Search Results

483 results found

Blog Posts (427)

 • Skógargöngur með Skógræktinni

  Bréf frá Sigríði Júlí Brynleifsdóttur Góðan daginn kæru skógarbændur, Ég ætla að byrja á að þakka ykkur öllum fyrir frábært starf í vor/sumar. Þolinmæði, seigla, jákvæðni og bjartsýni eru orð sem lýsa ykkur best. Plöntur fóru að berast á dreifingarstöðvar í maí en fljótlega kom í ljós skemmdir á plöntum vegna kulda í vor, þá tóku við þurrkar víða um land sem gerðu alla mjög óörugga með næstu skref. Samt sem áður hefur tekist að tæma dreifingarstöðvar, gróðursetningum lokið og framkvæmdaskýrslur eru að berast ráðgjöfum og fyrir austan á aðalskrifstofu er unnið að uppgjörum. Ég vil minna ykkur á að skila bökkum á næstu dreifngarstöð en mikilvægt er að við skilum þeim af okkur til framleiðenda. Núna í júlí eru flestir ráðgjafar að taka sér sumarfrí. Við gerum ráð fyrir að ef veðurfarið verður með okkur í liði í sumar geti flutningar á plöntum vegna haustgróðursetninga farið í gang í fyrrihlutanum í ágúst. Eins og við vitum getur þó alltaf brugðið til beggja þegar veðurfarið á í hlut en við vonum það besta. Á síðasta ári fórum við Þröstur í heimsóknir til allra skógarbændafélaganna en þar gafst gott tækifæri til að hittast og ræða málin. Þetta mæltist vel fyrir og verður endurtekið í sumar. Strax eftir verslunarmannahelgi munum við fara á flandur um landið. Við höfum verið í sambandi við stjórnir skógarbændafélaganna í öllum landshlutum sem sjá um skipulagningu á heimsóknunum í samstarfi við skógarbændur, útfærslurnar eru mismunandi, allt eftir tíma og aðstæðum á hverju svæði. Dagskráin lítur svona út: Þriðjudagur 3.ágúst. Austurland: Síðdegisganga að Meðalnesi í Fellum, hressing á eftir. Fimmtudagur 4.ágúst. Norðurland: Eyjafjörður, nánari staðsetning óljós en viðburðurinn hefst kl 15, farið verður í göngu og boði uppá spjall og kaffi á eftir. Mánudagur 9.ágúst. Suðurland: Uppsveitir, rútuferð sem hefst kl 9 og stendur allan daginn. Nánir upplýsingar er að fá hjá Birni Jónssyni (bjorn@bjarndal.is) Þriðjudagur 10.ágúst. Vesturland: Borgarfjarðarrúntur, byrjað verður í Hvammi í Skorradal kl 13, farið verður rúntur á einkabílum og komið við á 2-3 skógarjörðum og endað í síðdegishressingu í Hvítársíðu. Miðvikudagur 11.ágúst. Vestfirðir: Heimsókn að Höfða í Dýrafirði, mæting kl 13 og byrjað verður í súpu a la Alla og Sighvatur og síðan farið út í fræðslugöngu um Höfðaskóg. Endilega takið þessa daga frá. Þetta verður boðað nánar þegar nær dregur á heimasíðu LSE https://www.skogarbondi.is/ og https://www.skogur.is/ Við viljum þakkar stjórnum skógarbændafélaganna fyrir frábærar viðtökur og samstarf við að undirbúa þetta. Hún Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur á Mógilsá óskar eftir upplýsingum um skaðvalda í skógum samanber frétt hér https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/upplysingar-um-skadvalda-a-trjam-oskast Ég hvet ykkur til að hafa augun opin og senda Brynju ábendingar. Í haust verður breyting á starfsmannamálum hjá skógarþjónustunni þar sem Lárus Heiðarsson (ráðgjafi á Austurlandi) mun færast yfir á rannsóknarsvið en hann mun koma þeim Maríu og Borja inn í sín verkefni, þá er Kári sumarstarfsmaður á Austurlandi til að létta undir með þeim. Undirrituð er á leið í námsleyfi í haust en mun sinna 50% starfi frá 1.september, Valgerður Jónsdóttir mun taka hluta af mínum verkefnum næsta árið. Þið verðið upplýst um þessar breytingar nánar eftir sumarfrí. Skrifstofa skógræktarráðgjafa á Vesturlandi sem verið hefur á Hvanneyri mun flytja að Hvammi í Skorradal strax eftir Verslunarmannahelgi. Þar verða skógræktarráðgjafar, skógarvörður og skógarhöggsmenn með sína starfsaðstöðu á sama stað. Endurbætur hafa verið í gangi í Hvammi og starfsmannahúsið hefur fengið andlitslyftingu núna síðustu mánuði, þar sem m.a. efri hæðinni hefur verið breytt í skrifstofurými. Skógarbændum gefst gott tækifæri til að skoða nýju aðstöðuna þann 10.ágúst n.k. Þetta verður ekki lengra í þetta sinn, ég óska ykkur alls hins besta og njótið sumarsins. Sigga

 • Gleðilegt sumar

  Kolefnisbrún vill þakka samstarfið fram til þessa. Margir bændur, samtök og einstaklinegar hafa lagt Kolefnisbrúnni lið undanfarin misseri. Margt hefur áunnist og útlitið er bjart. Kolefnisbrúin ætlar að taka sér frí í sumar en koma þeim mun efldari í haust. Þá verður hafist handa við að koma verkefnum af stað og á það bæði við um bændur sem og kaupendur kolefniseininga. Í haust verður hafist handa við undirbúning að næstu skrefum og er allt kapp lagt á að koma verkefnum af stað næsta vor. Áhugasamir mega endilega hafa samband við Hlyn Gauta Sigurðsson með tölvupósti - hlynur@skogarbondi.is - Kolefnisbrúin óskar bændum og öllum landsmönnum gleðilegs sumars.

 • Gróðursetningakeppni- RÚV

  „Það er umtalsvert búið að leggja til kolefnisjöfnunar núna,“ segir Jón Kristófer Arnarsson, garðyrkjusérfræðingur og dómari gróðursetningarkeppni í Ölfusi. Hann vonar að úr verði stór og mikill skógur. Keppnin var haldin í fyrsta sinn á dögunum en verður eflaust að árlegum viðburði. Slegið var til trjáplöntunarkeppni í Ölfusi. Kolefnisbindingarkeppni mætti líka kalla hana því tilgangurinn er að hvetja til kolefnisbindingar með trjárækt. Í keppninni leiða saman (tré)hesta sína atvinnumenn í skógrækt og áhugafólk. Þrjú lið kepptu til sigurs en atvinnumennirnir voru á vegum Skógrækarfélags Íslands og Félags garðplöntuframleiðenda en áhugafólkið var starfsfólk Plöntusamtaka Íslands. Verði að árlegri keppni Jón Kristófer segir daginn hafa verið vel heppnaðan. Hann hafi í raun ekki átt erfitt með að dæma. „Þetta var svo jákvætt og skemmtilegt fólk sem tók þátt, það lögðu sig allir fram.“ Þá segir hann ástæðu til að halda slíka keppni árlega og þá jafnvel fá mismunandi hópa til þess að taka þátt. Til dæmis nefnir hann að gaman væri að sjá sveitarstjórnir og þingmenn takast á í trjágróðursetningu. Allir geti lagt sitt af mörkum Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Þinn garður - þín kolefnisbinding, segir keppnina snúast um að hvetja bændur og almenning til að gróðursetja í þeim tilgangi að kolefnisjafna sig. Þá sé átt við tré, runna, blóm og matjurtir en allt bindur þetta kolefni. Erla segir að tilgangurinn sé að sýna fram á að allir geti lagt sitt af mörkum í loftslagsmálum. Matjurtir séu líka mikilvægt innlegg því það sem sé ræktað heima sparar innflutt matvæli. Komið er í veg fyrir kolefnislosun sem innflutningi fylgir. Sumarlandinn verður á flakki í sumar og hittir landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Sumarlandinn leitar uppi áhugaverða viðburði og skemmtilegar sögur. Sumarlandinn tekur líka lagið ef vel liggur á honum. https://www.ruv.is/frett/2021/06/22/grodursetningarkeppni-komin-til-ad-vera?fbclid=IwAR1j6cfxHyPkk3Lq9GRbRO54atY5zzL7hzx5eFnumwvydSpJTuIDCGcPaok

View All

Pages (56)

 • Skogarbondi.is | Landssamtök skógareigenda (LSE) | Iceland

  Fréttir Kynning á LSE Skráning í LSE Skógargöngur með Skógræktinni Bréf frá Sigríði Júlí Brynleifsdóttur Góðan daginn kæru skógarbændur, Ég ætla að byrja á að þakka ykkur öllum fyrir frábært starf í... Gleðilegt sumar Kolefnisbrún vill þakka samstarfið fram til þessa. Margir bændur, samtök og einstaklinegar hafa lagt Kolefnisbrúnni lið undanfarin... Gróðursetningakeppni- RÚV „Það er umtalsvert búið að leggja til kolefnisjöfnunar núna,“ segir Jón Kristófer Arnarsson, garðyrkjusérfræðingur og dómari... Líf í lundi- Ljósmyndasamkeppni Smellið HÉR Aðalfundur LSE 2021 Fundargerð Aðalfundur LSE 15.05.2021 Menntaskólanum í Borgarnesi Hjálmakletti Dagskrá 10:00 Setning fundar 10:15 Skýrsla stjórnar 2021 (Jóhann... 1 2 3 4 5 Aðildarfélögin Viðburðir PLÖNTULEIT Vikulokin Heimsóknir frá 1.jan 2020 31.des 2020 voru komnar 9963 heimsóknir 2021 2020 2018

 • Skogarbondi.is | Landssamtök skógareigenda (LSE) | Iceland

  Keldur Keldur 1/1 Félag skógareigenda á Suðurlandi Stjórn FsS Aðalfundargerð Fss 2020-2021 Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi 17. apríl 2021 kl 10:00 Fundurinn var haldinn rafrænt. Fjarfundur með Teams forriti, þar sem... Jónsmessuganga að Núpum -FsS Árleg Jónsmessuganga FsS var sunnudaginn 21. júní s.l., klukkan sjö um kvöldið. Gengið var að þessu sinni um skóginn að Núpum í Ölfusi,... Aðalfundir FsS Aðalfundur 2020 PDF Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi 2020, haldinn fimmtudaginn 11.júní að Reykjum í Ölfusi Formaður... 1 2 3 4 5 kjörin á aðalfundi 11.júní 2020. Björn Bjarndal Jónsson Formaður ​ Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir Ritari ​ Hrönn Guðmundsdóttir Gjaldkeri ​ Ísólfur Gylfi Pálmason Meðstjórnandi ​ Sólveig Pálsdóttir Meðstjórnandi ​ Rafn A. Sigurðsson Varastjórn ​ Þórarinn Þorfinnsson Varastjórn ​ Agnes Geirdal Varastjórn ​ ​ Please reload Skráðir félagar: 232 Fjöldi jarða: 194 Fjöldi Sveitafélaga : 19 október 2018 Skráning í LSE Fundargerðir á Suðurlandi Stjórnarfundir FsS 2020-2021 Aðalfundargerð Fss 2020-2021 Lífsstílskaffi I „Hvað er bak við tréð?" Möguleikar sem liggja í íslenskum nytjaskógum. Aðalfundir FsS Stjórnarfundir FsS 2019 Stjórnarfundir FsS 2018 Fundir FsS- 2018 Fundir FSS 2017 Stjórnarfundir FSS 2017 Lög FSS Eldri fundargerðir Um FsS Félag skógareigenda á Suðurlandi FsS er hagsmunafélag skógarbænda og félagssvæðið er Suðurland, frá Reykjanesskaga til Hornafjarðar. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og hafa samskipti við yfirvöld um málefni félagsins, stuðla að fræðslu til félagsmanna og nýjum leiðum til nýtingar skógarafurða. FsS er málsvari þeirra sem hafa áhuga á skógrækt og bættri stöðu skógræktar sem atvinnugreinar. Sambærileg félög starfa í öðrum landshlutum og regnhlífarsamtök þeirra eru Landssamtök skógareigenda LSE. Félagið tilnefnir einn mann í stjórn Landssamtaka skógareigenda, en það starfar líkt og önnur búgreinasamtök. Landssamtökin eru félagar í Bændasamtökum Íslands og eiga fulltrúa á Búnaðarþingi. Við hvetjum alla skógarbændur á Suðurlandi til að ganga í félagið. Við hvetjum einnig skógarbændur til að taka þátt í félagsstörfum og skemmtiferðum á vegum félagsins. Upplýsingar um félagsfundi og aðra atburði á vegum félagsins er að öllum jafnaði komið á framfæri við félagsmenn með tölvupósti eða á fésbókarsíðu félagsins. Fundargerðir birtast á heimasíðunni, skogarbondi.is ​ Nánari upplýsingar veitir Björn Bjarndal Jónsson í síma 899 9302, eða í tölvupósti á netfangið bjorn@bjarndal.is Með skógarkveðju, Félag skógareigenda á Suðurlandi Lög félags skógareigenda á Suðurlandi Lög Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS 1. grein Félagið heitir Félag skógareigenda á Suðurlandi. Félagssvæði þess er Suðurland og Reykjanes. 2. grein Heimilisfang þess og varnarþing er að Austurvegi 1, 800 Selfossi. 3. grein Markmið félagsins eru: a) Að vera samtök og málsvari þeirra, sem áhuga hafa á að vinna að skógrækt og ræktun nytjaskóga á félagssvæðinu. b) Annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við þá aðila sem félagsmenn óska eftir og tilefni er til. c) Að sjá til þess að félagsmenn eigi kost á fræðslu og leiðbeiningum í skógrækt eins og þörf er á á hverjum tíma. d) Að leita markaða fyrir skógarafurðir. 4. grein Félagar geta þeir orðið sem eru eigendur og/eða ábúendur lögbýla og/eða jarðarhluta á Suðurlandi og stunda hvers konar skógrækt á jörðum sínum. Eitt félagsgjald greiðist fyrir lögbýli og/eða jarðarhluta. 5. grein Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og skal haldinn eigi síðar en 1. júní ár hvert og til hans boðað með sannanlegum hætti með minnst 10 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Stjórn félagsins getur boðað til félagsfundar þegar hún telur ástæðu til þess og/eða 1/3 hluti félagsmanna æskir þess. Skal þá boðað til hans með sama hætti og til aðalfundar. Verkefni aðalfundar skal vera: 1) Leggja fram skýrslu stjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum félagsins til samþykktar. 2) Kosning stjórnar. 3) Kosning fulltrúa í stjórnir, ráð og félagasamtök sem félagið er aðili að hverju sinni. 4) Aðalfundur ákveður árgjöld félagsins. 5) Önnur mál 6. grein Aðalstjórn félagsins skipa 5 félagsmenn og 3 til vara og fer hún með framkvæmdastjórn félagsins á milli aðalfunda. Stjórnin má ekki skuldbinda félagið fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum aðalfundar. Kosningar skulu vera skriflegar og leynilegar og uppástungur því aðeins leyfðar að fundurinn samþykki. a) Kjósa skal formann sérstaklega til þriggja ára í senn. b) Aðra aðalmenn skal kjósa sameiginlegri kosningu og skiptir stjórn með sér verkum að öðru leyti. Kjörtímabilið er 3 ár. c) Ritari gegnir stöðu varaformanns. d) Kjósa skal 3 varamenn til eins árs í senn. e) Skoðunarmenn eru tveir og tveir til vara kjörnir til eins árs í senn. 7. grein Ákvörðun um slit félagsins er tekin á aðalfundi, með einföldum meirihluta atkvæða og renna þá eignir félagsins, ef einhverjar eru, til málefna er samræmast tilgangi félagsins. 8. grein Lög þessi tóku gildi með samþykki aðalfundar 28.03.1998 og síðari breytingum frá 23. apríl 2010, 5. maí 2012 og 21. apríl 2018. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins fyrir 1. mars. Tillögur til lagabreytinga skulu sendar út með boðun aðalfundar. Til breytinga á lögum þessum þarf minnst 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi. Merki félags skógareigenda á Suðurlandi Skógarvinnsla á Suðurlandi Nóv2017.pdf

 • Afurðir, skógarafrðir, Product of Icelandic forest

  Skógarafurðir og verk meðal skógarbænda Skógarbændur víðsvegar um landið halda úti ýmiskonar framleiðslu. Hér eru nokkur dæmi um afurðir og vörur. ​ Viljirðu koma ábendingum á framfæri máttu gjarnan senda línu á hlynur@skogarbondi.is Vörur /Framleiðsla Hráviður Jólatré Þjónusta við skógarbændur Framleiðendur Hönnun Aðrir sem framleiða vörur úr íslenskum skógum. Viljirðu koma ábendingum á framfæri máttu gjarnan senda línu á hlynur@skogarbond.is

View All