Elmia wood – alltaf stuð í skóginum
Skógtæknisýningin, Elmia Wood, er haldin fjórða hvert ár í sveitahéraðinu Vaggeryd í Svíþjóð. Á rólegheitadegi tekur um hálfa klukkustund að keyra þangað frá borginni Jönköping. Í þeirri borg er gata sem heitir Elmia-vegur en betra er að rugla þeirri götu ekki saman við sýninguna, þó svo að hún eigi gatnamót við Húskvarna-veg (Íslendingar þekkja Husqvarna vörumerkið vegna keðjusaga og saumavéla). Sýningartími Elmia Wood er venjulega í byrjun júní og stendur yfir þrjá daga frá