Skógarbóndi | Kraftmeiri skógur
 • home_slider_image

  kraftmeiri skógur

  Kraftmeiri skógur býður upp á ráðgjöf í akurræktun jólatrjáa. Þátttakendur í skipulagðri akurræktun jólatrjáa á vegum LSE eiga kost á því að fá heimsókn ráðgjafa í faginu. Danskur leiðbeinandi í jólatrjáaræktun hefur verið á landinu og heimsótt þátttakendur á norður og austurlandi ásamt íslenskum sérfræðingi. Það helsta sem farið er yfir er staðsetning akurs, fjarskjól og nærskjól, tegundaval, gróðursetning, illgresiseyðing, tvítoppaklipping, lagfæring á toppum, markaður og fl. Um miðjan september verða þátttakendur á Vestur og Suðurlandi heimsóttir. Heimsóknin er án endurgjalds.

  meira
 • home_slider_image

  Skógarauðlindin-ræktun, umhirða, nýting

  Bókin Skógarauðlindin- ræktun, umhirða og nýting er komin í sölu. Bókin byggir að stórum hluta á sænsku bókinni Nya Tider Skog. Á þriðja tug sérfræðinga í skógrækt hér á landi hafa þýtt, endurskrifað og ritað nýja kafla í skógarbókina. Á annað hundrað myndir og teikningar eru í bókinni sem gerir hana bæði fallega og skemmtilega aflestrar. Bókin kostar 5.100 kr, auk sendingar – og innheimtukostnaðar. Hægt er að panta bókina á netföngin ritari@lbhi.is og hronn.lse@gmail.com

  meira

skogarbondi.is

VIÐ ERUM SKÓGABÆNDUR

Dagur í Djúpinu. sunnudaginn 17. Júlí

Þau Viðar Már og Guðrún skógrabændur í Ármúla við Ísafjarðadjúp bjóða í skógargöngu og kaffi sunnudaginn 17. júlí kl 2 e.h. Skógrækt á Ármúla hófst árið 2004 og þrátt fyrir að nálæg bæjarnöfn og örnefni  eins og Snæfjallaströnd, Kaldalón, Skjaldfönn og Skjaldafannardalur gæfu ekki fögur fyrirheit þá hlýtur orkan frá Drangajökli að styrkja skógarplöntunar því árangur skógræktarstarfsins er hreint frábær.   Allir velkomnir! -Skjólskógar og Félag skógarbænda á Vestfjörðum

meira

Blaðið Við skógareigendur er komið á heimasíðuna. Nálgst má það hér til hliðar.

meira

Ný stofnun – samkoma, göngutúr, ketilkaffi og kleinur !

Síðar í þessari viku hverfa Skjólskógar á Vestfjörðum af vettvangi en af rótinni rís jafnharðan einn sproti nýrrar lands-stofnunnar á skógræktarsviði; …

meira

Skógardagurinn mikli 25 júní

meira

Plöntur komnar í dreifingarstöðvar.

Búið er að keyra plöntur í allar dreifingarstöðvar Norðurlandsskóga nema í Sandfellshaga. Þangað verður keyrt á morgun 7. júní. Vinsamlegast hafið …

meira

Blaðið Við skógareigendur er komið út

Blaðið Við skógareigendur eru komið út og er á leið í pósti til skógarbænda og í póstkassa allra lögbýla um land …

meira

Nýr starfsmaður

Maria Danielsdóttir Vest hóf störf hjá Héraðs- og Austurlandsskógum í vikunni. Maria sem er Seyðfirðingur að uppruna er í skógfræðinámi við Landbúnaðarháskólann á …

meira

Fundur um jólatrjáræktun

  Ágætu skógarbændur á Norðurlandi, Else Möller verður með fund næstkomandi fimmtudag, 14. apríl kl. 20-22. Fundarstaður er á loftinu í …

meira

Johan kominn aftur til Norðurlandsskóga

  Johan Holst, skógfræðingur, sem starfaði hjá Norðurlandsskógum árin 2001-2007 er aftur kominn til starfa.  Johan er tímabundið ráðinn í hlutastarf, …

meira

Fagráðstefna skógargeirans 2016

Fagráðstefna skógargeirans var haldin að þessu sinni á Patreksfirði þar sem Vestfirðingar voru gestgjafar. Öll umgjörð og aðstaða var til fyrirmyndar …

meira