top of page

Samningar og slíkt
 

Tillögur skógarbænda frá 2023
1. Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar
Sameiningin er yfirstaðin.

2. Skjólbeltagerð á bújörðum
Tillagan var send til umhverfisnefndar BÍ og er komin inn í stefnumótun BÍ. Við endurskoðun búvörusamninga verði farið fram á sérstaka fjármögnun, til skjólbeltaræktunar til að styðja við aukna akuryrkju, grænmetisrækt og túnrækt.

3. Skógarplöntuframleiðsla
Tillagan dagaði uppi og þarf að skoða frekar. 

4. Kolefnisbinding
félagsmálanefndar BÍ. Innleiðing Kolefnisbrúar sem kerfi alþjóðlegra vottaðra kolefniseininga mun skapa hvata fyrir framlag bænda í loftlagsmálum að sístækkandi markaði með valfrjálsar kolefniseiningar.

5. Kolefni viðurkennt sem skógarafurð
Tillagan var send til umhverfisnefndar BÍ. Kolefnisbinding í eldri skógum. Taka þarf tillit til eldri skóga á jörðum bænda vítt og breitt um landið og fá þá viðurkennda inn í kolefnisjöfnun íslensks landbúnaðar.

6. Innflutningur hráviðar
Barningur, fleiri búgreinar reyna að berjast gegn þessum innflutningi en gengur hægt.

7. Rammasamningur
Ákveða þarf stefnu skógarbænda innan BÍ og aðgerðaáætlun næstu ára.

8. Losunarheimildir grisjunarviðar
Land og Skógur er með FSC-vottun til athugunar.

9. Endurgreiðsla VSK
Er til skoðunar hjá lögfræðingum BÍ.

10. Stýrð sauðfjárbeit
Lausaganga búfjár er síst einfaldara viðureignar nú en var fyrir ári. Málið hefur verið til umræðu innan BÍ og utan síðan þá og ekki útlit fyrir að það leysist í bráð. 
 

Stefnumál frá Deildarfundi skógarbænda í febrúar 2024
1  Málþing fyrir skógarbændur að Laugum í Sælingsdal 12. október 2024

2  Fjölgun félagsmanna í SkógBÍ.

3  „Horft fram á við“-framhaldsskýrsla , vinna að framgangi viðarafurða

4  CE staðlar > fylgja eftir fjárstyrk sem fékkst frá ASK / HMS

5  Kolefnisbrúin skuli vera leiðbeiningaþjónusta í ferli við framleiðslu kolefniseininga. 

6  Tryggingamál skógaræktar eru í vinnslu hjá lögfræðingum BÍ

7  Endurskoðun búvörusamninga (Rammasamningur)

8  Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt

9  Hvatningarverðlaun skógaræktar

10  Fagráðstefna skógaræktar > Skógarauðlindin - innviðir og skipulag í Hofi á Akureyri

11   NSF > Norrænt samstarf

Tillögur af Deildarfundi 2024

1- Lagabreyting, orðabreyting (Búgreinaþing út fyrir Deildarfund)  

2- Aukið fjárman til skógarbænda hjá Landi og skógi

3- Stefnumörkun skógarbænda og endurskoðun markmiða í rammasamningi

4- Norðurlandsamstarf

5- Fjármögnun málþings

6- Kolefnisbinding​​​​

bottom of page