóri á námskeið í gerð umhverfisskýrslu hjá LBHI á Keldnaholti.

  • Vinna við endurfjármögnun Skógarafurða ehf. stendur yfir og skilaði LSE stuðningsyfirlýsingu til Byggðastofnunar þess efnis. Almenn ánægja stjórnar LSE er með störf Skógarafurða ehf..

2  Undirskriftir

Stjórn LSE kvittar á ársreikning LSE 2018 frá KPMG.

Stjórn LSE kvittar á fundargerð 125. stjórnarfundar.

3  Starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands

Trausti Baldursson hjá Náttúrustofu Íslands svertir orðspor skógræktar við hvert tækifæri að því að virðist. Stjórn LSE ætlar að leggja inn formlega kvörtun til umhverfisráðuneytis.

4  Danmerkurferð

Nú hafa 32 manns bókað sig í ferðina og er pláss fyrir þrjá til viðbótar. Stjórn LSE samþykkir að senda framkvæmdastjóra sem „fréttaritara“ með í ferðina með skógarbændum, sem er fyrirhuguð í ágúst.

5  Fagráðstefna 2020

Stjórn LSE vill að áhrifa LSE gæti meira  við undirbúning á Fagráðstefnu 2020 en hingað til. Þema næstu fagráðstefnu er viðarvinnsla og mun LSE leggja til fulltrúa til að halda erindi. 

6  Samstarf við Skógræktina

Girðingarviðhald.

Landshlutaverkefnin, sem nú heyra undir Skógræktina, voru með mismunandi samninga um vörslu lands. Skógræktin hefur tekið upp fyrirkomulag við greiðslu vegna girðingaviðhalds. Skógarbændur á Norðurlandi sendu inn erindi fyrir fundinn og vilja að stjórn LSE álykti um málið. FSN vill skoða þetta útspil Skógræktarinnar í lagalegu sjónarmiði. Stjórn LSE leggur til að málið verði skoðað með tilliti til laga og forsvarsmenn Skógræktarinnar verði látin vita að sú vinna fari í gang.

 

Vorbréf og upplýsingaflæði

Vorbréf 2019 frá Skógræktinni hefur borist til skógarbænda. Þar eru tiltekin atriði sem sögð eru hafa verið ákveðin í samráði við LSE á svokölluðum samráðsfundum. Stjórn LSE vill að nokkrum atriðum sé gert skil varðandi þær fullyrðingar í bréfi. Bréfið mun vera sent á formenn aðildarfélaganna og birt á heimasíðu LSE.

7  Framleiðnisjóður

LSE fékk úthlutaðar 1,5 milljón í styrk frá Framleiðnisjóði í ár. Í umsókninni var fjallað um að skipta styrknum milli þriggja verkefna, en hlutfallið var ekki ákveðið. Um er að ræða 1) Vöruhönnun -Björn Blumenstein, 2) Viðargæði, -Sænskir staðlar, Eiríkur Þorsteinsson, NMÍ  3) Viskumiðlun, -Skógarfang.

Farið var yfir stöðu hvers verkefnis og síðan metið hvar áherslur ættu að vera.

Samþykkt var að veita 400.000 kr. í verkefnið vöruhönnun með því skilyrði að Björn komi á eigin vegum og gerði grein fyrir verkefninu í 15 mínútna framsögu á Málþingi á Akureyri sem er haldið samhliða aðalfundi LSE. Styrkurinn fæst greiddur í tvennu lagi: helmingur í júní og helmingur að loknu Málþingi.

8  Bændaskógrækt

Stjórn LSE felur formanni og framkvæmdastjóra að hefja samræður við Bændasamtökin og RML um verkefni sem stuðlar að skógrækt á bújörðum, kolefnishlutleysi landbúnaðarins og kolefnisbindingu fyrir hagsmunaaðila að landbúnaði.

9  Aðalfundur LSE 2019 og Málþing

Allt samkvæmt áætlun.

10  Landsáætlun í skógrækt

Ný lög um skógrækt voru samþykkt á dögunum. Samkvæmt þeim skal vinna Landshlutaáætlun í skógrækt. Umhverfisráðherra vill að LSE tilnefni tvo fulltrúa til að sitja í 5 manna vinnuhópi. Tilnefndir eru Jóhann Gísli Jóhannsson, sitjandi formaður LSE, og Maríönnu Jóhannsdóttur, formaður FSA.

11  Önnur mál

  1. Í geymslu er fullur kassi af gömlum „við skógareigendur“, tölublöðum og framkvæmdastjóri spyr hvort þeim megi henda. Stjórnin leggur til að blöðin verði auglýsa á heimasíðunni áður en þeim verður hent. Tilkynna þarf hvaða eintök eru til.

  2. Fyrr eða síðar þarf að vera hægt að fá skóga vottaða. Hugmyndir eru uppi um að farið verði í þá vinnu í samvinnu við fleiri hagsmunaaðila af skógrækt. Hraundís bíður sig fram í vinnuhóp því tengdu, ef til þess kemur.

 

Fundi slitið 15:45

Tillaga að að næsta fundi 28.ágúst.

127. stjórnarfundur LSE

Landssamtök skógareigenda (LSE)

Bændahöllin, betri stofan, 12. september 2019

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE                    

Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE  

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, gjaldkeri LSE   

Sigríður Hjartar, ritari LSE

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE                     

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvstj. LSE/fundarritari

 

Fundur hófst kl. 11:15.

1)Í deiglunni

HGS fór yfir það sem er í deiglunni.

  • Fundur Norrænu skógarbændasamtakanna, NSF, verður á Varðbergi í Svíþjóð, 24.-26. september. HGS ráðgerir að mæta á fundinn og mun flytja 15 mínútna erindi um starf LSE.

  • Viðarmagnsúttekt. Skriður er kominn á verkefnið. Drónamyndatökur fóru fram í sumar. Allt bendir til þess að ekki sé hægt að meta gæði trjánna í skóginum með svona myndatökum. Viðbótar fjármagni frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, í gegnum LSE, var veitt í  verkefnið til að kanna einmitt það. Verkefnið er enn í vinnslu.

  • Límtré. Í ágúst voru límtrésbitar álagsprófaðir (brotnir) hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Alls voru bitarnir 15 talsins. Verið var að kanna brotþol á límtré úr fjórum algengum íslenskum trjáviðartegundum. Fyrstu niðurstöður lofa góðu.

  • Danmerkurferð. Í ágúst síðast liðinn fóru 36 skógarbændur í vel heppnaða ferð til Jótlands.

 

2)Undirskriftir

Stjórn LSE skrifaði undir fundargerð 126. stjórnarfundar.

 

3)Byggingareglugerð

Byggingareglugerð er í endurskoðun. Samband íslenskra garðyrkjubænda hefur skilað inn umsögn varðandi ósamræmi í kostnaði sem fylgir gróðurhúsabyggingum. Stjórn LSE tekur í sama streng mun skila tillögu fyrir hönd LSE.

 

4)Jólatré, stefna

Athygli var vakin á tillögu sem send var umhverfisráðherra „Verkefni í jólatrjáaræktun til 10 ára“ fyrr á árinu. Formaður LSE ætlar að bjóða Umhverfisráðherra á aðalfund LSE. Leitast verður eftir svörum um styrkveitingu varðandi jólatrjáatillöguna fyrir aðalfundinn.

 

5)„Kolefnisbrú“ milli landbúnaðar og atvinnulífs

Hugmyndir eru uppi um að stofnsetja fyrirtæki sem stuðlar að kolefnisbindingu. Fyrirtækinu yrði ætlað að vera „brú“ á milli þeirra sem losa og þeirra sem binda. Reksturinn fælist í greiðslu fyrirtækja til landeigenda, umsýslu og eftirlitsaðila. Lykilatriði er að starfsemin yrði vottuð af viðurkenndum hlutlausum aðila. Viðræður eru hafnar um samvinnu við forystu Bændasamtaka Íslands og Skógræktarinnar. Stjórn LSE leggur til að áfram verði unnið í málinu. Kynna þarf verkefnið á aðalfundi LSE í október.

 

6)Aðalfundur LSE 2019

Að þessu sinni er lagt upp með að aðalfundur LSE standi yfir einn dag, en ekki tvo eins og árið áður. Málþing (sjá lið 7) yrði þess í stað á síðari deginum. Farið var yfir dagskrá aðalfundarins sem JGJ og HGS lögðu til.

Eftirfarandi atriði voru afgreidd:

  • Dagskrá mun hefjast kl. 10:30. Stjórnarmönnum er kunnugt um að það gæti haft áhrif á aðsókn skógarbænda af Suðurlandi. Í kjölfar ákvörðunarinnar var leitað til hótelsins, sem mun hýsa gesti og aðalfundinn, um auka nótt fyrir þá sem kæmu lengra að. Hótel brást vel við og hefur fimmtudagsnóttina í boði á sömu kjörum og hinar tvær.

  • Hádegismatur á föstudeginum verður framreiddur af hótelinu og verður kostaður af Félagi skógarbænda á Norðurlandi (FSN).

  • Sett var inn í dagskrá að formaður hvers aðildarfélags LSE fengi 5 mínútur til að ávarpa aðalfundinn. Þannig gætu formenn tæpt á áherslumálum innan hvers félags og stefnum þess.

  • Athuga þarf hverjir muni gefa kost á sér í stöður í stjórn LSE, varastjórn og skoðunarmanna reikninga. HG og SH tilkynntu að þær gæfu ekki kost á sér aftur í stjórn LSE, en aðrir stjórnarliðar munu líkast til gefa kost á sér áfarm.

  • Brýna skal fyrir fundarstjóra að kosið verði eftir lögum félagsins. Kjörbréfanefnd skal látin vita þegar hún verður skipuð.

  • Rætt var um hvort LSE ætti að veita viðurkenningar. Stjórn komst að því að ekki væri þörf á að veita viðurkenningu, hvorki heiðursviðurkenningu né gullmerki að þessu sinni.

  • Farið var yfir hverjum skyldi bjóða á aðalfund og var það með hefðbundnu sniði. Boðskort er í vinnslu. Einnig verður sent sérstakt boðskort á útvalda vegna málþings.

  • Stjórn taldi að að núverandi félagsgjald væri hæfilegt og mun leggja það óbreytt.

  • Tillögur hafa borist frá flestum félögum. Enn er unnið að útfærslum. Tillögur skulu auglýstar félagsmönnum með 15 daga fyrirvara.

 

7)Málþing um timburgæði og markaðssetningu

Daginn eftir aðalfund er áætlað að halda Málþing. Það er unnið í samvinnu LSE, Skógræktarinnar, Skógræktarfélags Íslands, Landbúnaðarháskólans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Dagskrá er nær fullmótuð en einhverjir fyrirlesarar eiga eftir að staðfesta komu sína. Þegar dagskrá liggur fyrir verður málþingið auglýst. Félagsmenn LSE, sem munu hafa sótt aðalfund LSE deginum áður, þurfa ekki að greiða sérstakt skráningargjald til að eiga aðgengi að málþinginu. Aðrir gestir skulu að greiða 3000 krónur og innifalið í því er léttur hádegisverður hjá hótelinu og kaffi.

 

 

Fundi slitið kl. 16:00

128. stjórnarfundur LSE

Landssamtök skógareigenda (LSE)

FUNDARGERÐ

Akureyri, Hótel Kjarnalundi, hótelherbergi. 22. október 2019

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, gjaldkeri (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, nýr í stjórn (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, nýr í stjórn (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE (NB)                    

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastj. LSE/fundarritari  (HGS)

 

Kosið var til stjórnar LSE á Hótel Kjarnalundi við Akureyri 21.október.

Fundur hófst kl. 16:10 (að loknu Málþingi um viðargæði og afurðir).

1) Verkaskipting

Formaður býður nýja stjórnarliða velkomna. Talin var þörf á að skipta verkum vegna fyrirhugaðra fundahalda á næstu vikum. Ef til þess kæmi að formaður kæmist ekki þyrfti varamaður að vera tiltækur. Ný stjórn skipti með sér verkrum. Verkaskipting var samþykkt eftirfarandi:

 

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður LSE  (SHG)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari LSE (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE (NB)                    

 

 

Næsti fundur boðaður í nóvember.

Fundi lokið kl 16:20

129. stjórnarfundur LSE

Landssamtök skógareigenda (LSE)

FUNDARGERÐ

Bændahöllin, fundarherbergið Askja. 21. nóvember 2019

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður LSE  (SHG)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari LSE (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE (NB)                    

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 11:00.

Formaður bauð stjórn velkomna til fundar. Boðið var upp á kleinur.

1.   Undirskriftir

1 - Skrifað var undir fundargerð 127. stjórnarfundar LSE.

2-  Fyllt út umsókn um prókúruhafaskipti fyrir nýjan gjaldkera.

2.   Í deiglunni

  • Farið var yfir samstarfsgrundvöll við stofnanir og möguleikann á að nýta hugmyndafræði Kompás teymisins til að greiða leiðir.

  • Formannafundir hjá Bændasamtökum Íslands voru á dögunum. JGJ og HGS kynntu þar hugmynd sem er nefnd „kolefnisbrúin“ og gengur út á eflingu skógræktar með fyrirtækjum  sem yrði leitt áfram og í eigu Bændasamtaka Íslands.

  • HGS sótti fyrirlestra í Heiðmörk hjá Espen Kirk Hansen, skógarverði í Osló, og Aðalsteini Sigurgeirssyni sem fóru yfir umhirðumál og fleira í Heiðmörk.

  • Grænni byggð heldur morgunfund um íslenskt límtré, timburbyggingar og húsgögn, 5. desember n.k. í Hafnarborg, Hafnarfirði. HGS mun vera meðal fyrirlesara og fjallar um nytjaskógrækt.

  • Stöðuskýrsla LSE var send til Atvinnuvegaráðuneytis 1. nóvember síðast liðinn.

  • HGS átti fund með Arnari Jónssyni og Gunnari Jónssyni hjá Ok kolefnislausnir. Þeir kynntu hugmyndir sýnar að fjármögnun kolefnisskógræktar með aðkomu fjárfesta.

  • Klappir er fyrirtæki sem vinnur að tölvulausnum í loftslagsmálum. HGS átti fund með Þorsteini Svani Jónssyni einn stofnenda Klappa og sem hafði áhuga á að hjálpa til við að koma „Kolefnisbrúnni“ á laggirnar.

  • Brynjar Skúlason, sérfræðingur hjá Skógræktinni, er um þessar mundir að klára að fylla út styrkjarumsókn til Framleiðnisjóðs fyrir verkefnið „LandPökkur“. LSE leggur nafn sitt við verkefnið enda mikill hagur fyrir skógarbændur ef vel gengur. http://landpuck.com/

  • „Slagur út í loftið“ er titill á erindi sem HGS flutti á afmælismálþingi Sambandi ungra bænda. Sama erindi, í lengri útgáfu, hélt hann á þingi Búnaðasambands Austurlands sem var síðast liðinn laugardaginn.

  • BBJ segir stuttlega frá verkefnum vinnuhópsins „Gæðafjalir“. Verkefnið TreProX mun koma að verkefnum sem Gæðafjalir hafa unnið með, m.a. „fólkið á söginni“ og þýðingu og uppfærslu á innleiðingu á gæðastöðum. Eiríkur Þorsteinsson (Nýsköpunarmiðstöð), Guðrún Lárusdóttir (LBHI) og HGS er á leið til Stokkhólms (SVE) um miðjan desember á fund vegna þess síðar nefnda. HGS mun halda kynningu á starfi LSE og stöðu skógaræktar á Íslandi.

3.   Félagsmál BÍ

Inn á fundinn kom Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ).

Guðbjörg fór hratt, en skipulega, yfir félagsmál BÍ og hvernig þau koma við starf LSE. Félagskerfisnefnd BÍ boðar til fulltrúafundar vegna félagsmála BÍ þriðjudaginn 26. nóv kl 14:50 í Öskju, Bændahöllinni. Stjórn LSE er boðin á fundinn og er fundarmönnum lengra að uppá lagt notast við fjarfundabúnaðinn Hangouts.

4.   Hangouts

Fyrr á árinu var fjarfundarforritið „Google-Hangouts“ reynt af stjórn LSE með góðum árangri. Nú var forritið opnað að nýju og það  virkaði enn sem skildi.

 

12:30 – 13:00  Hádegishlé

4.   Hlaðvarp- upplýsingaflæði

Í húsakynnum BÍ er komin upp aðstaða til að taka upp hlaðvarpsþætti. LSE gefst kostur á að nýta sér aðstöðuna. Þetta er tilvalin leið til að miðla upplýsingum og fróðleik til skógarbænda.

5.   LBHI fagnefnd skógræktarnáms

Stjórn LSE felur framkvæmdastjóra LSE að sitja í fagnefnd brautar skóga og náttúru við LBHI og verður Naomi Bos varamaður.

6.   Tillögur af aðalfundi LSE 2019

Farið var yfir helstu tillögur frá aðalfundi LSE 2019 og verður hér greint frá stöðu þeirra.

Nafn tillögu: Afgreiðsla framkvæmdaleyfa

Ágrip: „...Málinu verði fylgt eftir í samstarfi við Samband sveitarfélaga.“

Staðan: Vinna við afgreiðslu málsins hófst árið 2018 og er hún unnin í samstarfi við Skógræktina og sambandi sveitafélaga.

 

Nafn tillögu: Taxtar skógarbænda

Ágrip:,,... leggur til að LSE og Skógræktin skipi sérstaka nefnd í þeim tilgangi að skoða greiðslufyrirkomulag til skógarbænda og skili tillögum fyrir næsta aðalfund LSE. ”

Staðan: Stjórn LSE  tilnefnir þrjá fulltrúa úr stjórn LSE til að sitja í nefndinni: formann, varaformann og gjaldkera.   Tillagan verður tekið til umræðu á samráðsfundi með Skógræktinni á morgun.  

 

Nafn tillögu: Beingreiðslur til skógarbænda

Ágrip:,,... skorar á þau ráðuneyti sem snúa beint að loftslagsmálum að koma á fót greiðslukerfi sem umbunar landeigendum sem binda kolefni.“

Staðan: Formaður og/eða framkvæmdastjóri LSE mun koma tillögu til landbúnaðarráðuneytisins.

 

Nafn tillögu: Jólatré

Ágrip: „..., samþykkir að beina því til stjórnar félagsins að hefja nú þegar vinnu samkvæmt tillögum starfshóps um jólatrjáaræktun, sem skilað var til stjórnar í byrjun árs 2018.“

Þörf er á að fræða félagsmenn frekar í að velja tré til sölu. Lagt er til að val á jólatrjám úr skógum verði almennilega kynnt félagsmönnum á aðalfundum félaganna á næsta ári. Ætla má að breyta þurfi áherslum í tillögu sem kom frá nefnd sem fjallaði um jólatré í upphafi árs. Tillagan verður tekin til umræðu á samráðsfundi með Skógræktinni á morgun.

 

Nafn tillögu: Grisjun og slóðagerð

Ágrip:,,..., beinir því til Skógræktarinnar að skógarbændum verði tryggt fjármagn til grisjunar og slóðagerða.”

Tillagan verður tekin til umræðu á samráðsfundi með Skógræktinni á morgun.

Nafn tillögu: Gæðaúttekt og árangursmat

Ágrip:,,..., samþykkir að stjórn LSE semji við Skógræktina um að gæðaúttekt og árangursmat verði gert á afkomu plantna eftir plöntun hjá landeigendum með skógræktarsamninga. Úttektin taki yfir nokkur ár til að meta lifun og orsakir rýrnunar.”

Tillagan verður tekin til umræðu á samráðsfundi með Skógræktinni á morgun.

 

Nafn tillögu: Nýtingaráætlun í bændaskógrækt

Ágrip:,,..., samþykkir að stjórn LSE gangi eftir því við Skógræktina að gerðar verði nýtingaráætlanir fyrir skógræktarjarðir bænda, eftir því sem aldri og þroska skóganna vindur fram.”

Tillagan verður tekin til umræðu á samráðsfundi með Skógræktinni á morgun.

8.   Samráðsfundur

Á morgun, 22. nóv., fer fram fer fram samráðsfundur Skógræktar og LSE á Mógilsá. Þar verður farið yfir það helsta sem er á döfinni hjá Skógrækinni og LSE svo sem tillögur frá aðalfundi LSE.

9.   Kolefnisbrúin

Stjórn LSE leggur til að áfram verði unnið að „kolefnisbrúnni“

10.  Landbúnaðarklasinn

Beðið með að ræða mál varðandi Landbúnaðarklasann farm yfir Búnaðarþing 3. mars n.k.

11.  Ritnefnd

Stjórn LSE leggur til að ritnefnd verði lögð niður og að stjórnum aðildarfélagannaverði falið að sjá til að a.m.k. tvær greinar frá hverju félagi verði skilað inn til framkvæmdastjóra LSE  og síðan birtar í BBL. Birta þarf greinar með reglulegu millibili svo greinar þurfa að berast með jöfnu millibili yfir árið. Framkvæmdastjóra LSE er falið að deila tímasetningum milli félaga.

12.  Frá rót til barrs -„Fran rot til barr“, Hrafnagil

Erindi barst til LSE um handverkshátíð sem fer fram á Hrafnagili í vor. Erindið verður áfram sent á formenn aðildarfélaganna og viðburður auglýstur á heimasíðu LSE. Hvatt verður til þátttöku skógarbænda.

13.  Rekstur LSE

Farið var yfir rekstur LSE það sem af er ári 2019. Jafnvægi er í rekstri.

 

Næsti fundur er settur 16. Janúar 2020 kl 10:00 í Bændahöllinni. Það er jafnframt formannafundur.

Fundi lauk kl 16:00

2019-F 124
2019-F 125
2019-F 126
2019-F 127
2019-F 128
2019-F 129

2020

130. stjórnar LSE- og formannafundur 

FUNDARGERÐ.   

Bændahöllin, fundarherbergið Askja, 31. janúar 2020.

​Fyrir hádegi var stjórnarfundur LSE þar sem formönnum aðildarfélaganna var boðið að taka þátt. Fulltrúar fjögurra aðildarfélaga (af fimm) þáðu boðið og mættu við upphaf fundar.

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður LSE  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari LSE (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE og formaður FSVfj. (NB)

María E. Ingvadóttir, formaður FSS (MEI)

Maríanna Jóhannsdóttir, formaður FSA (MJ)

Sigurlína Jóhannesdóttir, formaður FSN  (SJ)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Bergþóra Jónsdóttir, formaður FSV, mætti til áætlaðs formannafundar kl 13:00  (BJ)

 

Fundur hófst kl. 10:00.

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar. Boðið var upp á ávexti, brauð og súkkulaðirúsínur.

 

1. Undirskriftir

1 - Skrifað var undir fundargerð 129. stjórnarfundar LSE.

2-  Stjórn fyllti út „Tilkynningu um breytingar á stjórn“ til ríkisskattstjóra.

 

2. Í deiglunni

HGS segir frá ýmsum verkefnum sem eru í gangi

LSE minnir á sig

  • LSE var með áramótakveðju lesna í tvígang á Rás1 og Rás2.

  • LSE auglýsti í Fréttablaðinu 29. okt 2019 og tilefnið var almenn skógarumfjöllun í blaðinu.

  • LSE hafði jólakveðju í jólablaði Bændablaðsins (bls. 67)

  • LSE greiðir fyrir að hafa logo LSE á forsíðu heimasíðu Bændablaðsins.

  • LSE lagði til jólatré á gang Bændasamtakanna. Það kom frá Oddsstöðum í Lundareykjadal.

Jólamarkaður við Hagatorg

Upp kom hugmynd að hafa jólamarkað Bændasamtakanna á hringtorginu við Bændahöllina. Þar gætu bændur selt tré og aðrar afurðir. Hugmyndin hefur ekki verið lögð fyrir Bændasamtökin.

Drónamælingar

Margt bendir til að samstarfsverkefninu með Skógræktinni og Svarma, sem fjallaði um skógmælingar með LiDAR-myndatöku með dróna, ljúki fyrir fagráðstefnu.

LSE er meðmælandi fyrir styrki

  • Fræpökkur. Brynjar Skúlason sótti um í Framleiðnisjóð og Loftslagssjóð.    https://landpuck.com/.

  • Spæni og Viðarperlur. Tandrabretti sótti um í  sjóð á Austurlandi og Loftslagssjóð.

  • Viðarafurðir til framtíðar – Varanleg kolefnisbinding íslenskra skóga (Ólafur Eggertsson).

Bókhald LSE

Bókhald LSE er sýnir jákvæða niðurstöðu á milli ára samkvæmt útreikningi bókara.

SHÞ bendir á að laun vanti á launaseðla stjórnarmanna fyrir 2019. HGS mun athuga frekar.

 

3. Við skógareigendur

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu út leiðangur um miðjan janúar til að fjármagna útgáfu og póstlagningu á „Við skógareigendur 2019“ með því að leita eftir auglýsendum í blaðið.  Allir sem rætt var við létu sig málið varða og vildu ólmir auglýsa í blaðinu. Lítið vantar til að fjármögnun gangi upp. Fundarmenn samþykkja að gefa út blaðið „Við skógareigendur“ fyrir 2019, svo fremi sem útgáfa og póstlagning verði að fullu fjármögnuð fyrir fram. Framvegis skal útgáfa ákveðin hverju sinni. Ákvörðun um blað fyrir árið 2020 verður tekin síðar, væntanlega í aðdraganda aðalfundar LSE.  HGS mun halda fjármögnuninni til streitu.

Beiðni kom um að „fréttabar“ í Bændablaðinu með fréttum frá LSE yrðu framvegis ekki merktar með „skógur og landgræðsla“ heldur undir merkjum LSE. HGS mun athuga frekar.

 

4. Kolefnisbrúin

JGJ fór yfir mál Kolefnisbrúarinnar. Vinnan hefur tekið „rússíbanadýfur“ öðru hvoru en að undanförnu hefur gengið vel. HGS, JGJ, Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna og Gunnlaugur Guðjónsson, hjá Skógræktinni, hafa lagt upp grófgerða áætlun um næstu skref. Í kjölfarið var leitað eftir fundi með umhverfisráðherra sem af varð. Þar var sóst eftir hvatningu ráðherra við að bændur með skipulagða skóga fengju, með hans skriflegu leyfi, að telja bindingu sinna skóga á móti losun á rekstri sinnar jarðar. Viðbrögðin voru þau að bændur ættu þetta kolefni og því væri ekkert til fyrirstöðu að gera það, en ráðherra vildi þó ekki leggja nafn sitt við slíkt, enda ætti hvatinn ekki að koma frá honum. Allir brugðust vel við og áfram verður unnið með málið og þar með er binding með gróðursettum skógi frá t.d. 1990 til dagsins í dag á viðkomandi jörð framteljanleg til móts við losun á jörðinni.

 

5. Hörmungarástand

BBJ fer yfir alvarlega stöðu skógarmála í dag. Skógræktin er svelt, í skoðun er að loka starfsstöð og til uppsagna getur komið. Hvað varð um fjórföldunina í skógrækt? Fundarmenn hafa allir áhyggjur af stöðu skógarmála á Íslandi í dag.

 

6. Búnaðarþingið

Varaformaður LSE verður fulltrúi LSE á Búnaðarþingi. Helstu mál til umræðu á þinginu verða félagsmál og umhverfisefna landbúnaðarins.

 

7. www.skógartölur.is

HGS segir frá áformum um skogartolur.is. Það er samvinnuverkefni Skógræktarinnar, sem heldur utan um verkefnið, LSE og Skógræktarfélags Íslands. Skógræktarfélagið hefur undanfarna áratugi gefið út skógartölur í Skógræktarritinu sem að miklu leiti var aflað af einum starfsmanni þess. Eftir að hann vék til nýrra starfa þurfti yfirgripsmeiri meðhöndlun á öfluninni. Útlit er fyrir að Skógræktin taki að sér umsjón með verkefninu en það er enn í vinnslu.

 

 

Hádegishlé kl 12:10, súpa og brauð borin á borð í fundarsalnum.

 

 

 

Formannafundur LSE

Formlegur formannafundur hófst kl 13:00.

8. Orð formanna

a)Endurgreiddur virðisaukaskattur

MEI:  Á síðasta aðalfundi lagði MEI til að stofnuð yrði nefnd til að fjalla um endurgreiddan virðisaukaskatt til skógarbænda.  Það hefur ekki verið gert.  Hluti greiðslu Skógræktarinnar til skógarbænda er í formi endurgreidds virðisaukaskatts.  Í samningi skógarbænda við Skógræktina er kveðið á um að haldið skuli sérstaklega utan um allan kostnað vegna skógræktar og fæst virðisaukaskattur af þeim kostnaði endurgreiddur, hann er með gjalddaga tvisvar á ári.   Þetta kemur til dæmis þannig út, að verulegur hluti endurgreiðslu frá Skógræktinni og virðisaukaskattur af útlögðum kostnaði skógarbóndans, til dæmis vegna jarðvinnslu, fæst ekki greiddur fyrr en í marsbyrjun árið á eftir.   Það er jafnvel 8 mánuðum eftir að skógarbóndinn lagði út fyrir þessum kostnaði og nokkrum mánuðum seinna en annað uppgjör frá Skógræktinni.  Því lagði MEI til á aðalfundi, að nefnd mundi skoða þann möguleika að fjölga gjalddögum, virðisaukaskatts skógarbænda, að þeir yrðu fjórir í stað tveggja, eins og nú er.  Það er ekkert eðlilegt við það, að skógarbóndinn eigi inn stórar upphæðir hjá hinu opinbera og spari tímabundið útgjöld Skógræktarinnar.  Því ítrekaði María, að stjórn LSE sinnti þessu máli, þar sem það varðar hagsmuni skógarbænda.

b)Tryggingar og brunamat á skógum

MEI:   Félagið á Suðurlandi hefur haldið nokkra fundi um brunavarnir í skógi og fengið sérfræðinga á þá fundi, t.d. frá Brunavörnum Suðurlands.  BBJ hefur kynnt vel bæklinginn um gróðurelda sem er aðgengilegur á netinu, grodureldar.is.  Skógar eru ekki tryggðir og ekki er mögulegt að tryggja þá, nema að fram fari mikil undirbúningsvinna.  Taka má til fyrirmyndar norska fyrirtækið Storebrand, til dæmis.  Því lagði MEI til á síðasta aðalfundi, að nefnd yrði falið að fara í þessa vinnu.  Þessu hefur ekki verið sinnt og skorar hún á stjórnina að bæta úr því sem allra fyrst.  Þó að FsS hafi látið sér þetta mál varða og  kynnt sér það, er eðlilegra að þetta sé unnið fyrir landið allt.

c)Dalabyggð

BJ fer yfir stöðu mála um framkvæmdaleyfistregðu til skógræktar í Dalabyggð.

 

 

 

9. Gæðafjalir

HGS sagði frá ferð til Svíþjóðar þar sem Eiríkur Þorseinsson (viðarsérfræðingur), Guðrún Lárusdóttir (LBHI) og hann fóru til fundar við sérfræðinga hjá Svenskt trä vegna staðlainnleiðingar.

 

JGJ og HGS víkja af fundi kl 13:30 til að vera á öðrum fundi vegna Kolefnisbrúarinnar.

 

Í fjarveru þeirra fer BBJ yfir sögu Gæðafjala og segir frá Treprox verkefninu, fólkinu á söginni og ýmsu því tengt.

 

10. Landsáætlun í skógrækt

MJ situr í nefnd um gerð Landsáætlunar í skógrækt fyrir hönd LSE. Síðasti skiladagur fyrir athugasemdir í Samráðsgátt var 31. janúar (í dag). MJ hafði fengið leyfi frá formanni nefndarinnar að skila athugasemdum á mánudaginn 3.febrúar.  

HGS hafið skrifað upprátt af athugasemdum fyrir fundinn. Fundarmenn fóru yfir uppdráttinn og löguðu eftir þörfum. MJ, BJ og HGS var falið að vinna lokaútgáfu og koma til skila til formanns nefndarinnar.

 

JGJ kemur aftur inn á fundinn kl 14:00 og HGS kl 14:30.

 

11. Skógarfang

BBJ segir frá stefnu í afurða og markaðsmálum. Vinnan gengur vel og lokaskýrsla verður að öllum líkindum kynnt á fagrástefnu skógaræktar á hótel Geysi.

 

12. Stefna LSE í afurða- og markaðsmálum

HGS mun senda stefnu LSE til fundarmanna og athugasemdum skal skilað BBJ fyrir miðvikudagskvöld.

 

13. Girðingarnefnd 

NB vill fá athugasemdir frá fundarmönnum eða félögum fyrir 14.febrúar því þá er fyrsti fundur nefndarinnar á dagskrá.

HGS ætlar að athuga hvort núverandi girðingarreglur séu til og birta á heimasíðu LSE ef svo er.

Nefndina skipa:

Gunnlaugur Guðjónsson (formaður), Arnlín Óladóttir og Valdimar Reynisson frá Skógræktinni

Agnes Geirdal, Halldór Sigurðsson, Naomi Bos frá LSE.

 

14. Taxtanefnd

NB leggur til að fundarmenn íhugi uppástungur fyrir vinnu í taxtanefnd. Enginn fundur enn verið boðaður.

Nefndina skipa:

JGJ (formaður), GRV og SHÞ frá LSE

Gunnlaugur Guðjónsson, Ólöf Sigurbjartsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Skógræktinni.

15. „Komdu fram af öryggi“  

Kl 14:30 var boðinn til fundar Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, með um 20 mínútna langt erindi/kennslu til fundarmanna um framsögu.

Nokkrir punktar:

 

  • 1 Markmið og markhópur,  2 Strategía  og skilaboð,   3 taktík og miðlar

  • Forgangsraða grimmt . Fólk nær einungis 1° gráðu af 360°

  • 10 glærur  20 mínútur  30 punkta letur.

  • Hver ertu?   >   Við hvern ertu að tala ?   >   Hvað viltu að þessi geri ?   > Hvað segir þú við þá ?   > Hvar nærðu í þá með skilaboðin ?   > Hvað leggurðu áherslu á ?

  • Byrjaður þína framsögu sterkt, náðu athygli.

 

16. Fagráðstefna skógræktar, 18.-19.mars 2020

Hver og einn fundarmaður er beðinn að láta HGS vita hvort og hvernig viðkomandi mætir. 

 

17. Greinar í Bændablaðið

Engin grein frá skógarbændum kom í janúar (fyrstu tvö Bændablöðin) en von er á tveimur greinum í næsta blaði, önnur frá LSE um staðla og hin frá Norðurlandi um jólatrjáaundirbúning.

 

Tillaga að stundaskrá 2020 fyrir pistlahöfunda/aðildarfélög.

         Janúar : LSE    Febrúar: FSN    Mars: FSA    Apríl: FSS            Maí: FSV             Júní: FSvfj

         Júlí: LSE           Ág: FSN               Sept: FSA      Okt: FSS              Nóv: FSV             Des: FSVfj.

Vissulega má skrifa fleiri en tvær greinar á félag.

 

18. Köngull, podcast

HGS kynnti Köngul podcast sem er hlaðvarpsþáttur skógarbænda, hýstur í Hlöðunni, hlaðvarpsveitu Bændablaðsins. Einn þáttur hefur verið sendur út fram að þessu. Hugmynd er uppi með að finna og lesa efni inn á veituna úr eldri ritum „Við skógareigendur“ sem getur talist tímalaust og á þ.a.l. við í umræðunni í dag.

 

19. Skogarbondi.is

Umræðu frestað.

 

20. Aðalfundur LSE 2020, Hamri

  • Almenn ánægja var með formannaerindin frá síðasta aðalfundi sem var í Kjarnalundi við Akureyri. Hugmyndir um hvort þyrfti að samræma uppsetningu tölulegra upplýsinga milli erinda.

  • Gengið verður um golfvöllurinn á Hamri. Passa verður upp á að sá sem segir frá í göngunni og leiðir hópinn nái athygli hópsins. Einnig að undirbúa mætti framsögu innandyra fyrst.

  • Vekja þarf máls á VSK endurgreiðslu, (sbr. fundarlið 8-B)

 

21. Samráðsfundur LSE og Skógræktar

Fyrirhugaður er samráðsfundur með Skógræktinni 19.mars á Hótel Geysi, að lokinni Fagráðstefnu kl 15-18. Lagt er til að dagskrá verði undirbúin fyrir og á næsta stjórnarfundi. HGS mun hafa samband við Skógræktina um fundarefni.

 

22. Önnur mál

 

A)Fækkun meðal félagsmanna (tölur frá gjaldkerum aðildarfélaganna)

Félag:            okt2018           des2019                = breyting                %

FSV:               182                   176                         = 6 færri                   -3,4%

FSA:               137                   138                        = 1 fleiri                    +0,7%

FSS:               232                   204                         = 28 færri                 -13,7%

FSN:               126                   120                         = 6 færri                   -5%

FSVfj.            88                     80                           = 8 færri                   -9%

Alvarlegt er að félagsmönnum fækkar í fjórum félögum af fimm. Leggja þarf frekari áherslu á eflingu aðildarfélaganna. Upplýsa þarf félagsmenn betur um störf LSE og aðrir skógarbændur verða að sjá hag sinn í að vera félagsmenn.

MJ segir frá heimsóknum sem skógarbændur fara til hvors annars. Það byggir félagði upp.

BBJ segir frá því að töluvert af bændum, sem eingöngu hafa ræktað skjólbelti á jörðum sínum, hefur hætt í félaginu á Suðurlandi.

BJ segir að áætlað er að fara í kynningar á skógrækt á Vesturlandi fyrir almenning, sveitastjórnir og aðra áhugsama.

HGS stefnir á að koma með einhverskonar aðgerðaráætlun fyrir næsta fund.

 

B)Kolefnisjöfnun Félagsmálaráðuneytis 2020

Afrit af nýlega undirritaðum samningi milli félagsmálaráðuneytis og Sólheima var lagður fram á fundinum.

 

C)Elmia Wood 18.mai 2021

Fundarmenn eru fullir áhuga á að ferð á skógtæknisýninguna Elmia wood verði farin eftir rúmt ár.  HGS kannar málin betur.

 

D)Glansrit Bændablaðsins

Blaðið verður gefið út fyrir Bændaþingið í mars en fer ekki í dreifingu eins og hefðbundið blað. Það fer í prentun 14. febrúar og skil á greinum eru í fyrstu viku febrúar. Ólíklegt er að LSE skili grein í blaðið.

 

 

 

Næsti stjórnarfundur er áætlaður 4. mars 2020 kl 10:00 í Bændahöllinni.

Næsti formannafundur verður í tengslum við samráðsfund fyrirhugaðan 19.mars 2020

 

Fundi lauk kl 17:00

 

Farið var í kynningarferð í Morfellsbæ í verslunina Vorverk þar sem Hrefna Hrólfsdóttir, eigandi, kynnti starf Vorverks.

 

Kvöldverður í boði LSE hófst kl 20:00 á Hótel Sögu/Mímir-restaurant.

131. stjórnarfundur LSE 

FUNDARGERÐ.   

Bændahöllin, fundarherbergið Askja, 4. mars 2020.

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður LSE  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari LSE (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE og formaður FSVfj. (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Fundur hófst kl. 9:00

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar. Boðið var upp á rúnstykki, ávöxt og Ópal.

1. Undirskriftir

Skrifað var undir fundargerð 130. stjórnar- og formannafundar LSE.

2. Í deiglunni

Búnaðarþing

Búnaðarþingsfulltrúar LSE (SHÞ, JGJ og HGS) segja frá því sem fram fór á Búnaðarþingi sem var að ljúka.

Fagráðstefna skógræktar

Almannavarnir leggjast ekki gegn fjöldasamkomum vegna kóróna-veirunnar eins og sakir standa. Undirbúningur gengur vel.

Dalabyggð

Nýlega veitti Dalabyggð framkvæmdaleyfi til skógræktar á þremur jörðum af fjórum sem lengi hafa verið í bið. Bergþóra Jónsdóttir, formaður FSV, stendur enn í bréfaskriftum við sveitafélagið.

Bændablaðið, staða á greinaskrifum

Sjö greinar tengdar skógum hafa verið birtar til þessa á árinu, fjórar hafa komið frá LSE. Staðan er góð og greinar LSE eru á pari við viðmið um eina grein á mánuði.

Útgáfa Við skógareigendur

Í síðustu viku kom tímarit skógarbænda út „Við skógareigendur“ fyrir árið 2019. Það var prentað í Héraðsprent á Egilsstöðum í 1000 eintökum, en  535 eintök voru póstlögð á heimilisföng skógarbænda vítt og breytt um landið. Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var blaðið til afhendingar fyrir þá sem vildu. Ætlunin er að gera það sama á fagráðstefnu skógaræktar eftir tvær vikur. Stjórnarmenn voru beðnir að taka eintök með sér til að dreifa til sveitafélaga og á þjónustustaði sem hafa biðsali svo sem heilsugæslustöðvar, tannlæknastofur og dekkjaverkstæði. Ef afgangur verður á upplaginu verður því dreift á aðalfundi LSE í október. Fjármögnun blaðsins gekk vel en uppgjör við auglýsendur hefst á næstu dögum.

Bókahaldsstaða LSE í mars 2019  

Lítil innistæða er á bankareikningum LSE. Ekki hefur fengist greiðsla frá Fjársýslu ríkisins sem alla jafna eru greidd um mánaðamót febrúar/mars.  

Skógarfang

Skýrslan er á fullu skriði. Stefnt á að senda í prent til Héraðsprents 11. mars n.k.

Fólkið á söginni

Fulltrúar LSE

  • Bjarki Már Jónsson, Ytri Víðivöllum II, Fljótsdal, FSA, kt 060780... (eigin sög)

  • Hörður Már Guðmundsson, Víðivellir-Ytri 1, Fljótsdal, FSA, kt 300663...  (eigin sög)

  • Benjamín Örn Davíðsson, Engimýri, Öxnadal FSN, kt 120279... (aðgengi að sög)

  • Johan Holst, Silfrastaðir, Norðurárdal/Skagafirði, FSN,  kt 201073...  (eigin sög)

  • Sigurður Oddur Ragnarsson, Oddsstöðum í Lundareykjadal, FSV, kt 120653... (eigin sög)

  • Hlynur Gauti Sigurðsson, LSE  kt 090779...  (fulltrúi LSE)

Gróðursetningarfólk, skogarbondi.is

Á forsíðu heimasíðu LSE getur almenningur sóst eftir að gróðursetja fyrir skógarbændur. Ein umsókn hefur borist til þessa og verður umsóknum vísað til formanna á þeim svæðum sem umsóknin nær til hverju sinni.

Samráðsgátt -Reglugerð um vernd landbúnaðarlands

LSE skilaði umsögn. Sjá Umsögn nr 4. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2628 .

Elmia wood 18.mai 2021

Leitað var eftir húsnæði fyrir 30 manns hjá Avista, húsnæðismiðlun í Svíþjóð vegna Skógtækisýningarinnar Elmia wood 2021. Jennie Anger, starfsmaður Avista, ætlar að láta HGS vita þegar málin um húsnæði skýrast.

Skráðir eigendur LSE (RSK)

Skráður eigandi LSE er formaðurinn. https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6608972089

Starfsmannafundur skógræktarinnar

Á starfsmannafundi Skógræktarinnar, sem var 14. febrúar sl. var farið yfir ýmis gagnleg atriði, svo sem: öryggi í framkomu, hópefli/liðsheild, skrif á texta og góða vinnuaðstöðu. Starfsmenn Skógræktarinnar sammælast um ágætan fund.

Mismunun vegna minja og sveitafélaga

Afgreiðsla sveitafélaga við framkvæmdaleyfi er mjög mismunandi. Nokkuð sem þörf er að taka á. Hugmynd er um að stefna til hóps á Facebook meðal þeirra sem er misboðið.

Verðmatamat skóga

HGS heyrði í Halldóri Eiríkssyni um BS-skrif hans um verðmæti skóga. Hann hyggst hefja skrif næsta vetur. HGS lagði til að sótt væri um styrk fyrir hann til að hann gæti einbeitt sér frekar að efninu. Það væri akkur fyrir LSE að hafa ritgerð um þetta efni í fórum sínum.

3. Stefna LSE

Samþykkt var að LSE leggist í vinnu að endurskoðun á stefnu LSE sem kynnt væri á næstkomandi aðalfundi samtakanna.

4. Dagskrá Samráðsfundar 19.mars

Dagskrá Samráðsfundar LSE og Skógaræktar hefur verið lögð fram.

Dagsetning fundar er fyrirhugaður föstudaginn 20. mars kl 9:30-13:00 á Mógilsá.

 

1 Girðinganefnd, vinnuhópur gerir grein fyrir stöðunni.

2 Taxtanefnd, vinnuhópur gerir grein fyrir stöðunni.

3 Taxtar 2020

4 Forgangsröðun verkefna

5 Horfur 2021 – nýjustu fréttir

6 Skógarkolefni

7 Skógartölur

8 Nýtt skipurit Skógræktarinnar

9 Umræður til að efla skógrækt

10 Önnur mál

5. Fræðslumál í skógrækt

Stjórnin vill efla fræðslumál í skógrækt. JGJ og HGS munu leita til skógræktarstjóra um aðferðir.

6. Aðalfundir félaganna á næsta leiti

 

FSA= 26.mars , JGJ ætlar að mæta

FSV= 26.mars, HGS ætlar að mæta

FSN= 1.apríl, HGS ætlar að mæta

FsS= 19. apríl, HGS ætlar að mæta

FSVfj.=byrjun júní , JGJ og HGS ætla reyna að mæta

 

Stjórn LSE leggur til að formaður og framkvæmdastjóri leggi þrjú mál til umræðu á fundunum:

  • Stefna LSE

  • Kolefnismál

  • Landbúnaðarsýningu 2021

Auk þess verður farið yfir það helsta sem er í gangi.

7. „Allt fyrir umhverfið“ -sýning 2020

30.okt – 1. nóv er fyrirhuguð sýning í Laugardalshöll undir kjörorðunum „Allt fyrir umhverfið“.

Stjórn LSE hefur áhuga á að taka þátt en fyrst skal athuga stöðuna hjá Skógræktinni og athuga með að sameinast um bás eða vera nærri hvorum öðrum. HGS kannar málið.

 

Næsti fundur er fyrirhugaður 20. mars sem er Samráðsfundur með Skógræktinni og verður á Mógilsá

Fundi lauk kl 12:00

132. stjórnarfundur LSE (símafundur) 

FUNDARGERÐ.   

Símafundur. Síminn 7557755.​ 18.mars 2020

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur var fyrirhugaður á fjarfundabúnaði Google-Hangouts en tækni stríddi svo ákveðið var að funda á símatorgi Símans.

 

Fundur hófst kl. 13:30.

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1. Kolefnisbrúin

Formáli:

„Kolefnisbrúin“ er vinnuheiti yfir verkefni sem gengur út á kolefnisbindingu sem bændur geta sinnt. Bindingin getur bæði verið fyrir kolefnisjöfnuð á jörð eða í endursölu fyrir kaupendur á kolefniseiningum. Verkefnið gengur út á að bændur kolefnisjafni með annars vegar nýskógrækt og hins vegar með eldri skógum. Aðrar aðferðir geta komið til skoðunar á síðari stigum.

Verkefnið var kynnt á Búnaðarþingi, sem haldið var í upphafi mánaðar, og voru undirtektir fundarmanna mjög góðar. Nýkjörin stjórn Bændasamtaka Íslands, sem kosið var til á fyrrgreindu bændaþingi, fundaði um „Kolefnisbrúnna“ og vildi veita henni brautargengi. Ætlunin er að Kolefnisbrúin geti starfað sjálfstætt sem fyrirtæki og sinnt verkefninu betur þannig fyrir bændur.

 

Stjórn LSE samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra umboð til að vinna áfram með Kolefnisbrúna og að sjá um að komið verði á laggirnar fyrirtæki sem fylgi eftir verkefninu. Fyrirvari er settur á um fjármögnun fyrirtækisins og að fjármögnun starfsmanns sé tryggt áður en staðið er að ráðningu hans.  Tryggja þarf einnig fjármögnun rekstrar svo sem útgjöld vegna akstur og fundahalda.

 

Ætlunin er að fyrirtækið verði alfarið í eigu LSE á meðan verkefnið er í þróun. Athuga þarf betur lög um fyrirtækjarekstur félagasamtaka og leita lögfræðiálits með sérþekkingu á slíkum málum til að tryggja að lögum samkvæmt megi félagasamtök á borð við LSE eiga og reka fyrirtæki. Sömuleiðis hvort leita þarf samþykkis aðildarfélaga LSE fyrir stofnun félagsins. Reikna má með að eignahaldið breytist á síðari stigum t.d. með aukinni að komu Bændasamtakanna.

 

Stjórn LSE samþykkir að í fyrstu skuli stjórn fyrirtækisins vera skipuð eftirfarandi: Formaður LSE verði stjórnarformaður, gjaldkeri LSE verði gjaldkeri stjórnar fyrirtækisins ásamt prókúruhafi og framkvæmdastjóri LSE verði ritari stjórnar fyrirtækisins og með prókúru. Aðrir í stjórn LSE verði varamenn.

 

Viðræður eru hafnar við starfsmann sem vinnur verkefnið áfram í nafni fyrirtækisins. Starfsaðstaða hans yrði í húsakynnum Skógræktarinnar á Egilsstöðum.

 

Farið var yfir dagskrá fyrirhugaðs samráðsfund með Skógrækinni sem á að vera í gegnum TEAMS fjarfundabúnað föstudaginn 20.mars.

BBJ leggur til að skógargeirinn sammælist um að nota sama fjarfundabúnaðinn, t.d. Teams. HGS fer í málið.

 

3. Önnur mál

Stjórn samþykkir að styrkja NB um símakostnað vegna fundarins verði hann úr hófi fram.

 

Næsti fundur er fyrirhugaður 20. mars sem er Samráðsfundur með Skógræktinni og verður með Temas fjarfundabúnaði.

 

Fundi lauk kl 14:30

133. stjórnarfundur LSE (Teams-fundur) 

FUNDARGERÐ.   

Fjarfundur með Microsoft TEAMS.

26. mars 2020

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 13:15.

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

1. Í deiglunni

Fræðsluefni um skógrækt

HGS gerði persónulega athugasemdir við fyrirhugaða þriðju útgáfu á Fræðsluerindi í skógrækt en hann teiknaði skýringarmyndir í bæklinginn. Athugasemdirnar varða hagsmuni skógarbænda.

Alþjóðadagur skóga

Nýtt video í tilefni alþjóðadags skóga 2020 leit dagsins ljós í síðustu viku.

Dalabyggð, kæra

Tveir skógarbændur ætla að leggja fram kæru á hendur Dalabyggð um afgreiðslu framkvæmdaleyfa. Stjórn LSE lýsir yfir stuðningi við skógarbændurna bréflega.

Girðingar FSN

Stjórn Félags skógarbænda á Norðurlandi þrýsti á að LSE vinni áfram í réttlæti gagnvart Skógræktinni um afléttingu viðhaldsgreiðslna fyrir girðingar. Haft var samband við Guðrúnu Vöku, lögfræðing Bændasamtakanna (BÍ) og tjáði hún HGS að hún væri mjög upptekin, en hún ætlaði að kynna sér málið í næstu viku.

Girðingar

Útlit er fyrir aukið atvinnuleysi meðal fólks/ungmenna í vor vegna afleiðinga af Covid 19 og einnig er útlit fyrir mikla þörf fyrir viðhald girðinga. Reikna má með að BÍ og LSE vinni saman með aðkomu Bjargráðasjóðs.

Covid 19

Öll aðildarfélög LSE hafa frestað aðalfundi vegna Covid 19 veirunnar.

Fræðslumál

Fræðslumál voru til umræðu á 131. stjórnarfundi. Í kjölfarið talaði HGS við skógræktarstjóra. Ekki er í pípunum að ráða fræðslufulltrúa hjá Skógrækinni í stað Ólafs Oddssonar en samstarf við LSE, í einhverri mynd, kemur vel til greina, finnist til þess hæfur einstaklingur. BBJ leggur til að leitað verði eftir fræðslufulltrúa eða nefnd skipuð fulltrúum allra innan skógargeirans sem samræmir og vinni að aukinni fræðslu í skógrækt.

2. Kolefnisbrúin

Á síðasta fundi var farið yfir nokkur mál varðandi Kolefnisbrúna. Leitað var til lögfræðings um heimild við að stofna fyrirtæki í nafni LSE. Til þess þarf samþykkt aðalfundar. Ekki verður þó slegið slöku við undirbúning á stofnun fyrirhugaðs  fyrirtækisins fram að aðalfundi

 

Á fundinum var lögð fyrir tillaga að verktakasamningi við Hafliða Hörð Hafliðason um að leiða verkefnið áfram. Stjórn lagði til minniháttar breytingar á samningnum. HGS var falið að fylgja samþykktinni eftir.

Þegar verkefnið er komið af stað og línur farnar að skýrast verður stefnt að fréttatilkynningu í Bændablaðið, unna í samráði við stjórn LSE.

3. Ársreikningur, drög

BBJ gerir athugasemdir við framsetningu ársreikningsdraganna Stjórn leggur til að fresta afgreiðslu uns  HGS og GRV hafa ráðfært sig við Gylfa bókara.

4. Taxtar skógræktar

Skógræktin kynnti LSE tillögu sína að töxtum fyrir árið 2020. Stjórn LSE ályktaði eftirfarandi:

 

  1. Liður 10, grisjun. Gera þarf betri skil á millibilsjöfnun/grisjun. Útskýra þarf hví einungis ein trjátegund fær meðhöndlun og aðrar eru undanskildar.

  2. Liður 6, íbætur. Skýra þarf betur í texta að um viðbótagreiðslu við lið 1 er að ræða. Óska eftir að tekið verði tillit til athugasemda Maríu, formanns FsS, frá yfirstöðnum samráðsfundi.

  3. Lið vantar um slóðagerð. Gera þarf skil á því hví ekki er fjallað um slóðagerð í töxtum, rök og ástæður.

  4. Lið vantar um girðingar. Gera þarf skil á því hví ekki er fjallað um girðingar/girðingarviðhald. Stjórn LSE gerir kröfu á að  girðingartaxtar verði teknir inn, sér í lagi hjá eldri skógræktarsamningum.               

Stjórn LSE ætlar að vinna með BÍ að Bjargráðasjóður komi að bótum vegna stórtjóns girðinga á þessu ári.

5. Skjólbelti

Stjórn LSE vill leggja til að gert verði stórátak í skjólbeltarækt á bújörðum. Nú er lag. JGJ og/eða HGS ætlar að tala við formann BÍ um málið.

 

6. Stefna LSE

JGJ ræddi við Maríönnu, formann FSA, um að leiða vinnu að stefnumörkun LSE. Lagt er til að Hafliði sitji í nefndinni, enda kemur stefna LSE mjög inn á kolefnismál skóga. HGS ætlar að setja sig í samband við Maríönnu og fara yfir næstu skref. Tillaga að nefndarmönnum eru: Maríanna Jóhannsdóttir (formaður), Hrefna Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Hafliði Hörður Hafliðason og HGS.  Stjórn LSE vill að ýtt sé undir tillögu frá aðalfundi LSE 2018 á Hellu/Hótel Stracta um flutning frá umhverfisráðuneyti í landbúnaðaráðuneyti.

7. Samráðsfundur, samantekt

Lauslega var farið yfir atriði af nýliðnum samráðsfundi Skógræktarinnar og LSE. Stjórn LSE vill breyta uppsetningu á næstu samráðsfundum með Skógræktinni.

8. Heimasíða, email og hýsing

Í gær leitaði HGS tilboða í þjónustu hjá Austurneti ehf. við að hýsa heimasíðu og tölvuþjónustu LSE. Tilboð Austurnets hljóðar svipað og fyrri þjónustuaðila, 1984 ehf. og Google, eða um og undir 20.000 krónur fyrir lénhýsingu og gagnageymslu fyrir tvö netföng. Kosturinn við að leita til Austurnets er helst sá að auðveldara er að sækja aðstoðar þegar á bjátar. Stjórnin segir „ON“

9. Önnur mál

BBJ segir frá skýrslu skógarfangs-teymisins sem er tilbúin til lokayfirlestrar.

 

Fundarmenn eru almennt hrifnir af fundafyrirkomulaginu með

netfundi og ekki óhress með öra fundi upp á síðkastið.

Fundi lauk kl 15:15

134. stjórnarfundur LSE (Teams-fundur) 

FUNDARGERÐ.   

Fjarfundur með Microsoft TEAMS.

29. maí 2020

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst formlega kl. 9:40

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar. Hafliði Hörður Hafliðason (HHH), verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar, sat fyrsta og annan dagskrárlið.

 

1. Í deiglunni

Girðingar vorsins

  • Á heimasíðu LSE er frétt um Bjargráðasjóð og aðgerðir vegna viðhalds girðinga.

  • Sigurlína Jóhannesdóttir, formaður FSN, hefur tekið að sér að leiða vinnu við að kanna hvort Skógræktin hafi brotið lög þegar hún aflagði reglubundið viðahalsgreiðslukerfi girðinga, sem sum landshlutaverkefni í skógrækt höfðu viðhaft um árabil.

 

Taxtar skógræktar

Komnir út, sjá frétt á heimasíðu LSE

https://www.skogarbondi.is/taxtar

og vegna Covid19, afhendingar

https://www.skogarbondi.is/single-post/2020/05/16/covid19

 

Skógarfang

Prófarkarlestri á lokaskýrslu Skógarfangs lauk nýverið. Boðað verður til fundar á næstu dögum um afgreiðslu á framahaldinu.

Skógratölur.is - Smáforrit /app

Skógræktin, Skógræktarfélag Íslands og LSE sóttu í sameiningu um styrk við þróun á smáforriti (app) fyrir skógræktendur við að halda utan um töluleg gögn í tengslum við skógrækt.

Umsóknir í Þróunarsjóð 2020

Í undirbúningi er gerð námskrár í umhirðu ungskóga.

Verkefnið snýst um að vinna námskrá fyrir smiðju um þetta verkefni samkvæmt námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.  Verkefni sem lýtur að umhirðin nytjaskóga, með áherslu á ungskóga. Markmiðið er að fólk sem er ekki sérmenntað í skógfræðum fái staðgóða þekkingu á grunnatriðum umhirðu á ungskógi s.s. að klippa tvítoppa, uppkvista o.fl. sem gerir skóg verðmætari til framtíðar. Framkvæmd verkefnisins er tvíþætt, haldgóð fræðileg þekking og síðan starfsþjálfun. Verkefnið skiptist í eftirfarandi þætti: Ritun námskrár, val á fræðsluefni og tengsl við hagsmunaaðila. Áhersla er á ritun námskrár í samstarfi við hagsmunaaðila.

Umsjónarmaður: Emil Bjarkar Björnsson/Kristín Björk Gunnarsdóttir 

Landamerki jarða

Frumvarp verður senn lagt fram um að Þjóðskrá megi leggja fram tillögu að landamerkjalínum og ef upp kemur ágreiningur verður er það landeigenda að ganga frá því. Þetta mun mögulega auðvelda landamerkjadeilur.

RSK, „raunverulegir eigendur LSE“

Verið er að ganga frá skráningu á „raunverulegir eigendur“ á LSE, en formaður, varaformaður og gjaldkeri eru skráðir sem slíkir.  https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6608972089

Bréf til menntamálaráðherra.

Stjórn LSE sendi inn erindið „Alvarleg staða starfsmennanáms í skógrækt og tengdum greinum“ til menntamálaráðuneytisins 8.maí sl. vegna alvarlegar stöðu sem komin er upp hjá Garðyrkjuskólanum.

Skýrslu skilað í Framleiðnisjóð

HGS skilaði inn lokaskýrslu vegna styrkjar framleiðnisjóðs. Skýrslan hét:

Greinagerð vegna styrkjar „Íslenskt timbur- vöruhönnun, viðargæði og viskumiðlun“  til LSE.

 

2. Kolefnisbrúin

HHH, segir frá framvindu Kolefnisbrúarinnar og fundarmenn spurðu gagnlegra spurninga. Stjórn LSE er ánægð með það hefur áorkast og þakkar fyrir.

 

3. Málþing um girðingar

Stjórn samþykkir að leggja upp með að koma á fót málþingi um girðingar í nóvember á þessu ári. Átt verði samstarf við Landssamtök landeigenda, Skógræktina, Landgræðsluna,  Samband sveitafélaga, Búgreinafélög Bændasamtaka Íslands, Veggerðina, Landbúnaðar- Samgönguráðuneyti, ásamt fleiri hagsmunaaðilum.

4. Aðalfundir

FSN hefur eitt aðilafélaga LSE lagt fram tillögu að dagsetningu fyrir aðalfund félagsins, 18.ágúst. Önnur félög hafa ekkert ákveðið.

Tilkynna skal formönnum um að auk HGS muni HHH væntanlega mæta á fundina einnig. HGS sendir tölvupóst á formennina og biður auk þess um dagsetningu á aðalfundum félaganna.

5. Bændaskógrækt yfir í Landbúnaðarráðuneytið

Stjórnin ályktaði hugmyndir um flutning bændaskógræktar úr umhverfisráðuneyti yfir í landbúnaðarráðuneyti. Stjórnarmenn fólu formanni og framkvæmdastjóra leita til formanns BÍ og fara yfir málið með honum. Ef til vill myndi BÍ leiða vinnuna við flutninginn ef til þess kæmi.

6. Stefna LSE-lagabreyting

Umræðu frestað til næsta stjórnarfundar LSE.

7. Fjárhagsstaða LSE

Yfirlit fjárhagsstöðu LSE frá janúar-mars 2020 var lagt fyrir fundinn. Fundarmenn almennt sáttir við stöðuna. HGS var beðinn leita til Gylfa og athuga betur misræmis vaxtatekna og vaxtagjalda upp að -41.583 kr.

8. Friðlýsing trjálunda, frumvarp

HGS barst bréf frá Líneik Sævarsdóttur, alþingismanni, um frumvarp um friðlýsingu trjátegunda. HGS falið að leita til Líneikar til spyrja nánar út í málið.

9. Önnur mál

Timburstaðlabók

Útgáfa á timburstaðlabók er á lokametrunum. Stefnt er á útprentun í júní.

Stjórn samþykkir að festa kaup á eintökum á bókinni fyrir alla stjórnarliða LSE, eina á hvert aðildarfélag og ein á skrifstofu samtakanna í Bændahöllinni. Samtals 11 stykki.

Tre prox -fólkið á söginni

Búið var að mynda 19 manna hóp fyrir námskeiðsröðina „fólkið á söginni“. Hópurinn var samansettur af 45 einstaklingum frá Íslandi, Svíþjóð og Danmörku. Ákveðið hefur verið að fresta námskeiðinu um hálft ár vegna Covid19. Íslenska námskeiðið verður vorið 2021, sænska haustið 2021, danska vorið 2022 og loks stórfundur í Brussel í Belgíu 2023.

Verið er að endurskrifa Grænni skógar 1 og 2  og búa til úrvinnsluhluta, Grænni skógar 3.

Podcast/heimasíða LSE, við Skógareigendur

HGS lagði til að fenginn yrði einstaklingur til að lesa upp erindi úr útgáfum „Við skógareigendur“ inn á hlaðvarp Bændablaðsins. Ákveðið var að fresta ákvörðun um það og leggja frekar þeim mun meiri áherslu á að koma heimasíðu samtakanna, skogarbondi.is, í betra ástand en hún hefur verið mjög hæg að undanförnu. HGS ætlar að leita ráða sérfræðinga og vinna í bótum á heimasíðunni.

 

Ákveðið var að næsti fundur yrði fjarfundur á Teams, væntanlega í júní byrjun.

 

Stefnt á að halda hefðbundinn samverufund (ekki fjarfund) í ágúst.

Fundi lauk kl 12:10

135. stjórnarfundur LSE (Teams-fundur) 

FUNDARGERÐ.   

Stjórnarfundur LSE á Ferstiklu 3 í Hvalfirði  

25. júní 2020, kl 13:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst formlega kl. 13:00

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar að Ferstiklu í Hvalfirði og þakkaði gestgjöfum, þeim GRV og Margréti Stefánsdóttur fyrir heimboðið að heimili þeirra í Ferstiklu 3.

 

1) Framtíð starfsmenntanáms í Reykjum

BBJ fór yfir stöðu menntastofnunar garðyrkju á Reykjum. Stjórn styður tillögur sem lagaðar eru fram í formi skýrslunni „Framtíð starfsmenntanáms í garðyrkju“, júní 2020“.

2) Í deiglunni

 

a)      Undirritun fyrri fundargerðir

Undirritaðar voru stjórnarfundargerðir nr. 131, 132, 133 og 134.

b)      Við skógareigendur, dreifing

Dreifing á „Við skógareigendur“ var hætt á meðan covid19 geisaði sem mest. Nú verður aftur lögð áhersla á að koma blaðinu í dreifingu.

c)       Afmæli Jóhanns Gísla, afmælisgjöf

Stjórn LSE gaf formanni LSE afmælisgjöf: Koníaksflösku og Hrossakastaníupottaplöntu.

d)      Skógratölur.is

Ekki fékkst nemendastyrkur til að búa til smáforrit fyrir skógartölur.

e)      Viðarmagnsúttekt

Styrkur vegna viðarmagnsúttekt frá Umhverfisráðuneyti hefur að fullu verið ráðstafað. Styrkur var 1,5 milljón og þann 16.ágúst 2018 millifærði Ríkisjóður 1.125.000 kr. á reikning LSE. Eftirstöðvum styrkjar var lofað við skil lokaskýrslu/myndbands. Síðasta greiðsla til Skógræktarinnar var greidd 16.júní. 500.000 kr. þar sem lokaskýrsla er fullunnin. Myndband er í vinnslu.

f)       Aðalfundur FSS, tíðindi

BBJ greinir frá nýkjörinni stjórn hjá FsS. Fundarmenn óska nýkjörinni stjórn velfarnaðar.

g)      Elmia Wood

BBJ og HGS ætla að gera drög að hugsanlegri för til Svíþjóðar á Elmia Wood sýninguna í Svíþjóð.

3)  Bændasamtök Íslands

JGJ segir frá alvarlegri stöðu Bændasamtakanna. Farið var yfir málin.

Félagar í LSE árið 2019 voru 714 og af þeim voru 232 einnig í BÍ eða 32%.

HGS var falið að skrifa minnisbréf út frá þeim hugmyndum sem ræddar voru á fundinum og koma til BÍ fyrir mánaðamót.

4) Stefna LSE

Stjórn LSE leggur til bjóða Maríönnu Jóhannesdóttur, formann FsA, að leiða vinnu við mótun stefnu LSE. Lagt er til að notað verði sviðsmyndafyrirkomulag.

5) Erindi frá FSA

Stjórn FsA lagði fram tillögu vegna flutnings skógaræktar frá umhverfisráðuneyti yfir í landbúnaðarráðuneytið. Stjórn LSE leggur til að erindið verið unnið samhliða Félagmálum Bændasamtakanna og væntanlega afgreitt áður en árið er úti. Einnig unnið samhliða stefnu LSE.

6) Finnland, fundarboð NSF

Stjórn LSE samþykkir að senda framkvæmdastjóra á NSF rådsmöte til Finnlands 9.-11. September.

7) Aðgerðaráætlun í Loftslagsmálum taka 2

Stjórn LSE felur HGS og Naomi að skrifa og skila inn athugasemdir í samráðsgátt með áherslu á auknu fjármagni til skógræktar meðal bænda.   https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2708

 

 

Fundi lauk kl 16:00

136. stjórnarfundur LSE (Teams-fundur) 

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  11. september 2020 kl. 10:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 10:10

1.Í deiglunni

 

a)  NSF- Rådmøte

HGS fór yfir helstu mál sem fram fóru á fundi með félögum skógarbænda í Skandinavíu, sem var í gær á fjarfundi. Svo virðist sem samhljómur sé milli landa um ofstæki náttúrufriðunarsinna. Í sumum tilfellum getur verið erfitt að fá leyfi fyrir skógarhögg eða taka gott ræktarland til orku-skógræktar.

g)  Elmia Wood

Elmia Wood hefur verið frestað til júní 2022. BBJ og HGS munu hætta skipulagi ferðar á sýninguna.

2.Aðalfundur LSE

JGJ fer yfir málin. Aðildarfélög Bændasamtaka Íslands (BÍ) munu halda sína aðalfundi í nóvember.

Stjórn ræðir stöðuna og leggur til kosti fyrir aðalfund LSE. Fyrsti kostur er að halda hálfs dags fund í Borgarnesi sem FSV munu halda, svipað eins og fyrri áform voru. Annar kostur er að fundurinn yrði haldinn í Reykjavík. Dagsetning fundar verður ákveðin með tilliti til ákvörðunar stjórnar BÍ varðandi félagskerfi BÍ. Reikna má með að um miðbik nóvember verði fundarhæft. Framkvæmdastjóri leitar til formanna aðildarfélaganna um hvort þau hafi tillögur á fundinn.

3.Ráðuneytarokk

Stjórn LSE telur að LSE sé betur borgið meðal BÍ en utan þeirra. Auk þess að mál skógræktar á bújörðum eigi fremur að heyra undir ráðuneyti landbúnaðar en umhverfis. Tillaga skal lögð fyrir næsta aðalfund LSE þess efnis.

4.Auka Búnaðaþing vegna Hótel Sögu

SHÞ verður fulltrúi LSE á auka Búnaðarþing vegna Bændahallarinnar /Hótel Sögu sem mun fara fram. Framkvæmdastjóri tilkynnir það Sigurði framkvæmdastjóra BÍ.

5.Kolefnisbrúin

HGS og JGJ kynntu stjórn fyrir stöðu Kolefnisbrúarinnar. Stjórn styður við verkefnið af fullum hug. Vert er að undirbúa tillögu fyrir aðalfund um hvort stofna skuli fyrirtæki utan um Kolefnisbrúna.

6.Önnur mál

Girðingarmál

Stjórn LSE felur framkvæmdastjóra að leita eftir áliti Guðrúnar Vöku, lögfræðings BÍ, um lögmæti niðurfellingar girðingaviðhaldsgreiðslna sem Skógræktin tók upp 2019 gagnvart skógarbændum.

Óskað verði eftir svörum fyrir næsta stjórnarfund LSE.  

Fjar-stjórnarfundir

BJB og NB munu leggja fram nokkur mál fyrir næsta stjórnarfund og munu vera í sambandi við HGS.

 

Næsti fundur fyrirhugaður mánudaginn 21.september kl 10:00 á Teams.      Fundi lauk kl 11:10

137. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  21. september 2020 kl. 10

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 10:05

1.Í deiglunni

 

Umsögn um loftslagsmál

NB og HGS skiluðu umsögn fyrir 2. aðgerðaráætlun í Loftslagsmálum fyrir hönd stjórnar LSE. 

 

Bændablaðið

  • NB, HGS og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hafa í hyggju að skrifa grein um fjárframlög til bændaskógræktar undanfarin ár.

  • Grein í tilefni 50 ára afmæli Fljótsdalsáætlunar hefur verið skrifuð í nafni Félags skógarbænda á Austurlandi og má vænta á næstunni.

  • Greinar um skóg og kolefnisbindingu verða gefnar út í hverju blaði fram að jólum unnar af Skógræktinni, Kolefnisbrúnni og LSE.

 

Kolefnisbrúin, tilraunaverkefni

Nýlega var auglýst eftir skógarbændum í tilraunaverkefni á vegum Kolefnisbrúarinnar. Viðbrögð ekki látið á sér standa.

 

2.Eldri samþykktir     

Í þessum lið verður farið yfir samþykktir á starfsári núverandi stjórnar og óafgreidd mál rýnd.

 

Útskýring:

Uppruni máls (fundur)

Heiti máls (fundarliður)

Bókun (skráð af fundarritara)

 

Aðalfundur LSE 2019

Nafn tillögu: Taxtar skógarbænda

JGJ segir frá: Einn fundur var boðaður en honum var frestað vegna Covid19. Hugmyndir hafa verið ræddar þó formlegur fundur hafi enn ekki verið haldinn. Ein þeirra er hugmynd um greiðslukerfi sem tekur mið af árangri eftir flatarmáli (greitt eftir hektara).

BBJ veltir upp spurningum: Í lögum er talað um að Skógræktin greiði allt að 97% af samþykktum kostnaði. Hvað er „samþykktur kostnaður“ við skógrækt? Hvað kosta ákveðnir verkliðir? Hví er búið að afnema greiðslur fyrir áburðargjöf á eldri gróðursetningu og girðingaviðhald svo dæmi séu tekin.

 

Nafn tillögu: Beingreiðslur til skógarbænda

Tillagan var kynnt fyrir ráðherra landbúnaðar. Ekki hefur verið unnið með tillöguna frekar.

 

 Nafn tillögu: Jólatré

Skömmu eftir síðasta aðalfund var tillagan borin upp í umhverfisráðuneytinu, landbúnaðarráðuneytinu og Bændasamtökunum. Enginn virðist vera á móti eflingu jólatrjáaræktunar en áhugi á eftirfylgni virðist lítill.

Stjórn LSE leggur til að undirbúin verði kynningarátak fyrir komandi alþingiskosningar. Málinu er vísað til aðalfundar LSE 2020.

 

Nafn tillögu: Grisjun og slóðagerð

Skógræktin fékk auka fjárveitingu í grisjun og var veitt á ákveðna landshluta. Stjórn LSE fagnar fjárveitingunni en óskar eftir því að Skógræktin geri skil á hvernig fjárveitingunni var úthlutað milli landshluta og hvernig fjármagnið nýttist. T.d. hvað var grisjað mikið (t.d. ha og/eða m3) og hlutfall fjárveitingarinnar milli Skógræktarinnar og bænda (verktaka). Hve miklu var varið til slóðagerðar? Málinu er vísað til aðalfundar LSE 2020.

 

​Nafn tillögu: Gæðaúttekt og árangursmat

Skógræktin hefur nú þegar eftirlit með gróðursetningum um allt land og metur árangur.

 

Nafn tillögu: Nýtingaráætlun í bændaskógrækt

Samræma þyrfti nýtingaráætlanir milli landshluta og efla þar sem vantar. Umræða fyrir næsta samráðsfundi LSE og Skógræktarinnar.

 

129. stjórnarfundur LSE.

Fagnefnd skógræktar LBHI

Á 129. Stjórnarfundi LSE, sem var 21. nóvember 2019, var HGS settur fulltrúi LSE í fagnefnd skógræktar hjá LBHI. NB er varamaður. Enginn fundur hefur verið haldinn.

 

130. Formannafundur

7. liður- Skógartölur.is

Skógræktin sótti um styrk til Efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar út af Covid 19 fyrir verkefnið SKÓGARTÖLUR.IS. Það hlaut ekki náð og ekkert varð af verkefninu. Verkefnið á rætur til samvinnu LSE, Skógræktarinnar, Skógræktarfélags Íslands og að hluta til Hagstofunnar. Stjórn LSE telur að verkefnið sé mjög brýnt og mikilvægt að þróaður verði aðgengilegur gagnagrunnur um skógrækt. Framkvæmdastjóra er falið að leita til Björns Traustasonar hjá Skógræktinni og málinu fylgt eftir. Málið þarf umfjöllun á aðalfundi LSE 2020.

 

8. liður -Orð formanna

a)Endurgreiddur virðisaukaskattur

JGJ: Fyrrum framkvæmdastjóri LSE, Hrönn Guðmundsdóttir, fór með málið til umræðu hjá ríkisskattstjóra fyrir nokkrum árum. Allt virðist vera í góðu lagi á öllum landshlutum þó sumir skógarbændur séu ekki með VSK-númer. Reikna má með að Ríkisskattstjóri sé með allt á tæru.

 

b)Tryggingar og brunamat á skógum

BBJ: Skógur er ekki viðurkenndur til viðlagatrygginga/náttúruvá. Þetta mál þyrfti að taka upp við umhverfisráðherra og fá skóga tryggingarhæfa. Mögulega þarf málið umfjöllun á aðalfundi LSE 2020.

 

131 Stjórnarfundur LSE

7. liður

Framkvæmdaleyfisveiting er ólík milli sveitafélaga. Í Dalabyggð er dómsmál í gangi. Það mun verða fordæmi fyrir önnur sveitafélög. Úrskurðar er að vænta í október 2020. Gangi það eftir má búast við að það verði til umfjöllunar á aðalfundi LSE 2020.

 

133. stjórnarfundur

8. Heimasíðan

HGS hafði kynnt sér málin við WIX og lagfært síðuna lítillega. Einnig kynnti hann sér Joomla-heimasíðugerð ef ætlunin væri að fara í róttækar breytingar. Bændasamtökin (BÍ) hafa velt upp hugmyndinni að aðildarfélög BÍ sameinist með heimasíðu og veltur það á hver afdrif verða með félagskerfi BÍ.

 

134. stjórnarfundur

3. Málþing um girðingar

Stjórn LSE metur að ekki sé ráðlegt/tímabært að halda málþing um girðingar í nóvember n.k. eins og áform voru um. Þess í stað er lagt er til að halda málþingið daginn fyrir Búnaðarþing síðla vetrar 2021.

GRV bendir á að sambærilegt málþing hafi verið nýlega meðal Vegagerðarinnar og Landgræðslunnar.

 

3.TreProX

BBJ segir frá:

Grænni skógar

Um þessar mundir er Garðyrkjuskólinn (LBHI) að endurskrifa námslýsingar og námskeið innan„Grænni skógar I & II“ með tilliti til að stofna „Grænni skóga III“. 

Staða Garðyrkjuskólans

Áhugahópur innan „græna geirans“ á Íslandi hefur stofnað félag sem er tilbúið að taka við rekstri Garðyrkjuskólans ef þurfa þykir. Kennitala hefur verið stofnuð.  Unnið er að lausn í samvinnu við ráðherra menntamála.

„Fólkið á söginni“

Námskeiðið „fólkið á söginni“ er sett saman af 20 einstaklingum frá Skógræktinni, LSE, LbhÍ  og Skógræktarfélögum landsins. Verið er að leggja lokahönd á þáttökulista þessi dægrin.  Upphaflega stóð til að námskeiðið hæfist s.l. vor en vegna Covid 19 hefur það dregist um hálft ár.

Útgáfa bókar um timburgæði

Eitt af verkefnum TreProx. Bókin er að fara í prent mjög bráðlega og verður í 500 eintökum ásamt net-aðgangi. - Bókin verður til sölu á vægu gjaldi. Unnið er að undirbúningi við gerð kennsluefnis sem er í samvinnu við Iðnú.

Upplýsingagjöf

LBHI er um þessar mundir að ljúka vinnslu á heimasíðu TreProX og Facebook-síðu svo fólk getur fylgst með og nálgast upplýsingar um verkefnið.

 

BBJ mun að draga sig út úr verkefninu um áramót og Trausti Jóhannesson kemur í hans stað.

 

4.Skógarfang

Skýrsla Skógarfangs er tilbúin til prentunar en vegna Covid 19 hefur öllu verið slegið á frest. Ætlunin var að kynna skýrsluna á aðalfundi LSE sem átti að vera í október og á Fagráðstefnu skógræktar sem átti að vera í sama mánuði.

BBJ ætlar að athuga stöðu með uppsetningu og veggspjald hjá Þrúði Óskarsdóttur.

HGS ætlar að heyra í skógræktarstjóra varðandi útgáfuna og hvort hann samþykki að skýrslan fari í prentun á þessu ári og verði kynnt á aðalfundi LSE 2020 og svo á fagráðstefnunni 2021, tæpu hálfu ári síðar.

Í kjölfarið verður ákveðið hvort og hvenær boðað verði til fundar Skógarfangs.

 

5.Tillögur fyrir aðalfund frá stjórn LSE

Hér að neðan eru ómótaðar hugmyndir að tillögum til umræðu fyrir aðalfund LSE sem væntanlega verður haldinn í nóvember. Það veltur á framgöngu félagsmála BÍ.

 

Félagskerfi Bændasamtaka Íslands

Aðal áhersla aðalfundar LSE verður vafalítið á félagsmálakerfi BÍ. Beðið er eftir tillögum stjórnar BÍ.  

 

Fjárveitingar til nytjaskógræktar.

Búa þarf tillögu út frá grein Sigríðar Júlíu, NB og HGS sem ætlunin er að skrifa í Bændablaðið. Aukning á þessu ári virðist vera til „náttúruskógræktar“, en minna til nytjaskógræktar.  

 

Ráðuneytarokk

Krafa er meðal skógarbænda að málaflokkur bændaskógaræktar færist frá umhverfisráðuneyti yfir til landbúnaðarráðuneytis.

 

Skógartölur.is

Mikilvægi aðgengilegs og gegnsæs gagnagrunns um tölugögn úr skóginum munu koma geiranum vel í nútíð og framtíð.

 

Grisjun/slóðagerð

Efla þarf enn frekar við umhirðu og slóðagerð í skógum. Með því efnir ekki bara Skógræktin samninga við skógarbændur að fullu heldur gerir gott aðgengi og þrifalegur skógur auðlindina enn verðmætari.

 

Nýtingaráætlun

Innleiða þarf vinnubrögð sem auðveldar ráðunautum Skógræktarinnar að vinna Nýtingaráætlanir á skógarjörðum hratt og vel.

 

Jólatré

Jólatré eru ein fyrsta afurð íslenskra skóga en rækta má fallegt jólatré á um 15 árum. Það er auk þess gjaldeyrissparnaður og er minna kolefnisspor en á innfluttum trjám og gervi. Tilefni er til að efla innlenda jólatrjáaframleiðslu en ósamstaða virðist vera með hvaða hætti. Vert er að greiða úr þessu þessu í eitt skipti fyrir öll. Kynna þarf verkefni jólatrjáaræktunar sem víðast, ekki síst fyrir þingflokkum komandi kjörtímabils.

 

Kolefnisbrú

Leitast verður eftir því að aðalfundur LSE 2020 veiti stjórn umboð um stofnun einkahlutafélags vegna Kolefnisbrúarinnar, ef þar til kemur.

 

6.Aðalfundur LSE

Boðun aðalfundar skal vera að lágmarki ½ mánuði fyrir fundinn. Ákvörðunin dagsetningar fundar veltur á afgreiðslu félagskerfis BÍ. Vonir standa til þess að hægt sé að halda fundinn í nóvember.

Lagt upp með að hefja fund kl 13:00 og að hádegisverður sé í boði fyrir fund . Kaffihlé með góðum veitingum verður um 16:00 og stefnt verður á fundarlok fyrir 18:00.  Tillögur fyrir fundinn verða helzt að vera klárar nægilega löngu fyrir fund svo hægt sé að funda um það meðal aðildarfélaganna áður. Það mun flýta og einfalda aðalfundinn sjálfan.

 

Næsti fundur fyrirhugaður mánudaginn 12. október kl 10:00 á Teams.     

Fundi lauk kl 12:05

138. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi, 12. október 2020 kl. 10:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 10:00

 

Dagskrá fundar

 

1.Í deiglunni

> Aðalfundur FSA var fyrir skömmu og urðu breytingar á stjórn.  

> Gefin voru út myndbönd um könglatínslu og skrifuð um það grein í Bændablaðið.

> Grein um „kolefnisbindingu með skógrækt“ var einnig birt í Bændablaðinu.

 

2.Aðalfundur LSE 2020

Stjórn LSE ákveður að fresta aðalfundi LSE 2020 um óákveðin tíma vegna fordæmalausra aðstæðna í þjóðfélaginu.

 

Vinna þarf skýrslu stjórnar.

Bera þarf reikninga 2019 undir skoðunarmenn.

Í kjölfarið skal skýrslan og reikningarnir sendir út á stjórnir til umfjöllunar.

Opinber birting verður ákveðin síðar.

 

3.Fjárhagsáætlun 2021

HGS og GRV fóru yfir fjármál LSE og kynntu tillögu að fjárhagsáætlun LSE 2021. Þörf er á lítilsháttar breytingum.

 

4.Kolefnisbrúin 

Verkefnastjóri Kolefnisbrúarinnar, Hafliði Hafliðason, kemur á fundinn og fer yfir stöðuna.

  • Verið er að vinna vottunarfyrirkomulag með erlenda vottun og innlenda.

  • Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) vinnur nú að gerð reiknilíkans fyrir losun á kolefnis á bújörðum.

  • Fyrirtæki í sjávarútveginum er áhugasamt um samstarf við Kolefnisbrúna.

  • Áhugi er mikill á tilraunaverkefni með Kolefnisbrúnni og er unnið með 15 landeigendum.

  • Áframhaldandi fjármögnun á Kolefnisbrúnni er ekki í höfn en vinna stendur yfir.

  • Mögulega þarf að stofna fyrirtæki utan um Kolefnisbrúnna fyrir áramót.

 

5.Önnur mál

BBJ segir frá auknu fjármagni í nýjum fjárlögum frá umhverfisráðuneyti til bændaskógræktar. Stjórn LSE fagnar ef svo verður raunin.

 

 

Næsti fundur fyrirhugaður mánudaginn 2. nóvember kl 10:00 á Teams.     

Fundi lauk kl 11:40

139. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  3. nóvember 2020 kl. 09:30

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 10:00

1.Í deiglunni

  • Kærunefnd úrskurðar skógarbændum í vil vegna afgreiðslu framkvæmdaleyfa í Dalabyggð.  

  • Ársreikningur LSE 2019 verður skoðaður í vikunni.

  • Hefti um timburstaðla er komin úr prentun (TREPROX). LSE fær 2 bækur en að auki hafði stjórn LSE bókað að 11 bækur yrðu keyptar handa stjórnar mönnum og ein fyrir hverja stjórn aðildarfélags LSE.

  • Fyrsti fundur „fólkið á söginni“ var haldinn fyrir skömmu (TREPROX).

  • Skýrsla Skógarfangs er komin úr prentun. 400 eintök. Pétur Halldórsson og HGS munu búa til kynningarefni á skýrslunni á næstu vikum.

  • HGS leitaði eftir fundi með Fagnefnd skógræktar LBHI og fékk jákvæð svör.

  • HGS óskaði eftir stjórnarsetureikningum við stjórnarmenn.

2.Félagskerfi Bændasamtaka Íslands (BÍ)

JGJ sagði frá fundi sem BÍ hélt fyrir formenn og framkvæmdastjóra aðildarfélaga þess í gær. Kynning á mótun félagskerfis BÍ.

BBJ leggur til að stjórn LSE haldi fund með öllum stjórnum skógarbændafélaga kl 20:00 mánudaginn 9.nóv. Allir samþykkir. HGS mun leita til Oddnýjar Steinu, varaformann BÍ, um hvort hún geti haldið kynningu fyrir fundarmenn. Fundarboð um fjöl-stjórna-fund verður sent út í dag.

3.Landshlutaáætlun í skógrækt

Fyrir fundin lá fyrir spurningalisti frá nefnd sem vinnur að Landsáætlun í skógrækt. HGS hafði unnið svör sem voru til umræðu. Áður höfðu JGJ og HGS rætt við fulltrúa LSE í nefndinni og farið yfir svörin.

Að loknum þessum stjórnafundi fóru JGJ og HGS á fund nefndarinnar.

4.Kolefnisbrúin 

JGJ segir frá samningum Kolefnisbrúarinnar við Garðyrkjubændur.

Lagt var til að fulltrúar LSE í stjórn fyrir verkefnið „YlKol“ (óopinbert vinnuheiti) yrðu: Jóhann Gísli Jóhannsson og Hlynur Gauti Sigurðsson. Samþykkt samhljóða.

Lagt var til að fulltrúi LSE í stjórn fyrir verkefnið „Gróður í borg og bæ“ yrði Björn Bjarndal Jónsson. Samþykkt samhljóða.

Loks var lagt til að málefni Kolefnisbrúarinnar yrðu tekin upp á fyrrgreindum fjöl-stjórna-fundi.

5.Samráðsfundur LSE og Skógræktarinnar

Sigríður Júlía hefur óskað eftir fundi með nýju formi og lagt til að fundir yrðu fleiri og styttri en hingað til hefur þekkst. Lagt var til að halda fundinn fimmtudaginn 12.nóvember kl 15:00-16:00 á TEAMS.

Stjórnin leggur til að fundartími verði fluttur til 16:00 svo allir fundarmenn geti lokið vinnudegi fyrir fundinn. Það var samþykkt og mun HGS fylgja því eftir.

 

Fleiri mál voru á dagskrá og verða þau flutt til umræðu fyrir næsta fund.

Næsti stjórnarfundur LSE er fyrirhugaður 17.nóvember kl 10:00 á Temas.   

 

Fundi lauk kl 10:55.

2020-F 130
2020-F 131
2020-F 132
2020-F 133
2020-F 134
2020-F 135
2020-F 136
2020-F 137
2020-F 138
2020-F 139

140. fjöl-stjórna-fundur LSE

FUNDARGERÐ

Til fundar var boðin stjórn LSE og stjórnarliðar aðildarfélaga (FSA, FSN, FSS, FSV, FSVfj.) LSE á Teams fjarfund,  9. nóvember 2020 kl. 20:00

 

 

Fundarmenn:

 

Stjórn LSE: Jóhann Gísli Jóhannsson -formaður/FSA (JGJ), Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir -varaformaður/FSN (SHÞ), Guðmundur Rúnar Vífilsson -gjaldkeri/ FSV (GRV), Björn Bjarndal Jónsson -ritari/FSS (BBJ) og Naomi Désirée Bos -meðstjórnandi/FSVfj.(NB), Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS).

Stjórn FSA: Maríanna Jóhannsdóttir (MJ), Halldór Sigurðsson (HS), Jónína Zophoniusar­dóttir (JZ), Þórhalla Sigmunds­dóttir og Haukur Guðmundsson.

Stjórn FSN: Sigurlína Jóhannesdóttir, Laufey Leifsdóttir (LL), Birgir Steingrímsson og Baldvin Haraldsson.

Stjórn FSS: Hrönn Guðmundsdóttir (HG), Ísólfur Gylfi Pálmason (ÍGP), Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Sólveig Pálsdóttir.

Stjórn FSV: Bergþóra Jónsdóttir (BJ), Guðmundur Sigurðsson (GS) og Sigurkarl Stefánsson.

Gestir: Hafliði Hörður Hafliðason -Kolefnisbrúin (HHH) og Oddný Steina Valsdóttir – Bændasamtökum Íslands -BÍ (OSV).

 

Fundur hófst kl. 20:00

1.Kolefnisbrúin

HHH verkefnisstjóri segir frá stöðu Kolefnisbrúarinnar eins og hún er um þessar mundir. Fyrirséð er aukin aðkoma atvinnulífsins og fjárfesta. Gerður hefur verið samningur við Samband Garðyrkjubænda um aukin umsvif.

 

Spurningar.

OSV spyr hvenær verði komin heildarmynd á umfang Kolefnisbrúarinnar?

HHH: Það veltur á skráningargrunni fyrir kolefniseiningarnar og vottun á einingunum.

JZ: Hvað gerist verði kaupendur kolefniseininganna gjaldþrota?

HHH: Það verður tekið fram í samningum milli kaupenda og seljenda kolefniseininganna.

BBJ: Þurfti að vísa einhverjum frá í tilraunaverkefnunum.

HHH: kki mörgun en það var þá vegna þess að ekki fengust nægar upplýsingar til að reikna.

BJ: Hvernig verður með plöntuframleiðslu?

HHH: samstarfverkefnið við garðyrkjubændur gengur meðal annars út á að láta hana ganga upp.

HS: Þurfa jarðir að vera búnar að kolefnisjafna starfssemi sína áður en farið er að kolefnisjafna fyrir aðra? Má telja fram kolefniseiningar úr eldri skógum? Er hugsað út í umhirðu á skógunum?

HHH: Hugsanlega verður gerð krafa á að landeigandi kolefnisjafni sig fyrst. Sem stendur er áherslan á nýskógrækt, en ekki er útilokað að eldri skógar verði gjaldgengir einnig. Umhirðan verður að vera á frumkvæði landeiganda en honum verður gert kunnugt um mikilvægi umhirðu auk þess sem auknar kröfur eru núorðið á vistvænt byggingarefni svo markaður fyrir gott timbur á eftir að aukast.

 

JGJ lagði til fyrir fundinn að LSE stofnaði einkahlutafélag (EHF:) utan um Kolefnisbrúna.

 

Spurningar.

LL: Hvaða verkefni mun Kolefnisbrúin sem fyrirtæki leysa af hendi, svo sem kortlagning, verktakar, plöntukaup.

JGJ: Kolefnisbrúin mun sjá um ferlið.

BBJ: Það er mjög mikilvægt að þessi fundur ákveðið hvort stofna skuli EHF.

HG: Hvert verður hlutverk Kolefnisbrúarinnar, er ekki þörf á að skerpa hlutverkið?

HHH: Bændur er mis vel í stakk búnir að sinna skógrækt og undirbúningi hennar. Kolefnisbrúin mun sinna verkefnum í samráði við bændur, svo sem að útvega framkvæmdaleyfi, fólk til gróðursetinngar eða aðra verkliði. Brúin yrði einskonar verkefnisstjórn. Tengdi landeigendur við fyrirtæki sem vilja kaupa kolefniseiningar.

ÍGP: Hvaða fyrirtæki hafa sóst eftir samvinnu?

HHH: Ég vil ekki nefna þau á nafn núna en sum eru betur stödd en önnur hvað varðar kolefnisbúskap.

GS: Með réttu ætti aðalfundur LSE að taka ákvörðun um EHF.

JGJ tekur undir það en bendir á fordæmalausar aðstæður í þjóðfélaginu og að enn hefur aðalfundur þessa árs ekki verið haldinn.

 

Samþykkt var með „handauppréttingu“ allra fundarmanna og enginn var á móti. HGS mun fela lögfræðingi Bændasamtakanna að sjá um næstu skref.

 

2.Félagskerfi Bændasamtaka Íslands

OSV, varaformaður BÍ  hélt erindi um áform um sameiningu aðildarfélaga BÍ.

 

Samantekt umræðna:

Fundarmenn virtust gera sér grein fyrir mikilvægi sameiningarinnar þó árekstrar milli búgreina geti orðið. Mikilvægt er að hver búgrein hafi ráðstöfunarrétt yfir sinni búgrein þannig að hver haldi sínu hlutverki. Skógrækt má vinna samhliða annarri búgrein en það er sjaldnast öfugt.

GS benti á að búnaðarsambönd ættu að heyra undir BÍ einnig.

Árgjöld í LSE hafa til þessa verið 5000 kr á jörð og 1500 kr á hvern félagsmann. Ef gjöldin hækka um of er víst að það fæli burt félagsmenn LSE, sem nú eru um 700 talsins. Líklegt er að einungis þeir félagar sem stundi annan búskap verði þeir einu sem muni greiða félagsgjöldin en það eru um fjórðungur.

 

Stjórn BÍ mun funda frekar um sameininguna og mun LSE fá að fylgjast með því sem fram fer.

 

3.Jólatré

Fyrir fundinn var lögð fram tillaga fyrir aðildarfélögin. Tillagan fólst í að bændur og björgunarsveitir á viðkomandi landsvæði ynnu saman að því að útvega og selja jólatré úr skógum bænda. Hvert og eitt aðildarfélag mun vinna þetta áfram án aðkomu LSE.

 

 

Fundarmenn virtust ánægðir með fundarformið.

Fundi lauk kl 22:00

141. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  2. desember 2020 kl. 09:30

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 09:30

1.Í deiglunni

  • Jóla/áramóta -kveðjur á RÚV   (verður lesið 25.des, 31.des og 2.jan) -23.560 kr

  • Styrktarlína Skógræktarfélag Íslands í Skógræktarritið  „Við óskum Skógræktarfélagi Íslands allra heilla á 90 ára afmælinu.“  -24.800 kr

  • Skogartolur.is. HGS og Björn Traustason eiga fund með fulltrúa tæknisviðs Háskóla Reykjavíkur í byrjun næstu viku.

 

2.Félagskerfi Bændasamtaka Íslands (BÍ)

JGJ segir frá:

JGJ fundaði með stjórn BÍ á föstudaginn var og hefur verið miklum samskiptum við þau síðan. Í gærkvöldi kom tillaga frá BÍ um samruna LSE við BÍ. Málið þykir snúið. Fundarmenn ræddu málin.

Ákveðið var að JGJ og HGS myndu setja upp minnispunkta fyrir stjórnir aðildarfélaga LSE svo þau geti fundað sín á milli. Vonast er til þess að allar stjórnir skili af sér athugasemdum innan viku.

 

3.Önnur mál

  • BBJ segir frá: Björgvin Filippusson, forstjóri Kompáss ehf., hefur óskað eftir viðræðum um mögulegt samstarf. HGS mun senda Björgvini tölvupóst og þakka honum fyrir erindið en segja um leið að uppstokkun stendur yfir milli BÍ og LSE um þessar mundir.

  • BBJ segir frá: Skýrsla Skógarfangs kom út í nóvember sl. og hefur fengið mikið lof meðal þerra sem hana hafa lesið. HGS mun setja hana á heimasíðu skogarbondi.is innan skamms.

  • HGS segir frá: Bjarki Jónsson, hjá Skógarafurðir ehf., hafði samband og benti á að ríkisstofnunin Skógræktin stæði í vegi fyrir eðlilegri verðmætasköpun á viðarafurðum á Íslenskum viði með því að eiga í samkeppni við einkaaðila á borð við skógræktarfélögin, sitt fyrirtæki og einyrkja. Stjórnin mun tala máli hans, sem og annarra skógarbænda á öðrum vettvangi.

  • SHÞ segir frá: Skógræktin hefur í sölu köngla í neytendaumbúðum þessi jólin. Frábært framtak og góð auglýsing fyrir skógarauðlindina.

Fundi lauk kl 11:10.

142. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  16. desember 2020 kl. 20:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 20:00

1.Í deiglunni

  • Auglýsing í Bændablað ca 18.000+VSK

  • Lokagreiðsla fékkst á dögunum frá UAR (viðarmagnsúttekt – LiDAR) video 350.000 kr

  • Til þessa hafa félagsgjöld til LSE einungis verið greidd af FSN.

  • Til þessa hefur félagatal borist LSE frá öllum félögum nema FSA.

  • Ársreikningur 2019 og skýrsla stjórnar hefur verið birt og gerð opinber með frétt á heimasíðu LSE.

  • Stjórn LSE telur ekki þörf á að skila inn umsögn um frumvarp alþingis um Hálendisþjóðgarð.

  • Stjórn LSE vill leita eftir samtali og samvinnu við Skógræktina og BÍ hvað varðar umsögn um frumvarp nýrra jarðarlaga. https://www.althingi.is/altext/151/s/0467.html

 

2.Samráðsfundur

Óskað hefur verið eftir samráðsfundi við Skógræktina í byrjun næsta árs. Stjórn LSE vill stinga upp á fundi um miðjan janúar, t.d. fimmtudaginn 14.janúar.

Mál sem stjórn LSE vill leggja fyrir eru:

- Jólatré. Leggja þarf heildrænar reglur um tökur jólatrjáa í bændaskógum .

- Hvað telst samþykktur kostnaður í skógrækt? Með breyttu uppgjöri á girðingakostnaði hafa forsendur breyst.

- Frumvarp vegna nýrra jarðarlaga. Stjórn LSE óskar eftir samtali og mögulega samvinnu við skoðun og umsögn á frumvarpinu.

 

3.Félagsmál BÍ

Stjórn LSE er jákvæð fyrir hugmyndum um áframhaldandi skoðun á inngöngu skógarbænda í BÍ og leggur til að farið verði í frekari rýnisvinnu um kosti og gall þess.

 

4.Önnur mál...

JGJ gerir stuttlega grein fyrir stöðu Kolefnisbrúarinnar og fyrirhuguðum samningum. Rætt var um að tímabært er að stofna einkahlutafélag um félagið.

 

Fundi lauk kl 21:40.

143. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  13. janúar 2021 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (GÞ)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Fundur hófst kl. 20:00

1.Félagskerfi LSE/BÍ

GÞ var boðið á fundinn kl 20:15. Hann kynnti fyrirætlanir á félagskerfi BÍ og svaraði spurningum. GÞ yfirgaf fundinn kl 21:00. Í kjölfarið var lögð upp tímalína fyrir starf LSE í tengslum við fyrirætlanir BÍ.

 

Tímalína.

Jan/Feb

- SVÓT greining Hafliða Hafliðasonar. (SVÓT = Styrkleikar- Veikleikar- Ógnanir og Tækifæri)

Stjórn LSE mun fara yfir kosti og galla við sameiningu LSE og BÍ.

22. Mars

-Búnaðarþing (Reykjavík).

Kynning: Eftir Búnaðarþing og fyrir aðalfundi aðildarfélaganna þarf LSE líkast til að undirbúa kynningu fyrir félagsmenn sína.

Apríl

-Aðalfundir aðildarfélaga LSE 2021.

Samþykktir BÍ af Búnaðarþingi kynnt félagsmönnum LSE.

Maí/júní

-Aðalfundur LSE 2020/2021 (Hótel Hamar við Borgarnes).

Tekin ákvörðun um tillögur af Bændaþingi. Félagsmenn, sem mæta á fundinn, eru kosningabærir.

10.júní

- Auka búnaðarþing (Reykjavík). 

Ákvörðun LSE og annarra aðildarfélaga BÍ liggur fyrir fundinum.

1. Júlí

Stefnt að stofnun nýrra Bændasamtaka.

Stjórnin samþykkti að fylgja tímalínunni, svo fremi sem forsendur haldist óbreyttar.

 

2.Kolefnisbrú- EHF

Erindi um að stofnað yrði einkahlutafélag í nafni LSE og BÍ var sent til allra stjórna aðildarfélaga LSE 6. janúar.

Stjórnin samþykkti með hlutdeild sinna félaga (stjórnir aðildarfélaganna) að LSE og Bændasamtökin stofni einkahlutafélag um Kolefnisbrúna í sameiningu.

 

Lagt til að JGJ og GRV sitji í stjórn Kolefnisbrúarinnar ehf. og verði þar með skráðir í fyrirtækjaskrá. Varamaður verður SÞ. Stjórn BÍ tilnefnir fulltrúa BÍ í stjórnina.

Framkvæmdastjóri Kolefnisbrúarinnar verður HGS.

 

Lagt er til að HGS semji við Skógræktina um að hann muni eftirleiðis sinna sínum störfum fyrir Skógræktina í gegnum fyrirtæki sitt, Kvikland ehf.

 

3.Við skógareigendur- Kolefnibinding með skógrækt

HGS og JGJ kynntu hugmyndir að útgáfu Við skógareigendur. Blaðið í ár yrði helgað Kolefnisbindingu með skógrækt og yrði væntanlega 52 síður (líkt og blaðið í fyrra). Ætlunin er að prenta út í ca 5000 eintökum og senda á öll lögbýli. Kostnaðaráætlun er um og yfir 2 milljónir. Kolefnisbrúin ehf. myndi annast fjármögnunina og útgáfuna.

Stjórn samþykkir að gefa blaðið út í nafni Kolefnisbrúnnar svo frem sem fjármögnun náist.

 

4.Önnur mál...

JGJ boðinn á næsta stjórnarfund FsS í til að kynna félagsmál BÍ.

Fundi lauk kl 22:00.

Næsti fundur stjórnar LSE er fyrirhugaður þegar fyrrgreind SVÓT greining er tilbúin til yfirlestrar.

144. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  8.febrúar 2021 kl. 19:30

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV) (Tæknilegir hljóðörðuleikar)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hafliði Hörður Hafliðason, verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar (HHH)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Fundur hófst kl. 20:00

 

1.Bókanir síðustu daga

Fundur samþykkti þrjár bókanir milli funda: -Umsögn um jarðarlög. – Stuðningsyfirlýsingar við Uppbyggingu Skógarafurða ehf. og kaupum Magnúsar Þorsteinssonar á Vimek grisjunarvél.

 

2.Landbúnaðarstefna

Formanni og framkvæmdastjóra er boðið að koma málefnum LSE að stefnumótun Landbúnaðar.

 

3.Bændasamtök- félagskerfi- Gögn frá BÍ

Umræður voru um gögn sem stjórn BÍ hafði sent aðildarfélögum BÍ á dögunum.

Upp komu spurningar á borð við: Verður kennitala LSE lögð niður? Hvernig nær nýtt fyrirkomulag að þjóna þeim skógarbændum sem ekki ganga í Bændasamtökin? Mun þetta hafa áhrif á ráðgjafaþjónustu við skógarbændur og mögulega aðkomu RML?

BBJ segir frá að JGJ hafi mætt á stjórnarfund FsS í síðustu viku. Þá hefur JGJ komið á fjar-stjórnarfundi allra aðildarfélaga LSE, nema FsN, til að kynna sameingarmál LSE og BÍ. Helsta niðurstaða fundarins með FsS var: „Getum við fundið leið til að allir skógarbændur fari sem hópur inn í Bændasamtökin?“

JGJ og HGS ætla fara yfir sameiningarmál LSE við BÍ með stjórn BÍ. Á næsta stjórnarfundi LSE munu þeir kynna málin eins vel og þeir mögulega geta; kynningu sem gæti einnig verið til grundvallar öðrum félagsmönnum.

 

4.SWOT-greining

HHH segir frá aðdraganda greiningarinnar. Loks var farið vandlega yfir greininguna.

Stjórnarmenn voru sammála um að SWOT greiningin væri góð og yfirgripsmikil. Vissulega má deila um mörg atriði en svona greining er ekki hafin yfir gagnrýni heldur er hugmyndin með henni að skapa umræðugrundvöll.

HHH, gengur frá endanlegri útgáfu og HGS sendir út á allt stjórnarmenn aðildarfélaganna.

Stjórn þakkar HHH kærlega fyrir vinnuna við greininguna.

 

5.Ársreikningur LSE 2020

Ársreikningur LSE fyrir 2020 hefur verið gefinn út. Hann verður sendur á stjórnarmenn ef og þegar skoðunarmenn hafa skrifað undir.

 

6.Önnur mál

> Biðja skal um seinkun á Samráðsfundi með Skógræktinni, sem fyrirhugaður var 11.febrúar.

> SHÞ, BBJ, HGS og HHH sögðu frá fundi með RML þar sem farið var yfir ýmis landbótaverkefni.

> BBJ segir frá: Gróður í borg og bæ, verkefnið komið vel af stað og búið að ráða starfsmann.

> BBJ beinir til HHH: Veltir vöngum um virðisaukaskatt fyrir þá sem ætla að binda kolefnis í skógi.

JGJ yfirgaf fund.

> Umræður um aukinn hróður skógrækt í gegnum árin, þó undarlegt að fleiri séu ekki að rækta skóg.

> Á næsta stjórnarfundi verður farið yfir dagsetningu fyrir aðalfund LSE.

Fundi lauk kl 21:15.

Næsti fundur stjórnar LSE er fyrirhugaður fyrir samráðsfund með skógaræktinni, væntanlega í lok febrúar.

145. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  3.mars 2021 kl. 10:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV) (Tæknilegir hljóðörðuleikar)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Fundur hófst kl. 10:00

 

1.Bókanir síðustu daga

Umsögn um stjórnarfrumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana var samþykkt af stjórn LSE og send inn á Samráðsgátt 23.febrúar 2021.

 

2.Samráðsfundur 4.mars

Fyrirhugaður er samráðsfundur með Skógræktinni 4.mars (á morgun). Á dagskrá eru 3 mál.

1. Taxtar

-SHÞ spyr fundarmenn hvort miklar breytingar hafi orðið á töxtum við sameininguna 2017. Flestir stjórnarmenn vildu meina að svo hefði orðið. Taxtar hafa breyst töluvert frá tímum Landshlutaverkefnanna og verkliðum hefur fækkað. Auk þess hefur flækjustigið aukist fyrir almennan skógarbónda. Sérstaklega við uppgjör og eftirfylgni.

2. Jólatré. Leggja þarf heildrænar reglur um tökur jólatrjáa í bændaskógum.

3. Hvað telst samþykktur kostnaður í skógrækt? Með breyttu uppgjöri á girðingakostnaði hafa forsendur breyst.

 

Samband við BBJ rofnaði á þessum tímapunkti -kl 10:30

 

3.Við skógareigendur

HGS lagði upp nokkrar hugmyndir af forsíðum á blaðið. Allar þóttu álitlegar og var HGS falið að velja.

Farið var yfir fjármögnun á útgáfu blaðsins. Fjármögnun er að mestu lokið.

 

4.Aðalfundur LSE-

Lagt er til að á formannafundi, sem fyrirhugaður er á morgun, verði tekin ákvörðun um hvor dagsetning henti betur fyrir aðalfund LSE, 28.maí eða 4.júní

 

Fundarliðnum „Afurða og markaðsmál“ verður frestað til næsta fundar.

 

Fundi lauk kl 10:45.

Næstu fundir eru formannafundur og Samráðsfundur á morgun 4.mars. Svo mun varaformaður mæta fyrir hönd stjórnar LSE á búnaðarþing 20.mars. Næsti stjórnarfundur LSE hefur ekki verið ákveðinn.

146. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  18.mars 2021 kl. 15:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV) (Tæknilegir hljóðörðuleikar)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

 

1.Í deiglunni:

  • Við skógareigendur komið í dreifingu.

  • Undirskriftir Bókhalds LSE síðasta árs afgreitt.

  • Félagið Kolefnisbrúin ehf. orðið raunin. Kennitala: 520321-0200

 

2.Samlegðaráhrif við BÍ

Beiðni frá stjórn BÍ um að endurskoða fyrirhugaða dagsetningu á aðalfundi LSE. Lagt er upp með að allar búgreinar ljúki aðalfundum sínum fyrir 15.maí til að geta skilað inn athugasemdum fyrir fyrirhugað auka búnaðarþing, dagsett 10.júní.  Í sömu beiðni BÍ er beðið um að afgreitt verði á aðalfundi tillögu um að núverandi stjórn sitji fram að Búnaðarþingi 2022.

 

Stjórnin samþykkir að stefna á að hafa aðalfund LSE Sumardaginn fyrsta, 22. apríl 2021, 23. apríl eða 24.apríl. Félag skógarbænda á Vesturlandi ákveður endanlega dagsetningu með tilliti til fundarstaðar. Fundarmenn þurfa að skrá sig til fundarhaldara með nafni, kennitölu og netfangi.

 

Stjórnin mun leggja til að á aðalfundum félaganna og í kjölfarið aðalfundi LSE að núverandi stjórn sitji óbreytt fram að búnaðarþingi 2022.

 

JGJ leggur til við stjórnina að hún íhugi stöðu og streymi fjármagns LSE fyrir næsta stjórnarfund.

 

Næstu stjórnarfundur er fyrirhugaður daginn eftir búnaðarþing, 24.mars kl 9:00. Stefnt er að raunfundi í Betri stofu Bændahallarinnar, að öðrum kosti með Teams-fjarfundabúnaði.

 

3.Önnur mál

BBJ, leggur til að fara þurfi betur yfir taxtatillögur Skógræktarinnar fyrir næsta ár. Núverandi skipting milli launavísitölu og neysluvísitölu er ósanngjörn.

 

Fundi lauk kl 16:00

147. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE í Betri stofu BÍ og á Teams fjarfundi, 24.mars 2021 kl. 09:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ) (á Teams)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB) (á Teams)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Tæknilegir örðuleikar voru við upphaf fundar.

 

1.Búnaðarþing

SHÞ sat ný afstaðið búnaðarþing (22.mars-23.mars) sem fulltrúi LSE og JGJ, formaður LSE, sat þingið í nafni Búnaðarsambands Austurlands. Nýtt félagskerfi var samþykkt á þinginu sem felur í sér umtalsverðar breytingar fyrir aðildarfélög þess, þar á meðal LSE. Fyrirhugað er að kynna félagskerfið vel á aðalfundum aðildarfélaga LSE, sem fara fram á næstu vikum og munu JGJ og/eða HGS reyna eftir fremsta megni að mæta á fundina og fylgja málin eftir. Á aðalfundi LSE, sem dagsettur er 24.apríl, verður loks tillagan kynnt um sameiningu við BÍ og tekin ákvörðun þá.

 

2.Aðalfundur LSE

Ákveðið hefur verið að halda Aðalfund LSE í Borgarnesi 24.apríl nk. Fyrir hönd fundarhaldara FSV mun Guðmundur Sigurðsson halda utan um undirbúning í samvinnu við HGS. Samþykkt var að LSE greiði allan kostnað við aðalfundinn (aðstöðu, aðbúnað og veigar) en gestir sjá sjálfir um gistingu. Gert verður upp við stjórn FSV í aðdraganda eða að fundi loknum.

Gera þarf grein fyrir áreikningi og skýrslu stjórnar fyrir bæði árið 2019 og 2020 á fundinum.

Drög að dagskrá verða gerð á eftir, kynnt fyrir formönnum aðildarfélaga LSE og stjórn LSE og loks sendur út tölvupóstur um fundarboð til félagsmanna LSE áður en sól leggst til hvílu.

 

Fundi lauk kl 10:20

148. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi, 19.apríl 2021 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigurlína Jóhannesdóttir, varamaður varaformanns  (SJ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

1.Aðalfundur LSE

Rætt var um hvort ætti að halda aðalfund LSE á boðuðum fundartíma 24. apríl nk. Útlit er fyrir viðvarandi Covid takmörkunum næstu daga.

 

Tillaga fyrir fundinn:

Aðalfundir LSE 2021 verði frestað til 15.maí.

Sett verður á covid-viðbragðaáætlun í þremur sviðsmyndum:

 

Sviðsmynd 1

Ef engar covid hömlur verða í þjóðfélaginu verður aðalfundur með hefðbundnu sniði. Þetta er talin ólíkleg sviðsmynd. Nánari útlistun verður því ákveðin er nær dregur.

Fundinum yrði ekki streymt á vefmiðli.

 

Sviðsmynd 2

Ef samkomutakmarkanir verða í þjóðfélaginu má hugsa sér 40 manna fulltrúafund, í einu 40 manna hólfi eða tveimur tuttugu manna hólfum.

Fulltrúar fundarins yrðu valdir með eftirfarandi móti.

  • LSE stjórn = 5 manns

  • Hvert aðildarfélag má senda inn 3 fulltrúa, 15 manns alls. (mælst til að velja stjórnarmenn)