Skógarganga á Mýrum á Héraði -FsA
Blíðuveður lék við göngufólk frá Félagi skógarbænda á Austurlandi og Skógræktinni þegar farið var í göngu um skógræktina á Mýrum í Skriðdal í lok júní. Eftir gönguna var haldinn samráðsfundur Skógræktarinnar við skógarbændur á félagssvæðinu og fundarmenn gæddu sér á veitingum. Við hittumst í Stefánslundi sem er minningarlundur um Stefán Þórarinsson fyrrum bónda á Mýrum. Byrjað var að planta greni í lundinn árið 1971 og síðar einnig lerki. Páll Guttormsson stjórnaði verkinu en