Skógarganga á Mýrum á Héraði -FsA

Blíðuveður lék við göngufólk frá Félagi skógarbænda á Austurlandi og Skógræktinni þegar farið var í göngu um skógræktina á Mýrum í Skriðdal í lok júní. Eftir gönguna var haldinn samráðsfundur Skógræktarinnar við skógarbændur á félagssvæðinu og fundarmenn gæddu sér á veitingum. Við hittumst í Stefánslundi sem er minningarlundur um Stefán Þórarinsson fyrrum bónda á Mýrum. Byrjað var að planta greni í lundinn árið 1971 og síðar einnig lerki. Páll Guttormsson stjórnaði verkinu en hvatamaður að skóginum var Zophonías Stefánsson. Síðan var gengið um hluta skógræktarinnar sem er frá árunum 1996 -2000. Þar er mestmegnis lerki- og furuskógur en einnig þó nokkuð af ösp sem vex vel upp úr bláberjalyngs

Skógarganga að Hofi -FsN

Þann 24. júní var blásið til skógargöngu í samstarfi Skógræktarinnar og Félags skógarbænda á Norðurlandi. Að þessu sinni var gangan haldin að Hofi í Vatnsdal þar sem ábúendurnir Eline Manon Schrijver og Jón Gíslason tóku á móti gestum. Vatnsdalurinn tók vel á móti göngufólki, enda óvíða fegurra, og þrátt fyrir rigningu í upphafi göngu var leikur einn að njóta þess að ganga um í fallegum skógi. Að Hofi er afskaplega fallegur og fjölbreyttur skógur og nóg að skoða. Fyrst var plantað þar upp úr 1930 en skógurinn er alls um 40 hektarar að stærð. Jón og Eline leiðsögðu gestum um skóginn, bæði eldri og yngri hluta. Í þeim eldri má meðal annars sjá töluvert af blæösp sem virðist kunna ákaflega v

Skógarganga að Ferstiklu í Hvalfirði -FsV

Félag skógarbænda á Vesturlandi var stofnað þann 23. júní 1997. Hefð er að félagsmenn hittist þennan dag hjá einhverjum skógarbónda innan félagsins og skoði skógræktina hjá honum. Í ár buðu hjónin Guðmundur Rúnar Vífilsson og Margrét Stefánsdóttir að Ferstiklu skógarbændum í heimsókn. Ánægjulegt var hversu vel skógarbændur mættu í gönguna en einnig voru með í för framkvæmdastjóri LSE, starfsmenn skógræktarinnar á svæðinu auk þeirra Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur og Þrastar Eysteinssonar en ákveðið var að slá saman skógargöngunni og fundi með þeim. Guðmundur Rúnar leiddi hópinn um skóginn sem er orðinn mjög vöxtulegur og fjölbreyttur. Fyrr um daginn hafði verið mikið gróðurveður en á me

Jónsmessuganga að Núpum -FsS

Árleg Jónsmessuganga FsS var sunnudaginn 21. júní s.l., klukkan sjö um kvöldið. Gengið var að þessu sinni um skóginn að Núpum í Ölfusi, sem er næsti bær fyrir neðan Hveragerði þegar ekið er í áttina að Þorlákshöfn. Skógarbóndinn Guðmundur A. Birgisson leiddi hópinn um skóginn, sem voru nær 60 manns, og sagði frá þessum einstaka útivistar- og nytjaskógi. Þar sem er að finna allar helstu trjátegundir, ásamt miklu úrvali af eðaltrjám. Upphaf skógræktar að Núpum er frá 1985, en stór hluti nytjaskógarins var plantað árið 2000 og næstu ár þar á eftir. Vöxtur skógarins er með eindæmum góður, en athygli vakti eðaltré sem er að finna vítt og breitt um skóginn. Þar á meðal er hlynur sem vex vel og

Velheppnuð skógarganga á Ströndum -FsVfj.

Föstudaginn 26. júní sl. var haldinn skemmtilegur viðburður á Vestfjörðum. Aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum (FsVfj.), ásamt skógargöngu og heilnæmum hádegisverði, var haldinn á Svanshóli í Bjarnarfirði á Ströndum. Bjarnarfjörður er einstök náttúruperla í Kaldrananeshreppi, steinsnar frá Hólmavík. Fjölmargir félagsmenn voru mættir auk starfsfólks Skógræktarinnar og framkvæmdastjóra LSE. Eins og gjarnan vill verða í skógum lék veðrið við þáttakendur í skógargöngunni sem var fyrst á dagskrá. Í Bjarnarfirði hefur vaxið upp mikill skógur, bæði náttúrulegur og gróðursettur. Á Svanshóli er stunduð umfangsmikil og fjölbreytt skógrækt, en hvorki meira né minna en 26 trjátegundir vaxa á jör

Vaninn hamlar hjálpinni

Grein sem birtist í Bændablaðinu í maí sl. Vaninn hamlar hjálpinni Loftslagsvandinn Sífellt fleiri eru að átta sig á því að aðgerða er þörf í loftslagsmálum. Það þarf að minnka kolefnislosun og auka kolefnisbindingu. Það er ekki nóg að gera annaðhvort, hér þarf að vinna á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Flestir geta breytt einhverju í hegðun sinni varðandi innkaup, samgöngur o.fl, losað minna og/eða bundið meira, til dæmis með gróðri. Margir eiga, eða hafa umráð yfir landsvæðum sem eru lítið nýtt, uppskerulítil, eða jafnvel að blása upp. Mynd 1 er tekin á landsvæði sem hefur verið friðað fyrir beit frá árinu 2002. Þarna var ekki að sjá jákvæðar breytingar þrátt fyrir 18 ára friðun. Hér er „ís

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089