top of page

Í vinnslu  (22022022)

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

Aðalfundur LSE              

15.05.2021                                   

Menntaskólanum í Borgarnesi Hjálmakletti

 

Dagskrá

10:00 Setning fundar

10:15 Skýrsla stjórnar 2021 (Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE)

10:30 Ársreikningur 2020 (Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE) (Ársreikningur 2019)

10:45 Umræður um skýrslu stjórnar

11:00 Tillögur fundarins lagðar fram (sjá neðar)

11:15 Megin mál fundarins -Sameining við Bændasamtök Íslands (Fulltrúi BÍ))

12:15 Hádegishlé

13:00 Aðsendar tillögur (sjá neðar)

13:30 Tillögur afgreiddar

15:00 Kaffihlé

15:20 Kynning á skýrslu Skógarfangs- Horft fram á við (Björn B. Jónsson)*

15:30 Umræður

15:40 Kynning á Kolefnisbrúnni (Hlynur Gauti Sigurðsson)

15:50 Umræður

16:00 Áætluð fundarlok

 

Fundarstjóri: Guðmundur Sigurðsson

Fundarritarar: Laufey Hannesdóttir og Sigurkarl Stefánsson

Tæknistjóri o.fl. Hlynur Gauti Sigurðsson

 

Bergþóra Jónsdóttir formaður FSV bauð gesti og áheyrendur í fjarbúnaði velkomin á fundinn.

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE setti 24. aðalfund félagsins. Fundurinn verður fámennur vegna ástandsins í þjóðfélaginu, COVID-19.

Sungið; „Ó Blessuð vertu Sumarsól „ við undirleik Sigurkarls.

Fundarmenn kynntu sig.

Síðan er gengið til dagskrár.

1.Skýrsla stjórnar Jóhann Gísli,

Enginn aðalfundur var í fyrra og ársskýrsla og reikningar voru afgreiddir á fjarfundi. Þar var stærsta verkefnið Kolefnisbrúin og umræða um að verða búgreinasamband í BÍ.

Margir fundir hafa verið haldnir varðandi félagsaðildina, enda flókið mál og hefur verið að mótast í ferlinu. Ef verður af inngöngu þá á margt eftir að skýrast. Meðal þess sem breyttist í ferlinu er að lægsta aðildargjald yrði 20.000 kr en hafði verið talað um 15.000 kr.

Mikilvægt er að félagsmenn lesi „Landáætlun í skógrækt“ sem er á skogur.is ; þar eru bæði meiri- og minnihlutaálit nefndarinnar en ef til vill ekki allt í „okkar anda“. Mikilvægt að félagsmenn velti málinu fyrir sér, myndi sér skoðun og komi fram athugasemdum ef við á.

„Horft fram á við í afurða og markaðsmálum skóga“ er skýrsla sem kom út í nóv. 2020. Björn Bjarndal kynnir hana á fundinum.

„Við skógareigendur“ kom út vorið 2021. Hlynur Gauti fékk marga til að skrifa í blaðið og uppsetning og efni er mjög skemmtilegt. Margir hafa lýst ánægju með blaðið.

Stefnt að þátttöku í landbúnaðarsýningu í haust (október 2021).

Landbúnaðarstefna Ísland; Skýrsla Björns Bjarnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur er komin út. Í viðtölum við þau komust sjónarmið skógarbænda allvel að. Misvel gengur hins vegar að eiga við sum sveitarfélög, oft skipulagsferlin of þung og dýr!

Kolefnisbrúin hefur verið að þróast í á þriðja ár. Félagið, Kolefnisbrúin ehf, er komið í rekstur. Verið að leita að starfsfólki og fjármögnun. Jákvæðnin mikil víða m.a. frá öðrum búgreinum s.s. kúa- og garðyrkjubændum. Líka möguleiki á tengslum við orkufyrirtæki s.s Orkubú Vestfjarða. Verið að vinna í vottunarferlum. Vonir standa til að þetta verði öflugt til framtíðar og nýtist skógarbændum vel.

Hlynur hefur verið í samstarfi við Norræn félög.

Með HR (Háskólinn í Reykjavík) var reynt jólatrjáverkefni sem gekk ekki upp nema til varð grunnur að heimasíðu.

TréProx verður sagt frá síðar, Björn Bjarndal.

Mikil vinna er við umsagnir og þingsályktanir um hin ýmsu málefni enda mikilvægt að hafa þetta í virkni. Hlynur hefur staðið sig vel þar.

Sama á við um stuðningsyfirlýsingar og umsagnir um skógartengd málefni. Þar er Hlynur enn öflugur.

2.Reikningar: Guðmundur Rúnar

Ársreikningur 2020, sjá https://www.skogarbondi.is/single-post/adalfundur2021

Búið að undirrita af stjórn og endurskoðanda. Staða góð.

Rekstrargjöld og---tekjur hækka. Rekstrarhagnaður rúmar 5 milljónir_ vegna COVID lítil eyðsla. Eigið fé 8.366.763 kr.

Tekjur helst: Ríkisframlag, félagsgjöld, styrkir auglýsingatekjur

Rekstrakostnaður svipaður og áður. Bókhaldsþjónusta lækkar eftir að sú þjónusta var sótt til BÍ. Engar ráðstefnur né námskeið. Fundir aðallega fjarfundir => minni aksturskostnaður.

Reikningar samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

3.TreProx: Björn Bjarndal

Björn hefur unnið talsvert með skógareigendum á Norðurlöndum. Þar kynntist hann m.a. hvernig þau fengu styrki frá ESB t.d. til að fá skógareigendur í Svíþjóð til að huga að rekstri skógarjarða sem fyrirtæki. Úr varð verkefnið kraftmeiri skógar sem gekk vel.  Ný hugmynd er að fá skógarbændur sem eru komin ,,á sögina“ til að taka þátt í námskeiðum t.d. um gæðamál á timbri. Þýdd sænsk bók um þetta er komin á netið. Hár ESB styrkur fékkst.

Björn minnti á brunavarnaráætlanir : gródureldar.is allir skógarbændur þurfa að gera áætlanir fyrir sig! Gríðarlega mikilvægt mál.

 

4.Formaður Bændasamtaka Íslands

Gunnar Þorgeirsson

Þakkar fundarboðið, margslungið ár að baki, þannig að ýmis mál þarf nú að afgreiða með yfirstandandi félagskerfisbreytingum hjá BÍ.

Gunnar segir margt hafa gengið vel hjá BÍ á þessum skrýtnu tímum og þakkar það góðu starfsfólki en skipulagið má laga og einfalda. Það þurfa ekki allir að vera að telja félagsmenn og senda út greiðsluseðla, gott að skipta með sér verkum. Það verða miklar hagræðingar við sameininguna þannig að starfkraftar nýtast betur. BÍ eru að skila ýmsum umsögnum til alþingis sem eru mjög mikilvægar. Markmið með sameiningunni er að samræma og samnýta.

BÍ þarf að nálgast umræðuna öðruvísi, ekki bara vera í vörn. Mikilvægi landbúnaðar t.d. við kolefnisjöfnun er ótvírætt.  Umræða um félagsgjöld þarf að vera samkomulag og málamiðlun.

BÍ vill að grasrótarstarfið viðhaldist, ekki kemur nein miðstýring þar. En bændur-sem heild- þurfa að þétta raðirnar. En skógarbændur mega halda sínu, sinni grasrót ekki síður en kartöflu- og – blómabændur..

Sameiningin er stórt og mikilvægt mál fyrir bændur.

Pólitíkusarnir tala fyrir næstu kosningar um grænar lausnir, sótspor og kolefnisjöfnun … en hvernig? Hvað? Án þekkingar og samvinnu við bændur verður lítið úr.

Menntun og fræðsla í landbúnaði -flókið mál, erfitt með samspili við Landbúnaðarháskólann og t.d flækja með Garðyrkjuskólann á Reykjum-allt í skrúfunni.

Mikilvægt fyrir bændur að átta sig á tækifærum t.d. í sambandi við Kolefnisbrúna í samstarfi við ríkið.

Samskiptin við ríkið þarf að nálgast með öðrum og skipulagðari hætti en nú. T.d. skógarbændur ætla að binda,, svona mikið CO2“ á ,,svona löngum tíma“ og ,,það kostar þetta“:Það þurfa að vera tölur og mælikvarðar. Það gengur ekki að segja við ætlum að binda helling af CO2…

Mikilvægt að efla nýliðun í bændastétt, nýbreytni og lífræna ræktun. Grasrótarstarfið er mikilvægt. Við þurfum að þétta raðir bænda, sameina hópana og huga að hagsmunum allra.

Í dag ráða búnaðarsamböndin BÍ, það er dálítið skrýtið! Verk að vinna að breyta m.a. því!

Vísaði til sameiningar björgunarsveitanna-allt efldist bæði grasrót og stórfélagið Landsbjörg. Bæði starf og félagslíf.

Á árlegum búnaðarþingum fer fram stefnumótun BÍ, í stærri málum, ekki smærri mál.

Spurningar til Gunnars:

Agnes Geirdal: Í LSE eru ekki allir með lögbýli-hvar eiga þeir heima í kerfinu?

Björn Bjarndal: Þakkar Gunnari gott erindi. Sunnlenskir skógarbændur létu gera SWOT greiningu varðandi inngöngu í BÍ. Þar kom m.a. fram að styrkur við inngöngu er að skógarbændur geta verið samnefnari allra búgreina. En við þurfum að hugleiða hvernig við göngum inn t. d. er mögulegt að myndist gjá milli skógarbænda sem hugsa stórt og þeirra sem hugsa smærra. Allir, stórir og smáir, eru MJÖG mikilvægir. Árin 1994-1995 fóru íslenskir skógarbændur í ferð til Finnlands, upp úr því voru stofnuð skógarbændasamtök. Og það voru nánast ALLIR MEÐ. LSE er mjög öflugt afl, en við þurfum að vera sameinuð heild. Við höfum ekki náð að ræða þetta nægilega í grasrótinni, þannig að við vitum ekki alveg nægilega vel hver staðan er.

Bergþóra Jónsdóttir: Þakkar Gunnari og Birni erindin. Hún óttast ekki að grasrótin visni, áhugamálið er sterkt og tengir hópinn. En það þarf að hlúa að samstarfinu og félagslífinu. Hún er bjartsýn á framtíðina.

Jóhann Gísli: Takk Gunnar, sammála Birni um gagnsemi SWOT greiningarinnar. En við verðum að fara og þora og horfa ekki of mikið á veikleikana. Ekki sjálfgefið að menn borgi greiðsluseðilinn sem kemur í júlí. Við þurfum að fara í hvatningarstarf til að ná helst a.m.k. 70% aðild. Eins er með önnur búnaðarfélög t.d. kúabændur sem eru stórbændur, þeir fá sínar beingreiðslur hvort sem þeir eru með eða ekki. Þannig að hugsanlegt er að þeir stóru velji að vera utan. Stór hluti sauðfjárbænda, 600-700 stk. flokkast eins og skógarbændur tekjulega en ætla þó að vera með í BÍ.

Gunnar: Athyglisvert þegar einhver segir; Hver er hagur MINN að vera í BÍ? Getur þú hugsað þér að aðrir greiði laun þeirra sem þú nýtur góðs af? En BÍ sér um búvörusamninga en ekki einstakir bændur! Það verður talsvert verk að samræma og finna út hvað virkar best fyrir flesta.

Svar við spurningu Agnesar: Einstaklingar sem búa ekki á lögbýlum -eru alveg eins mikilvægir-ekkert skilyrði að búa á lögbýli. Við náum mestum árangir saman.

 

5.Tillögur lagðar fram:

Tillaga 1. Sameining LSE við Bændasamtök Íslands,

„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að LSE sameinist Bændasamtökum Íslands, án slita LSE. Sameiningin taki gildi 1. júlí 2021. Nýjar samþykktir fyrir LSE með takmarkaða starfsemi liggja til grundvallar tillögunni ásamt fylgigögnum sem varða nýtt félagskerfi.“

Fylgigögn:

1.  Nýjar samþykktir LSE

2. Tillaga um nýtt félagskerfi ásamt fylgigögnum sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2021.

3. Tillaga um félagsgjöld miðað við nýtt félagskerfi, samþykkt á Búnaðarþingi 2021

4. Tillaga um fjárhagsáætlun miðað við nýtt félagskerfi, samþykkt á Búnaðarþingi 2021

5. Drög að nýjum samþykktum Bændasamtaka Íslands sem lögð verða fyrir til samþykktar á Aukabúnaðarþingi 10. júní 2021

 

Skýringar og umræða um tillöguna:

Spurning frá Láru: Hvernig verður háttað vægi atkvæða eftir inngöngu í BÍ?

Svar: Heimafélögin eða landshlutasamtökin verða áfram til, aðeins LSE fellur niður við inngöngu í BÍ. Atkvæðavægi verður háttað á sama máta og verið hefur. Munu tveir einstaklingar sem standa að skógrækt hafa tvö atkvæði. Hlutafélag hefur eitt atkvæði.

Vegna félagafrelsis þá getur fólk verið t.d. í sínu svæðisfélagi en ekki í BÍ. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá fellur niður afgangur af árgjaldi LSE. Þeir sem eru með fleiri en eina búgrein geta t.d. skráð sig sem 80% kúabóndi og 20% skógarbóndi.

Þorvaldur Böðvarsson frá Hvammstanga: Hann sat um tíma í stjórn Norðurlandsskóga fyrir hönd skógræktarfélags. Honum finnst flækjustigið allmikið. Landshlutaverkefnin í upphafi höfðu að markmiði að rækta skóg til yndisauka og útivistar og landbóta auk skógræktar. Það þarf að taka tillit til þeirra sem eru smáir og með önnur sjónarmið en að rækta nytjaskóg.

Björn Bjarndal: Þetta er stór punktur hjá Þorvaldi. Landshlutaverkefnin voru lögð niður með einu pennastriki og skógræktarmál flutt frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Skógarbændur hafa því eins og er lítil áhrif í stjórnkerfinu. Það hefur tekist að halda þétt saman um okkar innra starf og þá smáu.

Bergþóra: Sammála Birni um margt. Hvert ætlum við með þennan skóg? Við stefnum að talsverðu leiti í úrvinnslu úr skógunum og huga þarf að kostnaði við grisjun. Þá þurfum við að vera með í BÍ.

Atkvæðagreiðala um tillögu 1.

Tillaga 1. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga 2. Skipting fjármagns LSE

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til  að núverandi fjármagni LSE verði ánafnað í tvo jafna liði í megin atriðum. Annars vegar í tengslum við Kolefnisbrúna og hins vegar að efla búgreinardeild skógarbænda innan BÍ og kynna frekar fyrir núverandi félagsmönnum LSE“.

 

Greinargerð:

Mörg uppbyggileg og krefjandi verkefni eru nú þegar í vinnslu hjá LSE og fleiri er enn etir að vinna. Með tilkomu Kolefnisbrúarinnar mun mörg brýn skógræktarverkefni færast þangað í einhverri mynd. Verkefni búgreinardeildar skógarbænda mun vafalítið eiga margt sammerkt með verkefnum Kolefnisbrúarinnar en önnur verða sérhæfðari en ekki síður brýn. Vafalítið er þó eitt brýnna en önnur, en það er að efla bændur og landeigendur í skógrækt enn frekar til samtöðu og góðra verka. Þess vegna er lagt til að fjármagn verði notað með sem bestum og jöfnustum hætti í málaflokka Kolefnisbrúarinnar og kynningarstarf fyrir búgreinardeild skógarbænda.

 

Tillaga 2. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga 3. Sameining við Bændasamtök Íslands, seta stjórnar

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að núverandi stjórn og varastjórn LSE sitji óbreytt til Búgreinaþings 2022. Óháð lögum LSE.“

 

Greinargerð:

Í lögum LSE má stjórnarmaður sitja í stjórn í 8 ár eða skemur. Sitjandi formaður hefur setið í 8 ár í stjórn og hefði, við eðlilegar kringumstæðum, átt að stíga til hliðar á þessum fundi. Stjórn Bændasamtakanna hefur óskað eftir því að sitjandi stjórnir búgreina, sem vilja sameinast Bændasamtökunum, sitji a.m.k. til búnaðarþing 2022 til aðlögunar við breytt kerfi.

 

Tillaga 3. Samþykkt samhljóða.

Tillaga 4. Árgjöld

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi 15.maí 2021, verði ekki innheimt félagsgjöld til LSE þetta árið (2021).“

 

Greinargerð

Þess í stað munu Bændasamtökin innheimta hálft árgjald um mitt þetta ár þar sem núverandi félögum í LSE er boðið að gerast félagsmenn Bændasamtaka Íslands.

 

Tillaga 4. Samþykkt samhljóða.

Tillaga 5. Laun stjórnar

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að laun stjórnar verði með sama móti og fyrra ár, þ.e. taki mið af kjarasamningum FÍN og BHM; launaflokki FÍN25. Þannig verði árslaun formanns 50% af 100% mánaðarlaunum sem 1. október 2019 nema 684.056 og að laun almenns stjórnarmanns verði 35% af launum formanns og laun gjaldkera 40% af launum formanns. Árslaun formanns verða þá 342.028, laun gjaldkera 136.811 og laun almenns stjórnarmanns 119.710. Miða skal við laun 1. janúar ár hvert. Síðan verði greiddir dagpeningar fyrir fundarsetu og nefndarstörf.   Ef tillaga 1 verður samþykkt verða laun stjórnar búgreinardeildar skógarbænda (ekki LSE) ákveðnar á auka búnaðarþingi í júní 2021“.

 

Tillaga 5. Samþykkt samhljóða.

Tillaga 6. Kolefnisútreikningur samningsbundinna skógræktarjarða

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi 15.maí 2021, vill hvetja Skógræktina til að gefa upp kolefnisbindingu  samningsbundinna jarða í skógrækt, óski skógarbóndi eftir því.“

 

Greinargerð:

Loftslagsmál eru í brennidepli nú um stundir. Bændur eru hvattir og jafnvel krafðir um að gefa upp losun kolefnisígilda á sínum bújörðum. Þá er mikilvægt að binding viðkomandi bújarða sé höfð með sem mótvægi við losun við þá útreikninga. Skógræktin er þjónustustofnun fyrir skógarbændur og hafa í sínum fórum gott aðgengi upplýsinga um gróðursetningar og jafnvel raunbindingu í einhverjum tilvika. Með útreikningi, byggðum á trjátegundum, landslagsgerðum og aldri gróðursettra plantna má áætla bindingu. Þess er því farið á leit við Skógræktina að vera jákvæður hvati fyrir samningsbundna skógareigendur að gefa upp bæði upp áætlun um þegar bundið kolefni í landinu og einnig mögulega lokabindingu, ef miðað er við t.d. 50 ára lotu.

 

Tillaga lögð fram af: Guðmundur Aðalsteinsson (FSA)

Tillaga 6. Samþykkt samhljóða.

Tillaga 7. Framseljanlegar kolefniseiningar

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leitar til Umhverfisráðuneytis eftir því að skógarbændur geti framselt kolefniseiningar úr sínum skógum.“

Greinargerð:

Þess er farið á leit við Umhverfisráðuneytið að það gefi skógarbændum leyfi til að selja kolefnisbindingu úr sínum skógum, óháð aldri skóganna, óski þeir þess. Kolefnisbinding sem fellur til innan bændaskógræktar verður fyrst og fremst nýtt til að kolefnisjafna búrekstur bænda eða til sölu. Enda kemur skýrt fram í skógræktarsamningum að skógurinn sé eign bóndans. Þannig aukast tekjur þeirra sem vinna að skógræktinni, sem ætti að efla búsetu í dreifbýli jafnframt því að mynda skattstofn fyrir ríkið.

 

Tillaga lögð fram af stjórn FSA

Tillaga 7. Samþykkt samhljóða.

Tillaga 8. Flutningur milli ráðuneyta

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur þunga áherslu á að bændaskógrækt verði færð frá Umhverfis- og auðlyndaráðuneyti til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis”

 

Greinargerð:

Bændaskógrækt er eins og hver önnur grein landbúnaðar og því eðlilegt að hún sé undir Landbúnaðarráðuneytinu enda verða skógarbændur væntanlega aðilar að Bændasamtökum Íslands á yfirstandandi aðalfundi. Þannig skapast forsendur til þess að bændaskógrækt verði fjármögnuð í gegnum búvörusamning sem ætti að þýða öruggari fjármögnum til greinarinnar. Það er mjög mikilvægt að við uppbyggingu skógarauðlindar sé trygg fjármögnun til lengri tíma.

 

Tillaga lögð fram af stjórn FSA

Tillaga 8. Samþykkt samhljóða.

Tillaga 9. Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun hefur verið sett upp á hefðbundinn hátt, sambærileg við síðasta ár, gildir bara í 6 mánuði. Þá þarf ný stjórn að búa til nýja fjárhagsáætlun fyrir síðari hluta ársins. (sjá https://www.skogarbondi.is/single-post/adalfundur2021)

Tillaga 9. Samþykkt samhljóða.

  1. Kosning skoðunarmanna reikninga,

Leitað að skoðunarmönnum reikninga: Stungið upp á Guðmundi Sigurðssyni og  Margréti Guðmundsdóttur sem aðalmenn og Hrönn Guðmundsdóttur og Lára Ellingsen sem varamenn.

Samþykkt samhljóða.

6.Horft fram á við ... Björn Bjarndal

Horft fram á VIÐ í afurða og markaðsmálum skóga. Skýrsla Skógræktarinnar og LSE nóv. 2020. Björn ræddi og kynnti efnið. Hægt að skoða skýrsluna rafrænt. Gjarna horft til framtíðar. Upphaf verkefnis er 2017 þegar Skógræktin og Landssamtök skógareigenda settu af stað teymishóp um afurða- og markaðsmál í skógrækt. Í Skýrslunni eru greinar um ýmis málefni s.s. trjátegundir, viðarmagnsspá, úrvinnsla viðar, markaðsmál, gæðamál og fl. og fl.

7.Kolefnisbrúin ... Hlynur Gauti

Staðan í Kolefnisbrúnni er sú að unnið er að verkefninu í samvinnu við Skógræktina og með fjárfestum og bændum. Starfsmaðurinn sem unnið hefur við verkenið er að fara í önnur verkefni og þess vegna hættur að mestu. Jóhann Gísli og Hlynur Gauti hafa allan tímann unnið að málinu. Aðallega hefur verið horft til innanlandsmarkaðar ( skv. bresku módeli), það er einfaldara. Stefnt að um þrem starfsmönnum og að sem mest verði unnið meðal bænda. Laufey spyr um stöðu vottunarkerfisins. Kolefnisskráin er að verða til (iCert), þar verða skráðir fjöldi hektara sem eru að binda. Kannski geta bændur mælt hver hjá öðrum. Notað til þess t.d. smáforrit í síma. Ósvarað er hverjir sjá um vottunina. Skógræktin sér um kerfið (Skógarkolefni) og fræðilega grunninn. Þá er markmið að hagnaður skili  sér að miklu leiti til bónda en lendi ekki aðallega hjá milliliðum. Skógarbóndi geti selt þær einingar sem hann fær eftir u. þ. b.5 ár. Kolefnistonn selst á 7.500 kr. Sá sem kaupir kolefniskvóta er að leiðrétta fyrir mengun. Um allt þetta þarf bókhald. „Den store dröm „ er að þetta verði alþjóðleg vottun.

Mikilvægt að skógarbændur geti fengið eitthvað fyrir bindingu þeirra skóga sem eru nú þegar komnir. Ríkið notar þeirra bindingu í alþjóðasamningum. Mikil umræða hefur verið um þessi mál. Þar á meðal um Kolvið, sem er í eigu Skógræktarfélags Íslands og Landverndar. Kolviður mun gróðursetja í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar heilmikinn skóg í land Reykholts í Borgarfirði.

Önnur mál:

Gunnar Þ.   Þakkar fyrir að fá að vera á fundinum. Óskar öllum til hamingju með niðurstöðuna um inngöngu í BÍ.

Guðmundur Sigurðsson, þakkar fundarsetu og leggur til að sungið verði lokalag.

Jóhann Gísli, Þakkar samstarf við stjórnina síðustu ár og biðlar til félagsmanna að standa saman og styðja stjórnarmenn í þeirra starfi.  Það varð einhver stefnubreyting hjá BÍ varðandi skógrækt fyrir 3-4 árum svo það er bjart framundan. Þar á Gunnar Þ. Stóran hlut að máli.

Þakkar fundarstjóra og fundarriturum, kallar Bergþóru á svið til myndatöku og móttöku cyprus plöntu.

Bergþóra þakkar fundarmönnum nær og fjær. Vonast til möguleika á alvöru fundi og árshátíð.

Fundi slitið kl 15:00

bottom of page